Alþýðublaðið - 14.12.1990, Page 8
Láftrygt^ngar
lll
/7/nv\
VAVIIJJ
ALÞJÓÐA
UFTRYGGINGARFELAGIÐ HF.
LÁGMULI5 - RFYKJAVtK
sínti G81G44
GEVALIA
t>að er kaffið 687510
• ••• ••••
• • •
• ••• ••••
• • •
• • • • • •
• • •
• • •
MOTMÆLII ALBANJU: Lögregla og herlið skárust í
leikinn eftir að hópur mótmælenda réðst á stjórnarbygg-
ingar og flokksstöðvar Kommúnistaflokksins í borginni
Shkoder í norðurhluta Albaníu í gær. Útvarpið í Albaníu
tilkynnti að mótmælendurnir hefðu verið vopnaðir járn-
kylfum og grjóti. Þessar fregnir berast degi eftir að Ramiz
Alia, forseti Albaníu, hvatti til friðar á meðan umbótum í
átt til lýðræðis yrði komið á í landinu.
KOHL VER RAÐ-
HERRA SINN: Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands,
hefur tekið upp hanskann
fyrir einn ráðherra sinna,
Lothar de Maiziere, fyrrum
forsætisráðherra A-Þýska-
lands, en háværar raddir
eru nú uppi um það í þýsk-
um blöðum að hann hafi
verið á mála hjá hinni ill-
ræmdu a-þýsku leynilög-
reglu, Stasi, og að hann hafi
veitt þeim mikilvægar upp-
lýsingar. Kohl sagði blaða-
mönnum í gær að hann
hefði enga ástæðu til að
ætla annað en að de Maiziere væri saklaus.
MAJOR TIL RÓMAR:
Utanríkisráðherra Frakk-
lands, Roland Dumas, seg-
ist ekki búast við neinni
óvæntri stefnubreytingu af
hálfu forsætisráðherra
Breta, John Majors, á fundi
EB sem haldinn verður í
Róm um helgina. Þetta
verður fyrsti EB fundur
Majors í hinu nýja embætti
og bíða menn í eftirvænt-
ingu eftir því hvort hann
muni koma fram með nýja
stefnu í Evrópumálum. Dumas er ekki á því en telur að
Bretar muni að lokum sameinast meirihlutanum sem
stefnir að sameiningu ríkja V-Evrópu.
OEIRÐIR I ISRAEL: Heimildir úr ísraelska hernum
herma að herinn hafi nýlega komið á laggirnar sérstakri
sveit leyniskyttna sem skjóta eigi á palestínska grjótkast-
ara á hernumdu svæðunum. Slíkar skyttur skutu og særðu
þrjá palestínumenn á vestur bakkanum í gær og fjórir aðr-
ir hafa orðið fyrir skotum þeirra undanfarna þrjá daga. Pal-
estínumennirnir sem skotið var á voru að henda grjóti á
ísraelsk ökutæki. Skytturnar hafa þau fyrirmæli að skjóta
aðeins á Palestínumenn þegar iífi þeirra er ógnað.
BÆTT SAMSKIPTI ÍSRELS OG HEIMSVELD-
ANNA Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, tókst að
bæta samskipti þjóðar sinnar við bæði heimsveldin eftir
fundi sína í vikunni. Bandaríkjamenn hafa fullvissað hann
um að þeir muni aldrei samþykkja að tengja lausn Persa-
flóadeilunnar málefnum Israels. Shamir átti einnig fund
með Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og
eftir þann fund lýsti Shevardnadze því yfir að Sovétmenn
hyggðust koma aftur á stjórnmálasambandi við ísraela og
að ekki væri lengur gerð krafa um að efnt yrði til alþjóð-
legrar ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum.
ORLITILL ARANGURIVIÐRÆÐUNUM UM EES:
Talsmenn Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, skýrðu frá
því í gær eftir samningalotu EFTA og EB í Brussel að örlítill
árangur hefði náðst í samningunum um hið sameiginlega
evrópska efnahagssvæði, EES. EFTA-menn sögðu að EB
hefði fallist á að EFTA fengi að taka þátt í nefndarstarfi sem
leggja eiga drög að stofnun EES. Hins vegar var bent á það
að markmið EFTA um að fá fullan rétt til ákvarðanatöku
í hinu sameiginlega efnahagssvæði væri enn fjarlægt.
TÍGRISDÝR RÆÐST Á BARN: Tigrisdýr særði alvar-
lega fjögurra ára gamla telpu á sérstakri jólasýningu fjöl-
leikahúss í Toulouse í Frakklandi á miðvikudaginn. Tígris-
dýrið, sem vó 180 kg, stökk inn í áhorfendaskarann þegar
búr þess var opnað, það sló í andlit telpunnar með hröm-
munum og tókst að hremma haus barnsins með kjaftinum
áður en það var dregið í burt af starfsmönnum fjölleika-
hússins.
ERLENDAR FRÉTTIR
Svend Auken, formaður danska Alþýðuflokksins, sigurvegari
kosninganna ásamt Ritt Bjerregárd, utanríkisráðherraefni jafn-
aðarmanna.
Paul Schlúter ætlar sér að verða áfram forsætisráðherra þrátt
fyrir tapið.
Þorlákur Helgason skrifar frá Kaupmannahöfn um dönsku kosningarnar:
Lifdagar næstu
stjórnar þegar taldir
„Ég ætla að segja þeim
að bíða eftir endanleg-
um niðurstöðum," sagði
Jessica litla, 11 ára, við
mig í gær þegar ég
spurði hana hvað hún
ætlaði að segja bekkjar-
félögum sínum í dag.
Pabbi hennar er sigur-
vegari dönsku kosning-
anna. Hann heitir Svend
Auken.
Það er hætt við að Jess-
ica verði að bíða einhverja
stund, því að þó að jafnað-
armenn séu augljósir sigur-
vegarar í kosningunum,
mun meirihlutastjórn borg-
araflokkanna líklega sitja
einhverja mánuði. Jafnað-
armannaflokkurinn bætti
7,6% við sig og er það
mesta aukning í nokkrum
kosningum eftir seinni
heimsstyrjöld. Ríkisstjórn-
in situr áfram að hluta.
Schlúter mun gera allt til
þess að fá að hlýja sér í stóli
forsætisráðherra, en einn
af stjórnarflokkunum,
Radikale Venstre, missti
mikið fylgi og hefur ákveð-
ið að yfirgefa stjórnarheim-
ilið. Þó að húsbóndinn
muni áfram heita Schlúter,
munu það verða jafnaðar-
menn sem eiga síðasta orð-
ið. Líklegast er að Venstre,
sem unnu á, og íhaldsflokk-
ur Schluters myndi minni-
hlutastjórn.
Fréttaskýrendur hér eru
sammála um að stjórnin
verði ótrúlega veik. Jafnað-
armenn bættu við sig 15
þingmönnum við kosning-
arnar nú. Þrátt fyrir stærsta
sigur þeirra frá stríðslokum
verður Svend Auken, for-
manni Jafnaðarmanna-
flokksins, þó ekki falin
stjórnarmyndun, að
minnsta kosti ekki í bráð.
Kjósendur vita enn ekki
hvers vegna þing var rofið
og kosið. Alls kusu 82,8%
en í skoðanakönnunum
kom í ljós að aðeins 1%
kjósenda taldi kosninga-
málið sjálft skipta ein-
hverju. Ekki ein einasta
kona nefndi skattadeiluna,
sem kosningunum olli, sem
mikilvægasta verkefni
danskra stjórnmála. Flestir
voru á því að atvinnuleysi
væri erfiðast viðureignar,
en í gær birtu „hinir vísu
menn“ spár um 300 þús-
undir sem verða atvinnu-
lausar á næsta ári. Af göml-
um vana telja Danir að jafn-
aðarmenn geti betur en
borgaraflokkarnir glímt við
atvinnuleysið, og það hafi
fært þeim nokkurt viðbót-
arfylgi.
Alls kyns furðusögur fóru
af geðheilsu Svends Auk-
ens. Honum mun hafa tek-
ist að snúa þeim sér í hag
með því að benda á þann
rnikla fjölda sem leitar á
hverju ári til sálfræðinga.
Auken var að sjálfsögðu í
fararbroddi í kosningabar-
áttunni, en utanríkisráð-
herraefni jafnaðcU'manna,
Ritt Bjerregárd, var líka í
fremstu víglínu. Hún ítrek-
aði í samtali við blaðamann
Alþýðublaðsins að jafnað-
armenn krefðust meiri-
hlutastjórnar.
Hve biðin verður löng
fyrir Bjerregárd veit enginn
sem stendur. Svend Auken
krafðist þess í gær að
Schlúter segði af sér tafar-
laust, en það ætlar hann
ekki að gera. Schluter lang-
ar mest að mynda „fjög-
urra blaða smára." Sú leið
er þó ekki greiðfær. Síðdeg-
is i gær hóf hann viðræður
við forystumenn borgara-
flokka. Mimi Jakobsen, for-
maður miðdemókrata,
krefst þess að skattar verði
lækkaðir. Bilið milli hennar
og Svends Aukens hefur
styst pólitískt séð, þó að litl-
ar líkur séu á því að þau nái
saman í þetta sinn.
Venstre og jafnaðarmenn
unnu mest á í kosningun-
um, en margir urðu undir.
Glistrup yfirgaf sem kunn-
ugt er gamla flokkinn sinn
— en hann náði ekki lág-
marksfjölda atkvæða til
þess að komast á þing.
Kommúnistaflokkurinn
gamli bauð fram undir
nafni „mannvina" en fékk
aðeins 791 atkvæði sam-
tals. í sumum kjördæmum
komust þeir ekki á blað.
Kosningunum lauk með
pomp og prakt. Kosninga-
vökur voru dæmalaust
skemmtilegar. Allir eru
sammála um að stutt sé í
þær næstu — og að eftir
þær kosningar muni for-
sætisráðherrann heita Auk-
en.
Tyminski kominn til Kanada
Stanisiaw Tyminski, sem
beið lægri hlut fyrir Lech
Walesa í forsetakosning-
unum í Póllandi, kom heim
til Kanada í fyrradag. Við
heimkomuna gaf hann það
í skyn að hann mundi snúa
aftur til Póllands og þá
hugsanlega til að taka þátt
í stjórnmálum þar.
Tyminski, sem er 42 ára
gamall kaupsýslumaður,
sagði blaðamönnum að hann
sæi ekki eftir að hafa tekið
þátt í forsetakosningunum,
sem lauk sl. sunnudag með
yfirburðasigri Lechs Walesa.
Það voru ekki eingöngu
blaðamenn sem tóku á móti
Tyminski í Kanada heldur
fjöldi kanadískra stuðnings-
manna hans en Tyminski er
formaður smáflokks þar i
landi sem þykir mjög langt til
hægri.
Tyminski var gert að greiða
100 þúsunda dollara í trygg-
ingu til þess að fá að fara frá
Póllandi vegna þeirra ásak-
ana sem hann lét falla í kosn-
ingabaráttunni. Hann sakaði
m.a. Tadeusz Mazowiecki for-
sætisráðherra um landráð
vegna sölu á pólskum ríkis-
fyrirtækjum á gjafverði. Yfir-
völd í Póllandi eru æf vegna
þessa og hafa ákært Tyminski
fyrir aerumeiðingar.
Tyminski óttast ekki að
snúa aftur til Póllands og að-
spurður um réttarhöldin
sagðist hann hafa næg sönn-
unargögn máli sínu til stuðn-
ings, þ.á.m. gögn sem sanni
að Walesa sé á mála hjá
kommúnistum.
Verði Tyminski fundinn
sekur á hann yfir höfði sér
fangelsisdóm í allt að átta ár.