Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 5
Alþýðuflokkurinn Á árunum um 1920 voru verkefn- in eiginlega brýnni á vettvangi Al- Jón Baldvinsson prentari: Forseti Alþýðusambandsins oq þar með formaður Alþýðuflokksins frá og með fyrstá'reglulega sambands- þinginu. Aðalforingi Alþýðuflokks- ms allt til dauðadags eða í rúm 20 ár. Jón var kjörinn á þing í Reykja- vík 1920 og var í fimm ár eini þing- maður Alþyðuflokksins. ekki uppbótarþingsæti, eins og síðar varð, heldur voru þeir kosnir sérstak- lega, nokkru á undan kosn- ingum í kjördæmunum. Al- þýðuflokkurinn bauð fram við landskjör og hlaut lítið fylgi, eins og við var að bú- ast, en við kjördæmakjör náði hann manni kosnum í Reykjavík. Raunar náðist sá árangur með bandalagi við önnur flokksbrot, en staðfesti þó tilveru Alþýðu- flokksins sem stjórnmála- flokks í fullri alvöru. Hlutverk Alþýðuflokks- ins sem stjórnmálaflokks var skýrt og augljóst. Hann var málsvari fyrir hags- muni launþegastéttar og verkalýðshreyfingar. í sam- ræmi við það tileinkaði hann sér þær skoðanir á þjóðfélagsmálum sem hann gaf íslenska heitið jafnaðar- stefna, en hétu á erlendum málum sósíalismi. í nálægum löndum voru jafnaðarmannaflokkar orðnir rót- grónir og störfuðu hvarvetna í nán- um tengslum við verkalýðshreyf- inguna, þótt því sambandi væri mis- jafnlega fyrir komið. Hugmyndin að skipulagi Alþýðusambandsins og Aljjýðuflokksins mun hafa verið sótt til Verkamannaflokksins breska. Fyrstu starfsárin Ottó N. Þorláksson var fyrsti for- setl Alþýðusambands Islands. Hann gegndi því starfi aðeins í nokkra mánuði er við tók Jón Baldvinsson leiðtogi Alþýðu- flokksins. þýðusambandsins en Alþýðuflokks- ins. Þar lá fyrir að koma á fót verka- lýðsfélögum um byggðir landsins, skipuleggja þau í Alþýðusamband- inu, fá þau viðurkennd sem samn- ingsaðila um kaup og kjör, tryggja að allir gengju í sín félög og að taxt- ar væru virtir. Þetta voru aldeilis ekki þeir sjálf- sögðu hlutir þá, sem okkur þykir Forsíða Alþýðublaðsins frá 1921: Þingfréttir, erlend sím- skeyti og gagnrýni á frétta- mennsku Morgunblaðsins. Og efst á forsiðunni er aug- lýsing um fyrirlestur Þór- bergs Þórðarsonar rit- höfundar um Yoga — lífsspekina. fyrir. Og það gerðu yfirleitt áhugasamir alþýðuflokksmenn. Raunar hafði það líka tíðkast fyrir daga flokksins að menn úr öðrum starfs- stéttum gengju í verkalýðsfélög í samstöðuskyni. Þannig var t.d. fyrsti formaður Dagsbrúnar ráðu- nautur og ekki verkamaður. Ungur barnakennari í Reykjavík, Jörundur Brynjólfsson að nafni, mai 1923 og vakti gífurlega at- hygli í bænum. Frakkaklæddi maöurinn með skeggið og hattinn fremst á myndinni er Ólafur Frið- riksson ritstjóri Alþýðublaðsins. þeir vera nú. Verkalýðsfélögin áttu andstæðinga sem töldu þeim ekki einu sinni bera tilveruréttur, hvað þá samningsréttur, og síst af öllu verkfallsréttur. Um þetta var tekist á, og stóðu verkamenn oft illa að vígi þegar atvinnurekendur ofsóttu forgöngumenn þeirra með því að láta þá mæta afgangi um atvinnu. Eftir fyrsta áratug Alþýðusam- bandsins voru enn mörg byggðarlög þar sem verkalýðsfélög þrifust ekki. Margir stóðu einnig utan stéttarfé- laga þótt til væru, og mun minni- hluti launþega hafa átt aðild að fé- lögum í Alþýðusambandinu. En þó hafði miðað vel í áttina, einkum síð- ustu árin fyrir 1926. Félagsmenn verkalýðsfélaganna voru um leið flokksmenn í Alþýðu- flokknum með fullum réttindum. Á allra stærstu stöðum voru líka stofn- uð svonefnd jafnaðarmannafélög, þ.e. flokksfélög eins og við þekkjum þau núna. Þar gátu menn gengið í Alþýðuflokkinn án þess að vera i stéttarfélagi. Hins vegar gátu menn líka gengið í verkalýðsfélög, og ver- ið þar jafnvel virkir forustumenn, án þess að vera í rauninni launþegar í þeim störfum sem félögin sömdu Olafur Friðriksson: Verkalýðsfor- ingi og fyrsti ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Olafur var mikill eldhugi og áróðursmaður fyrir jafnaðar- stefnuna. hafði líka verið í forustu Dagsbrún- ar, og hann var á því mikla kosn- ingaári 1916 bæði kjörinn í bæjar- stjórn og á þing í nafni Alþýðu- flokksins. Síðar gekk hann þó í Framsóknarflokkinn, stóð nær hon- um að skoðunum, en hafði, eins og fleiri framsóknarmönnum, þótt eðlilegt að styðja verkalýðshreyf- inguna meðan hann bjó í kaupstað. Annars voru það á mörgum smærri stöðum einmitt barnakennararnir sem gátu tekið að sér forustu fyrir verkalýðsfélagi, því að þeir voru rík- isstarfsmenn og áttu ekki afkomu sína undir náð atvinnurekenda í plássinu. Foringjar og ffylgi Forseti Alþýðusambandsins, og þar með formaður Alþýðuflokksins, var fyrstu mánuðina Ottó N. Þor- láksson, gamalreyndur verkalýðs- foringi. En á fyrsta reglulegu sam- bandsþingi var nýr formaður vai- inn, Jón Baldvinsson prentari. Hann var síðan í rúm tuttugu ár, eða allt til dauðadags, aðalforingi Al- þýðuflokksins. Út á við hafði þó fyrstu misserin borið meira á öðrum flokksleiðtoga: Ólafi Friðrikssyni. Hann var ný- „Alþýduflokkurinn er upp á dag jafngamall Alþýdusambandi íslands, og jafneldri þeirra er öldungis engin tilviljun. f»au voru stofnuð sama daginn af því að þau voru í upphafi og lengi framan af ein og sömu samtökin, tvö nöfn á sama félagsskap. Alþýðusamband íslands hét það á vettvangi kjaramála og verkalýðssamtaka. Nafn Alþýðuflokksins var hins vegar notað á stjórnmálavettvangi, við kosningar, á Alþingi o.s.frv.“ lega kominn til Reykjavíkur, en lét skjótt til sín taka sem áróðursmaður fyrir jafnaðarstefnu og virkur for- göngumaður í verkalýðsstarfinu. Hann ritstýrði vikublaði fyrir verka- lýðsfélögin og síðan málgagni flokksins, Alþýðublaðinu. Jón Baldvinsson var kjörinn á þing í Reykjavík 1920 og var í fimm ár eini þingmaður Alþýðuflokksins. Meirihlutakosning í litlum kjör- dæmum dæmdi Alþýðuflokkinn eiginlega úr leik, nema í Reykjavík þar sem hann átti nokkuð víst eitt þingsæti af fjórum. Þá er ekki heldur fyllilega að marka fylgi Alþýðuflokksins í kosn- ingum, því að víða hafa fylgismenn hans hikað við að kasta atkvæði á vonlaust framboð. Þó fór fylgi flokksins ört vaxandi. Það kemur skýrast fram við landskjör, þar sem kosningaréttur var að vísu bundinn við 35 ára aldur, sem væntanlega var Alþýðuflokknum í óhag, en þó var hann kominn með yfir 20 af hundraði atkvæða 1926, þegar Jón Baldvinsson náði kjöri sem einn af þremur landskjörnum. Þessi tiltölulega greiða fylgis- aukning í kosningum stingur að vissu leyti í stúf við vandkvæðin á útbreiðslu verkalýðsfélaganna. En þar var beinni andstöðu að mæta og því þyngra undir fæti. Eitt þingsæti hrökk skammt til áhrifa á landstjórn og löggjöf. Þó fékkst á þessum árum framgengt einu helsta baráttumáli Alþýðu- flokksins: vökulögunum um lág- markshvíld togarcisjómanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.