Alþýðublaðið - 03.01.1991, Qupperneq 4
srr fc
Fimmtudagur 3. janúar 1991
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Prentun: Oddi hf.
Áskrifarsími er 681866
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði.
í lausasölu 75 kr. eintakið
ÚRSTLITAÁRIÐ 1991
George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi ræddust við i sima á fyrsta degi hins nýja
árs og skiptust á nýársóskum. Fréttastofan Tass segir að
leiðtogar stórveldanna hafi verið sammála um að árið
1991 myndi verða úrslitaár hvað varðar þróun innanrík-
ismála Sovétrikjanna, heimsmála og varðveislu friðar.
Leiðtogarnir ræddu meðal annars ástandið við Persaflóa
og voru sammála um að aukin samskipti og samvinna
stórveldanna tveggja myndi bæta hið pólitíska ástand í
heiminum í dag. Tass fréttastofan segir að hinn jákvæði
tónn og gagnkvæmi skilningur leiðtoga stórveldanna
gæfu vonir um bætt samskipti Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
Gorbatsjov og Bush ráðgera leiðtogafund í Moskvu i
næsta mánuði. Á fundinum verður aðallega á dagskrá
að skrifa undir START samkomulag um fækkun á kjarn-
orkuflaugum stórveldanna. Sovéska þingið hefur enn-
fremur tilkynnt að utanrikisstefna Sovétríkjanna verði
óbreytt þrátt fyrir óvænta afsögn Shevardnadzes utan-
ríkisráðherra sem varað hefur Sovétmenn við aukinni
einræðishættu í Sovétríkjunum.
essar fréttir styrkja vonir manna um allan heim um að
afsögn Shevardnadzes og aukin einræðisvöld Gorbat-
sjovs verði ekki til þess að draga úr samskiptum austurs
og vesturs eða eyðileggja það mikilvæga verk sem unn-
ið hefur verið til að draga úr spennunni á milli stórveld-
anna og ljúka kalda stríðinu. Ráðamenn Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna virðast leggja á það mikla áherslu að
halda áfram á braut samstarfs og þíðu. Slík samvinna er
grundvöllur þess að stórveldin haldi alþjóðlegri sam-
stöðu um lausn svæðisbundinna átaka, eins og um styrj-
aldarhættuna við Persaflóa.
róun innanríkismála í Sovétríkjunum er lykillinn að
alþjóðlegu samstarfi stórveldanna og tryggingu heims-
friðar. Þess vegna er það rétt hjá leiðtogum stórveld-
anna þegar þeir segja að árið 1991 sé úrslitaár og nefna
þróun innanríkismála í Sovétríkjunum sérstaklega.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kemur
inn á sömu hugsun í áramótagrein sinni í Alþýðublaðinu
þann 29. des. sl. Utanríkisráðherra skrifar: „Perestroika
er orðin að katastroiku. Gorbatsjov safnar óformlegum
völdum og gefur út tilskipanir sem lýðveldin virða að
vettugi. Lýðveldin taka ákvarðanir sem miðstjórnar-
valdið hindrar í framkvæmd. Efnahagslífið stjórnast
hvorki af hinni ósýnilegu hönd markaðarins, né heldur
af tilskipunum Gosplans. Stjórnleysið er algert. Þrátt fyr-
ir metuppskeru eru hillurnar tómar og hungursneyð yf-
irvofandi. Spurningin er: Er það á nokkurs færi að halda
þvi saman með samkomulagi, sem aðeins hefur hangið
saman með valdbeitingu? Hver fyllir tómarúmið? —
Herinn, KGB eða fer hvert sambandslýðveldið sína leið,
í kjölfar Stóra-Rússlands, með Yeltsín í fararbroddi? Þess-
um spurningum verður ekki svarað nú. En þjóðir Evr-
ópu og heimsbyggðin öll á mikið undir þvi hver svörin
verða. Verði aftur komið á „röð og reglu" með hervaldi
eru Glasnost og Perestroika fyrir bí. Samstarf risaveld-
anna sömuleiðis. Vonir mannkyns um nýtt tímabil friðar
og framfara hafa þá beðið mikinn hnekki. Hver verða þá
örlög Eystrasaltsþjóðanna, sem gerðu sér vonir um að
losna úr prísundinni og hugðu gott til glóðarinnar um
samstarf við Norðurlandaþjóðir, á braut frelsis, friðar og
framfara? Við biðum milli vonar og ótta.“
Heimurinn bíður milli vonar og ótta hver framvinda
mála verður í Sovétríkjunum. Það ræðst væntanlega á
þessu ári; úrslitaárinu 1991.
*
Aramótaskaup Siónvarpsins:
Sum skot
hittu i mark
Hið óumflýjanlega óramótaskaup Sjónvarpsins
brast ó samkvœmt venju á gamlórskvöld. Sjaldan
gerir þjóðin meiri kröfur en eimmitt þó að henni sé
skemmt. Helst vill fólk liggja i hlóturskrampa þann
tima sem skaupið tekur, sópa burt eigin mistökum
liðins árs og gleyma vandamálum framtiðar. Það er
þvi ekki til litils œtlast þegar skaupið er annars veg-
ar og ógerlegt að gera svo öllum liki. Svo fer það ef-
laust eftir þvi hvort fólk er i stuði eða ekki þegar það
fylgist með skaupinu. Á fimmta glasi hlœja sumir að
öllu.
Sæmundur Guðvinsson skrifar
Áramótaskaupið í þetta sinn bar
yfirskriftina Nýöldin og má segja
að nýaldarspekin hafi fengið sitt í
þættinum og vel það. Þar komu
mjög við sögu nýaldarþættir sem
sýndir voru á Stöð 2 á árinu og þau
atriði fóru nokkuð fyrir ofan garð
og neðan hjá öllum þeim sem ekki
hafa afruglara og fylgjast þar af
leiðandi ekki með dagskrá Stöðv-
ar 2. Hins vegar voru sum þessara
atriða meinfyndin og vissulega
við hæfi að gera grín að þeim til-
boðum til líkams- og sálarheilla
sem hafa hellst yfir mörlandann á
liðnu ári. Eilíft líf og sæla til sölu
jafnt á flöskum í kjörbúðum sem á
íhugunarnámskeiðum.
Stjórnmálamenn fengu sitt að
venju en þau atriði voru heidur
bragðdauf og hið margendur-
tekna minnisleysi Steingríms
hætti brátt að vera fyndið. Þá er
Laddi í hlutverki Bjarna Fel orðinn
alltof gömul lumma til að bera
hana enn einu sinni á borð og það
hvað eftir annað. En sífelldar end-
urtekningar voru kannski veikasti
hlekkur skaupsins. Ég giska á að í
skaupinu hafi verið hátt í 50 atriði,
en sum voru alltof keimlík. Hins
vegar brá fyrir bráðskemmtileg-
um senum og sú besta var „Þreytt
lag enn“ þar sem þau Guðrún
Stephensen og Erlingur Gíslason
fóru á kostum. Reyndar var það
skaupinu mikill styrkur að margir
okkar bestu leikara voru þarna í
aðalhlutverkum og bættu oft upp
texta sem var heldur þunnur á
köflum.
Auðvitað á að gera grín að öllu
milli himins og jarðar í áramóta-
skaupinu. Skotið var föstu skoti að
fjármálasukki Stöðvar 2. Hins veg-
ar saknaði ég þess að ekki var
minnst á hið gráthlægilega fisk-
eldisævintýri, borgarstjórnar-
kosningarnar og hina rómuðu
þjóðarsátt, svo nefnd séu nokkur
atriði sem virðast vel til þess fallin
að fjalla um af nauðsynlegri gam-
ansemi.
Hvað sem því líður þá get ég sagt
fyrir sjálfan mig að stundum hló
ég, brosti inn í milli og þar á milli
var mér lítið skemmt. En húmor
fólks er misjafn og eflaust hafa ein-
hverjir aðrir rekið upp hlátursrok-
ur þegar mér stökk ekki bros og
svo öfugt. En áramótaskaupið er
fastur liður sem ekki má láta niður
falla þó menn skemmti sér misvel.
Höfundar skaupsins að þessu
sinni voru þeir Gísli Rúnar Jóns-
son og Randver Þorláksson en
leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Öll
tæknivinna var vel af hendi leyst
og Björn Emilsson «tió.naði upp-
töku af sínu venjuie ryggi.