Alþýðublaðið - 19.03.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Page 2
2 Þriðjudagur 19. mars 1991 Kosningastefna Sjálfstœöisflokksins MÖTA SKAL SJÁVAR ÚTVEGSSTEFNU Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og úrslit i þvi hafa borið háft í þjóðmálaumræðunni að undan- förnu. í f jölmiðlum hafa spámenn og spekingar velt vöngum yfir Davíð og hvert formennska hans muni leiða flokkinn. Skoðanakannanir fyrir landsfund sýndu geysimikið fylgi Sjálfstæðisflokksins og hon- um var spáð meirihluta á þingi. Á f undinum var sam- þykkt stjórnmálaályktun sem er jafnframt kosn- ingayfirlýsing flokksins vegna komandi þingkosn- inga. Við skulum lita á helstu atriðin i kosninga- stefnu stærsta flokks þjóðarinnar sem stefnir á for- ystu i næstu rikisst jórn ef hann nær þá ekki hreinum meirihluta i kosningunum eftir mánuð. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR FROÐUSNAKK EÐA KOSNINGAYFIRLÝSING? Yfirskrift landsfundar Sjálfstæö- isflokksins var FRELSIOG MANN- ÚÐ og undir þeirri fyrirsögn var kosningayfirlýsing flokksins birt í Morgunblaðinu á dögunum. Yfir- lýsingin rúmaðist á einni síðu í blaðinu. Þar segir að Sjálfstæðis- flokkurinn bjóði skýran kost í ís- lenskum stjórnmálum. En við lest- ur yfirlýsingarinnar kemur í Ijós að kosturinn er ekki skýrari en svo að fólk úr öllum flokkum getur ef- laust tekið heilshugar undir flest það sem þar stendur. Gegn sósialisma_____________ og kommúnisma_______________ Því er lýst yfir að sjálfstæðis- stefnan sé andstæða sósíalisma og kommúnisma. Enginn átti von á því að flokkurinn færi að taka upp á því að aðhyllast þessa isma nú frekar en áður, en kannski að það þyki öruggara að taka af allan vafa í þeim efnum. Að öðru leyti er flokkurinn yfirleitt ekki á móti neinu í stefnuyfirlýsingu sinni. Enda segir að hann sé „sáttaafl í ís- lenskum stjórnmálum." Það er hlutverk sáttasemjara að láta helst ekki opinberlega í ljós sjálfstæða skoðun á nokkrum sköpuðum hlut sem kynni að valda deilum manna á millum. Það verður sennilega að lesa stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins í þessu ljósi því loðmulla flokksins er með hreinum ólíkind- um og hafa kosningastefnur flokk- anna þó sjaldan þótt taka af skarið í einu né neinu. En Sjálfstæðis- flokkurinn átti þó hér áður til önn- ur hörð stefnumál í kosningum en lýsa yfir andstöðu við kommún- isma. Eitt sinn var lagt upp með kjörorðið „Leiftursókn gegn verð- bólgu“. Það bar þó keim af bar- áttuhug og krafti þótt svo óheppi- lega vildi til að erkifjendur flokks- ins hentu það á lofti og sneru upp í „Leiftursókn gegn lífskjörum", svo sem frægt er orðið. En nú virð- ist ekki eiga að taka neina sjensa heldur vera á mjúku línunni í öll- um málum. Blóm i hverjum hagu Nú er það ekki svo að ég sé að krefjast þess að sjálfstæðismenn ryðjist fram grenjandi af heift og hóti þeim dauða og djöfli sem ekki krossa við D á kjördag. En það má nú milli vera og setningar eins og þessarar: „Flokkurinn berst gegn ríg milli byggðarlaga og vill stuðla að blómlegri byggð um land allt". Hvað þýðir þessi setning? Hvað merkir að „stuðla að blómlegri byggð um land allt“ þegar það er vitað mál að ef takast á að bæta lífskjörin verður að þjappa saman byggð í landínu? Hvað kemur það til með að kosta að hafa blómlega byggð um „land allt“ og í hvers þágu er það? Spyr sá sem ekki veit. Sjálfsagt vill enginn flokkur styggja atkvæði fyrir kosningar og þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að fiska á atkvæðamiðum dreifbýlis- ins. En að sjálfsögðu er það út í hött að fjasa um blómlega byggð um land allt þegar öllum væri fyrir bestu að hokur leggðist af á ör- reytiskotum hér og þar um landið og einnig yrði fólk aðstoðað við að yfirgefa gjaldþrota krummaskuð sem ekki eiga sér viðreisnar von með gjörbreytingum í útgerð og fiskvinnslu. Þetta vita foringjar Sjálfstæðisflokksins eins og odd- vitar annarra flokka en kjósa þó að röfla út í bláinn um blóm í haga um land allt. Skálarnar sautján Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á atriði sem hann setur fram í sautján atriðum. Það ætti kannski betur við að segja að kosningaagnið væri framreitt í sautján skálum. Má tína fram eftir- irtalin dæmi úr stefnuskránni til að sýna hversu allt er þarna slétt og fellt. Atvinnugreinar verði reknar á heilbrigðum og traustum grunni og geti af eigin rammleik byggt sig upp og staðist kröfur tímans og samanburð við atvinnuvegi ann- arra þjóða. Móta skal sjávarútvegsstefnu er nái til veiða og vinnslu. Landbún- aðinum verði gert kleift að mæta nýjum aðstæðum sem fylgja auknu samstarfi við Evrópulöndin og innan GATT. Fjármál ríkisins verði tekin nýj- um tökum. Þensla í umsvifum rík- iskerfisins verði stöðvuð og raun- verulegum sparnaði náð. Fjölskyldan njóti þeirrar virð- ingar sem henni ber. Við undirbúning ungs fólks und- ir lífið eins og endranær á vegferð mannsins skiptir kristinn boð- skapur miklu. Gildi skólastarfs verður ekki of- metið. I umhverfismálum blasa við brýn úrlausnarefni, bæði að því er varðar uppgræðslu landsins og mengunarvarnir. Óhikað verði gengið til sam- starfs við erlenda aðila um iðn- væðingu landsins með orku frá fallvötnum og jarðhita. Markvisst verði unnið að sam- göngubótum á landi, í lofti og á legi. Atak verði gert til að bæta opin- bera stjórnsýslu og leitað fyrir- mynda í einkarekstri. Þingmönnum verði fækkað og kosningalög tryggi jafnræði kjós- enda. Stuðlað verði að hófsemi og heilbrigðum lifnaðarháttum. Áhersla skal lögð á gæði og hag- kvæmni öldrunarþjónustu og að nýta kosti einkareksturs. Aðstaða í sjónvarps- og útvarps- rekstri milli ríkisins og einkaaðila verði jöfnuð. Örlar ekki á hörku Eftir að Davíð Oddsson tók við formennsku í flokknum hafa pólit- ískir andstæðingar hans reynt að koma því inn hjá fólki að nú megi búast við aukinni hörku af hálfu flokksins. Harðasti kjarni frjáls- hyggjunnar hafi náð flokknum undir sig og þar fram eftir götun- um. Með tilvísun til stefnuyfirlýs- ingarinnar ættu þetta að vera óþarfaáhyggjur því stefnan ein- kennist af sáttfýsi, mildi og um- hyggju fyrir þeim er minna mega sín. Að vísu verður ekki hægt að líkna lítilmagnanum nema gróss- erarnir fái fyrst að taka til sín það sem þeir kjósa af þjóðarkökunni. Eða eins og Davíð segir í viðtali við Moggann á sunnudaginn var: „Við verðum að gefa einka- rekstrinum sem allra best færi til að skapa sem mestar tekjur, til að við getum tryggt kjör þeirra, stöðu og öryggi sem lakast kunna að vera settir á hverjum tíma. Mark- mið Sjálfstæðisflokksins er auðvit- að að hjálpa slíku fólki eins og kostur er, til þess að nýta sér kosti frjáls hagkerfis þar sem einka- reksturinn fær notið sín“. Síðari setningin er að vísu dálít- ið ruglingsleg en þó fer ekki miili mála að hið frjálsa hagkerfi einka- rekstursins er bjarghringur hinna fátæku og smáu. Hitt er svo annað mál að ekki fara alltaf saman orð og gerðir hjá Sjálfstæðisflokknum frekar en öðrum flokkum. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, segir í blaði sínu á laugardaginn að flokkurinn hafi grundvallarstefnu sem sé fólg- in í einstaklingsfrelsi og frjáls- lyndi. En ritstjórinn og fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins bætir síðan við: „Því miður hefur gengið á ýmsu við framkvæmd þeirrar lífssýnar þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut og læt ég öðrum það eftir að útskýra þá kollhnísa . . .“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.