Alþýðublaðið - 05.10.1990, Side 6

Alþýðublaðið - 05.10.1990, Side 6
6 Föstudagur 5. okt. 1990 Ályktun kjördœmisþings Alþýduflokksins í Reykjaneskjördœmi: FAGNA UMSKIPTUM í EFNA- HAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR Á fjölmennu kjördæmisþingi Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi var Hörður Zóphaniasson, Hafnarfirði, endurkjörinn formaður kjördæmis- ráðs, sem og meðstjórnendur, þeir Gisli Ólafsson, Keflavik, og Gunnlaugur Guðmundsson, Kópavogi. Þá var samþykkt að viðhafa prófkjör við val frambjóðenda fyr- ir næstu þingkosningar. Prófkjörið á að fara fram eigi síðar en í nóv- embermánuði. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: „Kjördæmisþing Alþýðuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi fagnar þeim umskiptum, sem átt hafa sér stað í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Með samstilltu átaki verkalýðs- hreyfingarinnar, atvinnurekenda, bænda og ríkisstjórnar hefur tek- ist að hverfa frá hrunadansi verð- bólgunnar, sem hrjáð hefur at- vinnulífið og heimilin í landinu. Verðbólga er nú minni en þekkst hefur í áratugi. Vextir hafa lækkað verulega og verðlag er stöðugra en um langt árabil. Þenn- an árangur má einkum þakka fólk- inu í verkalýðshreyfingunni, sem þrátt fyrir versnandi kaupmátt ákvað að taka höndum saman við ríkisvaldið í baráttunni gegn stöðnun, atvinnuleysi og óðaverð- bólgu. Þjóðarsáttin er í raun fórn fyrir betri framtíð. Kjördæmisþingið telur mjög brýnt að allir geri sitt til að markmið þjóðarsáttarinnar takist. Þar má enginn undan skor- ast. Til þessa hafa allir þættir þjóðar- sáttarinnar heppnast, þrátt fyrir atlögur einstakra hópa. Takist framhaldið jafnvel, hefur tekist að byggja grunn að betri lífskjörum, heilbrigðara efnahagslífi og aukn- um hagvexti. Nu eru allar líkur á að tekist hafi að brjótast út úr þeirri stöðnun, sem ríkti í stóriðjumálum og virkj- un fallvatna um árabil. Væntan- lega mun bygging nýs álvers á Keilisnesi hefjast innan skamms. Þingið þakkar iðnaðarráðherra einbeitta framgöngu í því máli og skorar á forystu Alþýðuflokksins að láta ekki undan afturhaldssöm- um sjónarmiðum þeirra, sem vilja með hverskyns átyllum koma í veg fyrir nýtt átak í stóriðjumál- um. Jafnframt krefst fundurinn þess að ítrustu mengunarvarna verði gætt við byggingu og rekstur álversins um komandi ár. Alþýðuflokkurinn kom þvi til leiðar að í kvótalögunum er ákvæði, sem kveður á urn að fisk- urinn í hafinu umhverfis ísland sé sameign þjóðarinnar. { ljós hefur komið að framkvæmd laganna er og verður með þeim hætti að of- angreint ákvæði er algjörlega virt að vettugi. Með framkvæmd lag- anna er búið að afhenda örfáum aðilum eignarrétt á þessari sam- eiginlegu auðlind, sem einkaeign. Þeir selja aðgang að henni og and- virðið rennur í þeirra eigin vasa, þrátt fyrir að þeir hafi fengið að- ganginn án endurgjalds í upphafi. Þannig er búið að afhenda örfá- um aðilum tugi milljarða króna en sjómaðurinn, fiskvinnslufólkið og fiskverkandinn, sem áttu þátt í því að skapa reynslukvóta útgerðar- innar, sitja eftir atvinnulausir og réttlausir, þrátt fyrir að lögin kveði á um sameign þessarar auðlindar. Kjördæmisþingið telur að Al- þýðuflokkurinn eigi að beita sér Hörður Zóphaníasson: Endurkjörinn formaður kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi. fyrir því að mótuð verði fisk- vinnslustefna, sem markist af því að auðlindin umhverfis landið verði þjóðareign. Vinna þarf áfram að því að Evr- ópubandalagið leggi af innflutn- ingstolla á saltfiski og ferskum fiski, þannig að íslendingar geti selt þangað unna afurð, en láta ekki tollastefnu Evrópubandalags- ins þvinga okkur til þess að flytja út hráefni. Stefna þarf að sem hagkvæm- astri nýtingu fiskistofnana og að fyrirtæki sérhæfi sig annaðhvort í veiðum eða vinnslu og séu ekki að grauta í hvorutveggja með mis- góðum árangri. Ef ekki verður gripið til aðgerða fljótlega mun ekki verða aftur snú- ið. Örfá fyrirtæki munu þá hafa kvótann í hendi. Flest þeirra myndu vinna verulegan hluta atl- ans úti á sjó. Þetta er þegar að ger- ast og mun gerast hraðar en nokk- urn óraði fyrir. Ef þetta gerist mun atvinnuleysi á íslandi aukast hröð- um skrefum og smærri byggðir landsins leggjast í eyði. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að traust stjórn efnahagsmála og atvinnuuppbygging til aukins hag- vaxtar er undirstaða þeirra vel- ferðarmála, sem Alþýðuflokkur- inn berst fyrir. Þingið þakkar ráð- herrum og þingflokki Alþýðu- flokksins framgang þeirra við að hrinda í framkvæmd þeim um- bótamálum, sem flokkurinn boð- aði fyrir síðustu kosningar. Má þar nefna breytingar og ein- földun skattakerfisins, stað- greiðslu skatta, upptöku virðis- aukaskatts, endurskipulagningu bankakerfis, aukið frelsi í gjaldeyr- ismálum, aukið sjálfstæði sveitar- félaga og nýja húsnæðislöggjöf. Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Það grund- vallast á stefnu Alþýðuflokksins í fjölskyldumálum og nauðsyn þess að fjölskyldur eigi rétt á sömu fé- lagslegu þjónustu, óháð búsetu. Kjördæmisþingið þakkar félags- málaráðherra framgöngu hennar í fjölskyldu- og jafnréttismálum og telur brýnt að frumvörp um félags- þjónustu og jafnréttismál nái fram að ganga á komandi þingi. Tilkoma húsbréfakerfisins, kaupleiguíbúðir og auknar áhersl- ur á félagslegt húsnæði er mikið hagsmunamál landsbyggðarinnar og ber eftirspurn sveitarfélaga eft- ir kaupleiguíbúðum þess glöggt vitni. Kjördæmisþingið treystir ráðherrum og þingflokki til að standa vörð um áframhaldandi uppbyggingu félagslegra íbúða og skorar á ríkisvaldið að treysta fjár- hagsgrundvöll ríkisins. Kjördæmisþingið vekur athygli á að þrátt fyrir yfirlýsingar þar um og ákvæði stjórnarsáttmála hefur ekkert þokast í samræmingu líf- eyrisréttinda landsmanna, sem er eitt mesta hagsmunamál laun- þega. Þingið hvetur til að á kom- andi þingi verði samþykkt ný lög um samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Kjördæmisþingið harmar að ekki skuli nást samstaða um breytta landbúnaðarstefnu, sem sættir hagsmuni bænda og neyt- enda og telur að ekki eigi aði ganga frá nýjum búvörusamningi fyrr en eftir næstu kosningar. Umhverfismál skipa æ ríkari sess hjá þjóðinni og verða einn mikilvægasti málaflokkur fram- tíðarinnar. Þingið fagnar aðgerð- um í umhverfismálum eins og skilagjaldi á einnota umbúðum og stofnun Umhverfismálaráðuneytis og áherslu Alþýðuflokksins á sam- starf þjóðanna um varnir gegn mengun sjávar og fagnar frum- kvæði utanríkisráðherra varðandi afvopnun á höfunum. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að góður árangur Alþýðuflokks- ins í komandi kosningum mun tryggja áframhaldandi uppbygg- ingu öflugs atvinnulífs og áherslur í velferðarmálum til heilla fyrir þjóðina. Kjördæmisþingið hvetur alla jafnaðarmenn í kjördæminu til að hefja nú þegar undirbúning komandi Alþingiskosninga. Sveit- arstjórnarkosningarnar sýna að styrkur flokksins er mikill í kjör- dæminu og með öflugri kynning- arstarfsemi og kosningabaráttu mun hún enn styrkjast í kosning- unum í vor til heilla fyrir kjör- dæmið." RAÐAUGLÝSINGAR FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Starf með unglingum Unglingaathvarfið í Seljahverfi óskar eftir að ráða starfsmann í 46% kvöldstarf. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarf með unglingum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 75595 e.h. og á kvöldin virka daga. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í foreinangraðar pípur. Um er að ræða lagnir að stærð 20—150 mm, sam- tals 52.000 m með grinistykkjum og múffum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi verður haldið í félagsheimili Alþýðuflokksins á ísafirði, sunnudaginn 7. október þ.m. Fundurinn hefst kl. 11.00 fyrir hádegi. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið 2. Kjördæmismál 3. Undirbúningur þingkosninga Stjórn kjördæmisráðs. Opinn fundur utanríkismálanefndar SUJ, miðvikudaginn 10. okt. kl. 20.00 í Rósinni. Fundarefni: Flokksþing. Hvetjum alla þingfulltrúa til að mæta. Fólagsmiðstöð jafnaðarraanna HverftSgötu 8—10 S|g>i 15020 ^ Steindór Karvelsson verður gestgjafi í Rós- inni í kvöld. Munið að Rósin er opin föstudaga og laugardaga til kl. 01.00. Komið og njótið góðrar stundar í Rósinni. Slys gera ekki boð á undan sér! æasr UUMFEROAR RÁO

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.