Alþýðublaðið - 15.12.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Síða 1
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 LOGBROT? Lögfróðir menn benda Alþýðublaðinu á að bannað er að auglýsa áfengi á íslandi. Engu að siður finna margir ölframleiðenda og innflytjenda smugu til að kom- ast framhjá slíku auglýsingabanni. Hér er ölbíll á ferð og auglýsir sterklega áfengt öl. Lögbrot? Við þorum ekki að fullyrða að myndskreytingin á bílnum frá Agli Skallagríms- syni ögri löggjafarsamkomunni sem sést i bakgrunninn. A- mynd E. Ól. RÚNTAÐ EFTIR JÓLASTEIK: Þeir forsjálu munu lík- lega sjá sér hag í að rúnta svolítið um borgina eftir jóla- steikunum í ár. Verðlagsstofnun kannaði verðin. í ljós kom að úrbeinað hangikjötslæri kostar 979 kr. kílóið í Breið- holtskjöri; þar sem það er ódýrast; svínahamborgara- hryggur kostar 1449 krónur i Kjötbúðinni Borg við Laugaveg; Bayonneskinkan er svo hagstæðust í Júllabúð í Álfheimum. Munurinn milli hagstæðasta og óhagstæð- asta verðs var verulegur, en mestur á síðastnefndu steik- inni, 85%. Ekkert er hægt að fullyrða um gæðin. ASTMA HJÁTÍU AF HUNDRAÐI: Vart hefur orðið astmaeinkenna hjá 10% þeirra 150 mannasem starfa í ker- skála ísals í Straumsvík. Hættan virðist aukast með auknu flúormagni í andrúmsloftinu. Reykingamenn í starfs- mannahópnum virðast vera í sérstakri hættu hvað þetta varðar, og þvi lengur sem menn starfa, þeim mun meiri hætta. í Noregi og í Svíþjóð hefur tíðni astmasjúkdóms ver- ið meiri, 16—18%. Það var norski lungnasérfræðingurinn Johnny Kongerud, sem gerði könnunina á 2000 starfs- mönnum í kerskálum sjö álvera í Noregi og einu í Svíþjóð. e dagar til jóla HVERS ÓSKAR ÞÚ ÞÉR Í JOLAGJÖF? Sigurður Pálsson, ljóðskáld, höfundur nýútkominnar ljóðabókar, Ljóö námu völd: „Ég óska þess að menn njóti friðsældar um jólin og friðar og sælu til frambúðar. Reyni að minnsta kosti að stefna að því.“ LEIÐARINN í DAG Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn lítið annað en hrakiðflak á rúmsjó. Hann ersundurlyndurog ósam- stiga og því ekki treystandi fyrir stýri þjóðarskútunn- ar. Forysta flokksins hefur mátt þola opinbera fleng- ingu vegna pólitískra afglapa í sambandi við af- greiðslu bráðabirgðalaganna á Alþingi. Samþykktir flokksins standa ekki í hinum mikilvægustu málum. SJÁ LEIÐARA BLS. 4: KJÖLFESTAN SEM HRAKIÐ FLAK. Ráðherrar með ráðherralaun Ráðherralaun er orð sem notað er yfir það þegar menn fá almennilega greitt fyrir vinnu sína. I Danmörku er hægt að nota þetta orð, — Þor- lákur Helgason segir okkur nánar frá því. Strandamenn kvarta sáran Strandamenn'eru frægir fyr- ir að bera ekki sorgir sínar á torg. Nú hefur flætt út úr, því Strandamenn hafa sent for- mönnum þingflokkanna kvört- unarbréf mikið. Það er greini- lega fyrir sterka menn að búa á Ströndum. Velkomin í heiminn Vinsæll fastur dálkur, viku- lega í Alþýðublaðinu. Börnin sem komu í heiminn í síðustu viku eru kynnt fyrir lesendum. Við segjum: Velkomin,. jóla- börn! Þeir eru kaldir hiá Hitaveitunni Hitaveita Reykjavíkur hefur byggingu húss án þess að hafa gert nokkra samþykkt í þá veru, án þess að fjárveiting til þess sé samþykkt af borgarráði eða borgar- stjórn, án þess að hafa byggingarleyfi og án þess að gert sé ráð fyrir því í skipulagi. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð með kæru borgarfulltrúa Nýs vettvangs til félagsmála- ráðherra vegna málsins. Embættismönnum og sumum nefndarmönnum borgarinnar virðist þó hafa verið fullkunnugt um málið frá upphafi. Hönnuður hússins er Ingimundur Sveinsson, arkitekt og varaformaður skipulags- nefndar Reykjavíkur. Emb- ætti byggingarfulltrúa gef- ur leyfi til framkvæmdanna þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um samþykkt bygg- ingarnefndar og í raun fékkst málið ekki afgreitt til að byrja með vegna þess að aðeins tveir af fimm fulltrú- um hennar treystu sér til að veita umbeðið leyfi. Þá kom í Ijós að engin út- tekt á byggingunni hafði verið skráð hjá byggingar- fulltrúa og ekkert mæli- eða hæðarblað, sem skal segja til um staðsetningu hússins, lá fyrir. Það má því segja að þeir séu ansi kaldir hjá Hitaveitunni. Sjá nánar á bls. 4 ÍIHlllllilf lllll 24 sidur “iSÍSS RITSTJÖRN <? 681866 — 83320 - FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR / 681866

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.