Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. apríl 1990
5
FRÉTTASKÝRING
Liðin er tíð séra Sigvalda
Kirkjan á Islandi er skrýtið fyrirbrigði. Um 93% þjóðarinn-
ar á aðild að henni og þetta hiutfall hefur meira að segja far-
ið heldur vaxandi á síðustu áratugum. Samkvæmt niður-
stöðum úr frægri skoðanakönnun eru íslendingar meðal
allra trúuðustu þjóða. Á hinn bóginn sér ekki nema um tí-
undi hver landsmaður ástæðu til að sækja kirkju reglulega.
Launakjör prestanna virðast hins vegar ekki hafa haldið í
við almenna þróun síðustu áratuga og nýjustu tíðindi
herma að prestar velti því nú fyrir sér að segja upp störfum
og leita sér fremur að annarri vinnu til að hafa ofan í sig og á.
Æðstu yfirmenn kirkjumála á kirkjuþingi sl. haust, þeir Óli Þ. Guðbjartsson, kirkjumálaráðherra og biskupinn yfir
íslandi, Herra Ólafur Skúlason. Þeir eru báðir nýir í embættum sínum en einmitt þessi embætti hafa verið sökuð
um að hafa um langt skeið vanrækt að verja réttindi kirkjunnar og styðja starf hennar.
Prestar voru allt fram á þessa
öld eins konar yfirstétt í íslenska
samfélaginu. Þeir sátu bestu jarðir
í hverri sveit og þóttu sumir býsna
ágjarnir og aðgangsharðir. Sögu-
persóna Jóns Thoroddsens í
Manni og konu, hann séra Sig-
valdi, mun hreint ekki hafa þótt
ótrúverðugur á sinni tíð. Síðan
hefur margt breyst og prestarnir
virðast nú fremur vera komnir í
hóp láglaunastétta.
Prestarnir sækja suður
Að vísu er allverulegur munur á
lífskjörum presta. Opinber laun
þeirra eru nefnilega í sumum til-
vikum nokkurn veginn sama tala
og heildartekjur en þess eru einn-
ig dæmi að launaseðillinn frá fjár-
málaráðuneytinu sé ekki brot af
því sem presturinn vinnur sér inn.
I slíkum tilvikum fylgir þó yfirleitt
allmikill kostnaður aukatekjun-
um. Það er að sjálfsögðu á Reykja-
víkursvæðinu sem hin feitari
brauð er að finna nú til dags og
þangað sækja prestar stíft.
Astandið er raunar orðið þannig
að fáttítt er að nýútskrifaðir prest-
ar komist að á Reykjavíkursvæð-
inu. Það eru hins vegar ekki bara
tekjurnar sem draga prestana suð-
ur heldur oft ekki síður atvinnu-
möguleikar makanna.
Séra Flóki Kristinsson vakti at-
hygli á slæmum launakjörum
presta með grein sem hann birti í
nýjasta tölublaði Kirkjuritsins.
Séra Flóki er þar býsna þungorður
í garð biskupa og ráðherra. Á ein-
um stað kemst hann svo að orði:
„Yfirstjórn kirkjunnar, biskups-
vald og ráðuneyti, hefur gjörsam-
lega brugðist því hlutverki að
verja réttindi og styðja starf henn-
ar og fulltrúalýðræði kirkjunnar
er hreinasta háðung“.
Byrjunarlaun 75 þúsund
á mánuöi
Samkvæmt upplýsingum frá
launaskrifstofu fjármálaráðuneyt-
isins nema byrjunarlaun presta nú
rétt innan við 75 þúsund krónum
á mánuði en eftir að föstu álagi
vegna afbrigðilegs vinnutíma hef-
ur verið bætt við fara mánaðar-
launin upp í um 87 þúsund krónur.
Þessu til viðbótar fá svo prestar
greiddar smáupphæðir til að
standa straum af skrifstofukostn-
aði, sima og póstburðargjöldum.
Staðgreiðsluskattana þurfa svo
prestar að borga rétt eins og ann-
að fólk. Trúlega mun láta nærri að
upphæðin á launaávisun nýút-
skrifaðs prests sé milli 75 og 80
þúsund krónur og inni í þeirri tölu
er þá það fé sem honum er ætlað
til að standa straum af þeim kostn-
aði er embættinu fylgir.
Þetta hrekkur að sjálfsögðu
skammt til að framfleyta fjöl-
skyldu, enda mun það liðin tíð að
prestmaddömur sinni einvörð-
ungu húsmóðurskyldunum og
það er sömuleiðis algengt að
prestar í litlum prestaköllum vinni
fulla vinnu í kennslu eða öðru því
er til kann að falla. Með því móti
ná þeir að sjálfsögðu sæmilegum
launum. Á hinn bóginn má svo
spyrja hvort preststarfið eigi að
vera aukastarf eða aðalstarf.
Eymdarkjör og aðstöðuleysi
Séra Flóki segir í áðurnefndri
grein í Kirkjuritinu að prestar
vinni verk sín við eymdarkjör og
aðstöðuleysi. Þeir hafi „sætt við
hlutverk ómagamannsins og fyrir
bragðið gripið til þess óyndisúr-
ræðis að hlunnfara söfnuði sína
um tíma sinn og starfsþrek við
aukastörf til að framfleyta sér."
Launin sem prestarnir fá frá fjár-
málaráðuneytinu eru hins vegar
afar misjafnlega stór hluti af heild-
artekjunum. I fámennum presta-
köllum víða um land eru tekjur af
embættisverkum svo litlar að
pretsum þykir varla taka því að
innheimta þær. í fjölmennustu
prestaköllunum á höfuðborgar-
svaéðinu gegnir nokkuð öðru
máli. Samkvæmt núgildandi taxta
fá prestar um 950 krónur fyrir
skírn, um 3.800 fyrir fermingu,
um 2.400 hjónavígslu og 5.200 fyr-
ir jarðarför. Vottorð sem prestar
gefa út kosta um 240 krónur.
Tímabilið í kringum páskana er að
sjálfsögðu mikill bjargræðistími
fyrir presta í fjölmennum sóknum.
Áð ferma 100 börn gefur af sér
hátt í 400 þúsund krónur.
Innheimta launin sjálfir
Hitt er svo annað mál að prests-
starfið er í sjálfu sér þess eðlis að
erfitt er að ganga mjög hart fram
í innheimtu. Ýmsum þykir raunar
gegna furðu að prestunum skuli
uppálagt að innheimta þannig
sjálfir stóran hluta launa sinna.
Áuk þess er hér eftir að taka tillit
til þess kostnaðar sem fylgir auka-
verkunum og mun vera verulegur.
Prestar telja að hluta fram til skatts
sem verktakar og eftir því sem
næst verður komist gefa aukatekj-
ur í allra fjölmennustu prestakölí-
unum af sér 400—500 þúsund á ári
eða 25—30 þúsund krónur á mán-
uði. Þetta þýðir að tekjuhæstu
sóknarprestarnir komast í tæp-
lega 130 þúsund króna mánaðar-
laun.
Þessi laun fást þó ekki fyrirhafn-
arlaust. Aukatekjunum fylgir að
sjálfsögðu gríðarleg vinna og sam-
kvæmt heimildum okkar mun
ekki fjarri lagi að vinnuvikan geti
farið upp í 100 stundir í stað þeirra
40 sem ríkið greiðir prestunum
laun fyrir að vinna. Það gerðist
raunar í síðustu kjarasamningum
að t fyrsta sinn var samþykkt að
taka tillit til þess að prestarnir
vinni yfirvinnu. Greidd yfirvinna
reiknast eftir fjölda sóknarbarna
og er lægst 3 stundir en mest 20
stundir á mánuði í sóknum með
fleiri en 10 þúsund sóknarbörn.
Þessi yfirvinna verður í fyrsta sinn
greidd út nú um mánaðamótin og
gæti hækkað hæstu laun um
15—20 þúsund á mánuði.
Enn eimir eftir af
fornum háttum
Að sjálfsögðu er líka mjög mikill
munur á vinnuframlagi presta og
sá munur helst að miklu leyti í
hendur við launin. Það mun meira
en fullt starf að sinna sálusorgara-
embætti í fjölmennu prestakalli. Á
hinn bóginn eru líka þekkt fjöl-
mörg dæmi um prestaköll á lands-
byggðinni, þar sem í raun er ekki
messað nema nema tiltölulega
sjaldan og önnur prestsverk einn-
ig næsta fátíð.
Það er kannski ekki á allra vit-
orði að enn eimir eftir af því forna
Prestarnir
voru fyrrum
yfirstétt og
lifðu í vellyst-
ingum á sinn-
ar tíðar mœli-
kvarða. Nú
velta sumir
þeirra fyrir
sér að yfir-
gefa kjól og
kall og finna
önnur störf til
framfœrslu.
skipulagi að prestar sitji góðar
jarðir. Að vísu fer þeim prestum sí-
fellt fækkandi sem stunda búskap
á embættisjörðum sínum en á
hinn bóginn munu einhverjir
sveitaprestar hafa verulegar tekj-
ur af laxveiðihlunnindum þeirra
jarða sem þeir sitja. Þannig finnast
enn dæmi um feit brauð til sveita.
Þetta segir þó ekki alla söguna og
einn heimildarmaður nefndi mér
dæmi um prestssetur þar sem lax-
veiðitekjur væru að vísu miklar,
en gerðu þó ekki öllu betur en að
duga fyrir kyndingarkostnaði á
prestssetrinu.
Það er raunar kapituli út af fyrir
sig að þess virðast allmörg dæmi
að prestssetrum hafi ekki verið
haldið við sem skyldi. Þessi hús
eru yfirleitt í stærra lagi og kynd-
ingarkostnaður því ærinn, jafnvel
þótt þau leki ekki hitanum beint út
í náttúruna. Dæmi var nefnt um
prest sem býr við rafhitun og mán-
aðarlega þarf að greiða rafmagns-
reikning sem hljóðar upp á um 30
þúsund krónur.
í hinni ríkjandi þjóðlífsmynd
voru fyrr á öldinni þrjár persónur
í hverju meiri háttar plássi sem
skáru sig úr og mynduðu yfirstétt
á staðnum. Þetta voru að sjálf-
sögðu læknirinn, sýslumaðurinn
og presturinn. Ef tekjur manna
eru notaðar til að aðgreina þá í
stéttir, virðist Ijóst að prestarnir
séu tæpast lengur velkomnir í hús
lækna og sýslumanna. Raunar
væri sjálfsagt fróðlegt að gera
samanburð á kjaraþróun þessara
stétta síðustu áratugina.
Liðin er tíð séra Sigvalda
Á því leikur tæpast nokkur vafi
að samningsaðstaða prestanna er
í eðli sínu afar erfið. Út frá eðli
starfsins eru laun eiginlega feimn-
ismál, enda eru prestarnir eins
konar fulltrúar annars og æðri
heims og mörgum þykir sjálfsagt
beinlínis ófínt af þeim að sælast-
mjög ákveðið eftir þeim verðmæt-
um sem mölur og ryð fá grandað.
Þarna eru orðin mikil umskipti frá
tíð presta í líkingu við þann fræga
séra Sigvalda í Manni og konu.
Það þættu þó heldur en ekki tíð-
indi til næsta bæjar ef prestar færu
unnvörpum að segja lausum
brauðum sínum og leita annarra
starfa. Meðal presta sjálfra mun þó
slíkt hafa komið til tals. Vera kann
að einhverjir prestar bregði á
þetta ráð, enda vafalaust að marg-
ir þeirra ættu auðvelt með að fá
hærri laun í örðum störfum. Svo
mikið er víst að samningsaðstaða
þeirra er afar erfið, — eða hver sér
fyrir sér állsherjarverkfall presta?