Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTASKÝRING Miðvikudagur 13. febrúar 1991 fímm góð forrit til Iðnskólans Iðnskólinn í Reykjavík fékk að gjöf fimm góð forrit sem notuð verða við kennslu í bókiðna- Óeild í framtíðinni. Það var Fróöi Björnsson, framkvæmdastjóri Tölvustofunnar hf., sem kom færandi hendi (til vinstri á mynd- inni) og gaf hönnunarforrit frá Letraset. Ingvar Ásmundsson, skólastjóri tók við gjöfinni. Birgir sýnir hjá Sævari f»að er ekkert lát á myndlistar- kynningum Sœvars Karls í Bankastrætinu. Þessa dagana gleðja verk Birgis Björnssonar augu viðskiptavinanna. Birgir er 29 ára gamall, menntaður héðan að heiman og frá Bergen. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar í Noregi og tekið þátt í samsýn- ingum hér á landi. Sýningin stendur til 8. mars, opið á versl- unartímum. Kosningaár óhagstætt efnahagslifi? Jón Gunnar Þorsleinsson, for- stjóri í Frigg, lætur hafa eftir sér í blaði iðnrekenda að „kosninga- ár hefur sjaldan verið iðnaðin- um og efnahagslífinu hagstætt". Jón Gunnar segir hins vegar að fyrirtæki hans miði sínar áætl- anir við 10% verðbólgu — sem hlýtur þó að vera nokkur ný- lunda hér á landi. Sé kenning forstjórans rétt hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort íslendingar hafi efni á að hafa kosningar fjórða hvert ár. ... eins og Sniglamir mundu orða það Sniglarnir, mótorhjólagæjar á öllum aidri, sem þeysa (oft yfir hraðamörkum) um götur borg- arinnar, gefa út sitt eigið blað, og birta þar sínar forystugreinar. Þeir hafa sitt orðalag, þegar kvartað er yfir of háum gjöldum tryggingafélaga. Þessir ágætu leiðarar eru ekki lesnir í RÚV og birtum við því sýnishorn: „Tryggingamenn aftur á móti líta örlítið mislitum augum á málið en þeir fundu týnda hlekk- inn með þvi að kenna 17 ára gömlum Sjimpansa að snúa upp á handfang og horfa beint fram eftir þráðbeinni línu og reyndu svo að mæla muninn á Snúlla og shimpanum í venjulegri umferð en hann var varla mælanlegur og þess vegna er apinn settur í sama áhættuflokk og Snúlli en sá flokkur hækkar í beinu sam- bandi við hestöfl plús plast deilt með fjölda punghára viðkom- andi Snúlla". Sem sagt, bara smá sýnishorn! Opinber rekstur undir smásjá Velferð sjúklinga - ekki sérfræðinga Sviar eru nú aö feta i fótspor íslendinga i skattamálum. Opinber útgjöld eru hlutfallslega miklu lægri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Hér eru þau borin saman við landsframleiðslu. Er velferðarkerfid komið að fótum fram? Eru skattar komnir i hó- mark baeði siðferðilega og efnahagslega? Munu verkefni hins op- inbora þvi dragast sam- an ó nmstu áratugum þrátt fyrir að almenn- ingur kalli á siaukna og bætta þjónustu? Þotta voru viðfangs- efni sem fjallað var um i gmr á sórstakri ráð- stefnu fjármálaráðu- neytisins um opinber umsvif. ÞORLÁKUR HELGASON ___________SKRIFAR____________ Að fara fram úr sjálfum sór___________ Undirstaða aukinna umsvifa hins opinbera er hagvöxtur. Þá því aðeins má gera ráð fyrir að þjón- usta vaxi að meira sé til skiptanna. Um mörg undanfarin ár hafa út- gjöld á Vesturlöndum til heilbrigð- ismála, menntamála o.fl. vaxið umfram hagvöxt. Þar er nú svo komið að hið opin- bera getur ekki að óbreyttu staðið undir kröfum sem almenningur gerir til opinberar þjónustu. Fari ríkisvaldið fram úr sköttum í útgjöldum, þarf að leita á lána- markaðinn. A íslandi hefur þetta leitt til þess að vextir hafa hækkað (vegna samkeppni við ríkið sem þarf á peningum að halda). Kemur það einstaklingum og fyrirtækjum í koll með auknum tilkostnaði. Ríkið hefur einnig gripið til þess að prenta meiri peninga með þeim afleiðingum að verðbólga hefur magnast. Þetta er hluti af hinum beina hagfræðilega vanda sem við er að glíma í augnablik- inu. Í fólspor íslendinga Nágrannar okkar beita ýmsum aðferðum til að ná betri árangri í ríkisbúskapnum. Svíar gjörbyltu skattakerfinu um áramót og feta nú í fótspor íslendinga. Þeir breikka stofn virðisaukaskattsins og selja fyrirtæki eins og Orku- stofnunina sænsku. Fram undan er niðurskurður og þeir ætla að ná fram 10% meiri afköstum i ríkis- rekstri með því einfaldlega að draga úr framlögum til opinberra stofnana um 10% á næstu þremur árum. Vaxa úfgjöidin gf_____________ sjáifu sór?___________________ A ráðstefnunni í gær, sagði Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hlut- verk hins opinbera einkum þrí- þætt: 1) Að tryggja öryggi og réttar- stöðu einstaklinga. 2) Aðtryggjaframfarirísamfélag- inu með því að nýta sem best mannafla, fjármagn og hráefni. 3) Að tryggja jafnræði í samfélag- inu meðal annars í gegnum skatta- kerfið sjálft og með margvíslegum bótum. Magnús kvað rangt að opinber útgjöld lifðu sjálfstæðu lífi, eins og oft væri haldið fram. „Akvarðanir lýðforingjanna sjálfra eru venju- lega spegilmynd ríkisins." Sagði Magnús að almenningur hefði til dæmis mjög sterka stöðu til að hafa áhrif á löggjafann í mannúð- armálum. Þá væri þrýstingur ein- staklinga, fjölmiðla og hagsmuna- samtaka þungur. Hluti af stuðningi ríkisins við menn og málefni er ekki alltaf sjá- anlegur. Benti Magnús á að skatta- ívilnanir rikisins hefðu á síðast- liðnu ári numið 15 milljörðum króna og nefndi m.a. að: — Sjómannaafsláttur hefði komið fram í 1,1 milljarða kr. minni tekju- skatti. — Vaxtabætur til húseigenda (ekki leigjenda) næmi 1,6 milljörð- um króna. — Barnabætur og barnabótaauki hefði verið 4,4 milljarðar kr. Þá myndi sjávarútvegur, land- búnaður og iðnaður greiða 1,9 milljörðum hærra tryggingaið- gjald á þessu ári, væri lagt sama gjald á þessar greinar og aðrar at- vinnugreinar. ►ari að breyta_______________ dagvistarstoffnunum i elllhaimiH?________________ Breytt aldurssamsetning og mannfjöldi á komandi árum skýra ekki nema takmarkaðan hluta út- gjaldaauka hins opinbera á undan- förnum árum. Fólk krefst fyrst og fremst bættrar þjónustu og það kostar sitt. Hinu er ekki að leyna að gjörbreytt mynstur hlýtur að kalla á aðra þjónustu en nú er. Gert er ráð fyrir að börnum og unglingum á íslandi á skólaaldri (7—24 ára) fækki úr 76 þúsund 1985 í 58 þúsund í lok annars ára- tugar næstu aldar. „Við þurfum að breyta dagvistarstofnunum í elli- heimili," sagði einn ráðstefnugesta í gær. Börnum 1—6 ára mun fækka úr 30 þúsund i dag í liðlega 20 þúsund árið 2010, en á sama tíma mun fólki 65 ára og eldra fjölga um helming. Árið 1985 voru 25 þúsund ellilífeyrisþegar á ís- landi en um 2010 verða þeir 48 þúsund. Fmrri borgq skaWa____________ i fframtiðinni Þetta kallar auðvitað á stór- aukna þjónustu við aldraða sam- fara því sem aldurshópur þeirra sem eru virkir á vinnumarkaði dregst verulega saman. Með öðr- um orðum; færri munu standa undir sköttunum. Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs, sagði i gær að brýnt verk- efni væri að fjölga skattgreiðend- um og fækka skattþiggjendum. Það kann að reynast erfitt, þeg- ar hópar sem þu rfa meiri þjónustu stækka, og engin ástæða er til að ætla að almenningur vilji ekki enn bætta þjónustu. Erfitt mun reynast að færa fólk milli starfa. Skrifstofu- stjóri í norska fjármálaráðuneyt- inu sagði frá því á ráðstefnunni að færa þyrfti kennara yfir í heil- brigðiskerfið, þar sem nemendum fækkaði. íslendingar verða á næstu árum að glíma við sömu vandamál og frændur okkar á hin- um Norðurlöndunum. Heilsusplllandi_____________ heilbrigdiskerH_____________ Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum gælt við ýmsar hugmyndir um verulegar breytingar í ríkis- rekstri. Almenningur á íslandi er tæpast tilbúinn að taka á sig koll- steypur sem stendur. Glíman við verðbólguna hefur gengið nærri láglaunafóiki. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, sagði á ráð- stefnunni að stórlega yrði að hækka laun hjá rikinu og efla vel- ferðarkerfið. Samhliða þyrfti að breyta ýmsu í atvinnulífi, m.a. í landbúnaði. Stjórnmálamenn hefðu þó ekki dug til þess. Þá þyrfti að koma fyrirtækjum af rík- isjötunni, þar sem þau hefðu hvilt og þegið ölmusur um hríð. Ög- mundur gagnrýndi ýmsar vanga- veltur um einkarekstur. Hann kvaðst t.d. ekki fallast á það kæmi einkarekstri eitthvað við, ef lækn- ir á spítala beindi sjúklingi á einka- stofu sína úti í bæ — og sendi síðan reikninginn rakleiðis til ríkisins. Hörður Bergmann upplýsinga- fulltrúi gekk svo langt að fullyrða að fengi „sérfræðingaveldið“ að vaða áfram með þeim afleiðingum að allir enduðu i rannsóknum og pappírsvinnu (af því að það væri svo fínt), leiddi það um síðir til þess að heilbrigðiskerfið yrði heilsuspillandi. Starfsmenn fjar- lægðust viðfangsefnið, sem væri sjúklingurinn sjálfur. Ögmundur tók í sama streng og sagði nauð- synlegt að efla velferðarkerfi sjúk- linga en ekki sérfræðinga. OreiH baint ffyrir__________ þjénustuna__________________ Við þurfum að gera grein fyrir hvaðan peningurinn kemur í vel- ferðina, sagði Markús Möller hag- fræðingur á ráðstefnunni. Hann sagði nauðsynlegt að raða skött- unum í forgangsröð alveg eins og útgjöldunum. „Ríkið er í vasabillj- ard. Það veltir peningum á milli og það vilja koma göt á vasana," sagði Markús. Magnús Pétursson spurði hvort við værum tilbúin að greiða meira fyrir þjónustuna beint. Notenda- gjöld er eitt lausnarorða hjá þeim norrænu þjóðum sem lent hafa í kreppu með ríkisf jármálin. í fram- tíðinni verður fremur spurt um markmið en hvernig peningunum er eytt. Með því að láta notandann greiða meira fyrir þjónustuna er reynt að draga úr eftirspurn og rík- ið fær inn tekjur. Með notendagjöldum má kom- ast betur að því hvort opinberi geirinn er rekinn af skynsemi. Öll verkefni hins opinbera verða þó ekki fjármögnuð með notenda- gjöldum vegna markmiða um lífs- kjarajöfnun. Það er heldur ekki eðlilegt að ríkisfyrirtæki sem búa við einok- un geti lagt á óheft þjónustugjöld. Þá er hætta á að stofnanirnar fái óþarflega háar tekjur og starfsem- in vaxi umfram þarfir. Rikið uppeldistœki Islendingar hafa enn ekki siglt í þau öngstræti sem önnur Norð- urlönd eru nú að reyna að rata út úr. Óskir um jöfnuð og réttlæti munu ekki dvína. „Hið opinbera á í vök að verjast, þannig að al- mannaheill er ógnað," sagði Páll Skúlason prófessor á ráðstefn- unni. Páll sagði hið opinbera upp- eldistæki samfélagsins. Það yki á skiining manna á meðal, væri því rétt beitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.