Alþýðublaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. maí 1990 VIDHORF 5 Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar 1 Nifr Fmm, fram fylking Kosningaskrifstofa, Þingholtsstræti 1, símar 625525 og 626701. Guðrún Kristín Bjarni Ásgeir Hannes Þeir, sem koma fram eru m.a. Bubbi Morthens, Ómar Ragnarsson, Síðan skein sól, Ríó tríó, hljómsveit Hauks Morthens, Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir, Danshljómsveit íslandso.fl. Ávörp flytja þau Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Bjarni P. Magnússon, Guðrún Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson og Ásgeir Hannes Eiríksson, en þau skipa sex efstu sæti H-lista Nýs vettvangs. Veislu- og fundarstjóri Jakob Frímann Magnússon. Aldurstakmark er 18 ár / Aðgangseyrir kr. 500 / Frjáls klæðnaður. m Hvað heitir flokkurinn? flokkskerfið er svo rígbundið, að engin von er til byltingar að óbreyttu. Til þess þarf nýja hugs- un, nýtt afl, nýjan vettvang. Ný hugsun, nýtt afl Þessi nýja hugsun felst í þeirri ákvörðun Alþýðuflokksins að bjóða ekki fram A-lista við Borgar- stjórnarkosningarnar í vor, ef það mætti verða til þess að leysa úr læðingi það afl, sem þarf til að brinda hugsjónum í framkvæmd. Og reyndin hefur orðið sú að mik- ill fjöldi fólks hefur kunnað að meta þessa nýju hugsun og kemur nú til samstarfs við samtök um Nýjan vettvang. Einkum er ánægjulegt að sjá, að þetta fólk kemur alls staöar að. Sumir hafa Ég tel mig ekki vera flokkseig- anda, og því má mér vera sama, hvað flokkurinn sem ég kýs og starfa með heitir, svo framarlega að ég treysti honum til að starfa í anda þeirra hugsjóna, sem ég að- hyllist. Þessi flokkur hefur um langt árabil heitið Alþýðuflokkur. Þar hefur mér fundist fara saman það lýðræði, sú markaðshyggja, sú mannúð, menning og félags- hyggja, sem til mín höfðar. Því bera verk hans í landsmálapólitík- inni glögg merki og einnig í sveit- arstjórnarmálum, þar sem hann hefur haft stuðning til verka. Helsti veikleiki Alþýðuflokksins felst í því, hversu lítill hann er. Og Ólína Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt segir i eftirlar- andi grein að með þeirri ákvörðun að bjóða ekki fram A-lista i borgarstjórnarkosningunum i vor, hafi Alþýðuflokkurinn leyst úr læðingi það afl sem þurfi til að hrinda hugs jónum um nýtt, sameiginlegt af I is- lenskra jafnaðarmanna. Formannaferðir Þegar formennirnir tveir, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, gerðu víðreist hér um árið undir yfir- skriftinni ,,Á RAUÐU LJÓSI", virt- ust margir ekki skilja það framtak, og nafntogaðir menn úr Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi reyndu jafnvel að leggja stein í götu þeirra. Haft var í flimtingum, að þeir ætluðu sér að sameina flokk- ana, og með það ættu þeir ekkert. Menn kunnu því illa að vera ekki spurðir álits og hafðir með í ráð- um. Minn skilningur á tilgangi þess- ara ferða var sá, að þarna væru á ferðinni tveir áhugamenn um stjórnmál, tveir hugsjónamenn, tveir jafnaðarmenn, sem teldu það ómaksins vert að láta þess einu sinni getið, að flokkarnir tveir kynnu að eiga eitthvað sameigin- legt. Mér fannst þetta vel til fund- ið, einkum i Ijósi þeirra sfjórn- málasviptinga, sem orðið höfðu innanlands og utan. Atburðarrás- in erlendis varð þess svo valdandi, að nú er í mótun nýtt pólitískt landslag um alla Evrópu. Mér finnst of mikið tönnlast á því sem sundrar, í stað þess að leggja áherslu á það sem sameinar. Þetta á betur vð nú en nokkru sinni fyrr, því oft gæti maður haldið í öllu fjölmiðlafárinu, að neikvætt væri það sama og fréttnæmt. En ég hef ekki trú á, að flokkar verði sameinaðir ofan frá. Dæmin sýna einnig að nýir flokkar, sem stofnaðir eru ofanfrá kringum einn menn eða tvo, verða sjaldn- ast langlífir. Flokkar verða til um hugsjónir, þegar fjöldi manna víðs vegar aö úr þjóðfélaginu finnur sér sameiginlegan vettvang. Slíkt þarf undirbúning og á ferðum sín- um, plægðu formennirnir akurinn og sáðu fræjunum. Síðan er það verkefni fjöldans að hlúa að, sjá til þess að grasið vaxi og að heyiö skili sér í hlöður. Hrafn innst inni veriö þrælpólitískir en ekki fundið sér vettvang, aðrir hafa sýnt sig og sannað með öðr- um samtökum. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref með skipulögðum stjórnmálasamtökum, aðrir koma meö reynslu úr verkalýðsfélögum, af vinnustöðum, úr mannúðar- samtökum eða leggja til mikla reynslu sína af borgarmálum. Þó það kæmi mér ekki á óvart þá olli það mér vonbrigðum, að fleiri flokkar sem starfað hafa í borgarstjórn, skyldu ekki sjá Ijósið og koma til samstarfs á Nýjum vettvangi. En ákvörðun eins og þeirri sem Alþýöuflokkurinn tók, fylgir áhætta og óvissa; þættir, sem flokkseigendum í öllum flokkum finnst erfitt að horfast í augu við. Það mátti því e.t.v. við því búast, að þeir þyrftu iengri tíma til að átta sig. Þeim mun stolt- ari er ég af frumkvæði Alþýöu- flokksins í þeim ákvörðunum, sem leiddu til stofnunar samtaka um Nýjan vettvang. Það þarf dug og þor til slíkra hluta, og tretta sannar „Ég tel mig ekki vera f lokkseiganda og þvf má mér vera sama hvað flokkur- inn heitir, svo framarlega sem ég treysti honum til aö starfa í anda þeirra hugsjóna sem ég aðhyllist," segir Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt i grein sinni. mér betur en margt annað, að flokkurinn er verður þess trausts sem ég hef til hans borið. Nýr veHvanguf_______________ Ef marka má þær skoðanakann- anir sem gerðar hafa verið að und- anförnu er ljóst, aö stuðningur viö Nýjan vettvang kemur víöa að. U.þ.b. helmingur þeirra sem kusu Alþýðubandalagið í síðustu borg- arstjórnarkosningum, hyggjast kjósa Nýjan vettvang nú. Nokkurn veginn jafn margir fyrrverandi kjósendur Kvennalista og Sjálf- stæðisflokks sömuleiðis og yfir 5000 manns, sem ekki kusu síöast. Ef þetta gengur eftir, og að því til- skyldu að kjósendur Alþýðu- flokksins fyrr og síðar styðji dyggi- lega við bakið á Nýjum vettvangi, þá höfum við myndað það sterka afl jafnaðarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, sem þarf til að veita íhaldinu aðhald. Þá hefur frum- kvæði Alþýöuflokksins skilað árangri, viö höfum tekið þátt í aö bylta hinu pólitíska landslagi, viö höfum sáð og uppskorið á Nýjum vettvangi. Reykjavík, 22. maí 1990 Guðl. Gauti Jónsson Reykjavíkurhátíð Nýs vettvangs í tilefni borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara í Reykjayík þann 26. maí nk., efnir H-listi Nýs vettvangs til Reykjavíkurhátíðar á Hótel íslandi miðvikudag- inn 23. maí. Hátíðarhöldin hefjast kl. 21.00 og munu standa fram eftir nóttu. Húsið opnað kl. 20.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.