Alþýðublaðið - 21.04.1990, Qupperneq 10
10
Laugardagur 21. apríl 1990
Sólin skein á hestvagnalest kóngafólksins — hér eru drottningin og eiginmaður hennar Hinrík prins á ferð á Strik-
inu. Skömmu áður hafði hestur fælst og valdið einhverjum usla i kring um hestvagn drottningar.
Danska þjódarsálin hrífst af drottningu sinni á
50 ára afmæli hennar
Veifaði
alþýðunni í
25 minútur
Friðrik krónprins og litli bróðir, Jóakim, sem er aðeins prins að tign, myndarlegir piltar í hvívetna og klæðnaður-
inn ekkert líkur því sem jafnaldrar þeirra bera dagsdaglega.
Frá Gudbjörgu Arnardóttur,
Kaupmannuhöfn
Þjóðarsál Dana, eöa „Familien
Danmark" eins og menn nefna
það títt hér um slóðir, hefur verið
ákaflega upptekin af merkisaf-
mæli drottningar sinnar síðustu
dagana. Drottningin og fjölskylda
hennar hafa verið til umfjöllunar í
öllum fjölmiðlum landsins og á
vörum allra að heita má. Danir
virðast ánægðir með drottningu
sína fimmtuga og telja hana verð-
ugan fulltrúa þjóðarinnar.
Troðfullur Tívolígarður
Hinn eiginlegi afmælisdagur
hófst með flugeldasýningu í Tívolí
á miðnætti, þegar 16. apríl gekk í
garð. Drottningin, Henrik prins,
Friðrik krónprins og Jóakim prins
veifuðu til alþýðunnar af svölum
konsertsalar Tívolí. Tívolí og
næsta umhverfi var troðfullt af
fólki, sem vildi fá að sjá þjóðhöfð-
ingja sína.
Fyrr um kvöldið hafði farið fram
„galá'-skemmtun í konsertsaln-
um í Tívolí fyrir drottningu og
hennar fólk. Var kvöld þetta af-
mælisgjöf danska útvarpsins.
Þarna tróðu upp listamenn í ýms-
um greinum. Má þar nefna leikar-
ann Sören Pilgaard sem söng hug-
ljúft lag um Daisy, en það er gælu-
nafn Margrétar drottningar innan
fjölskyldunnar. Hann söng lagið
ansi pent en spaugilegt var þetta
að því leyti að hann hefur síðustu
ár nær eingöngu skipað sér í röð
grínara í dönsku leikhúsi. Lesin
voru ævintýri og sögur og rokk-
hljómsveitin Gnags, nýlega kosin
vinsælasta hljómsveit Danmerk-
ur, flutti hið vinsæla lag ,, Naar jeg
blir gammel", sem prinsarnir ungu
virtust nokkuð ánægðir með.
Afmælisdagurinn
rennur upp
Þar sem drottningin er flutt til
Fredensborgarhallar var hún vak-
in þar af stúdentum sem sungu af-
mælissönginn fyrir neðan glugga
hennar á afmælisdaginn. Upp úr
hádegi var drottning og fjölskylda
hennar komin til vetrarhallarinn-
ar, Amalíenborgar í Kaupmanna-
höfn. Þar var samankomið slíkt
mannhaf að slíkt hefur vart sést
fyrr. Veðrið gekk á með skúrum
og sól til skiptis, — svo vildi ævin-
lega til að sólin skein, þegar Henn-
ar Hátign kom út undir frískt loft.
Þegar lífverðirnir hinsvegar
gengu léttar skrúðgöngur með
undirspili kom úrfelli mikið, sem
Danir létu þó lítið á sig fá, drógu
upp regnhlífar sínar og létu sem
ekkert væri. En viti menn, þegar
þeir í lífvarðasveitinni voru um
það bil að ljúka við að spila afmæl-
issönginn alþjóðlega, byrjaði sólin
að skína og í sömu andrá steig sól-
drottningin Margrét út á svalirnar
og veifaði til alþýðunnar í allt að
25 mínútur. Hlýtur það að teljast
langur tími til slíkra verka. Drottn-
ingin veifar á sinn sérstaka hátt og
hef ég heyrt því fleygt að ástæðan
fyrir því að hún veifar eins og hún
gerir, sé sú að eitt af skylduverk-
um hennar í höllinni sé að skipta
um ljósaperur. Já, Danir eru gam-
ansamir menn!
En meira um veðrið. Ekki virtust
veðurguðirnir bera eins mikla
virðingu fyrir hinni dönsku þjóð-
arsál, því skömmu eftir að svala-
hurðinni var lokað og lífverðir
hófu vaktaskiptin, dundi á geysi-
mikið haglél, en lífverðirnir létu
þó engan bilbug á sér finna og
breyttu ekki um svip fremur
venju. Varð mér hugsað til 17. júní
heima á lslandi.
Frúkostur fyrir
hestvagnaferð
Næsti liður á dagskránni var að
fylgjast með ferð konungsfjöl-
skyldunnar í opnum hestvögnum
frá Amalienborg niður Strikið til
móttöku í Ráðhúsinu. Áður en sú
skrúðfylking fór af stað snæddi
konungsfjölskyldan einn danskan
frúkost og mannfjöldinn notaði
tímann til að dreifa sér niður allt
Strikið og á Ráðhústorgi.
Auðvitað byrjaði sólin að skína,
jafnskjótt og drottningin sté upp í
hestvagninn — og hætti síðan að
skína, þegar hún korn á áfanga-
staðinn, Ráðhúsið. Ótrúlegt en
satt!
Prinsarnir Friðrik og Jóakim
fffggfgg