Alþýðublaðið - 15.12.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Qupperneq 2
2 Laugardagur 15. desember 1990 Fold listmunasala Þar sem áður var Gallerí Borg í Austurstræti 3 (í gamla daga Ca- fé Höll), heitir nú Fold listmuna. Þar hefur Þór Hinriksson keypt þennan anga af Gallerí Borg ásamt eiginkonu sinni, Elísabetu Önnu Grytuik. Nýju eigendurnir ætla að hafa opið á sama tíma og aðrar verslanir, um helgina er opið, laugardag 6g sunnudag meira að segja til kl. 18. Bjóða eigendurnir viðskiptavinum sem vilja upp á jólaglögg og létt- ar veitingar. Myndin er af Þór Hinrikssyni. Davíð óheppinn enn á ný Oft hefur það verið sagt að borg- arstjórinn í Reykjavík sé fæddur undir heillastjörnu. En nú hefur ólánið leikið við hann, — fyrst þegar hann fór að föndra við landsmálapólitíkina, og síðan þegar nýja mannvirkið að Nesja- völlum tók að dæla jarðvegi inn á ofnana hjá krötum í Hafnar- firði. Nú eru menn að fá í póstin- um glæsilegt jólakort borgarinn- ar, — en viti menn, myndin á kortinu er af Nesjavallavirkjun, „sökudólginum." Sagt er að reynt hafi verið að skipta um mynd, en það hafi verið orðið um seinan. Við vonum hins veg- ar að Nesjavallavirkjun eigi eftir að verða okkur öllum til blessun- ar og að þetta séu aðeins byrjun- arerfiðleikar. Gunnar Bjarnason sjötugur og hressari en nokkru sinni Það voru margir sem lögðu leið sína í Fáksheimilið í fyrradag, þegar „Gunnar hross“, eins og margir hestamenn kalla hann og það alls ekki í niðrandi merk- ingu, hélt upp á sjötugsafmælið. Gunnar sýndi og sannaði hvern- ig sjötugur íslendingur á að líta út í dag, unglegur og bráðhress að vanda. Gunnar var frum- kvöðull að útflutningi íslenska hestsins, en það er aðeins eitt af- rekið á löngum afrekalista hans. Gunnar sagði í samkvæminu að markaðurinn hefði verið dauf- legur eftir stríðið, en þjóðverjar tóku vel við sér þegar hann reyndi að selja þeim „gamla, germanska hestinn". Núna eru jafnmargir íslenskir hestar í Þýskalandi og hér í heimalandi hans. Myndina tók Guðlaugur Tryggvi Karlsson í Fáksheimil- inu þar sem félagar héldu kapp- anum hóf. Eggert Haukdal al- þingismaður óskar Gunnari til hamingju með daginn. Launakjör danskra stjórnmálamanna: Ráðherra með eina milljón danskra i laun Frá Þorláki Helgasyni, Kaupmannahöfn: Stjórnmálamenn eru betur launaðir í Danrnörku en á ís- landi. Ráðherra er með eina milljón danskra króna (um 10 milljónir ísl.) á ári, ef hann er einnig þingmaður. Ymis fríðindi koma að auki ofan á laun hans. Danskur þingmaður hefur í mán- aðarlaun um 260 þúsund ísl. krónur og bein laun ráðherra eru 540 þús- und ísl. krónur á mánuði. Auk þessa fylgja störfunum ýmiss konar fríð- indi, allt frá ókeypis flugmiðum nið- ur í boðsmiða í dýragarðinn. Forsætisráðherra hefur 70.200 danskar krónur á ári í risnu og utan- ríkisráðherra 94.200 d.kr. Ráðherra má ekki gegna öðrum störfum, hvorki launuðum né ólaunuðum. Kirkjumálaráðherra spurðist eitt sinn fyrir umyþað hvort honum væri leyfilegt að fá að gegna gamla ólaunaða starfinu sínu áfram, en var synjað. Kresten Damsgárd hafði verið umsjónarmaður kirkjugarðs! Milli !4 og Vi hluti þingmanna dettur út af þingi við hverjar kosn- ingar. Biðlaun fá þeir í hálft til eitt ár. Hafi þeir setið a.m.k. 12 ár á þingi fá þeir frítt með járnbrautunum til æviloka. Kannski væri ráð að bjóða þingmönnum á íslandi sömu kjör, strætókort? legri en hjá íslenskum kollega hans. Gunnlaugur Scheving. Suauar og Gunnlaugur bodnir upp: Islendingar i hæsta verði Það var mestur áhugi á Gunn- laugi Blöndal og Svavari Guðna- syni á uppboði Brauch Rasmussens hér í Kaupmannahöfn í gær. Mest var boðið í myndir Blöndals, „Bátur við bryggju" og „íslenskt landslag". Fyrri myndin fór á 55 þúsund dansk- ar krónur en hin síðári á 40 þúsund. Báðar voru metnar á 25 þúsund krónur dahskar. „Hagavatn" Svav- ars Guðnasonar fór á matsverði, 60 þúsund krónur, en önnur mynd Svavars fór á nærri þreföldu mats- verði. Svavar Guðnason. Stjórnarmyndunaruiðrœdur í Danmörku: Auken Schluter forsætisráðherra Danmerkur og utanríkisráð- herrann héldu í gær til Rómar á fund oddvita Evrópubandalags- ins. Fram undan er umræða um einn gjaldmiðil og sameiginleg- an seðlabanka EB-landanna. Tekist verður á um hversu sam- einað bandaiagið á að vera á pól- itíska sviðinu. Eftir situr Svend Auken, formaður jafnaðarmanna. Tilraunir hans til þess að fá borgaraflokka til liðs við reynir sig bera ekki árangur. I gær nefndi hann mögulega meirihlutastjórn jafnaðarmanna, þriggja borgara- flokka og fulltrúa frá Færeyjum. L^mglíklegast er að Venstre og Ihaldsflokkurinn fari saman í stjórn. Flokkarnir tveir hafa á að skipa 59 þingmönnum, en frá jafnaðarmönn- um einum sitja 69 á þjóðþinginu. Stjórnin mun því verða að eiga góða samvinnu við jafnaðarmenn. Eng- inn hefur trú á því að svo veik minnihlutastjórn sitji lengi. Pelsar falla i verði Á fyrsta skinnauppboðinu í Glostrup í gær féllu verð um 5%. Að- eins 165 kaupendur voru mættir og talar það sínu máli. Áhugi er tak- markaður og framkvæmdastjóri uppboðsmarkaðarins sagði í gær að nóg væri af skinnum í öll þau föt sem seljast núna. Miklum hitum í Tókíó er meðal annars kennt um að eftirspurn er svo takmörkuð sem raun ber vitni. í Japan var 23 stiga hiti um mánaðamótin. Loffaði hvölum Undarlegasti frambjóðandinn í dönsku þingkosningunum var Jak- ob Haugárd í Árósum. Hann bauð sig fram utan flokka og lofaði meðal annars að Árósabúar skyldu fá hvali í fiskasafn bæjarins. Þá vildi hann senda gamalt víkingaskip niður í Persaflóa. Jakob þessi sló öll met og fékk 8.605 atkvæði, en komst samt ekki á þing. Getraunaspc fjölmiðlanna I.Arsenal-Wimbledon | 1 | 1 1 > D 1 c c E 1= 1 c c ‘> •o 'O 2T 1 p7 Dagur [-* Ríkisútvarpið c .<0 '55 > CQ 1 (M ■O :0 55 1 Lukkulínan *o o ra n 3 §. < 1 SA 10 MT 0 M-S 0 2. Coventry-Manc. United 2 1 2 1 2 X 1 2 1 X X 4 3 3 3. Derby County-Chelsea 3 1 1 X 2 2 2 1 X X X 3 4 3 4. Manch. City-Tottenham , 4 X X 2 X X 1 X X X X 1 8 1 5. Q.P.R.-Notth. Forest 5 1 2 2 2 1 2 1 1 X 1 5 1 4 6. Southampton-Aston Villa 6 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 9 0 1 7. Sunderland-Norwic City 7 1 X X X 1 X 2 1 X X 3 6 1 8. Blackburn-Bristol City 8 1 1 2 1 2 X X X 1 1 5 3 2 9. Brighton-Barnsley 9 1 1 X X X 1 1 1 1 2 6 3 1 10. Oldham-Wolves 10 1 1 X 1 1 1 2 2 1 1 7 1 2 11. Sheff. Wed-lpswich Town 11 1 1 X 1 1 1 2 2 1 1 7 1 2 12. West Ham-Middlesbro 12 1 1 X 1 1 1 1 !1 1 1 9 1 0 13. Ekki í gangi að sinni 13 Drögum til baka Við hér á Alþýðublaðinu játuðum okkur sigraða í fjölmiðlakeppninni fyrir síðustu helgi. Við drögum þá yfirlýsingu hér með til baka. Við náðum lang- bestum árangri fjölmiðla í tippinu um síðustu helgi, vorum með átta rétta meðan aðrir voru með þetta 2—5 rétta. Fjölmiðlarnir sem eru efstir í keppn- inni voru með 4 rétta um síðustu helgi. Það eru RÚV og Morgunblaðið, sem nú hafa 94 rétta meðan við á Alþýðublaðinu erum með 93 rétta. Nú þegar aðeins síðasta umferðin er eftir í fjölmiðlakeppninni erum við því aðeins stigi á eftir umræddum fjölmiðlun en vorum fyrir síðustu helgi 5 stigum á eftir þeim. Sjónvarpsleikurinn í dag verður á milli Manchester City og Tottenham. Við, eins og reyndar flestir fjölmiðlar, spáum jafntefli enda hefur Manchester City verið afar iðið við að gera jafntefli í vetur. Kæmi mér þó síst á óvart þótt City muni rúlla yfir Tottenham þrátt fyrir að maður megi ekki láta tilfinning- ar sínar í ljós í frjálsu og óháðu blaði eins og Alþýðublaðinu. En við berjumst til sigurs og spáum því að úrslit leikja verði sem hér segir: 1XX/X11/X12/111

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.