Tíminn - 28.06.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. júní 1968. TÍMINN 3 Afmælis minnzt Hálfrar aldar afmælis Nor- ræna samvinnusambandsims var minnzt með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í morgun, miðvikudag. Aðal- ræðuna þar flutti Einar Ger- hardsen fyrrv. forsætisráðherra Noregs. Gerhardsen rifj’aði m. a. upp noikkrar minningar frá æsku sinni, er hann sem mngu^ dreng ur átti viðskipti við kaupifélags búð, Oig m. a. sagðist hann hafa séð fyrstu leiksýningu sína fyr ir tilstiiM kaupfólagsins. Þá ræddi hann hlutverk Nor ræna samvinnusamlbandsins og sagði, að það hefði haift mikla þýðimgu bæði fyrir eimingu heiima fiyrir í hinum einstöku löndum og fyrir samstöðu og samistarf landa í milli. Talldi hanmbáðailþessaþ'æitti vera jafn nauðsymlega nú á dögurn og í bernsku samvinnuhreyfingarinn ar, og með tiltoomu velferðar þjóðfélags nútimans færi því Ðjarri, að hlufverki hennar væri lokið, heMur biðu hennar þýð ingarmikil verkefni í framtíð inni. Vitnaði hann til Svíþjóð ar, þar sem h-ann sagði, .. að samvinnuhreyfingin gegndi mikiilvægu hlutverki til mót vægis á móti þjóðfélagslegu valdi einkarekstursins. Gerhardsen iagði einnig á'herzlu á þá þiýðingu, sem að ildin að EFTA og frjálsri inn- byrðis viðskipti með iðnaðar Vörur hefðu fyrir Norðurlöndin Taldi hann reynsluna af slíku samstarfi þeirra á miiili hafa' sýnt og sananð, að það væri þeirn öllum hagkvæmt, og því bæri að halda áfram. Einnig bæri að vinna að auknu efna hagsiegu samistarfi innan Evrópu al'lnar, og á því sviði gætu samíhuga Norðurlönd lát ið margt gott af sér leiða. Einnig ræddi Gerhardsen ó- friðarástandið í heiminum, en benti jafnframt á, að það væri ánægjullegt, hve mikinn áhuga almennings það hefði vakið, er læknar í Suður-Afrí'ku græd'du hjarta í mann í fyrsta skipti nú í vetur, og af hve miklum áhuga allur almenning ur í heiminum hefði fylgzt með heilsufari þessa eina manns. >ar hefðu verið að verki hin U'ppbyiggjiandi öfi í heiminum, sem stö'ðugt ættu í stríði við niðurrifisöiflin, Oig það væri í hópi hinna fyrr nefndu sem samvinnuhreyfingin hefði valið sér stað. Samivinnuhreyfingin ynni nú livarvetna að eílingu friðar og að aukningu ailmennr ar menntunar og iestrarkunn- áttu, og í því starfi ætti hún vísan stuðning æskuifólks um víða veröld, sem og annarra áhugamanna um félagsmál. Gertbardsen benti eiranig á það, að AILþjóðasamvinnusam- bandið hefði innan sinna vé- banda jafnt samvinmisambönd lýðræðisríkjamna .serni toommún istaríkja AusturEvi'ópu, og væri í því fólgið veigamikið framlag til. að slaka á spenn unni miili austurs og vesturs. Þakkir frá finnsku kórunum Við erum komin heilu og höldnu heim úr söngförinni til ykkar dásamlega lands, og þaðan eigum við ógieymanleg- ar minningar um gestrisni. hlýju og virasamlegt viðmót. Allt söngfó'lk okkar sendir hlýjar kveðjur og þökk til Land'ssamb. blandaðra kóra og Kirkjukórasamib. íslands og sérstakar þákkif 'tíl Hféínú Tynes og Hallgríms Benedikts sonar fyrir feykilega skipulags vinnu, sem innt var af hendi vegraa söngskemmtana kóranna tveggja. Alúðarkveðjur til hins fj'arlæga íslands. Helsingin Laulu r.y. Meilahden kirkkokuoro r.y. Vatnsendafélagið Aðalfundur í Félagi rétthafa sumarbústaðalanda í Vatns- endalandi var haldinn að Café Höll 13. þ.m. Flutt var skýrsla stjórnar, og kom þar fram, að vegaumbætur hafa verið fram- kvæmdar á báðum aðalleiðum að Elliðavatni, en vegna tregr ar innheimtu á félagsgjöldum hafði félagið skapað sér skuld ir vegna þessara framkvæmda. Var því samþykkt tillaga á fundinum um að stofnfélags- gjöld skyldu framvegis inn- heimt mcð póstkröfu, þar sem félagið hefur ekki kost á að Framhald á bls. 14. Frá fundi stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsen . Stapa í Njarðvíkum á miðvikudagskvöldið. Síðustu fundirnir KJ-Reykjavík, fimmtudag. Stuðningsmenn forsetaefnanna héldu fjölmenna fundi í gærkvöldi. Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eld- járns í Selfossbíói og stuðnings- menn dr. Gunnars Thoroddsens í Stapa í Njarðvíkum. í kvöld, fimmtudagskvöld, halda svo stuðn ingsmenn dr. Kristjáns fund í Bíó- höllinni á Akranesi og stuðnings- menn dr. Gunnars í Laugardals- höllinni í Reykjavík. Stuðnings- menn dr. Kristjáns halda fund í Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan þrjú eftir hádegii Fundur stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns hófst í Selfoss- bíói kl. níu í gærkveldi. Setti Gunn ar Markússon skólastjóri í Þor- lákshöfn fundinn og nefndi til fundarstjóra Sigurð Inga Sigurðs- son, oddvita á Selfossi, en fundar- ritara Grím Jósafatsson, kaupfé- lagsstjóra á Selfossi. Ávörp og ræður fluttu: Þórður Tómasson, safnvörður, Skógum, frú Kristín Loftsdóttir, Vík, Arnór Karlsson, bóndi, Hóli, Björn Jónsson, skóla- stjóri, Vík, Sigurður Haraldsson, skólastjóri, Strönd, og Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá, Hvera- gerði. Þá flutti dr. Kristján Eld- járn ávarp og að lokum mælti fundai’stjóri nokkur orð til dr. Kristjáns og frú Halldóru, sem voru hyllt kröftuglega af fundar- gestum. Á níunda hundrað manns sótti fundinn, og var þeim hjónum dr. Kristjáni og frú Halldóru vel fagnað, er þau gengu úr salnum og út í mannhafið, sem beið þeirra fyrir utan. Listamennirnir Gísli Halldórs- son leikari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari skemmtu á fund- inum við góðar undirtektir. Fundur stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsens hófst klukk- an níu, en áður lék Þórarinn Ólafs- son létt lög. Fundinn setti Bogi Þorsteinsson, en ræður og ávörp fluttu: Eiríkur Alexandersson, kaupmaður, Grindavík, Sólbjörg Vigfúsdóttir, Innri-Njarðvík, Jón Ólafsson, skólastjóri, Garði, Sigurð ur Ólafsson, skólastjóri, Sandgerði, Guðmundur Björgvin Jónsson, verk stjóri, Vogum, og Tómas Tómas- son, lögfræðingur, Keflavík. Þá söng Keflavíkurkvartettinn og tvö úngmenni töluðu, þau Anna Al- freðsdóttir, hlaðfreyja, og Guð- mundur Sigurðsson, rafvirkjanemi. Að lokum flutti Gunnar Thorodd- sen ávarp, og þau hjón, dr. Gunnar og frú Vala, voru hyllt, og fundar- stjóri flutti hvatningarorð. Á fundinn komu á áttunda hundr að manns. í kvöld, fimmtudagskvöld, halda stuðningsmenn dr. Gunnars fund í Laugardalshöllinni í Reykja vík og stuðningsmenn dr. Kristjáns Framhald á bls. 15. Spegillinn, 2. tölublaS 39. árgangs, er komiS út. Af efni blaSsins má nefna, auk fjölda mynda, greinar: „H-stemma . . ." „Hesta- menn . ." „RæSa á sjómannadaginn", „Feimnismálin í ár*' „Ál- kanslarinn sextugur" og „OpiS bréf til borgarráSs". Fleiri greinar eru í blaSinu, og auk þess fjöidi IjóSa. MeSfyigjandi mynd er úr Spegllnum. KAUPFÉLAGS SKAFTFELLINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga var haldinn í Félagsheimil inu Leikskálum, Vik í Mýrdal, 16. júní 1968. Heildarvelta Kaupfélags ins á s. 1. ári var kr. 59.4 millj. Rekstrarhalli ársins nam kr. 793 þús., en þá höfðu eignir verið af- skrifaðar um kr. 822 þús. I Eftirfarandi ályktanir og áskor- anir voru samþykktar með atkvæð um all'ra fundarmanna: 1. Aðalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga 1968, mótmælir harðlega ranglátum úrskurði meirihluta yfirnefndar á verðlagsmálum land búnaðarvara og furðulegri afstöðu ríkisstjórnarinnar, að vilja að engu bæta bændum afleiðingar hans og verðhækkana af völdum gengis- fellingarinnar. Hvetur fundurinn hvern einstakan bónda í landinu til að rísa gegn þessari stefnu rík isstjórnarinnar, sem er nú að leggja efnahag bænda í rúst. 2. Aðalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga 1968, hvetur Stéttarsam- band bænda til að leita allra úr- ræða til að rétta hlut bænda i verðlagsmálum og afla sér stuðra ings þeirra til að knýja hann fram. 3. Aðalfundur Kaupfélags Skaft fellinga 1968 felur þingmönnum Suðurlandskjördæmis að fylgja eftir tillögum um réttláta verð- jöfnun á flutningi á tilbúnum áburði, svo að Vestur-Skaftfelling- ar verði þar ekki lakar settir en aðrir. Frá fundi stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns í Selfossbíói á miðvikudagskvöldið. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.