Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR
13. FEBRÚAR 1991
LINDIN í AUSTURSTRÆTI? Svo gæti farið að útsölu-
staður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Lindargötu
fiytji í hús það í Austurstræti sem kennt hefur verið við
Blöndalsætt.. Þar var Penninn síðast til húsa. Höskuldur
Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir málið í athugun, en verði af
flutningi mun verslunin verða á jaröhæð og í kjallara.
LOÐNU VERÐI LANDAÐ INNANLANDS: Verka-
mannasamband íslands lýsir yfir áhyggjum sínum yfir
þeim bágu horfum sem nú eru á veiðum á loðnu, sem verð-
ur í kjölfar þess að söltun síldar brást að verulegu leyti.
Verkamannasambandið telur að brugðist sé við loðnuleys-
inu á réttan hátt. Hins vegar telur það að veiðar þess
loðnumagns, sem leyft verður, verði skilyrtar við heima-
löndun. Aflabrestur hafi bitnað harðlega á hundruðum
landverkafólks, sem misst hefur tekjur svo hundruðum
milljóna skiptir.
MINKASKINNIN HÆKKA: Febrúaruppboðið á
minkaskinnum hjá Danske Pels Auktioner, sem lauk í
gær, gekk vel. Gott verð fékkst fyrir skinnin, enda fram-
boðið mun minna nú en ásíðasta ári, aðeins um 26 milljón-
ir skinna, en 40 milljónir í fyrra. Minnkaskinn hækkuðu
um 17% til jafnaðar og nær öll seldust. Best verð fékkst fyr-
ir Scanglow-högna, 1703 krónur ísl. og er það verðhækk-
un um 23%. Skinn af blárefum hækkuðu mun minna, og
silfurrefur lækkaði í verði, hins vegar hækkaði Blue Frost-
refur um 16%.
STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ LITHÁEN: utan-
ríkismálanefnd Alþingis hefur lagt fram tillögu um stjórn-
málasamband við Litháen, tillagan er svohljóðandi: ,,AI-
þingi ályktar að staðfesta viðurkenningu ríkisstjórnarinn-
ar frá 1922 á sjálfstæði lýðveldisins Litháens er í fullu gildi.
Alþingi styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar
1991 að verða við ósk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda í
Litháen um viðræður um stjórnmálasamband. Alþingi fel-
ur ríkisstjórninni að leiða málið til lykta með því að taka
upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem verða
má.“ Tillagan var í heild samþykkt með 41 atkvæði gegn
einu.
STUNDAKENNARADEILA FYRIR DÓMSTÓLA:
Félagsdómur þingfesti í dag mál Félags íslenskra náttúru-
fræðinga vegna stundarkennaradeilunnar í Háskóla ís-
lands. Félagið stefnir fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs. Náttúrufræðingar krefjast þess að viðurkenndur
verði réttur félagsins til að gera samninga við ríkið um
kaup og kjör fyrir stundakennslu þeirra félagsmanna sem
eru ríkisstarfsmenn og sinna slíkri kennslu við Háskóla ís-
lands en fullnægja ekki skilyrðum til aðildar að félagi há-
skólakennara.
LEIÐARINN Í DAG
Leitin að sökudólg í álmálinu er efni leiðara Alþýðu-
blaðsins í dag. Fjölmiðlar hafa að undanförnu verið
iðnir að gagnrýna Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
með beinum og óbeinum hætti fyrir að hafa stefnt
álmálinu í hættu. Alþýðublaðið segir að slíkar ásak-
anir séu bæði tilhæfulausar og ómaklegar. Ástæðan
fyrir töfum á frágangi málsins sé Persaflóastríðið og
sú ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að setja sér-
staka undirnefnd í orkusölusamninga á viðkvæmum
stigum álmálsins.
Verða barnaheim-
ilin elliheimili?
Gríðarleg fjölgun eldri borg-
ara á sér stað hér á landi eins
og víðar. Á ráðstefnu fjármála-
ráðherra um opinber útgjöld í
gær kom fram að svo kann að
fara að barnaheimilin verði síð-
ar nýtt í þágu eldri borgaranna.
5
Debetkortið takk!
Sýslumaðurinn í
Reykjavík
Bankastjórar landsíns tóku
virðulega fulltrúum fjölmiðl-
anna á skólabekk í gær og
kenndu þeim allt um banka-
kerfið í dag — og í framtíðinni.
Fram undan eru minni ávísana-
skrif. Það verður beðið um
debetkortið, takk!
ISýslumenn minna á sveitir
landsins. Ekki er þó langt í það
að Reykvíkingar fái sinn sýslu-
mann. Við segjum frá breyting-
um í dómskerfinu sem verða
með nýju Dómhúsi Reykjavík-
ur við Lækjartorg.
Skattawilnanir á íslandi
15 milljarðar
Skattaívilnanir ríkis-
ins eru lauslega áætlað-
ar um 15 milljardar
króna. Sem dæmi má
nefna að sjómannaaf-
sláttur samsvarar 1,1
milljarda króna lægri
tekjuskatti, vaxtabætur
til húseigenda um 1,6
milljörðum króna og
barnabætur og barna-
bótaauki um 4,4 millj-
örðum króna minna í
tekjuskatt.
Þetta kom fram á fjöl-
mennri ráðstefnu fjármála-
ráðuneytisins í gær um um-
svif hins opinbera. Hlutur
hins opinbera á íslandi er
hlutfallslega minnstur á
Norðurlöndum. Á næstu
árum mun ellilífeyrisþeg-
um fjölga mjög á íslandi en
börnum og unglingum
fækka að sama skapi. Ald-
urshópur 'þeirra sem eru
virkir í atvinnulífi mun
minnka. Þaö þýðir að færri
munu standa undir skött-
unum í framtíðinni. „Það
þarf að fjölga skattgreið-
endum og fækka skatt-
þiggjendum," sagði Vil-
hjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunar-
ráðs.
Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, segir
nauðsynlegt að hækka
laun opinbera starfs-
manna. „Það þarf að efla
velferðarkerfi sjúklinga í
stað sérfræðinga," sagði
formaður BSRB. Magnús
Pétursson, ráðuneytisstjóri
í fjármálaráðuneytinu,
kveður nauðsynlegt að op-
inberar stofnanir innheimti
gjöld fyrir veitta þjónustu.
Sjá fréttaskýringu á síðu
Afgreiðsiustúlka í Borgarapóteki réttir blaðamanni Alþýðublaðsins flösku með saltsýru með gömlu merkingunni. A-mynd E.ÓI.
SALTSÝRAN
ENDURMERKT
Mesta mildi þótti að ekki
varð stórslys þegar maður
ætlaði að þrífa steikar-
pönnu með saltsýru.
Eftir að maðurinn slasaðist
hefur enn einu sinni vaknað
spurningin og umræða um
hvort nægilega vel sé staðið
að merkingum á hættulegum
eiturefnum sem seld eru til al-
mennings.
í nokkrum apótekum sem
Alþýðublaðið hafði samband
við var búið að taka saltsýr-
una úr sölu, og var verið að
vinna að því að merkja vör-
una á annan veg en tíðkast
hefur. Næsta sumar á að taka
gildi ný reglugerð um flokk-
un, merkingu og meðferð eit-
urefna, hættulegra efna og
vörutegunda, sem innihalda
slík efni. í samtölum við apó-
tekara kom fram að nokkuð
er alltaf um það að hættuleg
efni séu seld og leiðbeining-
arnar hafi til þessa kannski
ekki verið nægilega góðar,
en vonandi verði nýjar reglur
um merkingu til þess að
draga úr hættunni á slysum.
RITSTJÓRN l 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRiFT OG AUGLÝSINGAR ® 625566