Alþýðublaðið - 05.10.1990, Qupperneq 5
Föstudagur 5. okt. 1990
5
UMRÆDA
Árni Gunnarsson þingmaður vill nýja viðreisnarstjórn: Myndin sýnir fyrstu viðreisnarstjórnina, ríkisstjórn Sjalf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks sem skipuð var 20. nóvember 1959. Frá vinstri: Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- og
samgöngumálaráðherra, Bjarni Benediktsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, Ólafur Thors, forsætisráðherra, Ás-
geir Asgeirsson foreti íslands, Emil Jónsson, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta-
mála- og viðskiptaráðherra, Gunnar Thoroddsen, fjármáiaráðherra. A myndina vantar Guðmund í. Guðmundsson
utanríkisráðherra. Önnur viðreisnarstjórn tók við 14. nóvember 1963 undir forsæti Bjarna Benediktssonar og var
við lýði til 10. október 1970 er síðasta viðreisnarstjórnin tók við undir forsæti Jóhanns Hafsteins og gengdi störf-
um til 14. júlí 1971.
4 ÞRÖSKULDI
NÝRRAR ALDAR
Árni Gunnarsson þing-
maður er þeirrar skoðunar,
að Alþýðuflokkurinn eigi
að slefna að stjórnarsam-
slarfi með Sjólfstæðis-
flokknum eftir næstu þing-
kosningar. „Þjóðin stendur
nú ó þröskuldi nýrrar aldar
og þarf að taka mikilvægar
ókvarðanir varðandi Efna-
hagsbandalagið, ó vett-
vangi alþjóðlegra peninga-
og markaðsmóla. Við þó
ókvarðanatöku er bæði
óæskilegt og beinlinis
hættulegt, að við völd verði
rikisstjórn sem ekki er sant-
stiga i ókvarðanatöku,"
segir Árni i eftirfarandi
grein.
Mig langar fyrst að fara nokkr-
um orðum um stöðu ríkisstjórnar-
innar og stöðu efnahagsmála. Eg
hef lengi verið þeirrar skoðunar,
að Steingrímur Hermannsson hafi
sýnt umtalsverða stjórnunarhæfi-
leika í því verki sínu, að halda
þessari ríkisstjórn saman. Það hef-
ur þó hjálpað honum verulega hve
samstarf formanna stjórnarflokk-
anna hefur verð gott. Þannig hef-
ur tekist að leysa býsna bitur
ágreiningsmál, sem stefndu
stjórnarsamstarfinu í verulega
hættu. En umtalsverður ágrein-
ingur er ennþá fyrir hendi, og
hann er hvað mestur á milli ráð-
herra Alþýðuflokksins og tveggja
ráðherra Alþýðubandalagsins,
þeirra Svavars Gestssonar og
Steingríms J. Sigfússonár.
Nú er það álmálið sem heitast
brennur og gæti hæglega komið
ríkisstjórninni á kné fyrr en varir.
Ágreiningur Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags kristallar þann
reginmun, sem er á þessum tveim-
ur flokkum, a.m.k. ef litið er á arm
þeirra Svavars og Steingríms J. Þar
endurspeglast sú afturhaldssemi
og neikvæða íhaldssemi, sem allt-
af hefur komið í veg fyrir samstarf
þessara tveggja flokka og mun
gera það áfram á meðan sjónar-
mið þeirra tvímenninga og fylgis-
manna þeirra fá að ráða ferðinni.
Hvort Olafur Ragnar hefur styrk
til að leiða flokkinn út úr vítahring
gamalla kreddusjónarmiða verð-
ur ekki ljóst í bráð. Takist honum
það ekki, á hann engan annan
kost en að yfirgefa Alþýðubanda-
lagið með sínum stuðningsmönn-
um, og það kæmi mér ekki á óvart
þótt á það reyndi fyrir næstu kosn-
ingar. Þá getur orðið fjörugt í
framboðsmálum Alþýðuflokksins.
Viöreisn besti kosturinn
Þótt núverandi ríkisstjórn hafi
tekist vel á mörgum sviðum, eink-
um í baráttunni við verðbólguna,
með dyggum stuðningi verkalýðs-
hreyfingarinnar og vinnuveit-
enda, þá ítreka ég þá skoðun mína
að fjölflokka samsteypustjórnir
eru ekki vænlegur kostur við
stjórn þjóðmála. Það kæmi mér
ekki á óvart þótt Steingrímur Her-
mannsson vildi endurnýja núver-
andi ríkisstjórn eftir næstu kosn-
ingar.
Mín skoðun er hins vegar sú, að
Alþýðuflokkurinn eigi að stefna
að stjórnarsamstarfi með Sjálf-
stæðisflokki eftir næstu kosning-
ar. Þjóðin stendur nú á þröskuldi
nýrrar aldar og þarf að taka mikil-
vægar ákvarðanir varðandi efna-
hagsbandalagið, á vettvangi al-
þjóðlegra peninga- og markaðs-
mála. Við þá ákvarðanatöku er
bæði óæskilegt og beinlínis hættu-
legt, að við völd verði ríkisstjórn,
sem ekki verður samstíga í
ákvarðanatöku. Ég tel að sam-
stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæð-
isflokks yrði hæfust til að marka
skynsamlega stefnu á þessu sviði.
Þessa skoðun mína vil ég láta
koma skýrt fram. Með þessu er ég
ekki að gera lítið úr öðrum stjórn-
málaflokkum eða einstaklingum
innan þeirra, heldur að draga
ályktanir af afstöðu flokka til
þeirra málefna, sem miklu munu
ráða um framtíðarþróun þjóðmál-
anna.
Stefna og afstaða Sjálfstæðis-
flokksins til velferðarkerfisins,
heilbrigðiskerfis, almannatrygg-
inga og skólamála og félagsmála
almennt hefur tekið miklum
breytingum í áranna rás og er ekki
svo ólík stefnu Alþýðuflokksins að
ekki ætti að vera unnt að ná sam-
komulagi um veigamestu þætti
þessara grundvallarþátta í stefnu
Alþýðuflokksins.
Eg er einnig þeirrar skoðunar,
að í samstarfi þessara flokka væri
unnt að ná fram heilsteyptri pen-
ingamálastefnu og hrinda í fram-
kvæmd nýjungum í atvinnumál-
um, sem erfitt myndi reynast í rík-
isstjórn á borð við þá, sem nú situr.
Eg er einnig þeirrar skoðunar,
að það eigi að leyfa þjóðinni að
kjósa um slíka tveggja flokka ríkis-
stjórn. Þjóðin veit sjaldnast hvaða
ríkisstjórn hún kýs yfir sig, þegar
hún gengur til kosninga. Stjórn-
málamenn lýsa því sjaldnast yfir
fyrir kosningar hvaða ríkisstjórn
þeir vilji mynda eftir kosningar.
Þessir tveir stjórnmálaflokkar
ættu því að lýsa því yfir fyrir kosn-
ingar, að þeir hyggi á samstarf eftir
kosningar, fái þeir til þess meiri-
hluta.
En svo að koma megi á sam-
starfi þessara flokka verða for-
menn þeirra að leiða til lykta al-
varlegan persónulegan ágreining
og græða ýmis sár, sem eru afleið-
ingar síðustu stjórnarslita.
Tilvistarvandi_________________
Íafnaðarma nnatlokka
Nú kann einhverjum að þykja ég
taka full djúpt í árinni. En þessa
skoðun mína byggi ég á þeim póli-
tíska veruleika, sem framundan er
— ekki vegna andúðar á flokkum
eða. einstaklingum. Við skulum
hafa hugfast, að í næstu kosning-
um verður kosið um eitt mikilvæg-
asta utanríkismál þjóðarinnar fyrr
og síðar; afstöðuna til Efnahags-
bandalagsins og stöðu þjóðarinn-
ar í nýjum heimi.
En lítum nú aðeins á Alþýðu-
flokkinn og stöðu hans. Jafnaðar-
mannaflokkar á Vesturlöndum
eiga nú við nokkurn tilvistar-
vanda að stríða. Sama gildir um
Alþýðuflokkinn. Ástæðurnar eru
þessar: Gömlu baráttumálin eru
ýmist orðin úrelt, eða að þau eru
orðin að veruleika, viðurkennd af
flestum pólitískum öflum. Alþýðu-
flokkurinn berst ekki lengur fyrir
þjóðnýtingu, fyrir rekstri bæjarút-
gerða eða atvinnurekstri alþýðu-
samtaka. Sjónarmiðin hafa breyst
og ný áhersluatriði eru tekin við
að þeim gömlu. Velferðarkerfið,
stærsta baráttumál jafnaðar-
manna fyrr og síðar, er orðið að
veruleika. Endalaust má sníða af
því galla og betrumbæta, en allir
stjórnmálaflokkar viðurkenna
nauðsyn þess, þótt lítilsháttar
ágreiningur sé um framkvæmd-
ina. Jafnaðarmenn geta unað
glaðir við árangurinn.
En velferðarkerfið er ekki leng-
ur eiginlegt baráttumál, þótt átök
kunni að verða um einstaka þætti
þess. Markmið jafnaðarmanna á
þessum vettvangi verður að við-
halda, og það gefur augaleið, að
varðveisla velferðarkerfisins verð-
ur ávallt snar þáttur í störfum jafn-
aðarmannaflokks. En eftir stendur
sú staðreynd, að baráttumál, sem
vakið geta eldmóð og eflt baráttu-
þrek, eru af skornum skammti. Þá
er ég að ræða um heilstæða póli-
tíska stefnu og markmið.
Hagvaxtarstelna er
helstelna_____________________
Alþýðuflokkurinn verður að
móta stefnu nútíma jafnaðar-
mannaflokks, sem tekst á við þau
vandamál, sem heitast brenna á
einstaklingum á líðandi stund. Þar
erum við aftarlega á merinni. Ég
hef hvatt mjög til þess, að flokkur-
inn hefði forgöngu í umhverfis- og
þróunarmálum, sem nú eru mál
málanna. Staða þeirra kallar á nýtt
gildismat, fráhvarf frá þeirri stefnu
síðustu áratuga, sem kalla má hag-
vaxtarstefnuna. Krafan um lát-
lausa aukningu hagvaxtar á kostn-
að náttúru og umhverfis, er hel-
stefna. Hún er að kalla fram slík
umhverfisslys, að vaxandi líkur
eru á því, að skemmdirnar verði
ekki lagfærðar.
Lítum á eyðileggingu regn-
skóga, hækkun hitastigs, eyðingu
ósonlagsins, súrt regn, uppblástur
og stækkandi eyðimerkur. Ástæð-
una fyrir því hvernig komið er má
rekja til þeirrar svokölluðu fram-
fara- og framleiðnistefnu, sem
fylgt hefur verið. Efnahagslegur
vöxtur hefur verið meginmark-
miðið, stöðugur hagvöxtur er
sagður nauðsynlegur, hagvöxtur
er framfarir segja menn og hann
er skilyrði aukinnar velferðar. En
þessi óhefti hagvöxtur hefur ekki
tekið tillit til afleiðinganna af hag-
vaxtar-kröfunni. Og hagvöxturinn
hef ur aðeins orð ið hjá hluta mann-
kyns, eða um 20%, sem ráða yfir
80 af hundraði heimsauðsins. Þró-
unarlöndin verða stöðugt fátækari
en iðnríkin auðugri. Hér ræður
engin jafnaðarstefna. Og það er
einmitt hér, sem hin nýja jafnaðar-
stefna á miklu hlutverki að gegna.
Við verðum að endurskoða hug-
myndir okkar um stöðugt aukinn
hagvöxt. Ég er t.d. ekki í nokkrum
vafa um það, að hin íslenska hag-
vaxtarstefna stefnir í hættu grund-
velli lífsafkomu okkar, fiskistofn-
unum.
Jafnaðarmenn verða að leggja
fram nýtt gildismat og gera sér
grein fyrir því, að stefna þeirra er
alþjóðleg. Hún snýst ekki aðeins
um jöfnuð heima fyrir, heldur jöfn-
uð í mun víðari skilningi þess orðs.
Þýskir jafnaðarmenn og sænskir
hafa rætt þessi mál mikið undan-
farin misseri, enda hafa þeir gert
sér fulla grein fyrir þeirri tilvistar-
kreppu, sem jafnaðarstefnan er í.
Alþýðuflokkurinn verður að gera
ungu fólki grein fyrir því, að fram-
tíð þess veltur á nýju gildismati og
að umhverfismálin eru mál fram-
tíðarinnar.
Gilurleg vonbrlgði_____________
En nú langar mig að víkja að
kjördæmismálum. Þar ber auðvit-
að hæst álmálið og baráttuna um
álverið. Ég lýsi þeirri skoðun
minni, að barátta Eyfirðinga fyrir
álveri er töpuð. Ég hygg að fyrir
allnokkru hafi það legið fyrir, að
álverið færi á Reykjanes. Þetta
kemur m.a. fram í gögnum, sem
ég hef undir höndum, þar sem ál-
viðræðunefnd hefur gert að skoð-
un sinni niðurstöðu erlends ráð-
gjafafyrirtækis um að heppilegast
verði að reisa álver á Keilisnesi. Ég
hygg að staðan hafi verið einfald-
lega sú, að valið hafi staðið á milli
Keilisness, eða að ekkert álver
yrði reist. Þetta eru mér gífurleg
vonbrigði og lítt ásættanleg niður-
staða, miðað við stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar, miðað við
allar yfirlýsingarnar um nauðsyn
á jafnvægi í byggð landsins og
miðað við það atvinnuástand, sem
hér ríkir og framtíðarhorfur í at-
vinnumálum. En mín vonbrigði
eru auðvitað léttvæg samanborið
við afleiðingarnar, sem þessi nið-
urstaða hefur. Ég leyfi mér að full-
yrða, að álver á Keilisnesi hefur í
för með sér meiri byggðaröskun í
þessu kjördæmi en menn hafa
orðið vitni að um áratugaskeið.
Kreppan í byggðariðnaðinum um
árið verður léttvæg miðað við
þessa röskun.
Ég sá fyrir mér atvinnu- og
byggðaþróun, sem hefði í raun
gert Eyjafjarðarsvæðið að mikil-
vægu mótvægi við Stór-Reykja-
vikursvæðið. Með jarðgöngum
um Ólafsfjarðarmúla verður Eyja-
fjörður eitt atvinnusvæði, sveitar-
félögum mun fækka og unnt verð-
ur að samræma margvíslega þjón-
ustu á heilbrigðissviðinu og félags-
lega sviðinu. Atvinnufyrirtæki á
borð við álver hefði ýtt undir
þessa þróun, eflt Akureyri sem
kjarna fjölmennrar og öflugrar
byggðar.
Þetta var því nauðsynlegra, þeg-
ar þess er gætt, að á undanförnum
árum hafa mörg hundruð atvinnu-
tækifæri glatast, stór fyrirtæki
hætt rekstri og atvinnuleysi orðið
viðvarandi, ekki bara tímabundið.
— Fjölmargir bundu miklar vonir
við álver og tengdu það framtíð
sinni hér á svæðinu. Þetta á bæði
við um fyrirtæki og einstaklinga,
sem nú sjá þessar vonir bresta og
taka ákvarðanir samkvæmt því.
Ég óttast að fyrirtæki muni leggja
upp laupana og fjölskyldur hverfa
á brott. — Mér finnst mikið á það
skorta, að menn ræði þensluáhrif-
in af álveri á Keilisnesi. Fjöldlfólks
mun flytja inn á Stór-Reykjavíkur-
svæðið, eftirspurn eftir húsnæði
eykst og verð hækkar. Auka verð-
ur alla félagslega þjónustu og svo
mætti lengi telja. Það er þó lang al-
varlegast, að ákvörðun um Keilis-
nes brýtur í bága við yfirlýsta
stefnu allra stjórnmálaflokka um
meira jafnvægi í byggð landsins.
En niðurstaða þessa máls leiðir
huga okkar að því hvað til bjargar
megi verða til að bæta atvinnu-
ástandið. Á þessari stundu kem ég
ekki auga á marga valkosti, þótt
rómantískir menn og konur, sem í
hóflausri bjartsýni telja.að vand-
inn verði leystur með litlum og
snotrum handavinnufyrirtækjum.
Oftast kemur þó í hugann full-
nýting sjávarafla með stóriðju-
sniði. Og ég er sannfærður um, að
það er aðeins tímaspursmál hve-
nær íslendingar verða stórtækir í
vatnsútfiutningi. Eins er ég sann-
færður um, að ekki líður á löngu
þar til eftirspurn eftir hreinum og
ómenguðum landbúnaðarafurð-
um mun kalla á aukna landbúnað-
arframleiðslu og úrvinnslu á land-
búnaðarvörum. En þetta er í fram-
tíðinni. Vandinn stendur hins veg-
ar við dyrnar og hann verður að
leysa.
Að öðrum kosti verða íslenskir
stjórnmálamenn að svara spurn-
ingunni um það hvar í landinu þeir
vilja hafa byggð. Hvort hún eigi
eingöngu að vera á suð-vestur-
horninu.
Alþýðuflokkurinn fer með iðn-
aðarmálin. Ég veit að Jón Sigurðs-
son ráðherra haf ði mikinn áhuga á
því að álverið risi við Eyjafjörð.
Um það þarf ekki að deila. En ég
hef áhyggjur af því, að Alþýðu-
flokkurinn verði talinn eiga
nokkra sök á því, að álver rís ekki
við Eyjafjörð. Hvort honum verð-
ur hegnt fyrir það í næstu kosning-
um, skal ég ekki segja, en
niðurstaðan bætir ekki vígstöðu
hans í kjördæminu.
Aml Gunnarsson þingmaður
skritar