Alþýðublaðið - 30.01.1991, Síða 8

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Síða 8
UÖryi^inaíar lll ALÞJÓt)A LfFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LACMÚLI5 - RFYKJAVtK 681644 MMMIBLOU) GEVAUA Það er kaffið 687510 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • IRAKAR INN I SAÚDI-ARABIUl TóK írakskir hermenn læddust inn fyrir landamæri Saúdi-Arabíu i fyrrinótt i skjóli myrkurs. Til bar- daga kom og særðust þrír landamæravarðanna, en einn írakski inn- rásarmaðurinn, foringi að tign, lést fyrir mistök eigin manna. Irak- arnir komust um 2 km inn í landið þegar skothríð hófst. LANDHERNAÐUR BÍÐUR: Breskir embættismenn drógu í gær úr hugmyndum um landhernað bandamanna við íraksher á allra næstu dögum. Þeir sögðu að Saddam Hussein mundi ekki takast að mana þá til ótímabærs landhernaðar. HIHUST í FYRSTA SINN í 28 ÁR: Pólitiskir andstæðingar, Nelson Mandela, og Mangosuthu Buthelezi hittust í gær í Durban í S-Afríku í fyrsta sinn í 28 ár. Saman hvöttu þeir fylgismenn sína til að binda enda á blóðuga borgarastyrjöld og sameinast um að efla veldi svarts meirihluta í stjórnmálum landsins. BARRE ENN I SOMALIU: Siad Barre, Sómalíuforseti, sem nú hefur hrökklast frá völdum, er sagður enn í landinu eftir að honum hafði tekist að telja byltingarmönnum, sem nú ráöa yfir nær öllu landinu, trú um að hann hefði flúiö til Kenía. Ali Mahdi Mohamed, forseti til bráðabirgða, sagði við embættistökuathöfnina að Siad Barre myndi verða náð og dreginn fyrir rétt. 2600 ÁRÁSARFERÐIR Á EINUM SÓLARHRING: Talsmað- ur breska flotans sagði að þyrlur bandamanna hefðu lagt til atlögu gegn 17 varðbátum íraka i norðurhluta Persaflóa. Bandariskur her- foringi skýrði frá því að á einum sólarhring hefðu flugvélar banda- manna farið 2600 árásarferðir; að enn ein MiG-22 orrustuþota íraka hefði veriö skotin niöur og aö ráöist heföi veriö á tvo Silkiorms-eld- flaugapalla og þeir eyðilagir. Alls hefðu nú milli 80 og 90 flugvélar íraka nú flogið í örruggt skjól í íran. ÍRAKAR SEGJA STRÍÐSFANGA HAFA FARIST: Einn fiug- mannanna sem er í haldi hjá Irökum er sagður hafa farist í loftárás bandamanna á Bagdad. Flugmaðurinn á að hafa verið í byggingu iðnaðarráðuneytis Iraks sem varð fyrir sprengjum. Ekki er vitaö hverrar þjóðar maðurinn var. írakar hafa áður skýrt frá því að nokkr- ir vestrænir flugmenn heföu særst í loftárásum bandamanna á „íbúðahverfi" í Bagdad. SOVÉTMENN SÆRA UNGAN LITHÁA: Frá Vilnius kom sú frétt í gærkvöldi að sovéskir hermenn viö v,.. ðstöð hefðu skotið sært lífshættulega tvítugan Litháa . Ungi maðurinn var grunaður af hermönnum um að reyna að komast hjá herskyldu. Varnarmálarádherra Frakklands segir af sér: Ágreiningur um Flónstrið „Jean-Pierre Chevenement sagði af sér embætti varnar- málaráðherra í morgun og við tók Pierre Joxe,“ segir í fréttatil- kynningu sem Alþýðublaðinu barst frá franska sendiráðinu í gær. Pierre Joxe var áður innan- ríkisráðherra í stjórn Francois Mitterrands. Astæða afsagnarinnar er sögð vera sú að Chevenement hefur ekki stutt þátttöku Frakka í hernaðinum gegn írökum nema með semingi og hefur legið undir ámæli fyrir það. Hann var róttækur á sínum yngri ár- um, gagnrýndi harðlega „banda- ríska heimsvaldastefnu" og var meðal stofnenda Fransk-íraska vin- áttufélagsins. Hann er leiðtogi þess liluta franska sósíalistaflokksins sem var á móti því að senda herlið til Persaflóasvæðisins í upphafi. Chevenement var þó áfram í emb- ætti þótt hann væri greinilega milli steins og sleggju þegar ákveðið var að Frakkar tækju þátt í aðgeröum bandamanna og fór meira að segja til Saúdí-Arabíu til að heilsa upp á hermenn Frakka þar. En hann lagði áherslu á að tilgangur hernaðarins væri eingöngu að frelsa Kúveit en ekki alls ekki að eyða hernaðar- mætti íraka eða koma Saddam frá völdum. Þess vegna lýsti hann yfir að Frakkar myndu einvörðungu ráðast gegn skotmörkum í Kúveit og sagðist algjörlega andvígur hin- um stórfelldu loftárásum banda- manna á írak. Mitterrand forseti sá sig þá tilneyddan til að kalla saman fund með fréttamönnum og tók þar skýrt fram að Frakkar myndu senda flugvélar sínar til íraks, hvað þeir og gerðu. Pierre Joxe, sem tekur viö emb- ættinu, er maður mjög ólíkur Che- venement. Hann er af efnuðu milli- stéttarfólki, gekk í ýmsa heldri- mannaskóla. Faðir hans var sendi- herra og ráðherra í hægristjórn de Gaulles, en sonurinn gerðist ein- dreginn stuðningsmaður jafnaðar- mannsins Francois Mitterrands þeg- ar hann var aðeins 18 ára að aldri og liefur fylgt honum að málum alla tíð síðan. Þjóðverjar reka af sér slydruordiö 300 MILUARÐAR TIL BANDAMANNA Þýska ríkisstjórnin tilkynnti í gær og að hún myndi leggja fram 5.5 milljarða dollara (um 300 milljarða ísl.kr.) til stríðsrekst- ursins við Persaflóa og hefur þannig viljað reka af sér slyðru- orðið fyrir slælegan stuðning við bandamenn í Fióastríðinu. Áður höfðu þeir gefið eða heitið 3.6 milljarða dollara framlagi til samherjaþjóðanna og annarra sem verða hart úti af völdum aðgerð- anna, svo sem Jórdana, Egypta, Tyrkja og ísraelsmanna. Talsmaður stjórnarinnar, Dieter Vogel, sagði að þessar 5,5 milljónir dollara væru framlag fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 1991. „Þetta fjár- framlag sýnir glögglega samstöðu Þjóðverja með Bandaríkjamönn- um, en það eru hermenn þeirra bera þyngsta byrði við að framfylgja samþykktum Sameinuðu þjóðanna um frelsun Kúveits," sagði í tilkynn- ingunni. Stjórnin hafði einnig ákveðið að senda þegar í stað Roland og Hawk loftvarnaeldflaugar til Tyrklands ásamt 600 flugliöum til að manna tækin. Vogel sagði ennfremur að Israels- menn myndu fá hergögn til varnar landinu en nánari upplýsingar lágu ekki fyrir. „Loftvarnaeldlaugarnar verða notaðar til aö verja Tyrkland og NATO-hersveitirnar sem þangað voru sendar af Þjóðverjum, Belgum og ítölum til að draga úr hættunni á árás íraka. Þjóðverjar eru allir af vilja gerðir að rækja skyldur sínar samkvæmt sáttmála Átlantshafs- bandalagsins og gagnvart aðildar- þjóðinni Tyrkjum," sagði Vogel. Leiðréttingar á vaxtabótum vegna skattframtals 1990 Alþingi hefur samþykkt lög sem heimila einstakl- ingum að sækja um leiðréttingu á stofni til útreikn- s ings vaxtabóta í skattframtali 1990 vegna lána á ° árinu 1989 þegar um er að ræða: •Uppsafnaðar verðbætur af lánum sem fylgdu íbúð við sölu. •Greiddar, uppsafnaðar og áfallnar verðbætur á lán umfram ákvæði skuldabréfa vegna lána til kaupa eða byggingar á eigin húsnæði. Sækja þarf um leiðréttingu til skattstjóra og fást umsóknareyðublöðin þar. Umsókn verður að berast skattstjóra eigi síðar en með skattframtali 1991. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.