Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. febrúar 1991
INNLENDAR FRÉTTIR
FRÉTTIR
í HNOTSKURN
OSKUDAGSMERKI RAUÐA KROSSINS: eí„s „8
um áratuga skeið er öskudagurinn einn helsti fjáröflunar-
dagur Rauda kross íslands. Merki RKÍ verða seld um allt
land í dag — og án efa munu landsmenn styðja og styrkja
það fórnfúsa sjálfboðastarf sem hér er um að ræða. Merkið
kostar 300 krónur og mun koma í góðar þarfir, innanlands
og utan. í Reykjavík fær sölufólk merkin í Hótel Lind við
Rauðarárstíg, yngstu börnin þurfa að koma með skriflegt
leyfi foreldra sinna.
4-500 FJALLASKÁLAR: .Uppbygging skála á hálend-
inu hefur verið skipulagslaus og menn gera sér ekki grein
fyrir þeim vandamálum sem slík uppbygging hefur í för
með sér,“ segir Náttúruverndarráð. Ráðið telur að milli 400
og 500 kofa sé að finna í hálendinu, — ferðamannaskála,
gangnamannakofa og björgunarskýli. Skipulag ríkisins
vinnur nú að úttekt á mannvirkjum þessum og staðsetn-
ingu þeirra og er þegar búið að skrá 120 þeirra.
0FMIKIL ÚTGJALDAAUKNING: Alþýðusambandið
segir að mörg heimili ráði bókstaflega ekki við þá útgjalda-
aukningu sem tryggingafélög landsins ætla að leggja á
herðar þeirra með hærri iðgjöldum. Auk þess séu hækkan-
ir þessar hættulegt fordæmi fyrir önnur fyrirtæki í land-
inu. Gert er tilkall til tryggingafélaganna að þau yfirfari
málið að nýju og taki fyrri ákvarðanir um hækkanir til end-
urskoðunar. Forseti ASÍ hefur rætt málið við forsvarsmenn
tveggja helstu tryggingafélaganna.
VÍSITALAN HEFUR HÆGT UM SIG: Það er rólegt
yfir framfærsluvísitöiunni sem fyrr. Að sögn Kauplags-
nefndar, sem reiknar vísitöluna mánaðarlega, hefur hún
hækkað um 0,3% milli mánaða. Vísitalan í febrúar er
150,0 stig. Af einstökum hækkunum má nefna hækkun á
matvöru um 0,9%, sem hækkar vístitöluna um 0,2%, og
ýmsa þjónustuliði sem hækkuðu lítilsháttar. Hins vegar
lækkaði bensínverð um 3,8% um mánaðamótin og lækkar
það vísitöluna um 0,2%.
HITAVEITAN Á K0RT:
Hér eftir geta viðskiptavin-
ir Hitaveitu Reykjavíkur
látið færa greiðslur sínar á
Eurocard-,,töfrateppin“
sem sumir kalla krítarkort-
in í gamni. Boðgreiðslur
verða þá færðar mánaðar-
lega inn á kortin, upphæð
sem samsvarar áætlaðri
mánaðarlegri notkun. Ekki
hefur heyrst um samninga
við VISA..Á myndinni eru
þeir Atli Örn Jónsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri
Kreditkorta hf., og Gunnar
Bæringsson framkvæmdastjóri til vinstri á myndinni, en
til hægri þeir Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri og Ey-
steinn Jónsson, frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
MINNI TANNSKEMMDIR Á VOPNAFIRÐI: At-
hyglisvert er að tannheilsa barna á Vopnafirði er betri en
gengur og gerist hjá börnum á öðrum stöðum í landinu. í
Tannlæknablaðinu segir frá þessu. Þar segir frá rann-
sókn Sigurðar Rúnars Sæmundssonar tannlæknis og
Halldóru Bergmann tannfræðings á tönnum 47 vopn-
firskra barna. í ljós kom að börnin voru ekki illa haldin af
tannskemmdum miðað við önnur börn. Börn í sveitum
Vopnafjarðar hafa hins vegar heilbrigðari tennur en börn-
in í þorpinu. Fjögurra ára börn eystra reyndust fæst hver
hafa fengið skemmd í tennur og var hlutfallið hjá þeim
svipað og á Norðurlöndum öðrum en íslandi, þ.e. 65%.
ÁFRAM ÍSLAND - TIL MÓTS VIÐ NÝJA ÖLD:
Þetta er kjörorð Viðskiptaþings Verslunarrádsins sem
hefst á Hótel Sögu í dag. Þar verða kynntar og ræddar
skýrslur fimm nefnda sem starfað hafa fyrir þingið að einni
viðamestu stefnumótun sem unnin hefur verið fyrir ís-
lenskt atvinnulíf. Ljóst er að íslendingar verða að gera sér
grein fyrir stórkostlegum breytingum á alþjóðlegum vett-
vangi. Verslunarráðið gerir greinilega sitt í þeim efnum.
FULLORÐINSFRÆÐSLA: Gagnlegur bæklingur fæst
nú hjá Menntamálaráðuneytinu. Þar er fjallað um fullorð-
insfræðslu. Ráðuneytið lét taka saman upplýsingar um
hvar slíka fræðslu er að fá. Bæklingurinn leiðir í ljós að full-
orðið fólk á marga góða kosti til að efla andlegt atgervi sitt
með því að leita sér aukinnar fræðslu á ýmsum sviðum.
HÁSKÓLABORGARAR EFSTIR: Háskólamenn
tróna í efstu sætum á lista Alþýðubandalagsins í Austur-
landskjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hjörleiíur
Guttormsson líffræðingur verður í efsta sæti. Einar Már
Sigurðarson skólameistari í öðru, Þuríður Backmann
hjúkrunarfræðingur í þriðja og Álfhildur Ólafsdóttir bú-
fræðingur í fjórða sæti.
*
Forstööumaöur Veröbréfamarkaöar Islandsbanka um hlutabréfin
í Þormóöi ramma á Siglufiröi
Líklegast
einskis virði
„Okkar niðurstaða var
að hlutabréfin væru jafn-
vel einskis virði,“ segir
Sigurður B. Stefánsson,
forstöðumaður Verð-
bréfamarkaðar Islands-
banka, um mat á hluta-
bréfum í Þormóði
ramma.
í fyrrasumar voru aðilar
að Verðbréfamarkaði ís-
landsbanka beðnir um að
slá á virði hlutabréfa í út-
gerðarfyrirtækinu Þor-
móði ramma á Siglufirði.
Lýsti Sigurður B. Stefáns-
son, forstöðumaður Verð-
bréfamarkaðarins, munn-
lega sínum viðhorfum. Var
miðað við að nýr aðili
kæmi að fyrirtækinu til að
reka það áfram. Ríkis-
endurskoðun telur mat það
sem fjármálaráðuneytið
gekk út frá helmingi of lágt.
Sigurður B. Stefánsson er
ósammála því — og telur
reyndar að ríkið slyppi vel
frá málinu að fá ekkert fyrir
hlutabréfin.
„Það mætti þakka fyrir
að sala á eignum dekkaði
skuldir,“ segir Sigurður.
Skuldir Þormóðs ramma
eru 850—900 milljónir, en
deilt hefur verið um verð-
mæti kvótans. Ríkisendur-
skoðun telur hann 769
Sigurður B. Stefánsson:
Mættu þakka fyrir að sala
eigna hrykki fyrir skuldum.
milljóna króna virði. Sig-
urður B. Stefánsson segir
að verðmæti þeirra útgerð-
arfyrirtækja sem þegar séu
á hlutabréfamarkaði við
það miðuð að skipin haldi
kvótum, en kvótinn sé ekki
metin sér. Fyrir hafi legið
að sá aðili sem kæmi að
Þormóði ramma tæki á sig
ábyrgð á mörg hundruð
milljóna króna skuldum.
„Við nefndum ekki tölur
við fjármálaráðuneytið, en
okkar niðurstaða var að
hlutabréfin væru jafnvel
einskis virði," segir Sigurð-
ur B. Stefánsson í viðtali við
Alþýðublaðið.
Verslunarþing 1991 um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi:
Trúður og arabar
Krakkarnir í Hjallaskóla í Kópavogi tóku forskot á sæluna í gær, og héldu upp á öskudaginn
þótt sprengidagur væri. í dag verður frí í skólum. Laugavegskaupmenn hafa lofað krökkum
borgarinnar að lífga upp á miðbæinn íd ag og munu þau áreiöanlega þekkjast það boð.
— A-mynd E.ÓI. \
Takmarkanir geta
verið stórskaðlegar
„Takmarkanir á fjárfest-
ingum erlendra aðila í
sjávarútvegi bitna fyrst og
fremst á honum sjálfum
eins og þær eru settar
fram nú. Ekki verður séð
að þörf sé á iagaákvæðum
um takmarkanir á fjárfest-
ingum í orkufyrirtækjum
þar sem ríkiö hefur í raun
helgað sér þau réttindi
sem skipta einhverju máli.
Takmarkanir á fjárfesting-
um í bönkum eru of stífar,"
segir m.a. í ályktun frá
Viðskiptaþingi 1991 um
frumvarp til laga um fjár-
festingar erlendra aðila í
atvinnurekstri.
Fram kemur í samþykkt-
inni að í heild eru eignir er-
lendra aðila í íslenskum fyrir-
tækjum taldar nema 7.855
milljónum króna. Þar af eru
rúmar 4.000 milljónir kr. í ísal
og um 1.450 milljónir kr. í
Járnblendifélaginu hf.
í samþykkt Viðskiptaþings
segir m.a. um sjávarútveginn:
„Það sem fyrst og fremst
skiptir máli er íslensk lögsaga
og forræði yfir fiskimiðun-
um. Að fyrirkomulag fisk-
veiðanna fari alfarið eftir ís-
lenskum lögum hvort sem
núverandi löggjöf um fisk-
veiðar stendur um ókomin ár
eða ný skipan mála verði tek-
in upp.“
í samþykktinni segir enn-
fremur: „Takmarkanir á fjár-
festingum erlendra aðila í
sjávarútvegi geta því orðið
stórskaðlegar fyrir atvinnu-
greinina og framtíð hennar.
Þær munu kalla á uppdráttar-
sýki í greininni og gera henni
ókleift að þjóna hlutverki
sínu í íslensku atvinnulífi."
Þá er gagnrýnt að sam-
kvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að sérstakri þing-
nefnd sem leggi mat á ein-
stakar fjárfestingar erlendra
aðila. „Er nefndinni heimilt
að banna þessar fjárfestingar
ef hún telur þær vera „óæski-
legar". Slík nefnd er hreint
forneskjufyrirbæri og ekki til
þess fallin að vekja trú er-
lendra aðila á að festa sé mik-
il í stjórnarframkvæmd á ís-
landi."
Frumvarp um fjárfestingu
erlendra aðila í atvinnu-
rekstri er nú til meðferðar á
Alþingi.