Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 30. janúar 1991 MMÐUBIMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði. í lausasölu 75 kr. eintakið PERSAFLÓASTRÍÐIÐ DREGST Á LANGINN Gagnsókn bandamanna í Persaflóastríðinu hefur nú staðið í hálfan mánuð. Það sem í fyrstu virtist auð- veldur sigur, er nú að breytast í langvarandi stríðs- átök. Þrátt fyrir veikan varnarmátt íraka í lofti og greiða leið árásarvéla bandamanna að skotmörkum í Kúveit og írak, virðist lítið hafa áunnist í öllum loft- árásunum. A sama tíma og bandamenn kljást við raunveruleg skotmörk og ímynduð, senda írakar Scud-flaugar á Israel og Saúdí-Arabíu. Þessar flaugar hafa hingað til ekki verið hlaðnar efnavopnum eða kjarnaoddum. En nú hefur Saddam Hussein íraksforseti tilkynnt um- heiminum í fréttaviðtali við bandarísku fréttasjón- varpsstöðina CNN, að hann geti hæglega skotið efna- vopnum með flugskeytum til ísraels og Saúdí-Arabíu. Scud-flaugar Iraka hafa reynt mjög á þol ísraela og er það aðdáunarvert, að þrátt fyrir eldflaugaárásirnar sem valdið hafa dauða manna og fjölda særðra, hafa Israelsmenn ekki gengið í gildru Saddams og tekið beinan þátt í Persaflóastríðinu. Hins vegar er það spuming, hve lengi sú staða helst óbreytt, einkum eftir yfirlýsingar Saddams Husseins um efnavopna- árásir. rlin mikla olíumengun í Persaflóa, er um 11 milljón tunnum af olíu var hleypt í hafið frá dælustöðvum í Kúveit, er annað dæmi um skelfilegar afleiðingar sem hlotist hafa af stríðinu. írakar segja, að olíumengunin sé tilkomin vegna sprengjuárása bandamanna en bandamenn segja að olíumengunin sé hreint vist- fræðilegt hermdarverk af hendi íraka. Þar sem fréttir eru ritskoðaðar á báða bóga, er oft erfitt að átta sig á sannleikanum í málinu. Flest bendir þó til að írakar hafi hleypt olíunni í sjóinn til að eyðileggja eimingar- stöðvar Saúdí-Araba í því skyni að eyðileggja vatns- framleiðslu þeirra. Fréttaritskoðunin hefur gert það að verkum að fréttir frá Persaflóastríðinu eru óná- kvæmar, fáar og fela í sér sífellda endurtekningu. En gegnum fréttaþokuna grillir þó í þá markverðu stað- reynd, að bandamönnum virðist lítið hafa þokað áleiðis í að brjóta íraka á bak aftur. Búist er við að bardagar á landi hefjist brátt er bandamenn hefja sókn á innrásarlið íraka í Kúveit. Þá kemur að þáttaskilum í Persaflóastríðinu. Banda- mönnum verður mætt af þaulvönum hermönnum ír- aka; úrvalsliði Saddams, sem hefur mikla stríðs- reynslu að baki. Það verður blóðug styrjöld og erfið. Mannfall er áætlað miklu meira en í loftárásunum þar sem loftþardagar hafa vart farið fram. Bardagar á landi munu skera úr um hvort bandamönnum takist að frelsa Kúveit. Mhrif Persaflóastríðsins eru geysileg um heim allan. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og flugfélög hafa lent í mikl- um hremmingum vegna afpantana. Almenningur skelfist hótanir íraka um hermdaverk um allar jarðir og forðast flugvelli og ferðalög í lofti. Olíuverð hefur enn haldist tiltölulega stöðugt en óvíst er hvernig sú þróun verður í framtíðinni. Hækkandi verð á olíuvör- um mun hafa gífurlegar afleiðingar fyrir allar þjóðir heims. Hérlendis hefur þegar verið hugað að undir- búningi til að varast slíkar verðsveiflur og olíuhráefn- isþurrð. Olíufélögin hafa hvatt til sparnaðar og ríkis- stjórnin hyggst grípa til aðgerða til að draga úr olíu- neyslu innanlands. Því lengur sem stríðið dregst á langinn, þeim mun meiri, alvarlegri og meira langvarandi verða afleiðing- ar Persaflóastríðsins. Það hvílir mikil ábyrgð á Banda- ríkjaforseta þessa dagana að enda stríðið sem fyrst. Hinar óljósu fregnir frá Persaflóa virðast þenda til þess, að sigur þandamanna verði erfiðari en virtist í fyrstu. Bush Bandaríkjaforseti hét löndum sínum og öllum heiminum því, að Peraflóastríð myndi ekki verða nýtt Víetnamstríð. Vonandi hefur Bandaríkja- forseti rétt fyrir sér. ■■ UMRÆÐA Fyrir hvað á Alþýðu- flokkurinn að standa? eru fullnýttir. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru óhóflega miklar. Það er helst að von sé í nýju átaki í uppbyggingu orkufrekrar stór- iðju. Hagvöxt á íslandi á komandi árum verður því að sækja með öðrum hætti en leitast hefur verið við hingað til fyrst og fremst með því að fara betur með auðlindir landsmanna og fjármuni og með því að nýta betur tækifæri sem bjóðast. Hlutverk stjórnvalda í þessari hagvaxtarsókn verður stórt og ríð- ur því á miklu að fyrir þeim fari rnenn og flokkar með ákveðin markmið og skýra stefnu. Alþýðu- flokkurinn hefur til þess betri for- sendur en aðrir íslenskir stjórn- málaflokkar að marka sér slíka stefnu þar sem hann hefur löngum byggt starf sitt og stefnu á skyn- semishyggju og verið laus við þær kreddur og þá sérhagsmunagæslu sem tröllríða öðrum flokkum. Pví fer fjarri að Alþýðuflokkur- inn geti nokkurn tíma gert öllum til hæfis og hann á ekki að reyna það. Hann á að nýta sér sérstöðu sína í íslenskum stjórnmálum til að berjast fyrir framgangi þeirra mála sem helst geta bætt lífskjör- í landinu og stuðlað að varðveislu sjálfstæðisins á komandi tíð. Ég velkist ekki í vafa um það hver þessi mál eru: Veiðileyfasala við stjórn fiskveiðanna til að ná fram hagræðingu í útgerð, heil- brigð samkeppni í landbúnaði og innflutningur búvara til að lækka matvælaverð, aðild að Evrópu- bandalaginu fyrir aldamót til að ís- lensk fyrirtæki standi jafnfætis er- „Þvi fer fjarri að Alþýðuflokkurinn geti nokkurn tíma gert öllum til hæfis og hann á ekki að reyna það. Hann á að nýta sér sérstöðu sína í íslenskum stjórnmálum til að berjast fyrir fram gangi þeirra mála sem helst geta bætt lífskjörin í landinu og stuðlað að varöveislu sjálfstæöisins á komandi tíð," segir Birgir Árnason m.a. í umræðugrein sinni. lendum keppinautum, samstarf við erlenda aðila um uppbyggingu í íslensku atvinnulífi, stórum minni afskipti hins opinbera af fjármálalífi þjóðarinnar og öflugur opinber stuðningur við menntun og menningu. En það verður ekki síður að fara vel með ávinninginn sem gæti hlotist af stefnu sem þessari og þá á ég sérstaklega við að þaö nái ekki nokkurri átt að verja honum öllum jafnóðum til að halda uppi árangurslausri byggðastefnu. Birgir Árnason hagfrædingur skrifar Enginn vafi leikur á þvi að meginverkefnið á næsta kjörtimabili verður að hleypa nýju lifi i is- lenskt efnahagslif. Við horfum nú fram á f jórða sam- dráttarárið i röð og hefur ekki jafnlöng efnahags- lægð gengið yfir þjóðarbúskapinn i f jóra áratugi. En það er hægara um að tala en i að komast að snúa þessari jtróun við. Áttundi áratugurinn var mesta arárin síðari. Það voru um margt hagvaxtarskeið lýðveldistímans sérstakar aðstæður sem lágu að og raunar allrar íslandssögunnar baki örum hagvexti á árunum á ef undan eru skilin heimsstyrjald- milli 1970 og 1980. Fyrst ber að telja útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar og full yfirráð yfir fiskimiðum. Næst koma miklar framkvæmdir á sviði orkumála og stóriðju. Loks má nefna að af verulegum sjóðum var að taka í upphafi áratugarins og hægt var að taka mikil erlend lán á þeim síðari. Margt lagðist þannig á eitt til að ýta undir hag- vöxt á áttunda áratugnum. Áttundi áratugurinn verður ekki endurtekinn og liggur í aug- um uppi af hverju. Fiskstofnarnir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.