Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 12. janúar 1991 MHDUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði.. í lausasölu 75 kr. eintakið VERKIN TALA <Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, hefur boðað til opins fundar í Valaskjálf, Egilsstöðum, í dag undir yfirskriftinni „Verkin tala." Alþýðublaðið birti mjög ítarlegt viðtal við formann Alþýðuflokksins þ. 12. október sl. í tilefni 45. flokksþings Alþýðuflokksins. í viðtalinu leit Jón Baldvin yfirfarinn veg. Hann svaraði spurningum um fyrirheit Alþýðuflokksins fyrir þingkosningarnar 1987 og efndir, ræddi helstu viðfangsefni íslenskra stjórn- mála á næsta kjörtímabili og sóknarfæri jafnaðar- manna í framtíðinni. Fyrirsögn viðtalsins var „Við lát- um verkin tala." Það eru orð að sönnu. Meðan flestallir stjórnmálaflokkar reka pólitík með mismunandi glæsilegum hætti í fjölmiðlum, hafa verkin alltaf verið sterkasta vopn Alþýðuflokksins. Þegar upp er staðið er spurt um árangurinn. í söguritun framtíðarinnar verða slagorðin, loforðin og hin fögru fyrirheit ekki fest á spjöld sögunnar, heldur verkin sjálf. Hverju kom flokkurinn til leiðar? Hver eru verk hans? Fyrir hverju barðist hann og hverju áorkaði hann? Þegar spurt verður um verk Alþýðuflokksins í ríkis- stjórnunum á yfirstandandi kjörtímabili og þau borin saman við fyrirheit flokksins fyrir kosningar 1987, verður útkoman flokknum afar hagstæð. Alþýðu- flokkurinn hefur látið verkin tala. Alþýðuflokkurinn hefur farið með eftirtalda málaflokka í ríkisstjórnum á kjörtímabilinu: ríkisfjármál (fyrsta árið), félagsmálin, viðskiptamálin, dóms- og kirkjumál (í eitt ár), iðnaðar- mál og utanríkismál og utanríkisverslun. Þetta eru þeir málaflokkar þar sem jafnaðarmenn hafa getað haft frumkvæði að stefnumótun um og löggjöf, fyrir utan almenna efnahagsstjórn þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa náið samstarf við forsætisráð- herra. Hver eru fyrirheit Alþýðuflokksins 1987 og efndir? Jafnaðarmenn boðuðu nútíma-jafnvægisstefnu með höfuðáherslu á lækkun verðbólgu og vaxta og aukinn stöðugleika í hagstjórn. Við það hefur verið staðið, ekki síst með efnahagsaðgerðum núverandi ríkis- stjórnar sem lagði grunninn að þjóðarsáttinni. Al- þýðuflokkurinn boðaði einföldun skattkerfisins og staðgreiðslukerfi. Við það hefur verið staðið. Alþýðu- flokkurinn boðaði einföldun tollakerfis. Við það hefur verið staðið. Jafnaðarmenn boðuðu valfrelsi í hús- næðismálum. Við það hefur verið staðið með tilkomu kaupleigukerfis, löggjöf um félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið. Flokkurinn boðaði átak til að leysa húsnæðisvanda aldraðra og öryrkja. Við það hefur verið staðið. Alþýðuflokkurinn boðaði breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Við það er staðið með nýrri löggjöf. Boðuð var félagsleg aðstoð sveitarfé- laga og aukna starfsmenntun í atvinnulífinu. Þetta hefur verið framkvæmt með löggjöf. Skráin er hvergi tæmd. Aiþýðuflokkurinn boðaði að- skilnað dómástarfa og framkvæmdavaldsstarfa og aðtryggja þyrfti skjótari afgreiðslu dómsmála. Dóms- málaráðherra Alþýðuflokksins kom fram lögum um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Alþýðu- flokkurinn stóð einnig við að sett yrði löggjöf um fjár- magnsmarkaðinn utan bankakerfis og breytingu á lánskjaravísitölu. Jafnaðarmenn boðuðu fækkun og stækkun viðskiptabanka. Við það hefur verið staðið. Önnur stórmál sem Alþýðuflokkurinn boðaði og hef- ur staðið við: Frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, undirbún- ingur að byggingu nýs álvers og aukin nýting orku- linda, aukið viðskiptafrelsi í utanríkis- og innflutnings- viðskiptum, svo sem afnám hafta og einokunarversl- unar, sjálfstætt frumkvæði í utanríkismálum, meiri- hlutaeign íslenska ríkisins í Aðalverktökum og aukið frelsi í viðskiptum og verslun. Formaður Alþýðuflokksins sagði eftirfarandi í fyrr- greindu viðtali við Alþýðublaðið í október sl.: „Ég býð mönnum að gera samanburð við verk og árangur fyrri ríkisstjórna, sem Alþýðuflokkurinn hefur tekið þátt í. Ég býð mönnum að gera samanburð á störfum og ár- angri þessarar ríkisstjórnar og svokallaðra „helminga- skiptaríkisstjórna" Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Ég býð mönnum að gera samanburð á störfum Alþýðuflokksins og ráðherra hans í þessari ríkisstjórn og störfum og verkum annarra flokka innan ríkis- stjórnarinnar. Eg kvíði í engu þeim samanburði. Við Alþýðuflokksmenn þurfum ekki að kvíða því að leggja verk okkar í dóm kjósenda." Alþýðublaðið tekur undir þessi orð formanns Alþýðuflokksins. Verkin tala. Dr. Össur Skarphéöinsson. LEIÐRÉTTING Tvær millifyrirsagnir misrituöust í grein Dr. Össurar Skarphéðinssonar sem birtist í Alþýðublaðinu í gær. Rétt orðalag var „Stóriðja — meng- unarvamir" og „Nýjar tillögur." Auk þess féll niður Ijósmynd af greinar- höfundi. Alþýðublaðið biður grein- arhöfund og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. Þá telur Alþýðublaðið rétt að geta þess, að í frétt blaðsins sl. miðviku- dag um áttræðisafmæli Baldvins Jónssonar hrl. var sagt að hann ætti afmæli „í dag,“ þ.e.a.s. miðvikudag- inn 9. janúar sl. en átti að standa „á morgun," þ.e. fimmtudaginn 10. janúar. Afmælisbarnið og aðrir við- komandi eru beðnir velvirðingar vegna þessa. Ritstj. Nýju fötin kuldaboltms — Sjáðu mamma, borgarstjór- inn er í fötum! — Já, það er vegna þess að hann er að fara að vígja veit- ingahöll Hitaveitunnar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.