Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 15
15
Laugardagur 28. apríl 1990
Ólafsvíkurvegur:_________
Núpá —__________________
Stóra þúfa 5,9 km
Undirbygging var boðin út á
hausti 1988 og lauk verktaki undir-
byggingu að mestu á árinu 1989. Út-
boðskaflinn var frá Núpá að Skógar-
nesvegi, 4,5 km, en einnig var sam-
ið við verktaka um endurbyggingu
kaflans frá Miklaholtsseli að Stóru
Þúfu um 1,4 km. Kaflinn fráSkógar-
nesvegi að Miklaholtsseli er 2,1 km
og er enn óvegaður. Þá er reiknað
með að ljúka styrkingu kaflans frá
Miklaholtsseli að enda klæðingar
skammt austan Stóru Þúfu. Búið er
að mala efni í burðarlag og slitlag.
Ólafsvíkurvegur:_________
Staðará —_______________
tlrriðaá 15,0 km_________
Undirbyggingu og klæðingu var
lokið árið 1988, en ólokið er gerð
fláafleyga og frágangi vegsvæðis og
náma.
Vestfjarðavegur:_________
Víðir —__________________
Bersatunga 4,5 km
Undirbyggingu lauk á síðasta ári,
en eftir er að Ijúka við frágang sem
ekki tókst að ljúka við vegna tíðar-
fars.
Gert er ráð fyrir 20 m.kr fjárveit-
ingu. Ekki er gert ráð fyrir að bund-
ið slitlag verði lagt þarna að svo
stöddu.
Vestfjarðavegur:_________
Um Brunná 2,7 km_________
Verkið var boðið út á sl. hausti og
var unnið fyrir um 3.0 m.kr á árinu
1989. í ljós komu ýmis aukaverk
sem ekki var gert ráð fyrir t.d færsla
á skurðum og girðingum, rafmagns-
og skólpleiðslum sem flytja þarf,
hækka þurfti veginn vegna snjóa
meira en áætlað var og lengja þarf
kaflann um 600 m svo að aðgerðin
nái þeim árangri sem æskilegur er,
snjóa vegna. Einnig var sú ákvörð-
un tekin að hafa slitlagið í 5.5 m
breidd í stað 3.8 m. Lagt er til að
framkvæmdin verði tekin öll að láni
til næsta árs.en þá er fjárveiting
áætluð í verkið.
VEGÁÆTLUN 1990
SÉRVERKEFNI
Vesturlandsvegur:________
Sveinatungumúli__________
Engin fjárveiting var á síðastliðnu
ári í þessa framkvæmd en tekið var
að láni úr fjárveitingu Vestfjarða í
kaflann Miklagil-Brú , til að leggja
bundið slitlag og greiða lán frá árinu
áður.
Ólafsvíkurvegur:_________
Borg — Langá 3,84 km
Undirbygging var boðin út sl.
haust og var Klæðing hf. lægstbjóð-
andi. Verktaki komst vel áleiðis með
undirbyggingu í vetur, hins vegar er
Ijóst að hætta er á verulegu sigi í vor
og sumar og því óvarlegt að taka
áhættu af lagningu bundins slitlags
fyrr en 1991.
VEGÁÆTLUN 1990
ÞJÓÐBRAUTIR
Borgarfjarðarbraut:
Hálsasveitarvegur —
Hvítá 3,2 km_____________
Kaflinn nær frá núverandi klæð-
ingarenda vestan vegamóta Borgar-
fjarðarbrautar við Hálsasveitarveg
og að Hvítá. Kaflinn frá Hálsasveit-
arvegi að Brekkukoti, 1,8 km, verð-
ur mikið til á núverandi vegi með
verulegum breytingum á hæðar-
(legu. Ekki er búið að magnreikna
kaflann, en áætlað er að breikkun
og hækkun samsvari 80 cm meðal-
þykkt styrkingarlags. Búið er að
hanna kaflann næst Hvítá, lengd 1.4
km. Línan er að mestu utan núver-
andi vegar.
I fyrri vegáætlun var gert ráð fyrir
að hefja verk á árinu 1990 en hér er
Eiöur Guönason
alþingismaöur
skrifar
gert ráð fyrir að verkinu verði frest-
að um eitt ár.
Borgarfjarðarbraut:
Síðumúlaveggir —___________
Varmaland__________________
3,4 + 6,2 km
Hér er um að ræða tvo kafla, ann-
ars vegar frá Síðumúlaveggjum að
Lundum og hinn kaflinn frá Lund-
um að Varmalandsafleggjara. Fyrri
kaflinn sem er um 3,8 km er óunn-
inn. Seinni kaflinn var undirbyggð-
ur 1988. Á síðustu vegáætlun var
frestað að leggja bundið slitlag á
þennan kafla. Búið er að mala burð-
arlags- og klæðingarefni. Gert er
ráð fyrir fjárveitingu til að ljúka kafl-
anum Lundar-Varmalandsafleggjari
og til greiðslu skuldar, alls 21 m.kr.
Hvítárvallavegur:__________
Seleyri — Tunguá___________
3,0 km
Þessa dagana er verið að kynna
hugsanlegar veglínur fyrir landeig-
endum. Gerð hefur verið gróf kostn-
aðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir
að veglínan færist og verði um Sel-
eyri að Tunguá.
Gert er ráð fyrir að þessu verkefni
verði frestað
Varmalandsvegur____________
2,6 km
Vegur þessi var undirbyggður
1988 og nær frá Borgarfjarðarbraut
að samkomuhúsi. Lagfæra þarf sig á
stöku stað og rétta af og ganga frá
undirbyggingu. Búið er að mala efni
í efra burðarlag og klæðingu.
Útnesvegur um______________
Djúpudali 2,0 km
Þetta verk var ákveðið á haust-
dögum 1989, en fjárveiting var til
snjóastaða á Útnesvegi alls 3.0 m.kr
á árinu 1989. Lánsheimild fékkst
fyrir eftirstöðvum verks en fjárveit-
ing er þar 1992. Verkið hófst um
áramót þannig að allur kostnaður
bókfærist á 1990. Kostnaður er
áætlaður út frá eininga-verðum
verktaka. Einnig var gerð kostnað-
aráætlun á styrkingu á 4,2 km kafla
um Beruvík sem hagstætt væri að
semja um sem aukaverk. Lagt er til
að fjárveiting verði til að Ijúka aðal-
verkinu án lána en aukaverkið verði
tekið að láni til 1992.
5 I
p i
■
T I L HLUTHAFA
Samvinnubanka
í SLANDS HF.
AÐALFUNDl SAMVINNUBANKA ÍsLANDS HF., SEM HALDINN
VAR FÖSTUDAGINN 27. APRÍL 1990, VAR SAMPYKKT TILLAGA ÞESS EFN-
IS AK> B A N K 1 N N SKYLDI SAMEINAST LANDSBANKA ÍSLANDS. ÁiPUR
hafði bankarAð Landsbankans sampykkt sameininguna og
VISKI PT ARÁÐHERRA VEITT LEYFI TI L A D H Ú N FÆRI FRAM.
ess vegna hefur Landsbankinn ÁKVEÐIÐ AÐ ÓSKA EFTIR
KAUPDM (INNLALJSN) A HLDTABRÉFUM ALLRA ANNARRA HLUTHAFA
f Samvinnubankanljm, EN BANKINN A NÚ PEGAR TÆP 75%
HLUTAFJÁRSINS.
'ANDSBANKINN E R REIÐUBÚINN TIL AÐ GREIÐA HLUTHÖFUM
2,749 FALT NAFNVERÐ FYRIR BRÉFIN OG MIÐA KAUPIN VIÐ l.JANÚAR
SÍÐASTLIÐINN. í P V í FELST AÐ BANKINN MUN GREIÐA HLUTHOFUM
VEXTI A KAUPVERÐIÐ F R A ÞEIM TÍMA.
LLUM HLUTHÖFUM VERÐUR A NÆSTU DÖGUM SENT BRÉF SEM
HEFUR AD GEYMA TILBOÐ BANKANS. ÞESS E R ÓSKAÐ AÐ ÞEIR HLUT-
HAFAR SEM VILJ A SAMÞYKKJA TILBOÐIÐ SNÚI SÉR TIL NÆSTA A F-
GREIÐSLUSTAÐAR LANDSBANKANS EÐA SAMVINNUBANKANS TIL
ÞESS AÐ LJÚKA SÖLU HLUTABRÉFANNA. N AUÐSYNLEGT ER ÞÁ AÐ
HAFA TILBOÐSBRÉFIÐ MEÐFERÐIS.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna