Alþýðublaðið - 21.04.1990, Síða 4
4
Laugardagur 21. apríl 1990
ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMA
Ólafur Sveinsson vinnur víöavangshlaupiö 1918.
Víöavangshlaupiö sumardaginn fyrsta. Eins og sjá má eru áhorfendur margir.
í tilefni 75. Vídavangshlaups ÍR:
ffFrekar fæ ég verkamenn á
kaupi en að hætta við hlaupið“
Ein af tiltölulega fáum heföum í íþróttasögu okkar er
Víðavangshlaup ÍR, sem háö var í fyrsta skipti á sumardag-
inn fyrsta 1916. Hlaupið hefur aldrei fallið niður, en í örfá
skipti hefur því verið frestað og þá vegna óhagstæðra veð-
urskilyrða. Víðavangshlaup ÍR fór því fram í 75. sinn á sum-
ardaginn fyrsta í fyrradag.
Kristján Jóhannsson ÍR sigraði fjór-
um sinnum í Víöavangshlaupinu.
Engin þátttaka fékks 1915
Það var í febrúarmánuði 1915,
að stjórn ír ákvað á fundi að halda
Víðavangshlaup og samþykkti
jafnframt, að hlaupið skyldi háð á
sumardaginn fyrsta ár hvert. 1
gerðarbók félagsins er talað um
sveitahlaup, enda hefur ávallt far-
ið fram keppni í 3ja, fimm og/eða
tíu manna sveitum, þó svo að bar-
áttan um sigurinn í einstaklings-
keppninni hafi oftast vakið mesta
athygli. — Ekkert varð þó úr
hlaupinu 1915, þar sem enginn
þátttaka fékkst.
Frekar fæ ég verkamenn á
kaupi en að gefast upp!
Vorið 1916 var næg þátttaka og
hlaupið fór fram fyrsta sumardag.
Einn helsti hvatamaður að hlaup-
inu var Helgi Jónasson frá Brennu.
Sú saga er sögð af Helga, hvort
sem hún er sönn eður ei, að þegar
hvað verst leit út með þátttöku,
hafi hann hótað því að fá verka-
menn á kaupi til að hlaupa, frekar
en að gefast upp og hætta við
Víðavangshlaupið!
Fyrsti íþróttasigur Kaldals
Á sumardaginn fyrsta 1916 var
keppt í tveimur flokkum og varð
Jón Jónsson (Kaldal) hlutskarpast-
ur. Segja má, að með þessum sigri
hefjist glæsilegur íþróttaferill Kal-
dals, bæði hér heima og þó sér-
staklega í Danmörku. Mikill fjöldi
fólks var samankominn til að
horfa á hlaupið, og varð það þá
þegar mjög vinsælt hjá
Reykvíkingum. Svo sterk ítök
hefur Víðavangshlaup ÍR í hugum
margra, að hugtakið sumar tengist
sálartetrinu, þegar farið er að tala
um þetta ágæta hlaup.
Aðeins ÍR-ingar í fyrstu
fjögur skiptin_______________
Árin 1916 til 1919 tóku aðeins fé-
Ágúst Ásgeirsson ÍR hefur oftast
allra sigraö i Víöavangshlaupinu,
eða sjö sinnum.
Örn Eiösson
skrifar
lagar úr ÍR þátt í Víðavangshlaup-
inu. Vorið 1919 gaf Einar Péturs-
son silfurbikar, sem það félag átti
að fá, sem hlutskarpast yrði. Það
var þó ekki keppt um bikarinn fyrr
en 1920, en þá mættu sveitir frá
UMF, Aftureldingu og Dreng sam-
einaðar og Ármanni. Ungmenna-
félagar sigruðu og sönuleiðis 1921
og 1922 og unnu þvi áðurnefndan
hikar til eignar. — Síðan hefur ver-
ið keppt um fjölmarga bikara og
verðlaunagripi, sem of langt yrði
upp að telja í þessari stuttu frá-
sögn.
Þátttakan hefur
verið misjöfn
I sögu Víðavangshlaupsins hef-
ur gengið á ýmsu, hlaupið hefur
átt sín blómaskeið og á stundum
var þátttakan sáralítil, svo lítil að
sumir töldu jafnvel, að saga þess
væri öll. Forráðamenn ÍR vísuðu
slíkum skoðunum á bug og síðustu
árin hefur þátttaka í hlaupinu auk-
ist til muna og með aukinni fjöl-
breytni virðist vegur þess fara
vaxandi. Með auknu framboði af-
þreyinga eru áhorfendur aftur á
móti færri en áður var. Ekki er vit-
að með vissu, hve margir hafa
þreytt hlaupið frá upphafi til þessa
dags, en flestir kunnugir telja, að
þeir séu eitthvað á þriðja þúsund-
ið.
Ágúst Ásgeirsson hefur
oftast sigrað
Sigur í Víðavangshlaupi ÍR hefur
ávallt þótt eftirsóknarverður, en
oftast hefur ÍR-ingurinn Ágúst Ás-
geirsson sigrað eða sjö sinnum.
Kristleifur Guðbjörnsson KR, sigr-
aði fimm sinnum, en fjórumsinn-
um hafa eftirtaldir hlauparar borið
sigur úr býtum: Geir K. Gígja KR,
Sverrir Jóhannesson KR, Stefán
Gunnarsson Á, Halldór Guð-
björnsson KR og Kristján Jóhanns-
son ÍR.
Margir hlauparar hafa oft tekið
þátt í Víðavangshlaupinu, en nú á
sumardaginn fyrsta hljóp Jón Guð-
laugsson HSK í 30. skiptið og eng-
inn hefur verið með í hlaupinu
eins oft. Næst kemur Oddgeir
Sveinsson KR, en hann hljóp 25
sinnum.
Þökk sé
Guðmundir Þórarinssyni
Margir ágætir ÍR-ingar hafa unn-
ið vel að framgangi hlaupsins, sem
of langt mál yrði að telja upp hér.
— Síðustu áratugina er þó hægt að
fullyrða, að einn ágætur maður
hafi beinlínis haldið merki Víða-
vangshlaupsins uppi, en það er.
Guðmundur Þórarinsson, þjálfari
frjálsíþróttadeildar félagsins. Þökk
sér honum fyrir það og fórnfúst
starf í þágu íþróttanna hér á landi.
Óskar Jónsson IR besti millivega-
lengdahlaupari okkar um árabil
sigraði aldrei i Viöavangshlaupinu,
en hann var nálægt því 1945. Hann
haföi forystu nær allt hlaupiö, en á
síöustu metrunum skaust Haraldur
Björnsson KR fram úr og sigraöi.