Alþýðublaðið - 21.04.1990, Síða 3
Laugardagur 21. apríl 1990
3
Popparínn í slökkviliðinu
Þórdur Bogason
slökkvilidsmadur
lagdi fyrstur til
atlögu við eldinn í
A burðarverksmiðj-
unni sem ógnaði
íbúum Reykjavíkur
að kvöldi páska-
dags.
A-mynd: E.Ól.
Þórður Bogason vinnur milli vakta sem afgreiöslumaður i Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Hann hefur reyndar rekið eigin búð með hljóðfæri og fleira fyrir
rokkara en hætti því um síðustu áramót. Segir það ekki hafa farið saman við slökkviliðsstarfið. Hann er hinsvegar nauðbeygður til að vinna víðar en
hjá slökkviliðinu. Annars myndu menn ekki framfleyta sér og sínum.
Hver er hann eiginlega ?
Fátt hefur veriö meira um rætt á undanförnum dögum en
bruninn í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Stjórn-
málamenn hlupu upp til handa og fóta og vilja láta leggja
verksmiðjuna niður þegar í stað sumir. Hættan er gífurleg
ef eitthvað gerist og í Ijós hefur komið að nýi geymirinn fyr-
ir ammoníakið er fastur einhversstaður í vinnslu hjá verk-
takanum sem tók að sér að smíða tankinn. Sá slökkviliðs-
maður sem fremstur var í flokki við að slökkva eldinn ofan
á ammoníaksgeyminum á páskadag var Þórður Bogason,
en hann fór fyrstur upp á geyminn með slönguna eina að
vopni og slökkti eldinn upp á tanknum.
EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Þórður er 30 ára Reykvíkingur,
hann hefur starfað sem slökkvi-
liðsmaður meira og minna frá ár-
inu 1981, reyndar sem afleysingar-
maður fyrstu þrjú árin og þá að-
eins á sumrin. Eftir það sem fastur
starfsmaður slökkviliðsins í
Reykjavík. Þórður lýsir því hvað
vakti áhuga hans á að gerast
slökkviliðsmaður í upphafi: „Ég
var i bændaskólanum á Hvann-
eyri þegar þangað komu tveir
slökkviliðsmenn og kenndu
skyndihjálp. Ég fór að spjalla við
þá yfir matnum og þeir sögðu mér
ýmislegt um starfið og sögðu að
verið væri að auglýsa eftir afleys-
ingarmönnum. Eg dreif mig í þvi
að sækja um þegar í stað og hef
verið þar síðan." Þórður nefnir
einnig við nánari umhugsun að
hugsanlega hafi það haft einhver
áhrif að hann hafi í æsku búið í
Eskihlíðinni í Reykjavík i nágrenni
við höfuðstöðvar slökkviliðsins.
Hann hafi eins og allir strákar
helst getað hugsað sér að verða
lögga, eða þá slökkviliðsmaður.
„Sem ég reyndar varð og þá
kannski meira fyrir tilviljun," bæt-
ir hann við.
Slökkviliðsmaður og
poppari
Þórður segir að honum hafi i
upphafi einnig litist vel á vakta-
vinnufyrirkomulagið, fundist það
fýsilegt að geta átt frí þegar aðrir
eru í vinnunni. Það hefur reyndar
ekki orðið. Á milli vakta afgreiðir
hann hljóðfæri í Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur. Og er reyndar i popp-
inu eitthvað sjálfur. Syngur með
hljómsveit sem kallast DBD og
hefur aðallega komið fram á
smærri stöðum, krám og þesshátt-
ar auk þess sem hún hefur farið
víða um land. „Við höfum verið á
ferðinni," segir Þórður. „Það er
alltaf hægt að skjóta sér einhvers-
staðar inn,“ segir hann aðspurður
um hvort hljómsveitin hafi mikið
að gera. í tvö ár átti Þórður og rak
verslun í rokkbransanum, Rokk-
búðina sem m.a. annaðist inn-
flutning á vörum fyrir rokktónlist-
armenn. Hann hætti í því um ára-
mótin. Segir að það hafi ekki
gengið upp að standa sjálfur í
rekstri fyrirtækis og starfa jafn-
framt í slökkviliðinu. Hljóðfæra-
hús Reykjavíkur keypti Rokkbúð-
ina og Þórður hóf að vinna hjá
þeim í staðinn. Helgi Scheving,
varðstjóri Þórðar, segir við Al-
þýðublaðið að það sé algengt í
slökkviliðinu að menn vinni aðra
vinnu. Nefnir þar sérstaklega til
iðnaðarmenn.
En fer þetta saman? Að vera
poppari annarsvegar og svo í
dauðans alvarlegu starfi slökkvi-
liðsmannsins hinsvegar? Varö-
stjórinn segist ekkert sjá þessu til
fyrirstöðu. Sjálfur segir Þórður
þetta tvennt ganga vel upp saman:
„Þetta er mjög góð blanda, þarna
er mikill munur á og maður nær
mjög vel að losna frá og hvílast á
einu starfinu meðan maður sinnir
hinu."
Launakjörin ekki sæmandi
Þórður er ómyrkur í máli þegar
hann ræðir launakjör slökkviliðs-
manna, hann segist hafa 54.000
kr. á mánuði í fastalaun, að við-
bættu vaktaálagi fái hann oftast
nær útborgað á milli 60 og 70.000
krónur. „Það eru svo sannarlega
ekki launin sem halda manni í
þessu starfi, það er lítið um auka-
vinnu, ekkert á hana að treysta og
ef ekki væri fyrir vaktaálagið væri
þetta ekki bjóðandi nokkrum
manni.“
í þessu sambandi ræðir Þórður
þær auknu kröfur sem gerðar hafa
verið til slökkviliðsmanna á und-
angengnum árum: „Starfið hefur
tekið miklum breytingum og
menntun slökkviliðsmanna hefur
mjög aukist, bæði hvað varðar
reykköfun og keyrsluna á neyðar-
biínum." Að keyra neyðarbíl og al-
menna sjúkrabifreið er hluti af
starfi slökkviliðsmanns. Þórður
segir keyrslu neyðarbílsins vera
versta hluta starfsins. Hann vill
ekki ræða það frekar. Hver og
einn getur hinsvegar ímyndað sér
hvernig starf það er að keyra fólki,
meira og minna slösuðu af slyss-
stað á sjúkrahús.
Þórður segir að slökkviliðs-
menn þurfi nú að fara á 1000 tíma
námskeið til að verða svokallaðir
brunaverðir 3, en þeir fá réttindi
til að kafa reyk og aka neyðarbíl.
Starfa þar t.d. við hlið lækna og
Þórður segir slökkviliðsmenn
hafa nú miklu meiri menntun í að
fást við slasaða á slysstað en áður
var. „En launin hafa alls ekki fylgt
þessum kröfum um aukna mennt-
un.“
Áburðarverksmiðjan og
hættan
Víkjum að hættunni. Þórður
segir að hann hafi alls ekki gert
sér grein fyrir því hversu hættu-
legt starf slökkviliðsmanns er í
raun og veru, þegar hann hóf þar
störf. Segir að hann hafi ef til vill
séð starfið fyrir sér i einhverjum
ljóma en annað hafi komið á dag-
inn. „Við höfum reyndar verið
heppnir hér á íslandi með slys og
dauðsföll í liðinu. Við höfum góð
tæki og þjálfað lið og það er mjög
brýnt fyrir mönnum að fara var-
lega.“
Bruninn í Áburðarversmiðjunni
var þó nokkuð sérstæður. Hvernig
skyldi honum hafa liðið þegar
hann skreiddist upp ammoníaks-
tankinn vitandi það að hann gæti
ef til vill sprungið í loft upp? „Auð-
vitað er það alltaf þannig þegar
maður skreiðist hægt í áttina að
eldi þá gefst tími til að hugsa um
hvað maður er raunverulega að
fara útí. Mér leið ekki vel þegar ég
var á leiðinni upp á tankinn, vissi
ekki hvað olli eldinum né heldur
neitt um það sem við var að etja.
Ég fann hinsvegar enga ammon-
íakslykt og taldi þvi að mér væri
óhætt að fara stöðugt nær til
a.m.k. að skoða aðstæður nánar.
En auðvitað er það þannig að starf
slökkviliðsmannsins er alltaf
hættulegt. Það er okkar hlutverk
að slökkva elda sem eru varhuga-
verðir — það geta allir hlutir gerst
t.d. við reykköfun, göt komið í
gólfin eða við iokast inni,“ segir
Þórður og ítrekar mikilvægi þess
að fara varlega.
Að vega og meta áhættuna
Þegar slökkviliðið kom að eldin-
um í Áburðarverksmiðjunni voru
aðstæður ekki hinar ákjósanleg-
ustu, dúndrandi eldfimur tankur,
ónógur búnaður að einhverju
leyti, menn tæplega nógu vel gall-
aðir og óvissa í loftinu. Eldur log-
aði uppi á tanki sem geymir amm-
oníak og Þórður greip slöngu og
óð upp stiga með aðstoð tveggja
slökkviliðsmanna verksmiðjunn-
ar. Og réði niðurlögum eldsins.
Helgi Scheving varðstjóri: „Það
var óvissa í lofti hjá okkur um að
gríðarleg hætta væri á ferðum.
Þessvegna varð að vaða strax í
eldinn og slökkva hann. Þórður
mat það þannig að hann yrði að
hlaupa strax upp með slöngu og
kæla tankinn og slökkva eldinn."
Og Helgi segir aðspurður: „Vissu-
lega má segja að hann hafi með
þessu sýnt verulegt hugrekki."
Sjálfur vill Þórður ekki gera mikið
úr eigin hugrekki, segir aðeins að
hann hafi gert það sem óhjá-
kvæmilcgt hafi verið að gera.
Helgi Scheving segir hinsvegar:
„Hann fær prýðileg meðmæli fyr-
ir þetta hjá okkur." Reyndar gefur
Helgi Þórði hin prýðilegustu með-
mæli í bað heila tekið, segir hann
duglegan slökkviliðsmann og
skemmtilegan náunga sem auð-
velt sé að lynda við.
Starf slökkviliðsmanns er erfitt,
illa launað og hættulegt. Á milli út-
kalla getur það vafalítið verið
hálf-leiðinlegt, menn eru þá að
dútla, þrífa bílana, yfirfara búnað-
inn og fara í skoðunarferðir um
það svæði sem er á þeirra ábyrgð.
Þórður segir að nokkuð sé gert af
þvi að fara í skoðunarferðir, — en
reyndar alls ekki nóg. „Það hefði
t.d. verið ágætt ef maður hefði
verið búinn að skoða tankinn í
Áburðarverksmiðjunni áður en að
brunanum kom.“
Starf sem er hættulegt, illa laun-
að, erfitt. Hverjar eru ástæður fyr-
ir því að menn haldast í því? Þórð-
ur svarar því á þann veg að það sé
fyrst og fremst félagsskapurinn og
svo starfið sjálft sem sé í raun
skemmtilegt, ekki síst þegar vel
gengur. Hann hefur í hyggju að
starfa áfram í slökkviliðinu: