Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 12. apríl 1990 ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMÁ Jónas Halldórsson Fyrstí afreksmaður okkar í sundi á alþjóðamælikvarða Islendingar hafa löngum átt frækna sundmenn, allt frá dögum Grettis, sem fyrstur þreytti Drangeyjarsund. Það er þó ekki ætlun okkar í dag að rekja sögu sundsjns frá því í fornöld, heldur fara aðeins nær nútíðinni. Sá íslendingur sem fyrstur vinnur afrek í sundi á alþjóöamælikvarða er Jónas Halldórsson. Árin 1938 og 1939 setur hann íslands- met í öllum vegalengdum skriðsunds, nema 50 m og í öll- um vegalengdum baksunds. Jónas bar höfuð og herðar yfir aðra sundmenn íslenska. Óhætt er að fullyrða, að hann hafi nær ávallt sett íslenskt met. Örn Eidsson skrifar er hann stakk sér til sunds. í landsliðinu í sundknattleik í Berlín 1938 Auk þátttöku í einstaklings- greinum sundsins æfði Jónas all- nokkuðsundknattleik. Þessiíþrótt er vinsæl víða erlendis, en hefur aldrei náð almennri útbreiðslu hér á landi. Ólympíuárið í Berlín 1936 áttum við þó það sterkt lið, að ákveðið var að senda það til keppni á leikunum. Að sjálfsögðu var Jónas Halldórsson einn af leik- mönnunum. Ekki var hér um að ræða neina frægðarför. Áður en sjálf Ólympíu- keppnin hófst lék liðið eina sex æfingaleiki við mörg af bestu fé- lögum Þýskalands. Þjóðverjarnir unnu fjóra leiki, einum lauk með jafntefli, en íslenska liðið vann einm I Ólympíukeppninni hófst þátt- taka Islendinga á leik við Sviss, leikurinn var jafn til að byrja með, en Svisslendingar unnu þó að lok- um með 7:l og það var Jónas, sem skoraði mark Isiands. Næst var leikið við Svía, sem unnu okkar lið ll:0 og loks við Austurríki og enn tapaði íslenska liðið og nú 6:0. Þrátt fyrir þessa útreið vakti ís- lenska liðið athygli og þá sérstak- lega fyrir prúðmannlegan leik, e.t.v. of prúðmannlegan. Þátttaka í Evrópumeistaramóti í London 1938 22. júlí 1938 fóru tveir íslenskir sundmenn til London til keppni á Evrópumótinu, sem fram fór dag- ana 6.—13. ágúst í Wembley. Keppendurnir voru Jónas Hall- dórsson, sem átti að keppa í 400 Jónas Halldórsson í hópi bestu sundþjálfara Ameriku. Jónas i keppni i USA. Jónas hefur alla tíð verið sérstak- ur. Árið 1945 var hann t.d. annar stigahæsti maður skólans og kjör- inn foringi sundftokksins. A hinu árlega háskólamóti 1945 sem allir háskólar Bandaríkjanna taka þátt í, var Jónas eini keppandi lowa- skólans og varð 5. í báðum þeim greinum, sem hann keppti í. Eitt Islandsmet féll í Bandaríkjaför- inni, Jónas synti 220 jarda skrið- sund á 2:26,0 mín. Farsælt þjálfunarstarf í áratugi_______________________ Jónas kom aftur heim í ársbyrj- un 1947 að loknu 2'/2 árs íþrótta- námi, en auk sunds lagði hann stund á dýfingar, nudd, meðferð Ijósa- og gufubaða, frjálsar íþróttir og körfubolta. Eftir heimkomuna hófst fljótlega farsæll kennsluferill Jónasar, hann þjálfaði um árabil flesta mestu afreksmenn íslands í sundi og aðstoðaði þá við að bæta, eigin Islandsmet. Það er of langt mál að telja upp alla þá fjölmörgu sundmenn, sem hann þjálfaði. Ekki er hægt að Ijúka þessari frásögn án þess að segja frá Nudd- stofu Jónasar á Kvisthaganum, en hún var gleðistaður margra Reyk- víkinga um árabil. — Jónas er sér- stakur gæfumaður, ávallt í góðu skapi, en slíkum mönnum er gott að kynnast. Jónas Halldorsson ásamt Guömundi Gíslasyni, sem hann þjálfaöi um ára- bil. Guðmundur heldur hér á Pálsbikarnum, sem hann hafði unnið, þegar þessi mynd var tekin. og 1500 m skriðsundi og Ingi Sveinsson í 200 m bringusundi. Þeir félagar voru allnokkuð frá sínu besta á þessu móti, og voru slegnir út í undanrásum. Jónas synti 400 m á 5:28,4 mín. og 1500 m á 22:36,0 mín. Til samanburðar má þó geta þess, að besti árangur Jónasar hér heima hefði nægt í 6. sæti í báðum greinunum. Tími Inga í 200 m bringusundi var 3:10,4 mín., en í aukakeppni fékk hann tímann 3:08,0 mín. Jónas leggur stund á sundnám í Bandaríkjunum I gamla daga var það stórvið- burður, þegar íþróttafólk fór í keppnisferð erlendis. í dag er þetta nánast hversdagslegur at- burður. Síðla ára 1944, eða undir lok heimsstyrjaldarinnar hélt Jón- as Halldórsson til Bandaríkjanna ásamt konu sinni til að leggja stund á sundnám og fleiri íþróttir við Iowa-háskólann. Auk námsins tók Jónas þátt í mörgum sundmót- um með skóla sínum og var mjög sigursæll. þegar þetta gerðist var hann orðinn þrítugur, en það er sá aldur, þegar sundmenn hafa yfir- leitt lokið keppnisferli sínum. En Ólympiufarar 1936. Frá vinstri, efsta röð: Magnús B. Pálsson, Pórður Guð- mundsson, Jón Pálsson (þjálfari), Þorsteinn Hjálmarsson og Stefán Jóns- son. Miðröð: Úlfar Þórðarson, Jón D. Jónsson, Jonas Halldórsson og Rögn- valdur Sigurjónsson. Fremst: Jón Ingi Guðmundsson og Pétur Snæland. Á myndina vantar Loga Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.