Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.02.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. febrúar 1991 Verður dómskerfið skilvirkara? NÝTT DÓMH ÚS — HVAÐ BREYTIST? Núna þegar ákveðið heffur verið að setja á steffn sér- stakt Démhús Reykjavikur i húsi Útvegsbankans sál- uga við Lsekjartorg spyrja menn sem sve, er nú verið að búa til enn eína stoffnunina? Og hvaða þýðingu heffur þetta ffyrir almenning, verður démskerffið skilvirkara, eða einfaldara? Eða breytist yfirleitt eitthvað? BJÖRN HAFBERG SKRIFAR Þriskiptingin augljésari Alþýðublaðið hafði samband við Georg K. Lárusson borgardómara og hann sagði: „Með tilkomu Dóm- húss Reykjavíkur á Lækjartorgi verður þrískipting ríkisvaldsins vonandi skýrari en áður í huga al- mennings og stjórnvalda. Það er að segja, löggjafarvaldið er á Alþingi, framkvæmdavaldið í höndum ráð- herra og ríkisstjórnar og dómsvald í höndum dómenda." Á næsta ári er gert ráð fyrir að nú- verandi Borgardómur, Sakadómur Reykjavíkur, Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum og að hlut embætti borgarfógeta sameinist í einum dómstói, Héraðsdómi Reykjavíkur. Þessi breyting er liður í umfangs- mikilli stjórnkerfisbreytingu sem verður við gildistöku laga um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds, sem tekur gildi um mitt næsta ár. Sérstakir____________________ héraðsdémstélar______________ Þessi breyting merkir í raun það að eftir gildistöku laganna verða starfræktir sérstakir dómstólar sem sinna ekki öðru starfi en því að kveða upp dóma. Önnur þjónusta margskonar, eins og þinglýsingar, fjárnámsaðgerðir, giftingar og fleira sem hingað tii hefur verið hluti af starfi dómara, verður ekki lengur í þeirra höndum. Þessi þjónusta verð- ur ekki til húsa í nýja Dómhúsinu við Lækjartorg, heldur líklegast i húsi borgarfógetaembættisins við Skógarhlíð. Georg segir að með þessum aðskilnaði sé verið að færa þessi mál í það horf sem allstaðar á Vesturlöndum þyki sjálfsagt, þ.e. að dómarar séu eingöngu dómarar en sinni ekki þjónustu eða hagsmuna- gæslu af nokkru tagi. Segja má að um síðustu áramót hafi verið stigið fyrsta sporið í þess- um aðskilnaði þegar dómsvald var tekið af sýslumönnum í þeim saka- málum sem þeir sjálfir höfðu annast rannsókn á. í staðinn var stofnað sérstakt embætti héraðsdóms sem staðsett er á átta stöðum á landinu. Breytingin sem verður í Reykjavík er álíka. Sérstakur dómstóll sér ein- göngu um að kveða upp dóma en sinnir ekki öðrum störfum. Hvert á almenningur að lelta?____________________ Fram kom í samtalinu við Georg að helsta breytingin fyrir almenning væri fólgin í því að öll þjónusta, eða stjórnsýsluathafnir eins og það heit- ir á lagamáli, verður á einum stað, og dómsuppkvaðningar á öðrum, en ekki á mörgum stöðum eins og hingað til. Með öðrum orðum merk- ir þetta að eftir breytinguna á fólk að geta á einum stað fengið þjón- ustu sem hingað til hefur þurft að sækja á marga staði. Georg sagði að það væri trú manna og von að eftir þessar breytingar yrði mynd manna Sýslumannsembættið Skógarhlíð 6 1992 Þinglýsingar Skiptaréttur Gjaldþrot Dánarbú Uppboösréttur Hjónaskilnaöir Fjárnám Lögtök Dómhús á Lækjartorgi 1992 Öll dómsýsla Einkamál Sakamál Öll mál sem veröa aö ágreiningsmáli Borgardómari Túngötu 1992 Engin starfsemi ■ jjs L jSM 1l5» rjvl ■ Gamla Útvegsbankabyggingin fær nú nýtt hlutverk, — verður að dómhúsi höfuðborgarinnar. af öllum þessum málum skýrari. Georg sagði að „ekki væri hægt að ætlast til þess að fólk gerði sér al- mennilega grein fyrir hver væri munurinn á öllum þessum stofnun- um eins og á Sakadómi, Borgar- dómi, Borgarfógeta, þetta hljómar meira og minna óskiljanlega í eyru flestra." Verdur démskerfflð____________ siálffvirkarq?________________ Friðgeir Björnsson yfirborgar- dómari sagði að allar líkur bentu til þess að þessi breyting myndi gera dómskerfið skilvirkara, og vonandi ódýrara í rekstri. í stað þess að nú eru fjórir aðilar sem sinna þessum málaflokkum verða tveir, og öll sameiginleg jjjónusta, s.s. bókasafn, matsalur, og almenn skrifstofuþjón- usta sem fylgir svona starfsemi, verður einfaldari og vonandi ódýr- ari. Með þessum breytingum á dómsöryggi einnig að aukast, sömu aðilar koma aldrei til með að annast bæði rannsókn og dómsuppkvaðn- ingu eins og tíðkast hefur a.m.k. víða á landsbyggðinni. RSK Löggiltur endurskoðandi Við embætti ríkisskattstjóra hefur verið stofnuð ný deild, endurskoðunardeild, er hafa skal með höndum eftirlit og umsjón með endurskoðun atvinnurekstrar- framtala í landinu auk þess að vera stefnumótandi aðili í endurskoðunaraðferðum og gerð samræmds árs- reiknings. Ríkisskattstjóri leitar að forstöðumanni endurskoðun- ardeildar sem skal vera löggiltur endurskoðandi og uppfylla að öðru leyti skilyrði 86. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Nánari upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðarson vara- ríkisskattstjóri í síma 631100. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt öðrum upplýsingum er máli kunna að skipta sendist ríkisskattstjóra fyrir 20. febrúar nk. iDAGSKRAINl Sjónvarpið 17.50 Töfraglugginn 18.50 Tákn- málsfréttir 18.55 Poppkorn 19.20 Staupasteinn 19.50 Jóki Björn 20.00 Fréttir og veður 20.40 A tali hjá Hemma Gunn 21.45 Skuggsjá 22.00 Vetrarbörn (Vinterbörn) 23.00 Ellefu- fréttir 23.10 Vetrarbörn — frh. 23.50 SKY. siöða 16.45 Nágrannar 17.30 Glóarnir 17.40 Tao Tao 18.05 Albert feiti 18.30 Rokk 19.19 19.19 20.10 Vinir og vandamenn (Beverly Hills 90210) 21.45 Tindátar 22.20 Tiska 22.50 ítalski boltinn 23.10 Leikaraskapur (The Bit Part) 00.40 CNN. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir og morgunauki 08.15 Veður- fregnir 09.00 Fréttir 09.03 Laufskál- inn 09.45 Listin að spá í hið ókomna 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veðurfregnir 10.20 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgun- auki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veð- urfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dán- arfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Út- varpssagan: Göngin 14.30 Miðdeg- istónlist 15.00 Fréttir 15.03 í fáum dráttum 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar m45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal 21.00 Tónmenntir 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Úr Hom- sófanum í vikunni 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Tónmál 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 16.00 Fréttir m03 Dagskrá 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram 18.00 Fréttir 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöld- fréttir 19.32 Gullskífan 20.00 Lausa rásin 21.00 Söngur villiandarinnar 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Hafþór Freyr Sigmundsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Há- degisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í dag 18.30 Þorsteinn Ásgeirsson 22.00 Haraldur Gíslason 23.00 Kvöldsögur 24.00 Haraldur heldur áfram 02.00 Þráinn Brjáns- son. Stjaman 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin — stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppa- vinir 20.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næt- urbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblað- ið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 16.30 Akademían 19.00 Kvöldtónar 20.00 Á hjólum 22.00 Sálartetrið 24.00 Næturtónar Aðal- stöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.