Alþýðublaðið - 15.12.1990, Qupperneq 17
Laugardagur 15. desember 1990
17
(bzrutar w
vandaðar bækur. Heidur Baldurs-
dóttir hlaut einmitt þessi verðlaun
1989 fyrir Álagadalinn. Nú er kom-
ið sjálfstætt framhald þeirrar bókar,
Leitin að demantinum eina.
EMIL, SKUNDI OG GÚSTI
Guðmundur Ólafsson leikari er
ekki við eina fjölina felldur — hann
er líka afbragðs barnabókahöfund-
ur og bækur hans um Emil og
Skunda (nú bætist við nýr vinur,
Gústi) falla sannarlega vel í geð
krakkanna sem þær lesa eða þær
eru lesnar fyrir. Fyrir bókina um
Emil og Skunda fékk Guðmundur
barnabókaverðlaunin 1986 og nú
kemur sjálfstætt framhald, Emil
fluttur í hálfkarað húsið, með hund-
inn Skunda og kynnist nýjum og
skemmtilegum vini, Gústa. Satt að
segja bráðskemmtileg bók fyrir full-
orðinn sem les fyrir ungan son á
kvöldin.
lögum hans. Knattspyrnan er aldrei
fjarri, en strákarnir lenda líka í
spennandi ævintýrum.
HALTU MÉR - SLEPPTU MÉR
Eðvarð Ingólfsson er ungur guð-
fræðingur og landsþekktur fyrir
bækur sínar. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur hann nú skrifað átta unglinga-
bækur á tíu árum, sem notið hafa
gífurlegra vinsælda. Æskan gefur út
að þessu sinni bókina Haltu mér —
slepptu mér. Á síðasta hausti kom
ekki út bók eftir Eðvarð, þá hellti
hann sér út í grísku, og hebresku-
nám en nú hefur hann tekið upp
þráðinn að nýju á tíu ára rithöfund-
arafmælinu — án efa til mikiilar
gleði fyrir lesendur hans.
KÁRABÆKURNAR
KOMNAR AFTUR
Æskan hefur endurútgefið Kára-
bœkurnar eftir Stefán Júlíusson rit-
höfund í tilefni 75 ára afmælis hans
og 60 ára afmælis útgáfunnar. Kára-
bækurnar eru þrjár saman í öskju
eða stakar, Kári litli og Lappi, Kári
litli í skólanum og Kári litli í sveit.
Fyrstnefnda bókin kom fyrst út
1938. Það þarf varla að geta þess að
Kárabækurnar hafa alla tíð verið
geysivinsælar hjá ungu kynslóðinni
og hafa verið prentaðar aftur og aft-
ur, sú fyrsta gefin út átta sinnum,
hinar aðeins sjaldnar. Það má full-
yrða að bækur Stefáns um Kára litla
eru sígildar perlur í bókmenntum
okkar.
KÓBRAÁRÁSIN
Þýdd af Þórdísi Guðjónsdóttur og
Sigurði Arasyni. Höfundurinn er
Anders Bodelsen. Þetta er fjörleg
spennusaga sem gerist í Danmörku.
Undarlegir hlutir fara að gerast í
smábæ í grennd við Kaupmanna-
höfn þegar heimsókn utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna stendur yfir.
Þessi bók hefur verið notuð hér við
dönskukennslu.
TJÚLLI - LÁN í ÓLÁNI
Hér er á ferðinni íslensk barna-
bók um heimilisköttinn Tjúlla og
ævintýri hans. Höfundar eru Ingi
Hans Jónsson og Haraldur Sigurðs-
son (teikningar). Plakat af söguhetj-
unni fylgir og í bókabúðum fá börn-
in ókeypis límmiða af Tjúlla.
í VÍKINGAHÖNDUM
Norsk unglingabók eftir verð-
launahöfund, Torill Thorstad Haug-
er. Bókin fjallar um systkini sem al-
ast upp á írlandi á 10. öld en eru tek-
in höndum af víkingum og flutt til
Noregs. Þar bíður þeirra þrældómur
og ill vist í landi heiðinna víkinga.
Sólveig Brynja Grétarsdóttir þýddi
bókina.
MUNDU MIG, ÉG MAN ÞIG
Andrés Indriðason, margrómaður
höfundur bóka fyrir börn og ung-
linga, er höfundur þessarar bókar,
sem ber nafn sem allir þekkja úr
minningabókinni úr framhaldsskól-
anum, Mundu mig, ég man þig. í
þessari bók eru sex smásögur, sem
allar fjalla um 12 ára krakka, við-
fangsefni þeirra og áhugamál. Hér
er tekið á gamansaman hátt á ýms-
um málum sem koma öllum við.
Bók fyrir hressa krakka, stráka sem
stelpur.
ÞEGAR STÓRT ER SPURT
Þessi bók er sjálfstætt framhald af
bók Gunnhildar Hrólfsdóttur, sem
út kom fyrir siðustu jól, Þið hefðuð
átt að trúa mér! Þessi heitir Þegar
stórt er spurt. Ævintýri borgarbarn-
anna Tomma og Árna í sveitinni.
Bók fyrir 9—12 ára krakka.
AXLABÖND OG
BLÁBERJASAFT
Geimveran Bétveir, sem Sigrún
Eldjárn skóp um árið og hlaut að
launum Barnabókaverðlaun Reykja-
víkurborgar fyrir, varð óhemjuvin-
sæl meðal barnanna og er enn. Nú
hefur Forlagið sent frá sér nýja bók
um vinina tvo, Áka og Bétvo. Bókin
heitir fjörlegu nafni, Axlabönd og
bláberjasaft. Sigrún býr yfir stór-
skemmtilegri frásögn að ekki sé tal-
að um myndir hennar.
HEIÐA — sígild barnasaga
Pabbi og mamma þekkja Heiðu,
líka afi og amma. Nú er Vaka-Helga-
fell með Heiðu á bók, sígilda og vin-
sæla barnasögu sem er orðin meira
en hundrað ára gömul. Hér er sagan
endursögð á þann hátt að hún verð-
ur auðskiljanlegri nútímalesendum.
Litmyndir prýða hverja síðu bókar-
innar. Þroskandi og skemmtilegur
lestur.
TÁR, HOS 0G TAKKASKÓR
Þorgrímur Þráinsson er ekki bara
liðteekur á hnattspyrntweHinum
með Val og landsliðinu. Hann skrif-
ar liprar og shemmtílegar unglinga-
bœkur. Þorgrímur sendir nú frá sér
aðra bók sína — á síðasta ári átti
hann metsölubók, Með fiðring í tán-
um. Békin sem Fróði sendir frá sér
nú heitir Tár, bros og takkaskór, og
er hún sjálfstætt framhaid af fyrstu
bók Þorgríms, segir frá Kidda og fé-
NYTT SIMAKERFI MEÐ BEINUM
INNVALSNÚMERUM BÆTIR ENN
ÞJÓNUSTU OKKAR.-
Nú verður enn fljótlegi'a en áður
að ná í okkur og með beinu
innvali getur þú hringt beint í þann sem þú
þarft að tala við, án viðkomu á skiptiborði.
Hér til hliðar eru nokkur hinna beinu
innvalsnúmera sem líklegast er að þú þurfír
á að halda og ef þú hringir beint í þau nærð
þú milliliðalaust í þann sem þú þarft að tala
við.
Beinu innvalsnúmerin eru reyndar miklu
fleiri. Þau eru kynnt á sérstökum seðli sem
liggur frammi í afgreiðslu okkar á
Suðurlandsbraut 34.
Eftir sem áður er starfsmaður á skiptiborði
til þjónustu reiðubúinn og um skiptiborðið
má sem fyrr ná sambandi við allar deildir
Rafmagnsveitunnar.
Við vonum að þetta nýja sfmakerfí verði til
þess að bæta enn þjónustu okkar og
samskipti við viðslaptavini.
Beint innval frá kl. 820 til 1615:
Upplýsingar um
rafmagnsreikninga 60 46 10
Innheimta og lokanir 60 46 20 til kl. 1800
Flutningar 60 46 30
Gjaldskrá 60 46 77
Heimtaugar, afgreiðsla 60 46 86
Rafmagnseftirlit 60 46 80
Mælastöð 60 48 50
Eftir klukkan 16:15
Verkstjórar 60 48 26
Verktakaeftirlit 60 47 47
Bilanavakt allan sólarhringinn: 68 62 30
*
RAfMAGKSVEITA
REYKJAVtKUR
íétti/t jí&i Ccfcð
SUÐURLANÐSBRAUT 34 108 REYKJAVlK SÍMI 60 46 00
ARGUS/SÍA