Alþýðublaðið - 19.03.1991, Qupperneq 10
10
Þriðjudagur 19. mars 1991
Saddam Hussein er maöur í molum. Herinn hans er tvístraöur, land
hans og þjóð í upplausn og tengsl hans við umheiminn rofin. Valdatími
Saddams virðist á þrotum og ógnarríki hans að hrynja saman.
Saddam Hussein:
Völd hans hafa byggst á ógn og
ofbeldisverkum.
Þann 16. júlí 1979fékkSaddamHussein fullnægt göml--
um og grimmilega skipulögðum metnaði sínum. Hann
hrifsaði völdin frá Ahmad Hassan al-Bakr, eldri frænda
sínum, og varð forseti íraks, aðalritari Ba’ath-flokksins,
yfirmaður hersins, æðsti maður ríkisstjórnarinnar og for-
maður byltingarráðsins. Aðeins sex dögum eftir valda-
töku setti Hussein á svið óvenjulegt og hrollvekjandi
sjónarspil, sem gefa átti til kynna hvað koma skyldi og
hversu langt hann myndi ganga til að tryggja völd sín.
EFTIR GLÚM BALDVINSSON
Saddam kallaði saman fund með
þúsund háttsettum flokksmönnum.
Fundurinn var tekinn upp á mynd-
band og því dreift til flokksmanna.
Það sem gerðist á fundinum hefur
ekki verið gert opinbert að fullu fyrr
en nú.
„Lofið mér að deyjq"
Fundurinn hófst með þvi að ritari
byltingarráðsins, sem var gamal-
reyndur meðlimur Shí’íta-flokksins,
las upp uppspunna játningu sem
sagði í smáatriðum frá þátttöku
hans í samsæri skipulögðu af Sýr-
lendingum. Hann las flaustursiega
og af kappi líkt og maður sem trúir
því að samvinna hans muni vinna
honum gálgafrest (hann varð fyrir
vonbrigðum).
Síðan tók Saddam við, og að lok-
inni langri og sundurlausri yfirlýs-
ingu um svikara og flokkstryggð til-
kynnti hann: „Þeir sem bera þau
nöfn sem ég ætla að lesa upp eiga
að endurtaka slagorð flokksins
og ganga út úr fundarsalnum."
Hann hóf lesturinn, gerði hlé á
stöku stað til að glæða eld í
vindlinum. Á einum stað las
hann upp fornafnið „Ghanim",
en snerist síðan hugur og las upp
næsta nafn.
Eftir að Saddam hætti
upptalningunni á hinum
fordæmdu, byrjuðu þeir
flokksmenn sem eftir
sátu að hrópa: „Lengi
lifi Saddam," og: „Lof-
ið mér að deyja!
Lengi lifi faðir Udays '
(elsta sonar
Saddams)" Hróp-
in urðu lengri og
ákafari. Þegarþeim
linnti, tók Saddam
aftur til máls, en
hætti skyndilega
til að teygja sig
eftir vasaklúti. Tárin
streymdu niðureftir
andliti hans. Um leið>!
og hann þurrkaði
tárin með
vasaklútnum, brast
þingið í háværan grát.
Eftir að Saddam hafði
jafnað sig, sagði hann: „Ég er
viss um að mörgum félaga
okkar hér liggur
sitthvað á hjarta
svo lát oss heyra.“
Flokksfélagar fóru
fram á auknar hreinsanir. Einn reis
úr sæti og sagði: „Saddam Hussein
er of vægur. Flokkurinn hefur átt
við vanda að stríða um langt
skeið... Það eru skörp skil á milli
efa og skelfingar annars vegar og
valts lýðræðis hins vegar. Vanda-
málið er of mikil linkind og flokkur-
inn þarf að takast á við það.“
Næst tók Ali Hassan al-Majid,
frændi Saddams, við og sagöi: „Állt
sem þú hefur gert er af hinu góða og
allt sem þú kemur til með að gera í
framtíðinni verður af hinu góða. Ég
staðhæfi þetta vegna þess trausts
sem ég ber til flokksins og forystu
þinnar." Eftir fleiri umleitanir flokks-
hollra fundarmanna um að svikarar
yrðu leitaðir uppi, batt Saddam
enda á umræðurnar: „Við þurfum
ekki að beita stalínískum aðferðum
til að uppræta svikara hér. Við þurf-
um aðferðir ba’athista." Þá ómaði
salurinn af ofsafengnu lófataki.
Nótt hinna
löngu hnifa
Meira en tuttugu
menn, þ.m.t.margir
áberandi menn úr
þjóðlífi í írak, höfðu
verið fjarlægðir úr
salnum. Á næstu
dögum skipaði Sadd-
am háttsettum flokks
• félögum og ráðherrum
að aðstoða
. hann við
að aflífa
í eigin
persónu
fyrrverandi fé-
laga sína, sem áður höfðu verið
hæst settir. Meðal þeirra sem voru
myrtir voru meðlimir í byltingarráð-
inu, leiðtogi verkalýðssamtakanna
og aðstoðarmaður hans, fyrrver-
andi náinn samstarfsmaður Sadd-
ams og margir aðrir.
Tveir voldugustu andstæðingar
Saddams voru afgreiddir áður en
fundurinn fór fram: Einn yfirmanna
hersins sem unnið hafði harðast
gegn Saddam var pyntaður og lík
hans afskræmt; og vara-forsætisráð-
herrann, sem verið hafði í Sýrlandi
í opinberum erindagjörðum, var
myrtur við heimkomuna á flugvell-
inum. U.þ.b. 500 manns hafa verið
teknir af lífi með leynd á hinni svo-
kölluðu nótt hinna löngu hnífa.
Hinn raunverulegi fjöldi látinna
mun e.t.v. aldrei koma í ljós.
Sú villimennska sem færði Sadd-
am sigur átti að kenna mönnum að
hann væri ósigrandi. Keppinautar
hans höfðu verið molaðir mélinu
smærra; staða hans sem algers ein-
valds var tryggð. Hann hafði fært
völd ríkisvaldsins til flokksins, og nú
völd flokksins í eigin hendur. Sú ógn
sem stafaði af honum myndi gera
fólk óttaslegið, en hún gæti einnig
gert hann aðdáunarverðan ogsýndi
hann miskunn myndi hann jafnvel
vekja þakklæti.
Með því að beita grimmdarlegum
stjórnarháttum hyggst Saddam
eyða gangverki borgaralegs þjóðfé-
lags, gera út af við hugsanlega and-
stöðu. Hann stuðlar að tortryggnu
andrúmslofti til að tryggja að menn
geti ekki treyst hver öðrum nógu vel
til að sameinast gegn honum.
Þjóð uppljóstrara
Lykillinn að skilningi á stjórn
Saddams liggur í því hvernig stjórn-
arhættir hafa miðað að því á háþró-
aðan hátt að gera venjulegt fólk að
þátttakendum í ofbeldisverkum
flokksins með því að innlima það
inn í kúgunartæki ríkisins. Árangur
hefur náðst þegar þjóðfélagið er til-
búið til að taka að sér lögregluhlut-
verk. Hver er uppljóstrari? í írak
ba’athista er svarið: hver sem er.
Blaðið Middle East Watch birti
skýrslu árið 1990 þar sem segir:
Eftirfarandi frásögn er dæmi um
það: „Ein áreiðanleg skýrsla fjallar
um meðlim Ba’ath-flokksins, frænda
manns sem áður hafði verið hátt-
settur embættismaður en var hand-
tekinn í Bagdad í águst (1987) eftir
að uppljóstrarar stjórnvalda til-
kynntu að hann hefði verið á sam-
komu þar sem brandarar voru sagð-
ir um Saddam Hussein forseta.
Flokksmaðurinn var handtekinn
fyrir að gera yfirvöldum ekki við-
vart. Einnig voru karlmenn í fjöl-
skyldu hans, þrír synir og tengda-
sonur, handteknir. Á meðan á yfir-
heyrslum stóð voru þeir pyntaðir ...
Allir fimm voru teknir af lífi og
heimili fjölskyldunnar var jafnað
við jörðu."
Pauðasök að__________________
óvirða forsetann_____________
Að óvirða forsetann, helstu stjórn-
arstofnanir eða flokkinn varðar lífs-
tíðarfangeisi eða lífláti. Ríkisstjórn
í írak hefur gefið út lista sem inni-
heldur 24 atriði sem fela í sér dauða-
dóm. Samkvæmt skýrslu blaðsins
Middle East Watch er „fjöldarefsing-
um stöðugt beitt í írak“. Bætt er við:
„Á svæðum Kúrda hefur fólki verið
safnað saman af handahófi og skot-
ið í hefndarskyni fyrir árásir á íraska
hermenn eða embættismenn. Þeg-
ar fólk, sem eftirlýst var fyrir póli-
tíska glæpi eða aðra þá glæpi sem
stefna öryggi landsins í hættu,
fannst ekki, hafa fjölskyldumeðlim-
ir þess oft á tíðum verið handteknir
í staðinn og í sumum tilfellum pynt-
aðir og drepnir." Fólk í írak „hverf-
ur“.
Fjöldamorð ó Kúrdum
Kúrdar hafa sérstaklega orðið fyr-
ir barðinu á kúgun ríkisvaldsins en
þeir eru u.þ.b. 20 prósent íbúa íraks.
Kúrdar eru flestir súnní-múslímar
(eins og Saddam) en eru þó ekki ar-
abar. Sigurvegarar heimsstyrjaldar-
innar seinni lofuðu Kúrdum eigin
landi sem sneitt yrði af Ottoman
heimsveldinu. En ekkert varð úr
þessum áformum og Kúrdar hafa
enn ekkert eigið ríki. Því hefur
ávallt ríkt spenna á milli yfirvalda í
Maður kemur ekki á harðstjórn til að standa vörð um
byltingu; maður gerir byltingu til að koma á harðsljórn.
Markmið ofsókna er ofsóknir. Markmið pyntinga er
pyntingar. Markmið valds er völd
.......
„Undir forystu Ba’ath-flokksins eru
lraka orðnir þjóð uppljóstrara. Sagt
er að flokksmeðlimir séu krafðir
um að gefa upplýsingar um
fjölskyldur sínar, vini og
kunningja, þ.m.t. aðra
flokksmeðlimi ... Öllum
kennurum var skipað að ganga
í flokkinn, og þeir sem neituðu
eðavorustimplaðir óhæfir voru reknir.”
Neiti menn að taka þátt í upp-
Ijóstrunum er þeim harðlega refsað.
Robert Conquest
Bagdad og minnihlutahóps Kúrda.
Saddam og ríkisstjórn hans hefur
verið Kúrdum grimmari en nokkur
önnur ríkisstjórn í írak fram að
þessu.
Til eru margar frásagnir af voða-
verkum á Kúrdum. T.d. voru 67 kon-
ur og börn brennd til ösku í helli ein-
um, þangað sem þau höfðu flúið
undan stórskotahríð íraskra her-
manna. í mars 1974 voru tveir bæir
Kúrda, þar sem samtals bjuggu um
55 þúsund manns, gjörsamlega jafn-
aðir við jörðu. Napalmsprengjum
var beitt á kerfisbundinn hátt og
hundruð þúsunda Kúrda voru
neydd til að flýja.
Kúrdiskir skæruliðar sem gáfust
upp fyrir hermönnum stjórnvalda
voru oft stráfelldir um leið og þeir
höfðu lagt niður vopn. íbúar heilla
þorpa voru reknir burt; fjölskyldun-
um var komið fyrir á eyðimerkur-
svæði í suðvesturhluta Iraks. Tölur
um fjölda þeirra sem urðu fyrir þess-
um ofbeldisverkum eru nokkuð á
reiki, tímaritið The Economist segir
þá vera 50 þúsund en heimildir úr
röðum andspyrnumanna segja þá
350 þúsund.
Saddam óttast herinn
Saddam hefur þurft að gæta jsess
að hinn gríðarfjölmenni her hans
snerist ekki gegn honum. Hann hef-
ur beitt svipuðum aðferðum og
hann beitti við innanríkisöryggis-
sveitirnar til að hafa stjórn á hern-
um.
Saddam getur þó aldrei verið ör-
uggur um hollustu og virðingu hers-
ins. Vald hans yfir hernum hefur
alltaf verið vandamál. Hann hefur
enga reynslu af hernaði og átti eng-
in ítök í hernum i byrjun. Vegna
þessa hefur Saddam reynt eftir
mætti að koma í veg fyrir að ein-
stakir herforingjar hafi orðið of
valdamiklir. Hershöfðingjar eru iðu-
lega settir af og þeir sem gætu orðið
hættulegir eru teknir af lífi.
Endalokin nærri?_______________
Saddam flutti þegna erlendra
ríkja á hernaðarlega mikilvæg skot-
mörk til að nota þá sem mannlega
skildi. íraskir hermenn réðust inn í
erlend sendiráð og handtóku starfs-
menn þeirra. Hermenn hafa ítrekað
verið ásakaðir um rán, nauðganir.
og morð.
Erfitt er að skilja af hverju Sadd-
am hefur kallað slíkar hörmungar
yfir þjóð sína. Hví skyldi hann sól-
unda hinum mikla olíuauði íraks og
henda æskufólki þjóðarinnar, fjár-
magni og framtíð út í blóðbað sem
hann sjálfur á frumkvæðið að og er
öfgakennt jafnvel miðað við það
sem gengur og gerist í Mið-Austur-
löndum? Það er eitthvað dýpra sem
liggur að baki hegðunar Saddams.
Robert Conquest, höfundur The
Great Terror, hins sígilda verks um
gúlag Stalíns, hefur sett fram hluta
af svarinu: „Maður kemur ekki á
harðstjórn til að standa vörð um
byltingu; maður gerir byltingu til að
koma á harðstjórn. Markmið of-
sókna er ofsóknir. Markmið pynt-
inga er pyntingar. Markmið valds er
völd."
Eftir að Saddam tapaði Persaflóa-
stríðinu, eru uppreisnir hafnar gegn
honum víða í landinuu. Enn heldur
böðullinn frá Bagdad völdum — en
hve lengi?