Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 2
2
Laugardagur 28. apríl 1590
MMflMDHI
Ármúli 36 Simi 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Flákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eíntakið.
TÍMAMÓTARÆÐA
Jón Sigurðsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra hélt tíma-
mótaræðu á ársfundi Seðla-
banka íslands í fyrradag. Ávarp
viðskiptaráðherra markaði
tímamót vegna þess að þetta er
í fyrsta skipti sem íslenskur ráð-
herra lýsir því yfir af fullum
krafti, að rjúfa þurfi einangrun
landsins í gjaldeyrismálum,
bankaviðskiptum og almennu
fjármagnsstreymi milli landa. Á
undanförnum árum hefur dreg-
ið mjög úr miðstýringu í pen-
ingamálum og margar leiðir
hafa verið opnaðar fyrir fjár-
magnsstreymi og leikreglur
komið í stað pólitískrar forsjár-
hyggju. Samt er langt í land svo
Island megi teljast til alþjóðlegra
viðskiptalanda þar sem fjár-
magnsstreymið er að fullu frjálst.
og eðlilegur fjármagnsflutning-
ur og viðskipti geti farið fram
milli einstaklinga og milli fyrir-
tækja án íhlutunar og hafta ríkis-
valdsins. Það er einmitt þær eft-
irlegukindur sem viðskiptaráð-
herra lagði til atlögu við í ávarpi
sínu og sem vonandi markar
stefnu núverandi ríkisstjórnar í
þessum málum.
Jón Sigurðsson vék meðal ann-
ars í ræðu sinni að endurskipu-
lagningu bankakerfisins. Mikil
uppstokkun hefur átt sér stað í
íslenska bankakerfinu. Við-
skiptabönkunum hefur verið
fækkað úr sjö fyrir tæpu ári í að-
eins þrjá. Tveir af þeim eru hins
vegar ríkisbankar. Viðskiptaráð-
herra benti réttiiega á, að engin
haldbær rök mæltu með því, að
ríkið gegni yfirgnæfandi hlut-
verki á þessu sviði atvinnulífs-
ins. Viðskiptaráðherra lýsti því
yfir að hann teldi farsælast að
næstu skref í þróun bankakerfis-
ins verði að breyta ríkisbönkun-
um í hlutafélög sem í fyrstu yrðu
í eign ríkisins en færu síöar út á
almennan hlutabréfamarkað.
Alþýðublaðið fagnar þessum
ummælum viðskiptaráðherra.
Meðan að ríkisbönkunum er
stjórnað af pólitísku bankaráði
og bankastjórar kosnir pólitískri
hagsmunakosningu er ekki von
tii þess að ríkisbankarnir geti
starfað eðlilega á almennum og
heilbrigðum viðskiptagrund-
velli. Ríkisbundið bankakerfi er
dragbítur á alla þjónustu, hag-
ræðingu og alþjóðlega þróun í
peningastarfsemi og fjármagns-
streymi milli landa.
V iðskiptaráðherra varpaði
einnig fram þeirri spurningu,
hvort árangurríkasta aðferðin
við að bæta bankakerfið enn,
væri ekki að opna innlendan
fjármagnsmarkað fyrir erlendri
samkeppni. Að sjálfsögðu er
svarið játandi við þeirri spurn-
ingu. Innlent sparifé á ekki að
vera lögbundið við ávöxtun inn-
anlands og gjaldeyriseyðslu er-
lendis. Það á að gera íslending-
um kleift að ávaxta sparifé sitt í
erlendum bankastofnunum á ís-
landi sem erlendis og jafnframt
að víkka heimildir til fjárfesting-
ar eða ávöxtunar fjár almennt á
erlendri grund. Samkeppni er-
lendra Iánastofnana við hið ís-
lenska bankakerfi er af hinu
góða, víkkar valkost íslenskra
sparifjáreigenda og bætir þjón-
ustu og ávöxtunarmöguleika
einstaklinga og fyrirtækja hér-
lendis. Viðskiptaráðherra benti
einnig á í ræðu sinni, að innan
skamms verður öll Vestur-Evr-
ópa orðin af einum fjármagns-
markaði þar sem litlar sem eng-
ar fjármagnshömlur verða á
fjármagnsviðskiptum milli
landa. íslendingar verða að laga
sig að þessari óumflýjanlegu
breytingu og rýmka gildandi
reglur í áföngum.
Lokaorð Jóns Sigurðsson við-
skiptaráðherra á ársfundi Seðla-
bankans voru þessi: „Hversu oft
höfum við ekki horft upp á það
að auknum gjaldeyristekjum
hafi fylgt enn meiri útgjalda-
aukning með tilheyrandi skulda-
söfnun í útlöndum og verðbólgu
og um síðir harkalegum aftur-
kipp í lífskjörum þegar upp-
sveiflan fjarar út? Er ekki orðið
tímabært að gera sparnaði í er-
lendum eignum jafnhátt undir
höfði og gjaldeyriseyðslu? Þarf
ekki að þrengja aögang að er-
lendu lánsfré með ríkisábyrgð
og auka þess í stað möguleika
erlendra aðila til að eiga hlut í ís-
lenskum atvinnufyrirtækjum?
Þurfum við ekki á auknu sam-
starfi við erlenda aðila að halda
um uppbyggingu íslensks at-
vinnulífs í ljósi sístækkandi
markaða og vaxandi verkaskipt-
ingar þjóða heimsins? Er ekki
mál til komið að við hverfum frá
þeirri bábilju að aðstæður hér á
landi séu svo sérstakar og þjóðin
svo smá að fjölmarga þætti í við-
skiptum okkar við útlendinga
þurfi að binda á klafa? í mínum
huga liggja svörin við þessum
spurningum í augum uppi. Ef
við finnum réttu svörin getur tí-
undi áratugurinn — aðfangaára-
tugur aldamótanna — orðið
framfaraskeið, framfaraskeið
sem byggist á frjálsum gjaldeyr-
is- og fjármagnsviðskiptum og
eflingu útflutnings."
Bananar sem banamein?
— um kosningar í kommúnistaríkjum
Vofa gengur ljósum logum um
ríki kommúnismans, vofa kapítal-
ismans. I þessum ríkjum á sér stað
blá bylting, ekki með fulltingi
byssustingja heldur atkvæða-
seðla. I landi eftir landi greiðir
langþjáð alþýðan atkvæði með
„stéttaróvinum", borgaralegum
stjórnmálaflokkum.
Ósigur Sandinistanna
í A-Þýskalandi fengu borgara-
flokkarnir um 60% atkvæða, í
Ungverjalandi Qögur af hverjum
fimm atkvæðum, í Slóveníu hrein-
an meirihluta, og í Níkaragva fékk
borgaralegur frambjóðandi 55%
atkvæða í forsetakosningum. Síð-
astnefnd úrslit fóru heldur betur í
taugarnar á kommum víðsvegar
um heiminn, danska blaðið „In-
formation" spúði eldi og eimyrju
og spekingurinn Gylfi Páll Hersir
lýsti því yfir að úrslitin væru „ósig-
ur alþýðunnar". Sú staðreynd að
alþýðan veitti Violettu Chamorro
brautargengi en ekki fína komm-
anum Daniel Ortega var ósigur al-
þýðunnar! Eins og góðum lenín-
ista sæmir telur Gylfi Páll sig og
Ortega þekkja „raunverulega
hagsmuni" alþýðunnar betur en
hún sjálf. alþýðan var sko nefni-
lega blekkt og/eða keypt af
ameríska auðvaldinu, einhver
komminn sagði að Nokaragva-
menn hefðu greitt atkvæði með
maganum, ekki hjartanu. Og
skoðanasysíkini mannsins segja
að fjárstuðningur Bandaríkja-
manna hafi tryggt and-Sandinist-
um yfirburða áróðursaðstoð. En
staðreyndin er sú að samkvæmt
upplýsingum Sandinistanna
sjálfra höfðu þeir til umráða meir
en tífalda þá fjárupphæð sem
Bandaríkin greiddu Chamorro-
sinnum. Sandinistarnir skirrðust
nefnilega ekki við að ganga í opin-
bera sjóði til að fjármagna kosn-
ingabaráttu sína.
En hvers vegna fengu andstæð-
ingar þeirra þá meir en helming
atkvæða í forsetakosningunum?
Margt bendir til þess að almenn-
ingur hafi verið orðinn hundleiður
á óstjórn og ofstjórn Sandinist-
anna. Ég hitti eitt sinn Þjóðverja
sem höfðu farið til Nikaragva að
Ijá byltingunni lið og urðu fyrir
miklum vonbrigðum. Þeir sögðu
mér að Sandinistarnir væru rúnir
fylgi og að það eina sem héldi al-
menningi við efnið væri óttinn við
„Contranna" er væru enn óvin-
sælli. Þjóðverjarnir sögðu líka að
bágt efnahagsástand hefði ekki
bara verið stríðinu og Könunum
að kenna heldur yrðu Sandinist-
arnir að axla sinn hluta ábyrgðar-
innar. Spillingin væri gífurleg og í
ofanálag skaðaði togstreita milli
ráðuneyta efnahagslífið mjög.
Auk þess væri Sandinistastjórn-
in hrein einræðisstjórn þótt hún
væri skömminni skárri en stjórn
Somozas. Og við þetta má svo
bæta að norskir dýralæknar, sem
störfuðu í Níkaragva, sögðu að
stjórnin hefði gert sig mjög óvin-
sæla meðal bænda með því að
neyða þá til að selja ríkinu land-
búnaðarvörur á spottprís. Alþýð-
an hefði því sínar góðu og gildu
ástæður fyrir því að kjósa yfir sig
ljótan og vondan „Ameríkulepp".
Með banana í bakinu
Víkjum þá að kosningunum í A-
Þýskalandi. ekki voru úrslit þeirra
fyrr kunn en vinstrimenn tóku að
syngja sönginn um þessa vitlausu
alþýðu sem vildi bara vestræna
auðlegð og gæfi skít í hugsjónir.
Wolfgang Biermann, trúbadór og
hugsjónakommi, bar fram þá til-
lögu að þjóðsöngur sameinaðs
Þýskalands skyldi hljóma eitthvað
á þessa leið: „Deutsch-Mark,
Deutsch-Mark, úber alles ...!“
(þýsk mörk, þýsk mörk, æðri
öllu . . .) Undirskilið: Alþýðan
heimska greiddi hvert atkvæði
með mallakút. En skoðanakann-
anir, framkvæmdar af sérfræðing-
um, sýndu að tæpur helmingur
aðspurðra Austur-Þjóðverja hafði
„enga trú" á hugsjónum sósíalism-
ans. Og það er athyglisvert að
hægriflokkarnir fengu einmitt
tæpast helming atkvæða og því
ekki ósennilegt að þeirra kjósend-
ur hafi kosið þá vegna vantrúar
sinnar á sósíalískar hugsjónir en
ekki vegna þess að Kohl útdeildi
banönum á kosningafundum.
Norski stjórnmálafræðingurinn
Ulf Lindström talar um hættuna af
„bananastungugoðsögunni".
Hugsum okkur AÞýskaland sál-
uga fyrstu árin eftir sameiningu
sem örugglega verður A-Þjóðverj-
um efnalega erfið fyrst í stað. Þess-
ir erfiðleikar gætu stuðlað að
„nostalgíu" eftir gamla örygginu
sem aftur gæti ýtt undir goðsög-
una um „bananastunguna" sem
hefði orðið A-Þýskalandi að fjör-
tjóni. En goðsagan um rýtings-
stunguna í bak keisarastjórnarinn-
ar þýsku átti drjúgan þátt að hruni
Weimar-lýðveldisins. En nú hafa
Pólverjar tekið harðræði því, sem
„perestrojku" fylgir, með aga og
rósemi. Og skyldu nú Prússar og
Saxar vera síður agaðir en Pólverj-
ar?
Auk þess má alls ekki ofmeta
öryggið sem Austur-Evrópumenn
eiga að búa við. Vissulega er at-
vinnuöryggi mikð og húsaleiga
hressilega niðurgreidd. En heil-
brigðisþjónustan hefur verið afar
léleg fyrir allan almenning en
mjög góð fyrir toppana. Ég veit
um rithöfund í A-Þýskalandi sem
sagði að sín eina von um að kom-
ast í bráðnauðsynlega hjartaað-
gerð væri að sleppa vestur í ,,ör-
yggisleysið". Maðurinn var óvart
ekki flokksbroddur og því ekki
upp á hann púkkandi að mati heil-
brigðiskerfisins.
Og til að bæta gráu ofan á svart
hefur nánast ekkert verið gert fyr-
ir lamaða, fatlaða, og þroskahefta
í þessum löndum því kommarnir
hafa fylgt þeirri meginreglu Len-
íns að sá sem ekki vinnur skuli
heldur ekki éta. það eru því full-
komin öfugmæli að kenna komm-
únistaríkin við velferð og engin
furða þótt alþýða manna vilji vest-
rænt skipulag og engar refjar.
Og ef það er frelsisást fremur en
græðgi sem knýr alþýðuna til að
kjósa borgaraflokkana þurfum við
ekki að óttast það sem heimspek-
ingurinn Júrgen Habermas kallar
„þjóðernisstefnu þýskra marka"
(„DM-Nationalismus"). Hann sér
fyrir sér Þjóðverja framtíðarinnar
hvers sjálfsvitund byggi eingöngu
á vissu um efnalegan styrk rétt
eins og á dögum Adenauers.
Habermas segir að síðar hafi Þjóð-
verjar tekið að tengja þjóðernis-
vitund sína við virðingu fyrir
stjórnarskránni. Þessa þjóðernis-
kennd telur Habermas framför
miðað við bæði rómantíska þjóð-
ernishyggju og það sem nefna
mætti „Adenauerisma". En eins og
ég gaf í skyn er engin sérstök
ástæða til að óttast að slík þjóðern-
isstefna „hlutgervingarinnar"
muni einkenna „fjórða ríkið".
Lokaorð
Alþýðan í kommúnistaríkjunum
er ekki næstum eins vitlaus og ,,al-
þýðuvinirnir" halda. Hún þurfti
enga banana til þess að losa sig við
misheppnaðasta hagkerfi sögunn-
ar. Beisk aldin reynslunnar hafa
dugað henni ágæta vel.
Stefán Snævarr