Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 12

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 12
12 Þriðjudagur 19. mars 1991 Pröstur Ólafsson hagfrœdingur um breytingar á fiskútflutningi Rýmkað verður um þetta sölukerfi „Við eigum að vinna að því öllum árum að fiskurinn okkar verði það á erlendum fiskmörkuðum sem Merce- des Benz er á bílamörkuðum. Við eigum ekki að selja Trabanta heldur Bensa og gæta þess að fyrirkomulag fisksölunnar sé með þeim hætti að það styrki afkomu þjóðarinnar allrar en rýri hana ekki,“ sagði Þröstur Ólafs- son hagfræðingur í samtali við Alþýðublaðið. VIÐTAL: SÆMUNDUR GUÐVINSSON Hjá utanríkisráðuneytinu fer nú fram könnun á skipuiagi útflutnings á þeim fiski sem ekki er frjáls út- flutningur á, það er að segja saltfiski og ferskum fiski. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra vill aukið frelsi í þessum útflutningsgreinum en með þeim hætti að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt. Þröstur Olafs- son vinnur að því að afla upplýsinga og setja fram tillögur varðandi þessi mái og við ræddum við Þröst um það sem hæst ber varðandi þetta verkefni. Afnema einokun og leyfakerfi — Eins og nú standa sakir hafa Sölusamtök íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, einkaleyfi á að selja og flytja út saltfisk og hefur svo verið allt frá því á fjórða áratugnum. Þessu var komið á vegna slæmrar reynslu af samkeppni í útflutningi sem leiddi tii undirboða útflytjenda og verðhruns á mörkuðum erlendis. Svo er hins vegar um að ræða út- flutning á ferskum fiski sem var frjáls tii skamms tíma er reynt var að takmarka þennan hráefnisútflutn- ings tii vinnslu erlendis. Síðan hefur Aflamiðlun annast úthlutun leyfa fyrir tilflutning á ferskum fiski í um- boði utanríkisráðuneytisins. Nú er- um við að skoða hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir sem skili sama árangri en eru ekki bundnar bönn- um og leyfisveitingum, sagði Þröst- ur Ólafsson. Hann sagði að Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra hefði frá því hann byrjaði að ræða rýmkun á þessum útflutningi tengt það samn- ingum EFTA við EB. Ráðherra hefði jafnan undirstrikað að um leið og sæist tii lands í þeim viðræðum þyrftum við að gera ráðstafanir hér heima til rýmkunar útflutningsleyfa á saltfiski. Effnahogsleg skammsýni og heimska Við ræddum fyrst um útflutning á ferskum fiski. Þröstur Ólafsson sagði að útflutningur á ferskum fiski til neyslu væri sjálfsagður en útflutn- ingur til vinnslu erlendis væri efna- hagsleg skammsýni og heimska. Það yrði að leita allra leiða til að vinna gegn því að flytja út hráefni með þeim hætti að það byggði upp vinnslu og verðmætasköpun er- lendis en ekki hér heima. — Þessum útflutningi er nú stýrt með handafli sem ekki er æskileg Utflutningur á ferskum fiski til vinnslu erlendis er skammsýni og heimska, segir Þröstur Ólafsson. stjórnunaraðferð til langframa. Við verðum að leita annarra leiða sem eru nær markaðsöflunum og byggj- ast ekki á leyfisveitingum. Margir vinnsluaðilar hafa búið við veruleg- an skort á fiski vegna mikils útflutn- ings sem jafnframt hefur valdið háu verði hér. Gæti ekki verið rétt, að í stað leyfisveitinga Aflamiðlunar komi aimenn regla sem skyldi alla er flytja út vilja ferskan fisk að kaupa hann á markaði innanlands. Þá yrði að landa öllum fiski hérlend- is og kaupa hann hér eða bjóða í hann á fjarskiptamörkuðum, sagði Þröstur Ólafsson. Fiskmarkaðir úti á landi Það kom fram hjá Þresti að þetta fyrirkomulag hefði margvíslegan ávinning í för með sér. Siglingar fiskiskipa myndu dragast verulega saman en útlendir fiskkaupmenn eða umboðsmenn þeirra kaupa hér fisk og senda út með flugi eða skip- um. Tímans vegna væri margt sem ýtti undir það að fiskurinn yrði unn- in hér og vinnslustöðvar hér myndu því styrkjast í samkeppni við þær erlendu. Þröstur sagði að þetta fyrirkomu- lag þýddi að koma þyrfti þpp fisk- mörkuðum úti á landi svo fisk- vinnslan þar gæti boðið í aflann. Núna væri þetta þannig að annað hvort færi ferskur fiskur á markað á suðvesturhorninu eða erlendis. Engu að síður væri þó skárra að hann væri eingöngu boðinn upp á einu landshorni hér heldur en hann færi beint í breska fiskvinnslu. Á síð- asta ári nam útflutningur á ferskum þorski, ýsu, karfa og ufsa 76.600 tonnum og sagði Þröstur að þessi tala sýndi best að hér væri um mjög mikla hagsmuni að tefla. — Erlendir fiskkaupmenn yrðu að koma til okkar og spyrja hvort við vildum seija þeim fisk í stað þess íslenskur gæðasaltfiskur er seldur á helmingi hærra veröi en nautakjöt i verslunum á Spáni. að við flytjum fiskinn til þeirra og spyrjum hvort þeir vilji kaupa. Fisk- framboð hér myndi aukast verulega og með þessu fyrirkomulagi getur hver sem er keypt ferskan fisk og gert það við hann sem honum sýn- ist. Við höfum verið að opna þetta mál með viðræðum við hagsmuna- aðila og fá fram viðbrögð þeirra. Undirtektir hafa almennt verið góð- ar en einnig komið fram aðvörunar- raddir sem telja slíkar breytingar ekki heppilegar. En það er á valdi utanríkisráðherra að breyta núver- andi fyrirkomulagi, sagði Þröstur Ólafsson. Gædasaltffiskur helmingi dýrari en nautak|öt Þá vorum við komnir að saitfisk- inum þar sem SÍF hefur haft einka- leyfi á útflutningi og sölu á erlend- um mörkuðum áratugum saman. Saltfiskmálið er öllu flóknara en hitt, enda er til dæmis hár tollur á innfluttum saltfiski í Evrópulöndum umfram ákveðinn kvóta en ferskur fiskur tollfrjáls. Sumir fiskframleið- endur hér hafa gripið til þess ráðs að senda ferskfiskflök til Englands eða Hollands þar sem þau eru síðan sölt- uð og komast þannig hjá tollgreiðsl- um. — Þessir tollar á saltfiski breyta og skekkja okkar samkeppnisaðstöðu á mörkuðum bæði gagnvart öðrum fisktegundum og öðrum þjóðum, til dæmis Norðmönnum sem hafa fengið rýmri tollaheimildir gegn sameiginlegri nýtingu vissra fiski- miða með öðrum Evrópuþjóðum, sagði Þröstur. Hann sagði að sér sýndist að af hálfu SÍF hefði verið unnið mark- visst að því á undanförnum árum að breyta almennum saltfiski i merkja- vöru sem þýddi mun hærra verð. Markaðsátak SÍF og innflytjenda á Spáni hefði skilað sér mjög vel í norðausturhéruðum Spánar þar sem tekjur væru hvað hæstar í land- inu. — Saltfiskurinn okkar er ekki lengur BAKKALAO heldur BAKK- ALAO ISLANDIA í verslunum og veitingahúsum þarna og er hátt metinn. Þessi saltfiskur er seldur á helmingi hærra verði í verslunum en nautakjöt og því fer ekki milli

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.