Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 24
rf>pr ?_issrn sr -iiinRhuiöiid 24 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygging- ardeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í jarðvinnuframkvæmdir við grunn Árbæjarskóla. Helstu magntölur: Gröftur 1260 m3 Fylling 670 m3 Holræsi 56 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama sta<* föstudaginn 15. mars 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygging- ardeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Foldaskóla, Logafold 1, Helstu magntölur eru: Malbik 3300 m2 Hellulagnir 800 m2 Grasþakning 2200 m2 Regnvatnslagnir 450 m 2,5 m há girðing 280 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. mars 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 SJ LANDSVIRKJUN Landsvirkjun Útboð — loftræsikerfi Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í smíði og upp- setningu fjögurra loftræsikerfa fyrir birgða- og þjón- ustudeild að Krókhálsi 7, Reykjavík. Verkinu skal að fullu lokið 10. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar í Reykjavík frá og með mánudeginum 11. mars 1991 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 1.500 krónur. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, fyrir klukkan 10.00 mánudaginn 18. mars 1991, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 10.30 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Evrópuráðs- styrkir á sviði félagsþjónustu Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og sam- taka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynnis- ferða til aðildarríkja ráðsins á árinu 1992. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. y Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Félagsmálaráðuneytið 7. mars 1991. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málun á ýmsum fasteignum II. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sanivi stað miðvikudaginn 27. mars kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 llYr Hollustuvernd ríkisins Starfsieyfistillögur fyrir Sorpeyðingu höfuðborgar- svæðis bs. Gufunesi, Reykjavík og Álfsnesi, Kjalarnesi í samráði við ákvæði reglugerðar nr. 389/1990, gr. 8.3.2. um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur valdið mengun, liggja frammi á skrifstofu Heilbrigð- iseftirlits í Reykjavík, Drápuhlíð 14, og Heibrigðis- eftirlits Kjósarsvæðis, skrifstofu Mosfellsbæjar Hlé- garði, til kynningarfrá 8. mars 1991 til 19. apríl 1991, starfsleyfistillögur fyrir Sorpeyðingu höfuðborgar- svæðis bs. Gufunesi, Reykjavík og Álfsnesi, Kjalar- nesi. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar hafa eftirtaldir aðilar: 1) Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvars- menn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2) íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyr- ir óþægindum vegna mengunar. 3) Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Reykjavík 28. febrúar 1991, Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir. Byggðastofnun Minjagripagerð í vor og sumar mun hönnuður starfa á vegum Byggðastofnunar að verkefni í minjagripagerð. Verkefninu er ætlað að auka fjölbreytni í atvinnulífi úti um land og auka á fjölbreytni og gæði þeirra minjagripa sem á boðstólum eru hér á landi. Stefnt er að því að hanna og framleiða nokkrar gerðir gripa sem hægt væri að hefja sölu á í tilrauna- skyni síðari hluta næsta sumars. Þeim sem áhuga hafa á samstarfi við hönnuðinn, annaðhvort til að framleiða nýja gripi eða endurnýj- aða gerð gripa sem þegar eru í framleiðslu, er bent á að senda nöfn sín ásamt helstu upplýsingum til Byggðastofnunar fyrir 25. mars næstkomandi. í bréfinu þarf að koma fram hvaða aðstöðu og tækj- um menn hafa yfir að ráða og stutt lýsing á þvi sem framleitt hefur verið. Um er að ræða tilraun á þessu sviði og verða þátt- takendur valdir úr hópi framleiðenda með tilliti til verkefna og möguleika þeirra á að útfæra þau. Byggðastofnun, þróunarsvið Rauðarárstíg 25 125 Reykjavík Sími (91)605400, grænt númer 996600, myndriti 605499. Byggðastofnun Fjarvinnsla fyrri opinberar stofnanir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðuneyti og stofn- anir flytji gagnaskráningu og ritvinnslu til fjarvinnu- stofa á landsbyggðinni eftir því sem tök eru á. Byggðastofnun hefur verið falin umsjón með fram- kvæmd þessa máls. Allmargar ríkisstofnanir hafa sýntfjarvinnslu áhuga ogfjárveiting hefurfengisttil að greiða aukakostnað vegna flutnings verkefna. Þeir aðilar á landsbyggðinni sem hafa áhuga og möguleika til að taka að sér ritvinnslu og/eða gagna- skráningu fyrir opinberar stofnanir eru beðnir að senda upplýsingar um tækjakost, fjölda starfs- manna, menntun og þá þjónustu sem í boði er til þróunarsviðs Byggðastofnunarfyrir25. mars næst- komandi. Þessum upplýsingum verður dreift til allra ríkis- stofnana sem síðan munu semja við hlutaðeigandi milliliðalaust. Byggöastofnun, þróunarsviðs, Rauðarárstíg 25 135 Reykjavík Sími (91)605400, grænt númer 996600, myndriti (91)605499. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIO Á AKUREYRI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHLJSIÐ Á AKUREYRI Aðstoðarlæknir Lausar eru nokkrar stöður aðstoðarlækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða „blokkarstöður" fyrir kandidata. Ráðið er í stöðurnar til eins árs í senn. Stöðurnar veitast frá 1. júlí 1991 eða fyrr eftir sam- komulagi. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins, Inga Björnssyni. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1991. Nánari upplýsingar veitir Geir Friðgeirsson læknir í síma 96-22100. Hjúkrunarfræðingur Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á Handlækningadeild F.S.A. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 15. apríl 1991. Umsóknarfrestur er til 28. mars nk. Upplýsingar gefur deildarstjóri, Rósfríður Káradótt- ir, og hjúkrunarframkvæmdastjóri, Svava Aradóttir, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. LÖGGILDINGARSTOFAN óskar eftir að ráða eðlisfræðing Nú er unnið að endurskipulagningu Löggildingar- stofunnar vegna aukinna og breyttra verkefna. Leitað er að starfsmanni sem vinna skal á sviði mælifræði og gæðastjórnunar auk þess taka þátt í endurskipulagningunni. Nauðsynlegt er að vænt- anlegur starfsmaður hafi gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Umsóknum skal skila til Löggildingarstofunnar, Síðumúla 13 í Reykjavík, eigi síðar en 8. apríl 1991. Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Axelsson, forstjóri Löggildingarstofunnar. Löggildingarstofan, Síðumúla 13,108 Reykjavík, Box 8114, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.