Alþýðublaðið - 12.03.1991, Page 9
Alþýðuflokkurinn
„Niðurstaðan vard sú
ad Alþýduflokkurinn
klofnaði, alvarlega og
varanlega. Meirihluti
flokksins hélt raunar
saman, undir forustu
nýs formanns, Stefáns
Jóhanns Stefánssonar,
en Héðni fylgdi tals-
verdur hluti, bædi
almennra flokksmanna
og framámanna í sam-
tökunum. Sídan
sameinuðust kommún-
istar og flokksbrot
Hédins í nýjum stjórn-
málaflokki, Sam-
einingarflokki alþýdu
— Sósíalistaflokknum.“
Forsíða Alþýðublaðsins 10.
febrúar 1938: Blaðið preinir
frá því að Héðni Valdímars-
syni hafi verið vikið úr Al-
þýðuflokknum og Alþýðu-
sambandinu skv. tillögu
Jóns Baldvinssonar. For-
síðan er gjörbreytt: Burtu
eru allar auglýsingar en
sterkar fyrirsagnir með
innlendum og erlendum
fréttum látnar njóta sín.
Héðinn Valdimarsson í ræðustól:
Hann vildi svara samfylkingarboði
kommúnista í þeirri von að sér-
skoðanir þeirra yrðu í minnihluta í
sameinuðum jafnaðarmannaflokki.
Ágreiningur Héðins við flokkssyst-
kini sín um þetta atriði leiddi til
harðra deilna sem enduðu með
brottrekstri Héðins úr Alþýðu-
flokknum, stofnun Sósíaiista-
flokksins og varanlegum klofningi
jafnaðarmanna. Héðinn gerðist for-
maður hins nýja flokks, Sósíalista-
flokksins, en var ekki lengi í para-
dís.
nokkru sinni fyrr, en nú brá svo við
að Sósíalistaflokkurinn var orðinn
fylgismeiri en Alþýðuflokkurinn.
Þar með var komið á kerfi fjögurra
aðalflokka, sem síðan hélst með
furðustöðugum hlutföllum allt til
1971, nærfellt þrjá áratugi og gegn-
um tíu þingkosningar. Verkalýðs-
flokkarnir skiptu þá með sér nálægt
þriðjungi fylgisins, og var hlutur Al-
þýðuflokksins jafnan heldur minni.
En þennan stöðugleika sáu menn
ekki fyrir á stríðsárunum. Alþýðu-
flokksmenn sáu kosningaósigur,
samfara því að hið upphaflega
skipulag flokksins var úr sögunni.
Og þeir vissu ekki hvert stefndi.
grundvelli, svo að unnt yrði að
leggja til hliðar innbyrðis deilur
meðan styrjöld ógnaði. Það varð úr
að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur mynduðu
saman svonefnda þjóðstjórn. Sem
er að visu naumast réttnefni úr því
að þingflokkur sósíalista stóð utan
hennar. Formaður Alþýðuflokksins,
Stefán Jóhann Stefánsson, varð
sjálfur ráðherra flokksins í þjóð-
stjórninni.
Fyrsti vetur styrjaldarinnar var
tíðindalítill að öðru en því, að Rúss-
ar háðu þá stríð við Finna og tóku af
þeim herstöðvar og landsvæði'.
Finnar gátu sér hetjuörð í ófriði
þessum, þótt við ofurefli væri að'
etja, og áttu samúð margra, einnig á
íslandi. í Sósíalistaflokknum varð
hörð rimma um afstöðuna til þessa
svokallaða vetrarstríðs. Þeir flokks-
menn einkum, sem komið Jiöfðu úr
Kommúnistaflokknum, voru því
mjög andvígir að gagnrýna Sovét-
ríkin, og urðu þeir ofan á um síðir.
En Héðinn Valdimarsson og margir
af hans fyrri félögum gátu ekki sætt
sig við þvílíka hlífð í garð Sovét-
manna, svo að þeir yfirgáfu flokk-
Fyrsti alislenski ríkisráðsfundurinn í Fteykjavik 27. juni 1941: Fyrir framan
borðið situr Sveinn Björnsson ríkisstjóri en fyrir aftan, talið frá vinstri: Ey-
steinn Jónsson, Ólafur Thors, Hermann Jónassson, Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Jakob Möller. Fyrir enda borðsins er Vigfús Einarsson ríkis-
ráðsritari.
inn. Enda var Sósialistaflokknum
mjög legið á hálsi fyrir þessa af-
stöðu, sem vafalaust hefur skert í
svip hylli hans hjá kjósendum.
En kosningar fóru ekki fram í
þeim svifum, og ekki fyrr en tveim-
ur árum síðar. Þá höfðu kjaramál
verið í sviðsljósinu um hríð. Kaup-
gjaldi hafði verið haldið niðri með-
an verðlag hækkaði. Alþýðuflokk-
urinn dró sig út úr ríkisstjórninni
þegar samstarfsflokkar hans voru
ráðnir í að halda áfram kaupgjalds-
bindingu. Vegna mikillar þenslu á
vinnumarkaði, sem stafaði af um-
svifum hersins, tókst verkalýðs-
hreyfingunni að knýja fram launa-
hækkanir með óformlegum aðgerð-
um, skæruhernaði, þótt eiginleg
verkföll væru óheimil. Hafa lífskjör
launafólks ekki í annan tíma tekið
svo skjótum stakkaskiptum, enda er
stundum talað um „Hfskjarabylting-
una 1942“.
I skæruhernaðinum unnu saman
menn úr verkalýðsflokkunum báð-
um, Alþýðuflokki og Sósíalista-
flokki. Saman stóðu þeir líka að því
að semja við Sjálfstæðisflokkinn um
kjördæmabreytingu sem átti að
tryggja nokkru betur en áður að
svipað atkvæðamagn væri bak við
hvert þingsæti.
I kosningum, sem kjördæma-
breytingunni fylgdu, bauð Alþýðu-
flokkurinn fram í fyrsta sinn sem
hreinn stjórnmálaflokkur, aðskilinn
frá Alþýðusambandinu. Var hann
þá naumast búinn að koma á eðli-
legu flokksskipulagi.
Til samans reyndist fylgi verka-
lýðsflokkanna tveggja meira en
Myndatextar og myndaval: Ingólfur Margeirsson