Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 20

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 20
GEVAUA Það er kaffið 687510 ^ * Avinningur Islands af Evrópusamrunanum A Vip TVOFALDAN BUVORUSAMNING Ávinningur íslands af efna- hagssamruna þjóða í Evrópu jafngildir um það bil 4% aukn- ingu þjóöartekna. Það eru um 15 milljarðar á ári. Til saman- burðar má geta þess að kostn- aöur vegna nýgerðs búvöru- samnings mun fyrstu árin verða um 7—8 milljarðar króna. Fyrsta verk nýkjörinna þing- manna verður að öllum líkindum að fjalla um viðamesta milliríkja- samning sem íslendingar hafa nokkru sinni gert. Stefnt er að formlegri undirritun samningsins um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði (EES) í haust, en texti aðalsamnings, bókana og viðauka verður þá lagður fyrir haustþing 1991. Samruni 19 ríkja Evrópu á við- skiptasviði og stofnun innri mark- aðar Evrópubandalagsins mun hafa veruleg áhrif á efnahag ís- lands — og jafnvel þó að samning- ar um EES náist ekki. í höfuðdrátt- um má reikna með að áhrif aukins viðskiptafrelsis í Evrópu snerti einkum þrjú svið: 1) Verðlag á innfluttri vöru mun lækka og bæta viðskiptakjör okk- ar. 2) Með tollfrelsi sjávarafurða á markaði Evrópubandalagsins vænkast hagur útgerðar og fisk- vinnslu á íslandi. 3) Fjármagnsmarkaðurinn opn- ast og gerir EFTA ráð fyrir að það muni auka tekjur aðildarríkjanna. Samanlagt er gert ráð fyrir að þjóðarhagur vænkist um 4—5%, en á móti kemur kostnaður, sem Islendingar munu þurfa að bera. í skýrslu utanríkisráðherra sem lögð var fyrir Alþingi í síðustu viku, er frá því greint að EFTA reyni nú að ná samningum við EB með því að létta á innflutningi landbúnaðarvara og með því að EFTA-ríkin greiði í sérstakan þró- unarsjóð. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur verið talað um að framlag okkar í sjóðinn gæti numið 0,2% af landsfram- leiðslu. Ekki er búist við að íslend- ingar njóti styrkja úr þróunar- sjóðnum, þar sem þjóðarfram- leiðsla íslands er langt yfir meðal- tali þeirra svæða sem njóta munu byggðastyrkjanna. Framboðslisti í Reykjavik Framboöslisti Alþýduflokksins í Reykjavík til alþingiskosninga 20. apríl nœstkomandi hefur veriö birtur. Vel hefur til tekist meö list- ann og enginn vafi á aö hann mun sópa aö sér atkvœöum, enda Alþýöuflokkurinn í sveiflu upp á viö. Listinn er þannig skipaöur: 1. Jón Baldvin Hannibalsson, ráöherra 2. Jóhanna Sigurðardóttir, ráöherra 3. Össur Skarphéðinsson, aðstoðarforstjóri 4. Magnús Jónsson, veðurfræðingur 5. Valgerður Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari 6. Ragnheiður Davíðsdóttir, blaðamaður 7. Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn 8. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ 9. Steindór Karvelsson, verslunarmaður, formaður SUJ 10. Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri HÍ 11. Vilhjálmur Þorsteinsson, forritari 12. Ásta M. Eggertsdóttir, framkvæmdastj. Svæðisstj. mále. fatlaðra 13. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur 14. Hildur Kjartansdóttir, varaformaður Iðju 15. Grettir Pálsson, meðferðarfulltrúi 16. Valgerður Halldórsdóttir, kennari, form. KAR 17. Jóhannes Guðnason, verkamaður 18. Hulda Kristinsdóttir, iðnnemi 19. Margrét Marteinsdóttir, nemi 20. Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, form. AFR 21. Jóna Rúna Kvaran, leiðbeinandi 22. Jóhanna Vilhelmsdóttir, verslunarm., stjórnarm. VR 23. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, form SUJ 24. Guðný Þóra Árnadóttir, húsmóðir 25. Birgir Árnason, hagfræðingur 26. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona 27. Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir 28. Benóný Ásgrímsson, þyrluflugstjóri 29. Guðmundur Haraldsson, deildarstjóri 30. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, kennslustjóri, form. Bandal. kvenna 31. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld 32. Guðni Guðmundsson, rektor 33. Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi 34. Ragna Bergmann, form. Verkakvennafél. Framsóknar 35. Emilía Samúelsdóttir, húsmóðir 36. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra Össur og Guðmundur Árni á fundaierð um landið „í mínum huga er þetta fyrst og fremst til að sýna fram á að frambjóðendur eiga ekki að vera bundnir af þröngum kjördæmasjónarmiðum. Við eru frambjóðendur á þjoðþing ísiendinga Alþingi," sagði Guðmundur Árni Stefáns- son bæjarstjóri í Hafnarfirði um fundaferð hans og Össurar Skarphéðinssonar um landið. Flokksstjórn Alþýöuflokksins lýsir yfir SKATTFRELSIS- MÖRKIN HÆKKI — markvissari beiting persónuafsláttar, barnabóta og húsaleigubóta Flokksstjórn Alþýðuflokksins Iýsir því yfir að eitt meginverk- efni Alþýðuflokksins á næsta kjörtímabili verði að auka jöfn- unarhiutverk tekjuskattskerfis- ins með hækkun skattfreisis- marka og markvissari beitingu persónuafsláttar, barnabóta og húsaleigubóta. — Flokksstjórnin minnir á að í kosningastefnuskrá flokksins 1991 er þetta fastmælum bundið. Þar seg- ir: — „Það þarf að draga úr vægi tekjuskatts á almennar launatekjur í tekjuöflun ríkissjóðs og gera jöfnun- aráhrif tekjuskatts einstaklinga markvissari með beitingu persónu- afsláttar, barnabóta og húsnæðis- bóta. Skattfrelsismörk einstaklinga í tekjuskatti þurfa að hækka." — Tekjumissi ríkissjóðs, sem verð- ur verulegur, þarf að mæta með eft- irfarandi hætti: 1. með því að samræma skattiagn- ingu eignatekna og skattmeðferð annarra tekna. 2. með lækkun útgjalda til landbún- aðar (afnám útflutningsbóta, vaxta- og geymslugjalda og annarra styrkja). — í staðinn komi breytileg jöfnunargjöld á innfluttar unnar matvörur til að standa undir búsetu- styrkjum og framlögum í jarða- kaupasjóð á löngum tíma. 3. með tekjum ríkissjóðs af veiði- leyfagjaldi, sem komi að hluta í stað tekjumissis vegna hækkunar skatt- frelsismarka. Þannig verði arðinum af sameiginlegri auðlind þjóðarinn- ar varið t.d. til að bæta lífskjör og kaupmátt fiskvinnslufólks. 4. með því að beina skattheimtu hins opinbera í meira mæli að mengandi orkunotkun og starfsemi. 5. með því að breyta ríkisfyrirtækj- um (t.d. bönkum og fjárfestinga- lánasjóðum) og selja hlut ríkisins í áföngum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.