Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 24

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 24
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 82019 t IWHIIIÍILBUI Laugardagur 28. apríl 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN D 681866-83320 Eftir 16 ára niðurlœgingu og vamœkslu af hálfu borgaryfirvalda er: Kvosin i gjörgæslu — segir Ketill kaupmadur í London í Austurstrœti Eins og kunnugt er eru borgaryfirvöld ásökuð um láta hina gömlu mið- borg Reykjavíkur danka og drabbast árum sam- an. Nú er svo komið að kaupmenn á svæðinu segja miðborgina á gjör- gæslu, það sé verið að leggja dýrasta hverfi landsins í auðn. Ketill Axelsson kaup- maður í London er ómyrk- ur í máli í Verzlunartíð- indum, blaði Kaupmanna- samtaka Islands, sem kom út í gær. Hann segir þar: ,,Lóðamat hér í Kovsinni er sennilega eitt hið hæsta i heiminum. Lóðin Austur- stræti 14 er t.d. metin á yfir 50 milljónir króna og af þessu vilja yfirvöld að sjálf- sögðu fá greidd gjöld og engar refjar. Gjöldin höfum við greitt árlega eins og okkur ber en lítið fengið í staðinn annað en lokun götunnar, 60 stöðumæla- verði sem virðast hafa það hlutverk eitt að hanka bif- reiðaeigendur og kranabíla sem aka hér um á 30 mín- útna fresti og fjarlægja bif- reiðar þeirra fáu sem hing- að leggja leið sína nú orð- ið." Segir kaupmaðurinn að hann hafi mótmælt og sent mörg bréf til Fasteigna- matsins með óyggjandi rök- um. Rök hans séu viður- kennd, en ekkert gert í mál- unum. „Það er verið að fram- kvæma skipulagða eigna- upptöku á verðmætasta hluta Reykjavíkur og er hætt við að margir muni missa eignir sínar því þær standa engan veginn undir þessari miklu gjaldtöku," segir Ketill og bætir við að niðurlæging miðbæjarins hafi nú staðið í 16 ár, Kvosin sé í raun á gjörgæslu. Félagslega íbúöakerfiö: Vilji umsækenda endur- speglasl ekki i út- hlutun stiórnarinnar — segir Jóhanna Siguröardóttir „Eg er þess nokkuð full- viss að frumvarpið um fé- lagslega húsnæðiskerfið verði afgreitt á þessu þingi og býst fastlega við því. Það hefur myndast nokk- uð breið samstaða um mál- ið hér á Alþingi,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra við Al- þýðublaðið í gær. „Að vísu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn haft ákveðna fyr- irvara um ýmis atriði í frum- varpinu en ég tel að þetta mál náist í gegn. Eg minni á það að það var mikil samstaða í nefndinni sem samdi það en þar áttu sæti bæði fulltrúar sveitarfélaganna og verka- lýðshreyfingarinnar, sagði Jóhanna ennfremur. Nokkur óvissa er um það hvenær þingi lýkur og hvaða mál verða afgreidd þaðan fyrir þinglok. Gagnrýni hefur komið fram hjá vinnuveitendasam- bandinu um hversu stór hluti fjármagns frá húsnæðiskerf- inu fari til félagslegra íbúða- bygginga eða um 55%. Jó- hanna kvaðst hins vegar mjög ánægð með hversu góð- .ur hlutur félagslega íbúðar- kerfisins er orðinn miðað við hvað áður var. Jóhanna sagði að með þeirri úthlutun sem nú hefur átt sér stað „hefur orðið um verulega aukningu á félagslegum íbúðum að ræða og það eru auðvitað skiptar skoðanir eins og ger- ist og gengur á því hvernig þessi úthlutun skiptist. Það sem ég hef helst við þessa út- hlutun að athuga er það, að vilji umsækjenda kom, mjög greinilega fram í þá veru að þeir lögðu áherslu á kaup- leiguíbúðir, en endurspeglast ekki í úthlutuninni. Umsókn- irnar um kaupleiguíbúðirnar voru 972 en það var ekki út- hlutað nema til rúmlega 300 eða um 30%. Aftur á móti varðandi verkamannabú- staði voru umsóknirnar 570 en úthlutun var 351 íbúð þannig að þarna var úthlutað. um 65% af því sem um var beðið. Ég tel að þessi úthlut- un endurspegli ekki vilja um- sækjenda um félagslegar íbúðir." Að lokum sagði Jóhanna að það verið sé að skoða það í ráðuneytinu hvort ástæða sé til að breyta lögum um stjórn húsnæðisstofnunar. Draumafarartækið Krakkarnir á myndinni áttu leið um lögreglustööina við Hlemmtorg og sáu þetta líka draumafarartæki — löggumótorhjól — sem þar er stillt upp eins og hverjum öðrum sýning- argrip — eða þarf lögreglan kannski að geyma hjólin sín inni við vegna gripdeilda óvandaöra manna? Hvað um það, þarna fengu börnin að setjast á hinn mikla Harley Davidson-fák vél- hjóladeildarinnar, en Arnþór Ingólfsson lögregluforingi fylgdist með að farið væri að settum reglum. A-mynd: E.Ól. Fólk Efstu menn á lista Fram- sóknarflokksins, þau Sig- rún Magnúsdóttir og Al- freð Þorsteinsson, hafa boðað til fundar með fréttamönnum í dag. Þau hyggjast segja blaða- mönnum frá kæru, sem þau munu leggja fram til félagsmálaráðherra vegna staðsetningar sorpverksmiöju í Gufu- nesi. ★ Bjarni Fel og félagar á íþróttadeild Sjónvarpsins eru að undirbúa það sem heitir á fínu íþróttamáli „knattspyrnuveisla". Veisla þessi hefst föstu- daginn 8. júní þegar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður opn- að á ltalíu og siðan leik Argentínumanna og Kamerúnsveina. Síðan rekur hver leikurinn ann- an, líklega einir þrjátíu leikir, hver leikur i það minnsta hálfur annar tími. Svo nákvæmt er fylgst með að á þriðju- degi klukkan rétt fyrir þrjú má sjá þjóðir eins og Belga og Kóreumenn etja kappi saman. Sagt er að vinnuveitendur mæni nú til íngólfs Hannessonar yfirmanns íþróttamála RÚV og segi: Ekki meir! Ekki meir! ★ Grænt framboð var ákveðið fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 27. maí eins og segir í frétt frá samtökunum. Kosning- arnar eru reyndar degi fyrr. Efstur á lista er Kjart- an Jónsson, verslunar- maður, annar Óskar D. Ólafsson, verkamaður og Gunnar Vilhelmsson, ljósmyndari. Fjórða sæti er skipað konu, Sigrúnu M. Kristinsdóttur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.