Alþýðublaðið - 21.04.1990, Síða 5
5
Laugardagur 21. apríl 1990
Eldsvodirm á Scandinavian Star
Norska þjóðin i sárum
„Ég þarf gröf til að syrgja við," segir Inger Brönnum sem sér nú á eftir
manni og þrem börnum.
Missti mcmn
eg þrjú börn
ið skipið og illa eða lítt þjálfuð
áhöfnin hafi verið fljótandi
dauðagildra sem aldrei hefði
átt að láta úr höfn.
„Mér bar að vara son minn við.
Nú er það of seint," sagði Hasse
Magnusson, sem missti tvo syni
sína í ferjubrunanum. Magnusson
sigldi sjálfur með óhappafleytunni
Scandinavinan Star daginn áður
en slysið átti sér stað.
„Frá þeirri stundu er ég steig um
borð fylltist ég mikili óöryggistil-
finningu og það fór ekki fram hjá
mér hversu illa þjálfuð áhöfn
skipsins var,“ sagði Magnusson.
Hjónin Karin og Hasse Magnus-
son héldu lengi í þá von að synir
þeirra hefðu komist lífs af úr þess-
um hildarleik. „Við keyrðum milli
sjúkrahúsanna en hvergi könnuð-
ust menn við að hafa séð syni okk-
ar tvo meðal þeirra sem höfðu
komist lífs af.“ Á leið heim keyrðu
þau hjón framhjá skipinu sem var
ein flakandi brunarúst og þar hét
faðirinn því að þeir sem ábyrgð
bæru á dauða sona hans og allra
hinna skyldu látnir svara til saka.
Lýsingar þeirra sem komust lífs
af eru ófagrar. Skelfingu lostnir
farþegarnir þustu upp á dekk
skipsins en allt sem þar blasti við
var öngþveiti. Slökkvitæki reynd-
ust vera biluð þegar til átti að taka
og vélar björgunarbátanna sömu-
leiðis, loks þegar tókst að koma
þeim á flot. Margir þeirra sem féllu
komust aldrei upp á dekk heldur
biðu dauða síns lokaðir í klefum
ferjunnar.
Betina Kol, ein áhafnarmeðlima
lokaðist inn í klefa sínum og var að
skrifa fjölskyldu sinni kveðjubréf
þegar björgunarmenn komu að
henni. Hún var ein þeirra heppnu.
Þjóðarsorg ríkir í Noregi og þeir
skipta hundruðum sem syrgja sina
nánustu. Tala látinna vex stöðugt
og er nú talið að 193 hafi farist
með ferjunni þar af 30 börn. Þegar
hafa 123 lík verið flutt úr ferjunni
en oft hefur reynst vankvæðum
bundið að bera kennsl á þá föllnu
því líkamar þeirra eru oft á tíðum
mjög illa brenndir.
„Ég mun berjast fyrir mál-
stað þeirra föllnu. Skipið hefði
aldrei átt að láta úr höfn svo
vanbúið sem það var. Þá
ábyrgu verður að finna og
þeim ber að svara til saka.“
Þetta eru orð Inger Brönnum
sem missti mann og þrjú börn
í eldsvoðanum um borð í
Scandinavian Starr.
Þrátt fyrir mikinn missi hefur In-
ger ekki gefist upp heldur hellt sér
út í störf með stuðningshópi við þá
sem nú syrgja sína nánustu og er
hún einn af forsvarsmönnum
hópsins. „Einhver innri styrkur
hefur haldið mér uppi, styrkur
sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég
veit að það að hafa nóg fyrir stafni
mun hjálpa mér. Það er manns
míns og barnanna vegna sem mér
ber að sýna kjark og þor og vinna
að því að slysið verði upplýst."
„Það verður erfitt að þurfa að
lifa lífinu áfram og horfast i augu
við framtíðina án þeirra. Mér er
mjög mikilvægt að fá einhverjar
líkamsleifar til baka, einhverja
staðfestingu á dauða þeirra. Oft er
stutt í drauminn um að þau hafi
einhvern veginn komist lífs af en
ekki enn gefið sig fram. Ég þarf
gröf til að syrgja við.“
„Það er gott að vita til þess að
norska þjóðin öll stendur að baki
okkur og tekur þátt í sorg okkar.
En við sem höfum misst svo
mikið megum ekki gleymast.
Þetta er slys sem aldrei hefði þurft
að verða og má aldrei gleymast.
Það verður að tryggja að svona
nokkuð komi aldrei fyrir aftur.“
sagði Inger.
Sorg þeirra sem nú sjá á eftir sínum nánustu er mikil. Hér má sjá tvö ung-
menni veita hvort ööru stuðning.
Hjónin Karin og Hasse Magnusson eftir að Ijóst var að þau höfðu misst syni
sína tvo Lars og Lennart Magnusson, (sjá innfelldarmyndir)
Syrgjendur ganga út úr dómkirkjunni i Oslo að lokinni minningarathöfn
um þá sem féllu í brunanum um borð í „Scandinavian Star".
Norska þjóðin er í sárum eft- inn þungbær þeim sem nú sjá á
ir að eldur um borð í ferjunni eftir sínum nánustu. Lítið er
„Scandinavian Star“ grandaði enn sem komið er vitað um
hátt í tvö hundruð manns. hver upptök eldsins voru en
Sorgin er mikil og söknuður- menn virðast þóálítaað vanbú-
DIETER
ROTH
myndlistarmaður verður sextugur
í dag laugardag.
Börn hans og tengdabörn biðja þá
sem vilja senda honum kveðju að
vera með á afmæliskveðju-
hópmynd.
Smellt verður af stundvíslega kl.
17.00 við Listasafn Einars Jóns-
sonar á Skólavörðuholti.