Alþýðublaðið - 12.03.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Síða 2
MNlUBim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 A LÞÝDUFL OKKURINN 75 ÁRA Mlþýðuflokkurinn er 75 ára í dag. Alþýðuflokkurinn er upp á dag jafngamall Alþýðusambandi íslands enda var flokkur og verkalýðssamband eitt og það sama frá stofnun 1916 fram til ársins 1940. Tveimur árum áður hafði Alþýðuflokkurinn orðið fyrir miklu áfalli er flokkurinn klofnaði vegna innri deilna og slit urðu milli flokksins og verkalýðshreyfingar. Eftir stóðu tvær fylkingar, lýðræðislegir jafnaðarmenn Al- þýðuflokksins og kommúnistar Sósíalistaflokksins sem enn áttu sér draum um valdatöku með vopna- valdi. íslensk alþýðuhreyfing hefur aldrei náð sér á strik síðan sem sameinað heildarafl. Þessi harmsaga íslenskrar alþýðuhreyfingar gerði íhaldsöflunum auðvelt að ná undirtökunum í íslensku stjórnmála- og þjóðlífi. Það varð þeirra hlutverk að deila og drottna. Það varð hins vegar hlutverk Al- þýðuflokksins að halda kyndli lýðræðis, jöfnuðar og réttlætis á lofti. Það var Alþýðuflokkurinn sem lagði grunninn að velferðinni í íslensku þjóðfélagi og stóð stöðugan vörð um lífskjör alþýðunnar. Þannig varð Al- þýðuflokkurinn allt frá upphafi höfuðhugmynda- smiður íslenskra stjórnmála þar sem saman fór lýð- ræði, frelsi, framfarir, jöfnuður og velferð. í dag flagga allir íslenskir stjórnmálaflokkar hugmyndum jafnað- arstefnunnar með mismunandi áherslum. Það hefur hins vegar verið ógæfa Alþýðuflokksins að megna ekki að fylkja almenningi um eigin flokk í þeim mæli að Alþýðuflokkurinn yrði sterk fjöldahreyfing; stærsta stjórnmálaaflið á íslandi, líkt og varð hlut- skipti annarra jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Skýringuna er að hluta til að finna í klofningnum 1938 og sterkum undirtökum kommúnista á tjórða ára- tugnum. En við verðum einnig að leita skýringa í þeim vanda sem Alþýðuflokkurinn hefur einatt átt við að stríða: Að hasla sér völl í átökunum milli hægri og vinstri aflanna. Ekki hefurskort á góða og heilsteypta stefnu. Sé litið yfir 75 ára sögu Alþýðuflokksins er hún ótrúlega heilleg og sönn sjálfri sér gegnum tíðina. Vit- anlega hefur jafnaðarstefnan aðlagað sig breyttum tímum og breyttum verkefnum en grunnþættir henn- ar um lýðræði, frelsi og jöfnuð eru nákvæmlega þeir sömu og fyrir 75 árum. Þess vegna geta íslenskir jafn- aðarmenn litið stoltir um öxl. Þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir sögu sína. Alþýðuflokkurinn hefur einnig haft ótrúlega mikil áhrif þótt þau séu ekki alltaf metin í þingmannatölu. íslenskt þjóðfélag væri ekki hið sama í dag ef hugmynda og framkvæmda Al- þýðuflokksins hefði ekki notið við. Sjálfstæðisflokkurinn náði hins vegar undirtökunum í íslensku stjórnmála- og þjóðlífi, einkum sakir þess að hann nýtti sér stærð sína, auðmagn og áhrif flokks- manna. Sjálfstæðisflokkurinn náði einnig til vinnandi stétta einkum með því að innlima fjölmargar hug- myndir jafnaðarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því ekki verið hefðbundinn íhaldsflokkur, heldur breiðfylking lýðræðissinna sem aðhyllast einkafram- tak og frábiðja sér miðstýringu og standa vörð um ör- yggi og varnir íslands. Þar eiga Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn samleið og það sýndi sig best á Viðreisnarárunum svonefndu þegar þessir tveir flokkar lyftu landi og þjóð úr viðjum hafta og aftur- halds og hleyptu nýjum vindum frelsis og frjálsræðis inn í þjóðfélagið. En auðvitað greinir þessa tvo flokka á um margt. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig kosninga- bandalag sérhagsmunahópa meðan Alþýðuflokkur- inn er frjáls af hagsmunavörslu og berst af alefli gegn slíkum öflum. Einn af óhagganlegum grunnþáttum Alþýðuflokksins er velferðarstefnan. Þar er Sjálfstæð- isflokkurinn mjög á reiki. Eftir kosningu Davíðs Odds- sonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins og Friðriks Sophussonar sem varaformanns, spyrja margir sig um nýja stefnumörkun flokksins. Forystan er Reykja- víkurforysta. En það er einnig auðsætt, að talsmenn frjálshyggjunnar og óheftrar peningastefnu eiga nú greiðari aðgang að forystu Sjálfstæðisflokksins en áður. Mun það þýða meiri hörku og íslenska Thatc- her-stefnu? Alþýðuflokkurinn — Jafnaðarmannaflokkur íslands hefur náð að sameina lýðræðissinnaða jafnaðarmenn meir á undanförnum árum en í áratugi. Með harðn- andi frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins og uppgjafa- sósíalisma Alþýðubandalagsins, að viðbættri hefð- bundinni miðstýringu Framsóknarflokksins, hefur Al- þýðuflokkurinn mikilvægu hlutverki að gegna í dag. Frjálslynd öfl og framfarasinnaðir lýðræðisjafnaðar- menn eiga aðeins um einn kost að velja: Alþýðuflokk- inn — Jafnaðarmannaflokk íslands. Þannig tryggjum við framfarir og kjarabætur í nafni lýðræðis og frelsis og stöndum vörð um velferðina. Alþýðublaðið óskar Alþýðuflokknum og Alþýðusambandi íslands til hamingju með afmælisdaginn. Jóhanna Sigurdardóttir varaformaöur Alþýduflokksins Festa, ábyrgd og framsýni 75 ár eru í dag liðin frá stofnun Alþýðuflokksins. Á þeim merku tímamótum er vissulega margs að minnast úr baráttusögu flokksins því að frá upphafi hefur þjóð- félagslegt hlutverk jafnaðarmanna verið mikilvægt í íslensku þjóðfélagi. I 75 ára sögu flokksins má víða sjá í þjóðfélaginu að hugsjónir okkar jafnaðarmanna hafa komist í fram- kvæmd og skapað hér fegurra og betra mannlíf. Alþýðuflokkurinn hefur fengið mörgum stefnumálum sínum framgengt sem víðtæk áhrif hafa haft til að bæta kjör fólksins í landinu. Alþýðuflokkurinn er ábyrgur lýð- ræðisflokkur sem vill efla mannúð og mannréttindi. Fullur jöfnuður á að ríkja á sviði mannréttinda. Al- þýðuflokkurinn vill gera þjóðfélagið allt í senn; siðaðra, réttlátara, betra. Flokkurinn berst fyrir auknum jöfn- uði milli einstaklinga og milli byggða: Flokkurinn berst gegn for- réttindum og gegn spillingu: Flokk- urinn vill að hverjum þjóðfélags- þegni verið tryggt að lifa lífinu með mannlegri reisn. Markmið okkar er að koma á efnahagslegu jafnrétti í skiptingu eigna og tekna. í hugmyndum og stefnu okkar jafnaðarmanna felast þær róttæku þjóðfélagslegu umbætur sem tryggja munu réttlæti, jöfnun lífs- kjara og betri lífsafkomu heimil- anna í þessu landi. I hugsanagrund- velli okkar jafnaðarmanna er að finna það þjóðfélag — það réttlæti og þann jöfnuð sem fólk biður um og leitar eftir. En til þess að koma til- lögum okkar og hugsjónum í fram- kvæmd þurfum við sterkan og öfl- ugan jafnaðarmannaflokk. Sóknar- færin eru nú í komandi kosningum að láta draum okkar rætast um að sameina jafnaðarmenn undir merkjum jafnaðarstefnunnar. A því kjörtímabili sem nú er að Ijúka hefur Alþýðuflokkurinn gegnt lykilhlutverki við stjórn landsmál- anna og verið burðarásinn bæði á sviði efnahags- og atvinnumála, sem og að koma í höfn ýmsum merkum umbótamálum. Á þessum tímamótum í sögu Al- þýðuflokksins er full ástæða til bjartsýni Alþýðuflokkurinn hefur sýnt festu, ábyrgð og framsýni við landsstjórnina, enda hefur verið lagður grunnur að bættum lífskjör- um, stöðugleika í efnahagsmálum, frjálsræði í viðskiptum og endur- reisn atvinnulífsins. Þjóðin þarf á öflugum jafnaðar- mannaflokki að halda til að takast á við þau mörgu verkefni sem bíða á sviði efnahags- og atvinnumála, í umhverfis- og byggðamálum og til að jafna eigna- og tekjuskiptinguna í landinu. Nú blásum við til nýrrar sóknar i komandi kosningum — sóknar sem mun skila okkur sterkum og öflug- um jafnaðarmannaflokki að lokn- um kosningum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.