Alþýðublaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 3
Miövikudagur 23. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN 100 MILLJÓN KRÓNA POTTUR: íslenskir „tippar- ar" geta átt von á stórum vinningi. íslenskar getraunir eru nú meö í félagi sænskra og danskra getspekinga og selja 13 leikja seðil þar sem giskað er á úrslit í leikjum í heims- meistarakeppninni á Italíu. Reiknað er með að þessi nor- ræni stórpottur verði allt að 100 milljónir króna, svo eftir nokkru er að slægjast, því vinningslíkur okkar í norörinu eru engu síöri en frænda vorra fyrir sunnan okkur. 280TONNAFPAPPÍR: Það gagnmerka rit, Símaskráin 1990, er komin út. Frá Prentsmiðjunni Odda komu 280 tonn af pappír, sem fóru í þessa víðlesnu bók, sem flestir handfjatla dag hvern, og það oft á dag. Skráin er 40 síðum stærri en í fyrra. Ritið gerist æ viðameira með hverju ári sem líður. Mun stærri hluti bókarinnar fæst nú í hörðu bandi og kostar það 175 krónur aukalega. Eins konar systir Símaskrár 1990 og ekki síður gagnlegt plagg er Götu- og númeraskrá höfuðborgarsvæðisins, en hún kostar 1200 krónur hjá pósthúsum. Ritstjóri símaskrár er Ágúst Geirs- son. FATLAÐIR 0G FRAMBJÓÐENDUR: Fötluðu fólki finnst það greinilega ekki í nægilega góðu sambandi viö frambjóðendur til borgar- og bæjarstjórnarkosninga. Á fé- lagsfundi í Sjálfsbjörgu í síðustu viku var skorað á fram- bjóðendur að gera grein fyrir stefnu flokka sinna í málefn- um hreyfihamlaðra á opinberum vettvangi. W&' m •* ■ ■ ! ! Wí* 7 ’’ 1 4 \ £ > i “ ' I ■ - 1 í ir;n iíí|il ÓVISSUÁSTAND, SEGJA LJÓSMÆÐUR: Aðai- fundur Ljósmæðrafélags íslands um síðustu helgi lýsti yfir áhyggjum sínum með það mikla óvissuástand sem ríkir í málefnum fæöandi kvenna á höfuöborgarsvæðinu. Fund- armenn skoruðu á heilbrigðisráöherra og borgarstjörn Reykjavíkur að leysa mál þessi farsællega hið allra fyrsta. BER EKKISAMAN: í fréttum hér í blaðinu hefur verið sagt frá vonbrigðum Rannsóknaráðs ríkisins yfir slælegum og minnkandi fjárframlögum til rannsóknarstarfsemi. Menntamálaráðuneytið mótmælti þessu í gær, þótt all- langt sé um liðið. „Raunveruleg aukning á rannsóknarfjár- munum á vegum menntamálaráðuneytisins er 13% milli áranna 1989 og 1990", segir ráðuneytið. BRESKIR FJÖLMIÐLUNGAR: Hér á landi eru nú tíu breskir blaða- og fréttamenn, — að ,,kanna jaröveg- inn" áöur en drottning þeirra, Elísabet II, kemur hingaö til lands í næsta mánuði. Bretarnir hafa heimsótt alla mark- verðustu staöi landsins, og hitt að máli Vigdísi Finnboga- dóttur, Jón Baidvin Hannibalsson og ýmsa talsmenn innlendra fyrirtækja og stofnana. ÍSLANDSHÁTÍÐ Á 6 MILLJÓNIR: Mikil Íslandshátíð fer nú fram í Köln í V-Þýskalandi. Þar er íslensk menning kynnt af miklu kappi, sýningar á verkum 36 nútímalista- manna, kynning á verkum margra okkar bestu rithöfunda, kvikmyndagerðarmanna og hljómlistarmanna. í blaðinu Kölner Stadt-Anzeiger segir frá þessu mikla framtaki. Þar segir ennfremur að ráðgeröur kostnaður við hátíðina sé 170 þúsund mörk, eða rúmar 6 milljónir ísl. króna. Köln- arborg styöur framtakiö með rúmlega milljón krónum, en ýmsir opinberir menningarsjóðir og einkaaðilar, auk menntamálamálaráöuneyta Nordrein-Westfalen og ís- lands greiöa það sem upp á vantar. VORDAGAR VIGDÍSAR: Mikið verk er fyrir höndum hjá Suðurnesjabúum við uppgræðslu lands síns, þar er víða æði berangurslegt. Krakkar í grunnskólum þar syðra hafa síðustu tvö árin unnið að verkefni sem þau kalla ,,Vor- daga Vigdísar", og verður haldiö áfram nú í vor. Árangur til þessa hefur verið góður að sögn Ásgeirs Beinteins- sonar, yfirkennara í Sandgeröi. Ásgeir segir þá Suður'- nesjamenn hafa lært að best er að undirbúa jarðveg með lúpínum og handsáningu grasfræs. Síöar sé hægt að koma upp skógarlundum á ákveönum svæðum Suðurnesja, enda sanni dæmin það. FRJALSAR IÞROTTIR: Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, fyrri hluti, fer fram um kosningahelgina á Varm- árvelli i Mosfellssveit, hinum glæsilega landsmótsvelli ung- mennafélaganna. Keppt verður í tugþraut, sjöþraut, boð- hlaupum og langhlaupum. Mótið hefst kl. 14 á laugardag og heldur áfram á sunnudag á sama tíma. Nidurstödur körmunar á atvinnuástandi og horfum á vinnumarkaöi: Eftírspurn eftír vinnuafli hefur aukisl verulega Nú liggja fyrir niður- stöður úr sameiginlegri könnun Þjóðhagsstofn- unar og Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðu- neytisins um atvinnu- ástand og atvinnuhorfur í apríl 1990. I könnuninni var spurt um starfsmannafjölda í fullu starfi hjá fyrirtækjum í lok apríl 1990, í sumaraf- leysingum 1990 og í sept- ember 1990. Helstu niðurstöður voru þær að þegar á heildina er litiö hefur eftirspurn eftir vinnuafli aukist verulega frá síðustu könnun sem gerð var í janúar síðastlið- inn. í apríl töldu atvinnu- rekendur þörf á að fjölga um 150 störf en í janúar töldu þeir hinsvegar þörf á að fækka um tæplega 400 störf. Þessar niðurstöður gefa til kynna viss umskipti þar sem atvinnurekendur hafa í langan tíma taliö þörf á fækkun. Það þarf að fara allt aftur til október 1988 til að finna jákvæða eftir- spurn eftir vinnuafli eins og nú er. I verslun og veitingastarf- semi telja atvinnurekendur æskilegt að fjölga um tæp- lega 50 störf í apríl. Þetta gefur til kynna uppsveiflu i þessum greinum eftir lang- varandi samdrátt. I heilbrigðisgeiranum er talin þörf á að fjölga um 70 störf sem er svipaö og á sama tima i fyrra. í fiskvinnslu hefur verið stöðug eftirspurn eftir vinnuafli en hún fer þö minnkandi. í almennum iönaöi ríkir jafnvægi í eftirspurn eftir vinnuafli. Þar vildu at- vinnurekendur einungis fjölga um 20 störf í apríl. í byggingarstarfsemi ríkir mikil óvissa og endurspegl- ast hún í mjög breytilegri eftirspurn eftir vinnuafli. Á höfuðborgarsvæöinu ríkir þó nokkuö jafnvægi og á heildina litið stenst á eftirspurn eftir vinnuafli og óskir um uppsagnir starfs- fólks. Hvað , landsbyggöina snertir telja atvinnurekend- ur æskilegt að fjölga um 150 störf sem er heldur minna en á sama tíma í fyrra. Hvaö sumarafleysingar varðar töldu atvinnurek- endur þörf á að ráða tæp- lega 13000 manns til þeirra starfa. Innifalið í þeirri tölu eru þau störf sem aðeins eru unnin á sumrin en ekki á öörum árstímum. A aö gefa saltfiskútflutning frjálsan? Framleiðendur vilja engar breylingar Fisksaltendur vilja eng- ar breytingar á einkaleyfi SÍF til að flytja út saltfisk. Aðalfundur samtakanna samþykkti í gær ályktun til ríkisstjórnarinnar þessa efnis með ríflega 95% atkvæða í skriflegri atkvæðagreiðslu. Magnús Gunnarsson, _ fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gærkveldi að þetta væru skýr skilaboð til stjórn- Heiðursmaður á ferð í vorblíðunni bíður heiðursblaöamaðurinn Þorarinn Þorarins- son, fyrrum ritstjóri Timans, eftir Hagavagninum undir auglýs- ingu á morgunverði ungu kynslóöarinnar á búðarglugga. Ljós- myndarinn gat ekki staðist að skjóta mynd af „kolleganum", fé- laga númer eitt á Blaðamannafélaginu. Við vitum að Þórarinn fyrirgefur okkur þetta laumuskot. A-mynd: E.ÓI. valda um það hvað fram- leiðendur vildu í þessu efni. Fyrirhugaö afnám á einka- leyfi SÍF til útflutnings á salt- fiski var aðal hitamálið á fyrri starfsdegi aðalfundar Sölu- samtaka íslenskra fiskfram- leiðenda á Hótel Sögu í Reykjavík í gær. Stjórn sam- takanna lagði fyrir fundinn tillögu að ályktun þar sem því var beint til ríkisstjórnarinn- ar að breyta í engu núverandi fyrirkomulagi í salfisksölu- málum á meðan ekki liggi fyrir niðurstaða í fyrirhuguð- um viðræðum við Evrópu- bandalagið. Tillagan var sam- þykkt meö 1.551 atkvæöi gegn 51 í skriflegri atkvæða- greiðslu en 27 atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SIF sagöi í samtali við Alþýðublaðið í gærkveldi að úrslitin í at- kvæðagreiðslunni væru jafn- vel enn skýrari en hann hefði gert ráð fyrir og hér væri á ferðinni ótvíræð skilaboð til stjórnvalda um vilja framleið- enda sjálfra. „Þegar vilji framleiðenda í þessu máli er svona skýr og ótvíræöur, þá hlytur spurningin að vera hvort stjórnvöldum beri ekki að taka tillit til þess." Dagbjartur Einarsson, for- maður samtakanna, vék einnig talinu aö samkeppnis- aðstöðunni sem hann taldi mjög erfiða og ásakaði ís- lensk stjórnvöld fyrir aö horfa fremur til hagsmuna reykviskra heildsala en hags- muna heildarinnar. Dagbjart- ur sagði að með þeim verð- hækkunum á saltfiski sem urðu í upphafi ársins hefði af- koma í greininni snöggtum skánað eftir tapreksturs í tvö ár. Ráðamenn þjóðarinnar virtust hins vegar hafa fengið glýju í augun, sagði Dagbjart- ur, og væru nú farnir að ræða gengis- og vaxtahækkanir eða jafnvel að láta fiskfram- leiðendur greiða í verðjöfn- unarsjóð á nýjan leik. „Við Frá aöalfundi Sölusamtaka is- lenskra fiskframleiðenda á Hótel Sögu i gær. Dagbjartur Einarsson, formaður samtak- anna i Ræðustól. eigum víst ekki að fá að sleikja sárin nema í örfáar vikur eftir tveggja ára tap- rekstur," sagði hann. Framtíð SIF er mjög til um- fjöllunar á aðalfundinum í framhaldi af hugmyndum um að leyfa fleiri aðilum útflutn- ing á saltfiski. Stjórn samtak- anna lagði fyrir fundinn hug- myndir að fjórum leiðum til að bregðast við slíkri breyt- ingu. I fyrsta lagi að gera ekki neitt og láta einfaldlega á það reyna hvers sambandið væri megnugt; í öðru lagi að leggja samtökin niður; í þriðja lagi að SÍF héldi áfram starfsemi og þeir sem seldu fram hjá samtökunum yrðu reknir úr þeim. Fjórði kosturinn er sá sem heyrst hefur raeddur að undanförnu, að SÍF verði breytt í hlutafélag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.