Alþýðublaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 4
4
VIÐHORF
Miðvikudagur 23. maí 1990
ALÞYB ltli LHBIB
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Siguröur Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Oddi hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið
FORINGJADÝRKUN
EDA MÁLEFNI
Fámennisvald sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur yfirburöastööu í
höfuöborginni. Þessa yfirburðastöðu hafa sjálfstæðismenn ekki síst
hlotið gegnum drottnunarVald í fjölmiðlum. Um helgina birtist til að
mynda afar sérkennilegt pöntunarviðtal við Davíð Oddsson borgar-
stjóra upp á fjórar síður í Morgunblaðinu þar sem skilja mátti af innihaldi
textans að allar framkvæmdir á vegum borgarinnar væru verk eins
manns og framtíð Reykjavíkur væri í höndum hins sama manns, Davíðs
Oddssonar borgarstjóra.
H in makalausa foringjadýrkun á Davíð Oddssyni í sterkum fjölmiðlum
hefur gert það að verkum að umræða um málefni borgarinnar hefur fall-
ið í skuggann. Skrautsýningar foringjans nú fyrir kosningar hafa enn-
fremur átt að slá ryki í augu almennings. Þrír leikskólar voru til dæmis
sagðir formlega teknir í notkun síðastliðinn þriðjudag meö tilheyrandi
lúðraþlæstri sjálfstæðismanna í hinum sterku fjölmiðlum sínum. Al-
þýðublaðiö gat upplýst í gær, að leikskólarnir voru alls ekki teknir í notk-
un og talsverð vinna eftir áður en þeir veröa tilbúnir til notkunar! í kosn-
ingabaráttu sjálfstæðismanna skiptir hins vegar yfirborðið mestu, ekki
innihaldið.
Hafnarfirði hefur undanfarið kjörtímabil verið stjórnað af jafnaðar-
mönnum. Árangurinn er ótvíræður; á skömmum tíma hefur Hafnar-
fjörður orðið að fyrirmyndarbæ á íslandi þar sem hugsað er vel um alla
íbúa bæjarins, unga jafnt sem aldna, en ekki aðeins hugað að þeim sem
peninga eiga eöa sem hnípa undirdánugir í flokksgæðingakerfi óttans
líkt og í borg Davíðs. Skoðanakannanir hafa ennfremur sýnt að jafnaðar-
menn í Hafnarfirði hafa bætt ótrúlega miklu fylgi við sig frá síðustu kosn-
ingum og Alþýðuflokkurinn er samkvæmt öllum skoðanakönnum með
hreinan meirihluta. Þetta traust hafa jafnaöarmenn uppskorið vegna
verka sinna, ekki vegna blindrar foringjadýrkunar eöa með aðstoð
sterkra fjölmiðla. Nýr vettvangur er framboð jafnaðarmanna í Reykjavík.
Hið nýja afl er með sömu áherslur og sömu lausnir og hafa gert Hafnar-
fjörð jafnaðarmanna að fyrirmyndarbæjarfélagi. Það eru málefnin sem
máli skipta, ekki foringjadýrkun í fjölmiðlum sjálfstæðismanna.
MIN SKOÐUN
Grátur í beinni
*
g borðaöi með útvarps-
manni frá Finnlandi um
daginn. Við snæddum á
veitingahúsi í Bernhöftstorfunni
og gestur minn dáðist að þessu
gamla húsi og var forvitinn um
sögu þess. Ég reyndi að segja hon-
um af baráttu framsýnna manna
fyrir endurreisn Torfunnar á sín-
um tíma, hvað húsin voru mörg að
niðurlotum komin áður en hafist
var handa. Menn hefðu skipst í
tvær fylkingar heittrúaðra, þeirra
sem vildu svona ruslhús burtu og
þeirra sem vildu sjá þau í endur-
nýjun lífdaga. Skipst hefði veriö á
skömmum og sérstaklega fengu
þeir sem vildu endurnýja húsin,
heitar skammir og upphrópanir.
Nú væru allir sáttir og þakklátir
samtökum sem stofnuö voru til
verndar húsunum.
Finnski útvarpsmaðurinn sagði
okkur merkilega þjóð. Gott væri
að vita, að á niöurrifstímum væri
til fólk sem kynni að meta það
gamla. Gömul hús hefðu sál og
þau ætti að vernda og bæta og
sýna alúð.
Nokkrum dögum síðar sat
ég í stofunni minni og ætl-
aði að horfa á fréttir á Stöð
2 en var kallaöur í síma. Þegar ég
kom aftur inn í stofuna, sá ég á
skjánum andlit gamals manns,
með alla fegurð reynslunnar í
svipnum en augun tárvot. Ég
heyrði hann segja við fréttamann
að þaö ætti að senda hann heim,
svo beygði hann af og grét dálítið
og spurði fréttamanninn hvort
ekki mætti spara annars staðar en
á öldrunardeildum Borgarspital-
ans.
Mér brá, því fátt veit ég dapur-
legra en grát gamalmennis, sem er
svipt reisn ellinnar og fær varla að
ráða dögum sínum. Siðan hefur
andlit þessa gamla manns verið á
skjánum minum. Ég vildi fá að vita
meira og hringdi í Huldu Styrmis-
dóttur fréttamann sem tók viötal-
ið og mér heyrðist fara mildum
orðum um þennan gamla mann.
Það stóð til að loka hluta af öldr-
unardeildunum í sumar. Af 68
rúmum verður breitt yfir 40 og
gamla fólkið sent heim, það sem
getur hugsað um sig sjálft eða á
einhverja aö sem vilja fórna sér
fyrir það og sinna þörfum þess.
Mér skilst að gömlu fólki líöi
ekki alltof vel í elli sinni. En þaö
kvartar ekki, sá sem býr með ell-
inni og hefur varpað akkerum í
síðustu höfn, hefur ekki þor til að
láta vilja sinn í Ijós og aðstandend-
ur, sem geta ekki sinnt sínum gam-
almennum, vilja ekki falla í ónáö
hjá Kerfinu.
Maðurinn sem grét í frétt-
unum, hafði fengið heila-
blóðfall og lamaðist
þannig að tvo þarf til að styðja
hann til gangs. Það stóð til að
senda hann heim og Kerfið ætlaði
að lána honum sjúkrarúm, en lík-
lega var varla pláss fyrir svo stórt
rúm í litlu húsi. Heima situr kona
mannsins, áttræð og ekki til stór-
verka. Kerfið gafst upp og maður-
inn fær að vera áfram. En ekki fyrr
en hann hafði grátið fyrir lands-
menn.
Getur verið að við séum merki-
leg þjóð og þessu góða landi stýri
yndismenn sem vilja fólkinu allt
þaö besta? Hvers konar stýrimenn
eru það, sem láta gamla fólkið í
landinu gráta í einsemd og af ang-
ist um sína lokadaga? Hvers konar
skömm er það sem ráðamenn eru
að stimpla í vegabréf sín?
Hvernig er að vera gamall og
óttast morgundaginn og vita varla
hvar maður fær að deyja? Ráða-
menn eru víðsfjarri íslenskum
veruleika, þeir virðast lifa í ein-
hverjum óljósum heimi sem þeim
finnst ágætur og er smíöaður af
alls konar fræðingum, sem eru að
spá í efnahagsmál á íslandi, en spá
ævinlega vitlaust eða geta ekki
reiknað okkur út úr ógöngunum.
að er margur sem á bágt í
borg og þeir sem ráða ferð,
fara sjaldan í strætó til að
skoða raunveruleikann. Hann
virðist vera í tölum sem hægt er að
leika með.
Það er gott og gagnlegt að
hugsa vel um gömul hús og láta
þau lifa í reisn og vekja aödáun hjá
útlendingum. En hvernig væri að
hugsa betur um gamalt og sjúkt
fólk, hjálpa því til að lifa svo lengi
Guð vill, í fagurri og öruggri elii.
Þá þurfum við ekki að horfa á það
gráta í beinum útsendingum, af
ótta við að verða rifið — andlega.
Jónas Jónasson
skrifar
RADDIR
Telur þú aö þörf sé fyrir tvö millilandaflugfélög á íslandi?
Örn Friðrik Clausen, 38 ára gjald-
keri:
„Ég tel að öll samkeppni sé af
hinu góða fyrir neytandann. Ef
hennar nýtur ekki við er hætta á
stöðnun t.d. ef aðeins eitt flugfé-
lag væri starfrækt."
Lars Emil Árnason, myndlistar-
maður og kennari:
„Já, öll samkeppni er af hinu
góða. Þó finnst mér vafasamt að
hleypa útlendum flugfélögum í
samkeppni við innlend."
Hafdís Guðmundsdóttir, 25 ára
verslunarmaður:
„Já, öll samkeppni er af hinu
góða en ég er mótfallin erlendri
samkeppni á þessu sviði."
Fanney E. Proppé, 43 ára sölu-
maður:
„Tvímælalaust. Það er þörf á
samkeppni enda myndi það lækka
verðið á flugmiðum. Sjálfsagt er
að leyfa erlenda samkeppni þar
sem hún myndi einungis lækka
verðið enn meira."
Kristín Halldórsdóttir, 50 ára for-
maður Ferðamálaráðs:
„Það er erfitt að svara þessu
með já eða nei. Það hefur ótvírætt
mikla kosti að hafa tvö flugfélög
þar sem heilbrigð samkeppni
kemur neytendum til góöa. Við
skulum þó hafa í huga að það
kemur sér illa fyrir alla ferða-
mannaþjónustuna ef einhverju
fyrirtæki gengur áberandi illa.
Varðandi erlenda samkeppni er
það að segja að hún getur haft
sömu áhrif og hin innlenda. Auð-
vitað viljum við geta búið að okkar
á sem flestum sviðum en það
borgar sig þó ekki að standa í
blóðugri styrjöld til að ná því
markmiði."