Alþýðublaðið - 12.03.1991, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Qupperneq 14
c Ljósmynd: Magnús Reynir Jónsson. Eiöur Guönason formadur þingflokks Alþýduflokksins Hugsjónir jafnaöarmanna eiga hljómgrunn hjá íslenskri þjód Þess er nú minnst að saga Alþýðuflokks og Alþýðu- sambands spannar sjötíu og fimm ár. Þá fer ekki hjá því, að við sem nú skipum þingflokk Alþýðuflokksins, hugs- um til frumherjanna, þeirra karla og kvenna, sem hófu merki jafnaðarstefnunnar á loft á íslandi og ruddu hug- sjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags braut inn í ís- lenskt samfélag. En hver voru baráttumálin í ár- daga? Sé gengið á vit gulnaðra blaða á gömlum bókum standa þar upp úr síðum: Mjólkurmálið, kúabú fyrir bæinn, fátækramálið, húsbygg- ingamálið, fisksölumálið og „kvöld- skóli í Reykjavík fyrir verkamanna- stéttina er sniðinn yrði eftir kröfum hennar". Mjólk, fátækt, hús, fiskur, mennt- un. Það er þjóðarsagan. Svo er sagt að tímarnir breytist og mennirnir með. Víst breytist margt á sjötíu og fimm árum. Áherslur flytjast og breytast, tíminn skapar nýjar, en eðli baráttunnar að breyttu breytanda er hið sama. A borgarafundi sem Alþýðusam- bandsstjórnin hélt í barnaskóla- garðinum í Reykjavík 22. júlí 1917 flutti Ólafur Friðriksson þessa til- lögu: „Sýni rannsókn verðlagsnefndar að söluverð á brauði hér í bæ sé of hátt, skorar fundurinn á verðlags- nefnd og stjórnarvöld að lækka verðið á brauðum tafarlaust og gera þegar i stað nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að taka eignarnámi og reka fyrir bæjarfélagsins reikning svo mörg af brauðgerðarhúsum bæjarins sem þurfa þykir, ef þau kynnu að hættá siorfum við lækk- unina." Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Hún markar upphafið að sögu Alþýðubrauðgerðarinnar. Mánuði siðar boðuðu sambands- stjórnin og stjórn Dagsbrúnar al- mennan verkalýðsfund í Góðtempl- arahúsinu þar sem samþykkt var í einu hljóði tímamótatillaga frá Jón Baldvinssyni: „Vegna fyrirsjáanlegrar stöðvun- ar sjávarútvegsins og vegna þess hve gersamlega atvinna verkafólks Eiður Guðnason, formaöur þingflokks Alþýðuflokksins. við síldveiðarnar i sumar hefur brugðist — svo sýnilegt er að allur þorri þess kemur skuldugur eða slyppur frá sumaratvinnunni og það bitnar að meiru eða minna leyti á hverju heimili í kaupstöðum og kauptúnum sunnan og vestanlands — þá skorar fundurinn á þingið að heimila landsstjórninni tafarlausar atvinnuframkvæmdir í þeim héruð- um sem harðast verða úti til þess að draga úr fyrirsjáanlegum skorti." Alþýðuflokkurinn hefur átt full- trúa á Alþingi samfellt síðan 1916, ef undan eru skilin árin 1919 til 1921. Þingflokkur Alþýðuflokksins á sér þvi langa sögu sem er samofin þjóð- lífinu og framfarasókn þjóðarinnar. Árin sjötíu og fimm hafa ekki verið samfelld sólskinsár. Þar hafa skipst á skin og skúrir. í áranna rás hefur það borið við að einstakir jafnaðarmenn eða hópar úr röðum Alþýðuflokks- ins hafa talið hugsjónum sínum bet- ur borgiö í búðum annarra flokka. Sagan sannar umfram efa að allir hafa þeir farið erindisleysu og allur þorrinn snúið heim reynslunni rík- ari. Baráttan við rótgróin íhalds- og afturhaldssjónarmið var erfið, á stundum hatrömm, en þrotlaust starf bar árangur og skilaði alþýðu landsins fram til bjargálna, velferð- ar og velmegunar. Hugsjónir hafa skírst í eldum reynslunnar. Skil- merkilega er það skráð á blöð þing- sögunnar, að leiðtogar og þing- menn Alþýðuflokksins voru jafnan í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum lýðréttindum, mannsæm- andi kjörum og félagslegum umbót- um alþýðu manna til handa. Nú eru nýrri tímar. En ennþá eru mannúð og mannréttindi megin- stoðir jafnaðarstefnunnar. Það úr- eldist ekki. Það breytist ekki. Teikn eru nú á lofti um að hug- sjónir jafnaðarmanna eigi sér sívax- andi hljómgrunn hjá íslenskri þjóð. Fylgismenn jafnaðarstefnu, sem átt hafa tímabundinn samastað í öðr- um flokkum, flykkjast nú til starfa innan vébanda Alþýðuflokksins, — Jafnaðarmannaflokks íslands. Það er best sönnun þess, að starf flokks- ins hefur skilað árangri. Það er líka merki þess að starf flokks og þing- flokks muni enn styrkjast og eflast. Þær óskir eigum við í þingflokk- um Alþýðuflokknum til handa á þessum tímamótum, að starfið og baráttan beri þann ávöxt í komandi kosningum að þjóðin sendi til þings stærri og öflugri þingflokk karla og kvenna en áður hefur gerst. Þá er tryggt að hugsjónir jafnaðarstefn- unnar muni áfram hafa heillavæn- leg áhrif á þróun og gerð hins ís- lenska þjóðfélags.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.