Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 4
4 Laugardagur 28. aprí! 1990 Ray Ewry var nánast öryrki en íþróttir veittu honum heilsuna og auk þess — ÍÞRÓTTAVIÐBU RÐIR FYRRITÍMÁ Pessi mynd af Ray Ewry var tekin á Ólympíuleikunum í Aþenu 1906, en hún er dœmi- gerö fyrir stíl hans í hástökk- inu. Hann er greinilega vel yfir þeirri hœð sem hann er ad reyna viö. 10 ÓL gullverðlaun i jafnmörgum lilraunum hvöttu hann til íþróttaiðkunar, þar væri hans möguleiki til betri heilsu. En Ray hafði engan áhuga á íþróttum, félagar hans, sem ailir voru áhugasamir um íþróttir, töldu hann tæpast liðtækan og hann dró sig yfirleitt í hlé. En eftir ráð- leggingar læknisins hóf Ray að æfa sig í leikfimi og öðrum íþrótta- greinum. Fyrst æfði Ray sér eingöngu tíl heilsubótar_________________ Ray stundaði nám sitt af kappi í skólanum í Lafayett í Indiana. Hjá bandarískum skóladrengjum var langmestur áhugi á hlaupagrein- um, en líkamlegt ástand Ray var þannig, að hann treysti sér ekki í hlaupaæfingar. Ekki gat hann heldur æft „baseball" eða hinn harða ameríska fótbolta. Hann hélt sig því úti í horni íþróttahúss- ins eða á grasflötinni utan við skól- ann og æfði sig í stökkum án at- rennu, sem þá voru nokkuð al- geng. Ray fann fljótlega að styrkur hans jókst jafnt og þétt og heilsu- farið batnaði til muna. Hann var limalangur og léttur miðað við hæð. Ray fór að hugsa meirá um stílinn og íþróttirnar áttu nú hug hans allan, þó að ekki gleymdi hann náminu, en hann var nú kominn í háskólann í Purdue, þar sem hann lagði stund á verkfræði og gekk vel, enda duglegur nem- andi. Áhugi og árangur batnar til muna, en námið var númer eitt Þegar Ray hóf nám í háskólan- um í Purdue var hann stæltur og myndarlegur ungur maður, en hann hafði eitt fram yfir hina nem- endurna, hann gjörþekkti líkama sinn og vissi hvað hann mátti bjóða sér. íþróttirnar höfðu fært honum góða heilsu. Ray tók þátt í sinni fyrstu keppni 1890, og áfram æfði hann samviskulega, en fyrst og síðast ánægjunnar og heilsunn- ar vegna. Námið stundaði hann af kappi og útskrifaðist brátt sem verkfræðingur með mjög góða einkunn. Ólympíuieikarnir 1896 kveiktu keppnisáhugann Flestir amerískir íþróttamenn hætta keppni um leið og námi lýk- ur í háskólanum, í mesta lagi fara þeir síðan í golf, tennis eða trimm. En Ray var öðruvísi en aðrir, íþróttirnar voru honum nauðsyn og nú hafði keppnisáhuginn vakn- að fyrir alvöru. Ólympíuleikarnir 1896 og endurvakning þeirra áttu stóran þátt í því. Hann gekk í Frjálsiþróttaklúbb New York-borg- ar og árið 1900, þegar leikarnir voru háðir í París, var hann einn keppendanna og sigraði með yfir- burðum í áðurnefndum þrem stökkgreinum, í langstökki með 3,21 m, þrístökk 10,58 m og há- sökki 1,655 m. Sigurgangan heldur áfram I St. Louis í USA 1904 varð hann aftur þrefaldur ÓL-meistari og árangurinn: 3,476,10,55 og 1,598. Á auka-leikunum 1906 og í Lon- don 1908 var þrístökkið fellt niður en Ray vann örugglega í öll fjögur skiptin, stökk 1,56 í hástökki og 3,30 í langstökki í Aþenu og 1,55 og 3,23 í London. íþróttirnar áttu hug hans til dauðadags Þessi stórkostlegi íþróttamaður var nú orðinn 35 ára og áleit nóg komið af keppni. En áhugi hans á íþróttum, sem hann taldi að veitt hefðu sér heilbrigt og betra líf, áttu hug hans til dauðadags, en hann lést 1937 þá 64 ára gamall. Hann starfaði af kappi við frjáls- íþróttamót í heimaborg sinni New York fram á síðustu ár ævinnar. Fyrstu stórstjörnur Ólympíuleikanna eru nú flestum gleymdar, nema ef vera skyldi Spiridon Louis, geitahirðir- inn gríski, sem sigraði í maraþonhlaupinu 1896 og varð nán- ast þjóðhetja og goðsagnapersóna. Við getum samt ekki stillt okkur að fara nokkrum orðum um hlédrægan Bandaríkjamann, Ray Ewry af nafni, en hann var alger yfirburðamaður í stökkgreinum án atrennu, há- stökki, langstökki og þrístökki, sem keppt var í á fyrstu leik- unum. . Þessi slánalegi ameríkani keppti alls tíu sinnum í þessum greinum á leikunum 1900, 1904, 1906(10ára afmælisleikunum) og 1908 og hlaut gullverðlaun í öll skiptin og hafði hlotið gullverðlaun í frjáls- um íþróttum karla, en það var Finninn heimsfrægi, Paavo Nurmi, sem vann til tíu gullverðlauna á sínum stórkostlega íþróttaferli. Sigrarnir tveir, sem Ray vann á 10 ára afmælisleikunum 1906, eru ekki taldir með í uppgjörinu. Auk gullverðlaunanna setti Ewry fjöld- ann allan af heimsmetum, en það frægasta í langstökki án atrennu, 3,476 m og það stóð áratugum saman. Taldist öryrki sem unglingur Örn Eiðsson skrifar Sem lítill drengur var næstum litið á Ray sem öryrkja. Hann þótti pasturslítill, veiklulegur og það var svo, að foreidrar hans og lækn- ar höfðu áhyggjur af lífi hans. Þau

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.