Tíminn - 28.06.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.06.1968, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. júní 1968. TIMINN Meö morgun kaffihu Kj arval var á árum áSur tíð ur gestur veitmgalhúsa í mið- bæ Reytkjavílkur og drakk hann þar oft niónkaffi með vinum sínum. Einu sinni kom hann á Hótel Borg í fyigd með rosknum manni utan af landi. Þegar þeir voru setztir segir Kjarval: — Þú pantar, ég borga. Maðurinn segist heizt vil'ja kafifisopa og sér sé sanna hvaða góðgæti fytgi. með þvá. Þeir fenigu síðan kaffi og rjómaköku og röbbuðu þeir saman um stund. Þegar þeir stððu upp kom þjónninn að borðinu til þeirra. Þá segir Kj'arvai: . — Ég hef nú efcki penimga til þess að borga með, en ég get boðið yður dús — Er það efcki nóg? Dag noklkurn gerðist það í Danmörku að maður einn kiom inn í veitingáhús og pantaði þar tvö giös af öli og tvö snaps glös. Barþjónninn fœrði honum þetta og drafcfc maðurinn svo tii skiptis úr glösunum fjórum. Þjóninum þótti þetta kynlegt atihæfi og innti hann gestinn eftir þvá hvers vegna hann pant aði efcki eitt glas af hvoru og svo aftur í gdösin, þegar hann vildi meira. — Það er ekki hægt — saigði maðurinn — ég og drykkjufé- lagi minn ákváðum að þegar við drykkjum sinn í hivoru lagi skyldum við ævinlega panta f.vr ir tivo til þess að minnast hvors annars. Maðurinn bom svo í sama veitingaihúsið í marga mánuði og allt fór á sömu leið. En einn góðan veðurdag pantaði hann eitt glas og snaps. —■ Hvað hefiur nú fcomið fyr ir — spurði þjónninn, um leið og hann reiddi fram dryklkinn. — Vinur yðar er þó efciki lát- inn? — Ónei, hann er enn við hestaheilsu oig drekfcur sem fyrr. — svaraði maðurinn — en ég er feominn i bindindi. Vinur: — Bn hvað þetta er f,alieg háisfesti. Hoiilywood fcvilfemiyndastjarna: — Já, er hún ekiki dlásamieg? Eingöngu gerð úr giftiingar hrinigjunum mánum. Þegar Alþingi tók þá átovörð un að fela MenntamáJaráði út Mutun fjár þess, sem veitit var tii sbálda og listamanna, urðu menn ekki á eitt sáttir uim þá slkipan miála. Kjairval hafðá sitt álit á þessu: „Ég er hæstánægður með, að Jónas (ifrá Hriiflu) skuli fá þessar ferónur. Hann á bara ekfcert að vera að úthluta þeirn. Það væri mitolu betra fyrir ofck ur að fara heirn til hans og fá hjá honum bita og sopa — nú og svo stá hanm um 5- og 10- kali, ef okkur skyldi vanlhaga um aura.“ Liðsmenn minir eru afleitar skyttur. Lárétt: 1 Mannsnafn 5 Spýja 7 Lofttegund 9 Grænmeti 11 Ónefnd ur 12 Gyitu 13 Stefna 15 Norður 16 Tíma 18 Fliss. Krossgáta Nr. 54 Lóðrétt: 1 Verðmætið 2 Fugl 3 Fæði 4 Dreif 6 Bog inn 8 Elska 10 Kærleikur 14 Verkfœri 15 Kennd 17 Tré. Ráðning á gátu nr. 53. Lárétt: 1 Dældir 5 Ári 7 Agn 9 111 11 UU 12 Áa 13 Glæ 15 Bið 16 Flá 18 Stól ar. Lóðrétt: 1 Drauga 2 Lán 3 DR 4 HI. 6 Glaður 8 Gul 10 Lái 14 Æft 15 Bál 17 Ló. Barbara McCorquedale 15 ur langur dagur en þér ættuð að vera komnar þangað um kvöld- matarleytið. — Ég ætti líklega að fara lengra en til Tours og gista þar. — Ég veit ékki hvar það ætti vora, sagði hr. Calvert. í raun- inni- ætlaði ég að biðja yður að borða með mér í kvöld. — Það er mjög vingjarnlegt af yður, sagði Alloa. — En ég held að ég verði að halda ferðinni á- fram. Hún ákvað um leið að ekkert , mundi stoppa hana í að halda áfram, ef hún þyrfti að borða kvöldverð með hr. Calvert. — Verið þér nú ekki of fljót- ar á yður, sagði hann. — Þér haf- ið allan daginn fyrir yður til að hugsa um þetta. En mér datt í hug að við gætum skemmt okkur svolítið, fengið okkur góðan kvöldverð — yður er óhætt að treysta mér til að þekkja beztu staðina — og síðan gætum við farið á næturklúbb. Hvað segið þér við því? Ég veit um góðan stað, sem mundi gera þig alveg furðulostna. Skemmtiatriðin eru heldur af djarfara taginu en eins og ég hef alltaf sagt: — Þegar þú ert í Róm, hagaðu þér eins og Rómverji. — Það er mjög vingjarmlegt af yður, sagði Alloa ákveðin. — En ég er viss um að ég kemst lengra en til Tours — það er að segja ef við flýtum okkur. Hr. Calvert virtist ekki taka neitt mark á neitun hennar Hún hafði það á tilfinningunni, að hann væri þess fullviss, að hún mundi borða kvöldverð með hon- um. — Vitið þér hvað er gallinn við yður, sagði hann. — Þér eruð allt of alvarleg. Á yðar aldri ættuð þér að skemmta yður. Þeg ar allt kemur til alls er maður ekki ungur nema einu sinni. — Þér gleymið því, að ég er að vinna, sagði Allúa, því henni1 fannst ætlazt til að hún segði eitt- hvað. — Jæja, ég hefði ekkert á móti því að vinna slíka vinnu, sagði; hann. — Að hafa bíl á borð við þennan alveg fyrir sjálfan mig1 og geta tekið upp í bflinn fallega stúlku eins og yður. Jæja, takið þér nú við og segið, að þér haf- ið verið heppnar að hitta mig. Allou byrjaði að líða illa. Það var augljóst að hr. Calvert var að reyna að fá hana til við sig, og nú óskaði hún að hún hefði haft kjark í sér til að segja honum, að hún gæti ekki tekið hann með sér í bflnum til Tours. Hún velti því fyrir sér, hversvegna hún hefði ekki farið fyrr á fætur og laumast í burtu löngu fyrir klukk an níu. En þótt hún hefði reynt það, hefði hann komið að henm, þar sem hún hefði átt í vandræð- um með startarann. Án þess að gera sér nokkra grein fyrir, hvað henni leiddist hann, var hr. Calvert nú farinn að litast um. — Nú þurfum við bara að finna góðan og fallegan stað til að borða á, stakk hann upp á. — Ég vil ekki fara út af veg- inum, sagði Alloa. — Bfllinn gæti bilað aftur. — Við gætum geng- ið inn ' skóginn, sagði hr. Cal- vert. — Það tekur allt of langan tíma, sagði Alloa ákveðin. — Þar að auki vil ég geta haft auga með bflnum. Maður veit aldrei nema einhver steli honium eða farangr- inum. — En bfllinn er læstur, sagði hr. Calvert. — Mér finnst, að ég þurfi að' hafa auga með honum, sagði: Alloa ákveðin. — Jæja, þarna er staður rétt fram undan okkur, sagði hr. Cal- vert. — Þér getið beygt út í kantinn og trén eru bæði skugg- sæl og falleg hér. Alloa dró úr hraðanum. Þarna var rjóður í skóginum. Það var ómögulegt að setja út á að stoppa þarna og Alloa beygði yfir veg- inn og upp í rjóðrið aðeins nokkra metra frá veginum. Hr. Calvert fór út og teygði úr sér. — Ilmurinn af barrtrjánum er áfengur, sagði hann og dró að sér andann. — Mér finnst ég verða sterkur og kraftmikiJl. Hvaða áhrif hefur það á yður? — Ég vil flýta mér að borða, sagði Alloa og lét sem hún heyrði ek|(i spurninguna. — Mér finnst svo leiðinlegt að hafa tafið yður svona, að ég ætla að reyna að koma yður eins fljótt og ég get til Tours. Hún tók stóra bréfpokann með matnum út úr bflnum og settist í grasið við hliðina á honum, þar sem hún hafði fullt útsýni yfir veginn. Hr. Calvert varð á svip- inn eins og hann ætlaði að fara að koma með mótbárur en fleygði sér niður við hlið hennar. — Hafið þér nú ekki áhyggjur af mér, sagði hann. — Má ég játa dálítið fyrir yður. — Ég get gizkað á, hvað það er, sagði Alloa hvasst. — Yður liggur ekkert á til Tours. — Þér hittuð í fyrstu tilraun, sagði hr. Calvert glettnislega. — Mér liggur ekkert á. Ég þarf ekki að mæta þar fyrr en í fyrrmál- ið. f raun og veru ætlaði ég að taka langferðabflinn í kvöld. — Þér ættuð ekki að Ijúga, sagði Alloa þunglega. — Allt er leyfilegt í ástum og stríði, sagði hr. Calvert ánægður með sjálfan sig. Alloa stirnaði upp. Hún tók matinn upp úr bréfpokanum og setti vínflöskuna fyrir framan hr Calvert, svo hann gæti opnað hana. Maturinn var nýbakaðir, stökkir brauðsnúðar með svína- kjötsneiðum á milli, epli og ban- ani handa hverju þeirra og tvö vínglös. Þetta var matur sem Alloa vissi að henni geðjaðist að. Þó hún hefði ákveðið að vera róleg og láta sem hún tæki ekki eftir því, hvað hr. Calvert gerði sig heima- kominn, fann hún að hjartað barð ist í brjósti hennar og hún var þurr í munninum af hræðslu við hvað hann kynni að segja næst. — Ég ætla að njóta þessa, sagði hann og horfði á matinn og tók tappann úr flöskunni. — Bíddu þangað til þú smakkar vín ið. Það er sko rétt tegund get ég sagt þér. Það rennur ljúflega niður. Yður er óhætt að treysta mér til að velja vín, þér eigið eftir að sjá það sjálfar. Hann rétti henni glas og hún smakkaði á víninu. Það var frek- ar sætt, en sérlega gott á bragð- ið. — Yður á eftir að þykja þetta gott, sagði hann. — Það yljar yður um hiartaræturnar og aerir yður e.t.v dálítið vingjarnlegri við þann heittelskaða. Sjáið þér bara til. Um leið og hann sagði þetta lagði hann hönd sína á hönd Allou. Hún kippti henni að sér eins og vespa hefði bitið hana. — Við skulum flýta okkur og borða, sagði hún hvasst. — Þó yður liggi ekki á til Tours, þá þarf ég að flýta mér. Hún tók upp brauðsnúðinn og fékk sér bita. Hún hafði þá ó- þægilegu tilfinningu -að hr. Cal- vert liti ekki af henni. Hún leit ekki á hann, heldur óskaði, að það væri meiri umferð um veginn. Hún bjóst við, að það væri vegna þess, að það var sunnudagur og allir flutningabflstjórar því í frii og einmitt á þessum tíma væru Frakkar að njóta hádegisverðar- ins, en ekki að gleypa hann í sig eins og Englendingar. Hr. Calvert fyllti glasið henn- ar. — Drekktu þetta út, sagði hann. Hann lyfti glasinu. — Skál, sagði hann. — Skál fyrir þeim fegurstu aug- um, sem ég hef séð lengi. Alloa svaraði honum ekki. Hún hélt áfram að borða og vonaði að hún liti út eins og heimskan upp máluð, sem ekkert grunaði, þó maturinn sæti fastur í hálsinum á henni og hún dreypti á víninu aðeins vegna þess, að hún var þyrst. — Svona, fáið þér góðan slurk, ÚTVARPIÐ Föstudagur 28. júní 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Lesin dag skrá næstu viku 13.30 Við vinn, una: Tónleikar 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegis- útvarp 16.15 Veður- MMiTl fregnir. 17.00 Fréttri. Klassísk tónlist 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18 00 ÞjóðJös 18.45 Veð urfregnir 19.00 Fréttir. 19.30 Efst á baugi Björn Jóihannsson og Tómas Karlsson fjalla um erlend málefni 2000 Strengir og slaffharpa 20.30 Á undan for setakjöri 20.55 Aríur eftir Mascani og Leoncavalio 21.25 Konangur blómanna. Karl von Linné 22.00 Fréttir og veður fresnir 22.15 Kvöldsagan: „Dómarinn og böðuli hans“ Jóhann PáJsson les 22.35 Kvöld tónleikar 23.15 Fréttir i stuittu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 29. júní 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Óskalög sjúlkl inga Kristin Sveimbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.15 Á grænu Ijósi 15.25 Laug- ardagssyrpa í umsjá Hallgríms Snorrasonar 17.15 Á nótum æskunnar. 17. 45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.20 Tilkynningar 16.45 Veðurfregnir. 19 00 Fréttir TiJ kynninear 19.30 Daglegt líf Ármi Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn 20.00 Vinsælda listinn. Þorsteinn Helgason kynnir vinsæiustu dægurl'ögin í Hollandi. 20.35 Leikrit: íra- fár“ eftir Bernard Shaw Leifcstjóri Baldvin Halldórsson. 21.35 Samleikur í útvarpssal: Gunnar EviJson og Rögn- váldur S!<r”’"'ónsson, 'eifca á klarinettu og píanó. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 DansJöa 23.55 Fréttir í stuttu máli. DgaskrárXok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.