Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. febrúar 1991 Greiöslumiölun á Islandi mun taka stakkaskiptum 5 UTLUM ÁVÍSUNUM SAGT STRÍÐ Á HENDUR Ávísanaheftið, gíróseðlarnir og kreditkortanóturnar kosta banka og viðskiptavini þeirra meira en tvo milljarða króna á ári. Trúlega eigum við innan tíð- ar eftir að sjá miklar brey tingar. M.a. færri litla tékka, sem þykja ekki lengur fýsilegur greiðslu- miðll, að minnsta kosti ekki í biðröðum á annatímum versl- ana, svo seinleg sem tékkaskrif eru. Þetta er mikið fé og ljóst að koma má við nýjum og ódýrari samskiptum manna á milli í greiðslumiðlun. Geir Magnús- son bankastjóri sagði frá vænt- anlegum nýjungum í greiðslu- miðlun á fundi sem yfirmenn bankanna áttu í gærdag með fulltrúum fjölmiðlanna. Geir sagði m.a. að 28,5 milljónir tékka kostuðu um 1250 milljónir á ári, ef gert er ráð fyrir að kostnaður við hvern tékka sé 44 krónur. Tékk- hefti með 25 blöðum kostar 220 krónur og fyrir þau greiða við- skiptamenn bankanna 250 milljónir á ári. Fjöldi gíróseðla á síðasta ári var 12,8 milljónir. Söluverð þeirra er 30 krónur og heiidarsöluverðið 375—380 milljónir króna. Þá er eftir að nefna nótur fyrir kreditkort, 12,5 milljónir slíkra sem að sjálfsögðu kosta skildinginn. Geir sagði að nauðsyn bæri til að finna ódýrari leiðir í greiðslumiðl- un. Þá kemur til sögunnar sú mikla tölvu- og fjarskiptatækni sem fyrir hendi er. Þær nýjungar sem rætt er um er þróun gírókerfisins, sjálfvirk- ar færslur í bönkum, svokallað EFT- POS-kerfi og debetkort. Varðandi fyrsta atriðið, sagði Geir að Gírónefnd hefði verið að kynna sér þessa þjónustu á Norðurlönd- um. Verið væri að vinna úr hug- myndum um breytta tilhögun og ættu niðurstöður að liggja fyrir inn- an tíðar. Sjálfvirkar skuldfærslur í bönkum má nota í skuldfærslu i tékkavið- skiptum, við afborganir lána, greiðslu kreditkortareikninga og fleira. Hér er átt við færslu sem hægt er að skrá inn á tölvu, sem síð- an sér um að útbúa skuldfærsluna án þess að mannshöndin komi nærri. Mun þessi aðferð spara mjög í rekstri banka og leiða til fljótari og öruggari sendingaþjónustu í erlend- um viðskiptum. Geir ræddi um svokallað EFT- POS-kerfi, en hlutverk þess hér á landi verður að hans sögn að ná fram hagræðingu og lækkun kostn- aðar i greiðslumiðlun landsins. Áhersla er lögð á sjálfvirka skrán- ingu færslna vegna greiðslukorta og upptöku debetkortanna, sem ætlað er að leysa tékkaviðskipti af hólmi að hluta til. Geir taldi að umsjón þessa kerfis yrði falin sérstöku fyrir- tæki sem hefði með alla þjónustu að gera, bæði gagnvart smásöluaðilum og greiðslukortum, innlendum sem erlendum. Tölvuvinnsla yrði hins vegar hjá Reiknistofu bankanna. Þetta kerfi á að spara bönkum og verslunar- og þjónustufyrirtækjum verulegt fé. Debetkortin sagði Geir að mundu leysa tékkana af hólmi að hluta. Þau verða afhent þeim sem trausts njóta eingöngu. Með þessum kortum komast t.d. kaupmenn eða veitinga- staðir í beint samband við reikning viðkomandi viðskiptavinar og skuldfæra hann. Með slíku korti má leggja niður hinar hvimleiðu og dýru skriftir á ávísunum. Þetta kerfi hefur verið reynt allvíða, m.a. í Finnlandi og gefið góða raun. Reynslan sýnir að um 40% tékka sem koma í bankana eru að and- virði undir 2000 krónum að sögn Geirs Magnússonar, og 90% þeirra voru undir þeim mörkum sem bankarnir taka ábyrgð á, þ.e. 10 þús- u>.' krónum. Debetkortin veita líka öryggi í verslun og viðskiptum, þar eð þá þarf ekki lengur að liggja með fjármuni eða flytja þá á milli staða í sama mæli og verið hefur. 0SKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Árvisst hafa skólabörn um allt land aðstoðað Rauðakrossdeildirnar við LANDSSÖFNUN þennan dag. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki dagsins og styrkjft þannig hjálparstarf Rauða krossins. MERKJASÖLUDAGUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722 ARGUS/SIA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.