Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 22

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 22
22 Laugardagur 28. apríl 1990 RAÐAUGLÝSINGAR Hús til brottflutnings Tjarnargata 3c, Reykjavík Kauptilboð óskast í timburhúsið að Tjarnargötu 3c, Reykjavík, án lóðarréttinda og skal flytja húsið á lóð- ina nr. 12. við Túngötu, Reykjavík fyrir 10. júní nk., en kaupandi fær hluta þeirrar lóðar til leigu gegn greiðslu venjulegra gjalda. Husið verður til sýnis mánudaginn 30. apríl og mið- vikudaginn 2. maí nk. kl. 13—16. Þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar m.a. um kvaðir vegna flutnings hússins. Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, merkt útboð 3584/90 eigi síðaren kl. 11.00 þann 8. maí nk., þarsem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK L LANDSVIRKJUN Útoð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna bygg- ingar 132 kV Blöndulínu í samræmi vð útboðsgögn BLL-11. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudegin- um 30. apríl 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,- Smíða skal úr u.þ.b. 30 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvan- húða eftir smíði. Verklok eru 16. júlí og 15. ágúst nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí 1990 fyrir kl. 14.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 1415 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 25. apríl 1990. Lokað vegna jarðarfarar Mánudaginn 30. apríl verður skrifstofa Alþýðu- flokksins lokuðfrá kl. 12.00 á hádegi, vegna jarðar- farar Garðars Sveins Árnasonar. Stjórnin. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Portúgal og Tyrklandi Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1990—91. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknareyðublöðfást í sendiráði Pórtúgala í Osló (Josefinesgate 37, 0351 Oslo 3, Norge) og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní nk. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í sömu löndum fjóra styrki til háskóla- náms í Tyrklandi skólaárið 1990—91. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Osló (Halvdan-Svartesgata 5, 0268 Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 30. júní nk. Ofangreindir styrkir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla. Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1990. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar stöður æfingakennara. Um er að ræða kennslu á unglingastigi, kennslu yngri barna og tónmenntakennslu. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa aflað sér framhalds- menntunar eða starfað að verkefnum á sviði kennslu og skólastarfs sem unnt er að meta jafngilt framhaldsnámi. Umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsferil skal skila til menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. maí nk. Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1990. Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir breyttan opnunartíma Fangelsismálastofnun ríkisins verður opin frá kl. 08.00 til kl. 16.00 frá 1. maí 1990 til 30. september 1990. Fangelsismálastofnun ríkisins, 24. apríl 1990. GARÐABÆR Auglýstar eru lausar til umsóknar tvær leiguíbúðir í húsnæði eldri íbúa við Kirkjulund í Garðabæ, Garð- bæingar 67 ára og eldri koma einungis til greina við úthlutun. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, fyrir 18. maí 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fé- lagsmálaráðs í síma 656622, kl. 10—12, virka daga. Bæjarstjóri. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða til starfa tölvunarfræðing í tölvudeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af VMS, UNIX og DOS-stýrikerfum. Helstu verkefni: Kerfisgreining og forritun. Einnig vantar tölvunarfræðing til afleysinga. Helstu verkefni: Umsjón daglegra vinnsluþátta. Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri tölvu- deildar og/eða starfsmannastjóri. LJmsóknum skal skilað til starfsmannastjóra fyrir 12. maí nk. Rafmagnsveita Reykjavíkur Suðurlandsbraut 34, Sími: 686222. Dýpkunarprammi til sölu Kauptilboð óskast í dýpkunarprammann Hák, ásamt fylgihlutum (rör og flottankur), þar sem hann erá athafnasvæði Hafnamálastofnunar í Kópavogi, í því ásigkomulagi sem hann er í núna. Pramminn verður til sýnis eftir nánara samkomu- lagi við forstöðumann framkvæmdadeildar hafnar- málastofnunar Gústaf Jónsson (sími: 27733). Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, merkt útboð 3585/90 eigi síðar en kl. 11.00 þann 22. maí nk., þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Hafnarfjörður Kennarastöður tónmennt — eðlisfræði Við grunnskóla Hafnarfjarðar eru eftirtaldar kenn- arastöður lausar til umsóknar: Stöður tónmenntakennara við Víðistaðaskóla, Set- bergsskóla og Hvaleyrarskóla. Staða kennara í eðlisfræði við Víðistaðaskóla. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri Víðistaðaskóla í síma 52911. Skólastjóri Setbergsskóla í síma 651011. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í síma 53444. Umsóknarfrestur er xil 18. maí nk. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar. Suðurgata 1, Sauðárkróki — Lokafrágangur Tilboð óskast í að fullgera húsnæði sýsluskrifstofu og lögreglustöðvar á Sauðárkróki. Húsnæðið er nú einangrað að innan. Flatarmál þess er um 831 m2. Skila skal meginhluta húsnæðis sýsluskrifstofu á 2. hæð fullgerðu 30. ágúst 1990 en öðru húsnæði á 2. hæð og húsnæði lögreglustöðvar á 1. hæð skal skila 31. maí 1991.. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7 Reykjavík, til og með fimmtudags 10. maí gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 15. maí 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.