Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR
19. MARS 1991
Sendiherraherra snýr aftur
Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, ígor S. Krasavín, er
væntanlegur aftur til íslands á næstunni. Þetta kemur fram
í viðtali Alþýðublaðsins við Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sem birtist í blaðinu í dag.
Eins og kunnugt er var Krasavín sendiherra kallaður
heim til Moskvu eftir för Jóns Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra til Eystrasaltsríkjanna í janúar sl. Sovét-
menn mótmæltu þeirri för með þeim orðum að íslending-
ar hefðu gert íhlutun í innri málefni Sovétríkjanna.
I viðtalinu við Jón Baldvin kemur fram, að íslensk yfir-
völd hafi óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna til að skýra málstað íslendinga gagnvart Eystra-
saltsríkjunum og gefið kost á þremur dagsetningum í þess-
um mánuði til þeirra funda. „Sovétmenn hafa hins vegar
ekki gefið kost á því þar til nú nýlega er þeir boðuðu að
sendiherrann sneri aftur á sinn póst." segir utanríkisráð-
herra við Alþýðublaðið.
NÆTURFUNDUR UM ÁL: Seint í gærkvöldi hafði
ekki samist við stjórnarandstöðu um lyktir álmálsins á Al-
þingi. Búist var við umræðum yrði haldið áfram um álmál-
ið undir miðnætti og síðla nætur kæmust lánsfjárlög á dag-
skrá í neðri deild. Breytingartillögur lágu fyrir fundi i neðri
deild og verður því að fjalla um lánsfjárlögin að nýju í efri
deild. Fyrir hádegi í dag verður væntanlega fjallað um
mál, sem talið er að náist að afgreiða að fullu fyrir hádegi,
og að þingi verði slitið síðdegis. Mikil óvissa ríkti í allan
gærdag og höfðu þingmenn enga hugmynd um hvaða máli
næðu í gegn. í gærkvöldi skýrðust mál lítið og virtust þing-
menn hafa gefist upp á því að reyna að spá í framvinduna.
JAPANIR LÁNA FLUGLEIÐUM: Flugleiðir hf. hafa
tekið að láni 1,7 milljarða króna vegna kaupa Boeing
737-400 þotu sem afhent verður félaginu eftir rúman mán-
uð. Það eru tveir japanskir bankar sem lána féð, þeir hinir
sömu og fjármögnuðu kaup á samskonar þotu á síðasta ári.
Lýkur þar með endurnýjun á flugflota félagsins í milli-
landaflugi, sem verður hinn yngsti hjá nokkru flugfélagi i
Evrópu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ UM UTANRÍKISMÁL: Alþýðu-
blaðið er í dag 20 síður og helgað að mestu utanríkismál-
um. Blaðið birtir ítarlegt og opinskátt viðtal vð Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra um sjálfstætt frum-
kvæði í íslenskum utanríkismálum, ræðir við Þröst Ólafs-
son um nýjar áherslur í utanríkisviðskiptum, Árni Gunn-
arsson alþingismaður segir skoðanir sínar á afstöðu Vest-
urvelda til Eystrasaltsríkja og fjallað er um ógnarríki Sadd-
ams Husseins sem nú riðar til falls, auk erlendra frétta og
fréttaskýringa. Alþýðublaðið í dag er prentað og dreift í 20
þúsund eintökum.
LEIDARINN I DAG
Spurt er í leiðara blaðsins í dag hvort nýkjörinn for-
maður Sjálfstæðisflokksins muni skila auðu í kosn-
ingunum í vor. Einnig segir að ekki verði séð af kosn-
ingayfirlýsingu landsfundar flokksins né af viðtali
við formanninn í Morgunblaðinu um helgina að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi yfirleitt nokkra stefnu í
þjóðmálum. „Flokkurinn er með öllum og á móti
kommúnisma og sósíalisma." í lokin segir: „Það er
aumt að stærsti flokkur þjóðarinnar geti ekki boðið
upp á stefnu til að kjósa um. Þjóðin á að skila auðu.
Það er boðskapur Sjálfstæðismanna."
Autt í sautján
skálum
Sjálfstæðismenn eru á móti
kommúnisma (og kemur ekki á
óvart) en ekki öðru, segir í
fréttaskýringu Sæmundar
Guðvinssonar. Allt er slétt og
fellt í sautján skálum.
Á við tvöfaldan
búvörusamning
Ávinningur íslands af efna-
hagssamrunum í Evrópu jafn-
gildir 4% aukningu þjóðar-
tekna. Það er um það bil tvö-
faldur búvörusamningur.
Við eigum ekki að
selja Trabanta
Mercedez Benz er betri kost-
ur en Traband, segir Þröstur Ól-
afssin í viðtali. Fiskurinn okkar
á að vera það sem Benzinn er á
bílamarkaði er álit hagfræð-
ingsins.
Jón Baldvin Hannibalsson um útflutning á saltfiski
Einkaleyfi SÍF
verður afnumið
„Ég hef tilkynnt for-
svarsmönnum SÍF að ég
stefni að afnámi á einka-
leyfi þeirra til útflutn-
ings á saltfiski í tengsl-
um við samningana um
aðild okkar að hinu Evr-
ópska efnahagssvæði.
Þeim beri að líta svo á að
þeir séu nú á aðlögunar-
tíma,“ segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkis-
ráðherra í viðtali við Al-
þýðublaðið í dag.
I þeim kafla viðtalsins
þar sem ráðherrann fjallar
um þessi mál segir hann að
í millitíðinni hafi framleið-
endum og aðilum utan SÍF
verið veitt nokkur leyfi í
undantekningartilvikum.
Það hafi verið gert til að
veita SÍF aðhald og hafi eitt
út af fyrir sig borið mikinn
árangur og bætt hag ein-
stakra framleiðenda innan
SÍF, til dæmis með því að
greiðslum fyrir útflutnings-
afurðir hafi verið hraðað
mjög. Greiðslufresturinn
hafi styst úr mörgum mán-
uðum niður í fáeina daga.
Síðan segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra:
„Það er mikill misskiln-
ingur að afnám einkaleyfis
SÍF sé einhver ævintýra-
mennska sem muni veikja
stórlega samningsstöðu ís-
lenskra aðila til þess að
halda góðum verðum á
grundvelli góðra gæða. SÍF
hefur notið einokunarað-
stöðunnar áratugum sam-
an. Það hefur því mikið for-
skot umfram alla aðra að-
ila. Að sjálfsögðu mun SÍF
halda áfram sem langsam-
lega öflugasta útflutnings-
fyrirtækið í þessari grein.
Aðrir aðilar, sem vilja fá að
spreyta sig, munu verða að
uppfylla ströng skilyrði um
reynslu, fjárhagslega getu,
verð, gæði og svo framveg-
is. Það stendur með öðrum
orðum ekki til að hleypa
neinum ævintýramönnum
ALÞÝÐUFLOKKURINN 75 ÁRA
Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, er hér að skera væna sneiða handa
Jóni Baldvin Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins, af afmælistertunni á afmælishátíð
Alþýðuflokksins á Hótel Sögu á sunnudaginn. Svipmyndir afhátíðinni getur að líta á bls. 14
og 15 i blaðinu i dag. A-mynd: E.ÓI.
lausum er geti orðið til að
spilla áliti og gæðum eða
samkeppnisstöðu íslensks
útflutnings."
Sjá viðtal á bls. 5.
Fram-
bodið í
Reykja-
vík
— Sjá baksídu
RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566