Alþýðublaðið - 28.02.1991, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 28. febrúar 1991 5 Húsnœdismálin off Byggingarsjóður ríkisins: A lexanders-kerfið verði lagt niður Húsnæðiskerfið hefur verið að breytast allveru- lega ó siðustu árum. Reyndar má segja að það hafi tekið stakkaskiptum. Það skiptist nú i tvo meginfar- vegi, almenna kerfið og félagslega kerfið. Almenna kerfið byggist á svokölluðu húsbréfakerfi en innan félagslega kerfisins er að finna nokkur form, leigu- ibúðir, kaupleiguibúðir og eignaribúðir. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Húsnæðismálin eru kominn í fokhelt ástand og vel það eftir þær breyt- ingar sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur staðið fyrir. Menn geta síðan skemmt sér við að rífast um hvernig hinum endanlega frágangi verður háttað. Mikið hefur verið rætt og ritað um húsnæðismálin á síðustu ár- um. Almenningur virðist hafa átt erfitt með að átta sig á um hvað einstakir þættir þeirra snúast eða hvert er verið að fara. Þótt vissu- lega megi segja að húsnæðismálin hafi verið að færast í skynsamlegt óg nútímalegt form hefur það engu að síður mátt sæta harðri gagnrýni. Hluti af henni verður að flokka sem pólitískt argaþras. Jóhanna og Alexander — andstæðir pólar___________ Umræðan hefur mikið snúist um að húsnæðiskerfi sé allt í ólestri, komið í þrot, gjaldþrota og botnlaust fen. Um það eru flestir sammála þótt um allt annað séu menn ósammála sem þessum hlutum tilheyra. Húsnæðiskerfið stefnir vissulega í gjaldþrot að óbreyttu. Um það eru andstæðir pólar í húsnæðismálum sammála sem endurspeglast í Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra og Alexander Stefánssyni, fyrr- verandi félagsmálaráðherra. En um hvað eru menn þá ósammála? Árið 1986 var komið á fót hús- næðislánakerfi undir forystu þá- verandi félagsmálaráðherra, Al- exanders Stefánssonar, í ágætri samvinnu við aðila vinnumarkað- arins. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýndi það kerfi harkalega á sínum tíma og kvað það aldrei geta gengið upp. Megininntak gagnrýni hennar var að niður- greidd húsnæðislán skyldu veitt öllum án tillits til lánsþarfar, tekna og eignastöðu. Á daginn hefur komið að allt megininntak gagnrýni Jóhönnu hefur reynst rétt. Strax myndaðist óhemjumikil eftirspurn eftir þess- um lánum. Það eitt og sér að fá lán var vænleg ávöxtunarleið því auð- veldlega mátti ávaxta húsnæðis- lán á um helmingi hærri vöxtum hjá verðbréfafyrirtækjum, i bönk- um eða með kaupum á ríkis- skuldabréfum. Þannig græddu ýmsir á því að fá lán án þess að nota þau nokkurn tímann í þágu íbúðarkaupa. Hver á að greiða____________ vaxtamismuninn?_____________ Eftirspurn eftir húsnæðislánum var það mikil að fyrirséð var að sí- fellt þyrfti hærri framlög úr ríkis- sjóði til að greiða mismun á inn- láns og útlánsvöxtum húsnæðis- lána. A sama tíma og Byggingar- sjóður ríkisins veitti almenn lán með 3,5% vöxtum varð hann að taka að láni fé með um það bil 6% vöxtum, m.a. af lífeyrissjóðunum. Slíkur vaxtamunur er fljótur að framkalla óheyrilega þörf fyrir ut- anaðkomandi fjármagn. Það má til sanns vegar færa að það er ákaflega fallega hugsað að veita öllum landsmönnum niður- greidd lán. Eftir stendur hins veg- ar hver á að greiða vaxtamismun- inn? Vart er nokkur aðili tilbúinn til þess nema ef vera skyldi ríkið. Það myndi hins vegar kalla á milij- arða eða tugmilljarða króna milli- færsiu úr einum vasa í annan hjá sömu einstaklingunum. Það muni kalla á meiri skattheimtu sem leggðist á þá hina sömu og slík lán fengju. Auðvitað má hugsa sér að það verði hlutverk ríkisins að sjá öllum fyrir ókeypis húsnæði og ríkið rukki þegnana fyrir slíkt í gegnum skattakerfið. Það væri í anda þess hagkerfis sem ríkt hefur í áður svokölluðum Austantjaldsríkjum og beðið hefur algert skipbrot, þ.e. kommúnismans. Raunar má telja fullvíst að slíkt kerfi á sér formæl- endur fáa hér á landi. Alexanders-kertfið____________ sjáltfdaut*___________________ Það má segja að húsnæðislána- kerfi Alexanders frá árinu 1986 sé sjálfdautt. Endanlegan dauðadóm yfir því kerfi kvað upp Ríkisendur- skoðun í skýrslu sinni um bygging- arsjóðina. Niðurstaðan var sú að kerfið gengi ekki upp og að óbreyttu stefndi Byggingarsjóður ríkisins í gjaldþrot nema ríkisfram- lög til sjóðsins næmu tugum millj- arða króna. Þetta mátti hverjum manni ljóst vera vegna þess vaxta- munar sem viðgekkst í kerfinu frá árin 1986 og gilti fyrir alla. Einstaka illa gerðir stjórnmála- menn og vankunnartdi frétta- menn gerðu að því skóna að hér væri við að fást vanda sem væri tilkominn vegna þeirra breytinga sem Jóhanna Sigurðardóttir hafði gert eða var að gera á húsnæðis- lánakerfinu. Slíkt er fjarstæða. Húsbréfakerfið er t.d. tilkomið til að vinda ofan af þeirri vitleysu sem komin var í gang, sem stefndi bæði byggingarsjóðunum og ríkis- sjóði í gjaldþrot. Það þarf ekki að koma á óvart að „hagspekingar" í pólitík, sem vanist hafa milljarða austri í von- lausa atvinnustarfsemi, sjái ekki ofsjónum yfir einhverjum millj- örðum til húsnæðismála. Engu að síður verða menn aðeins að hug- leiða hvað er skynsamlegt og hvað er réttlátt. Tillit tekið tll______________ tekna og eigna________________ Félagslega húsnæðislánakerfið gerir ráð fyrir niðurgreiddum vöxtum til lántakenda ólíkt hús- bréfakerfinu. Þar er tekið tillit til þarfa fólks fyrir stuðning til að komast yfir eða eignast húsnæði. Þar er tekið tillit til tekna og eigna fólks og jafnsjálfsagðs hlutar eins og hvort viðkomandi eigi íbúð fyr- ir. Því var ekki að heilsa í Alexand- ers-kerfinu frá 1986 og er þar því reginmunur á. Þá geta menn haft á því skoðan- ir hvort ríkið eigi yfirleitt að skipta sér af því hvort almenningur í þessu landi geti eignast eða kom- ist yfir öruggt húsnæði. Almennt virðast menn þó sammála um stuðning ríkisvaldsins til þess að sem flestir geti eignast húsnæði auk þess sem það hefur verið í verkahring sveitarfélaganna að aðstoða þá sem ekki geta aflað sér húsnæðis af eigin rammleik. Deilur um húsnæðismálin nú snúast því fyrst og fremst um hvernig á að standa að stuðningi við þá sem vilja eignast eigið íbúð- arhúsnæði og hversu víðtækur sá stuðningur á að vera. Auk þess hafa verið á lofti tillögur um að þeir sem leigja eigi einnig rétt á opinberum stuðningi við öflun íbúðarhúsnæðis ekki síður en þeir sem kaupa. Lögð til lokun kertfisins tfrá 1986___________ í gær lagði Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra fram frumvarp um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar er gert ráð fyrir að hætt verði að taka á móti umsóknum sam- kvæmt Alexanders-kerfinu frá 1986. í athugasemdum með frum- varpinu er vitnað í niðurstöður ráðherranefndar, sem í sátu auk Jóhönnu, Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráð- herra, þar sem segir: ,,Að óbreyttu stefnir í að Byggingarsjóður ríkis- ins verði gjaldþrota eftir rúman áratug." Síðan bendir nefndin á eftirfarandi að til að snúa þróun- inni við: „Hætt verði að taka við umsóknum um lán úr lánakerfinu frá 1986 og flutt um það frumvarp á yfirstandandi þingi." í frumvarpi félagsmálaráðherra sem byggist á niðurstöðum ráð- herranefndarinnar er jafnframt gert ráð fyrir að þeir sem bíða í biðröð kerfisins frá 1986 geti stað- fest umsóknir sínar og fái þá af- greiðslu á næstu þremur árum og vextir verði 5% í stað 4,5% eins og verið hefur. Þá er gert ráð fyrir að lán sem veitt voru eftir 1. júlí 1984 beri 5% vexti 10 árum eftir stofn- dag láns. Tæknilegir og_________________ pólitfiskir örðugleikar Það hefur ekki gengið þrauta- laust að koma á fót hér viðunandi húsnæðiskerfi. Þær breytingar sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur barist fyrir eru allar í þá átt. Eðli- legt er að þegar um nýja löggjöf er að ræða og nýjar leiðir eru farnar þurfi að gera einhverjar breyting- ar og betrumbætur í Ijósi reynsl- unnar. Tæknilegir örðugleikar hafa verið hverfandi í húsbréfa- kerfinu og í nýja félagslega hús- næðiskerfinu. Þá má alltaf laga. Pólitískir örðugleikar hafa hins vegar reynst öllu meiri. Jóhönnu hefur reynst erfitt að ná fram þeim breytingum sem hún og ráðgjafar hennar í húsnæðismálum hafa tal- ið nauðsynlegar. Því hefur hún þurft að þoka málum í gegn skref fyrir skref í samkomulagi við ýmsa á Alþingi. Stjórnarþing- menn hafa ekki staðið einhuga að baki henni og ber að sjálfsögðu hæst andstöðu Alexanders Stef- ánssonar, fyrrverandi félagsmála- ráðherra. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt Jóhanna sé að bera fram frumvörp sem viðbót við það sem þegar hefur verið samþykkt í húsnæðismálum. Reyndar tala sumir um breytingar þær sem Jó- hanna hefur staðið fyrir sem „bútafrumvarpið". Engu að síður ber flestum, sem til húsnæðismála þekkja, saman um að þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á hús- næðiskerfinu séu af hinu góða og ýmsar þeirra reyndar bráðnauð- synlegar. Menn geta svo endalaust fundið sér ástæðu til að þrasa um einstaka þætti og ýmis smáatriði sem minna máli skipta. Eftir stendur að húsnæðismálin eru á réttri leið. Mat sérfræðinga í flugheiminum VERÐMÆTI FLUGFLOTA FLUGLEIBA HRAPAR fUþan&veittasi -smekkkonur segja slna skoðun Yfirlæknir í skurðlækningum á Landspítalanum SÁ HÆFASTI -barþjónar svara því Hverjir eru gallar Davíðs og Þorsteins og hverjir eru kostir þeirra? -sjálfstæðismenn svara því PRESSAN ps. Reimar frændi er í PRESSUNNI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.