Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. apríl 1991
iNNLENDAR FRÉTTIR
3
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
PÁLMI í HAGKAUP
LATINN: Pálmi Jónsson,
stofnandi Hagkaups hf.,
andaðist í Reykjavík á
fimmtudag, 67 ára að aldri.
Pálmi var lögfræðingur að
mennt, fæddur að Hofi á
Höfðaströnd. Hann fékkst
við viðskiptastörf að loknu
námis setti meðal annars á
fót ísborg við Austur-
stræti, síðar póstverslunina
Hagkaup, sem þróaðist út í
að verða stærsta verslana-
keðja landsins og olli
straumhvörfum í verðlagi á nauðsynjavörum heimilanna.
Pálmi og eiginkona hans, Jónína Gísladóttir, eignuðust
fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Synir þeirra tveir starfa
við Hagkaup hf.
TAP A SEMENTINU: Sementsverksmiðja ríkisins
tapaði 13,8 milljónum króna á rekstri sínum í fyrra. Hins
vegar varð 9 milljóna hagnaður á reglulegri starfsemi. Eig-
ið veltufé jókst um 9,2 milljónir, tekin voru langtímalán
upp á 30,4 milljónir, en greiddar 60 milljónir af langtíma-
lánum. Eigið fé er 77,2 milljónir króna og hafði aukist um
102,5 milljónir á árinu. Eiginfjárhlutfall er 62,7%.
SLÁTURFÉLAGiÐ FÆR10 EIGNIR í STAÐ EINN-
AR : Sláturfélag Suðurlands eignaðist 10 fasteignir í stað
stórhýsisins á Kirkjusandi, sem nú verður Listaháskóli Is-
lands, þegar umfangsmiklar breytingar á húsinu hafa verið
gerðar. Eignirnar tíu eru Fannborg 6 í Kópavogi, Engjateig-
ur 1 í Reykjavík, Funahöfði 7, Súðarvogur 6, Tunguháls 6,
Síðumúli 24—26, Álfaskeið 50 í Hafnarfirði, Aratún 26 í
Garðabæ, Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi (Kjarvalshús), og
Hæðargata 15 í Njarðvík. Eignir þessar eru virtar 300 millj-
ón króna virði, en auk þess greiðir ríkið SS 130 milljónir.
HÚSBYGGJANDINN KEMUR ÚT AFTUR: Á ámn-
um 1982—86 kom út vandað fræðslurit fyrir húsbyggjend-
ur, Húsbyggjandinn, eins konar handbók húsbyggjend-
anna. Nú er þetta tímarit að koma út að nýju. Hjörtur
Gunnarsson, prentsmiður, hefur keypt blaðið af Gísla
Gunnarssyni, byggingafræðingi, sem var einn stofnenda
blaðsins. Hjörtur stefnir á að koma með næsta blað í maí-
mánuði, en síðan aftur í haust. Blaðinu verður dreift til
allra lóðarhafa án endurgjalds, ennfremur til þeirra sem
starfa að byggingariðnaði.
KÓK Á ÝMSU VERÐI: Kaupmenn í söluturnum kvört-
uðu sáran yfir Vífilfelli hf. á aðalfundi Félags söluturna-
eigenda á dögunum. Þeir telja að kókið sé selt á ýmsu
verði til kaupmanna, allt eftir því hver í hlut á. Þannig sé
kókið til stórmarkaða selt á mun lægra verði en til sölu-
turna. Þessu vilja þeir ekki hlíta og mun nú rætt um að
skrúfa fyrir viðskipti meðan jafnrétti er ekki náð.
AUKIN FERÐAMENNSKA: Marsmánuður var hag-
stæður flugfélögum og ferðaskrifstofum. Hingað til lands
komu 6.327 útlendingar, eða rúmlega fjögur hundruð fleiri
en í sama mánuði í fyrra. íslendingar voru líka mun meira
á ferðinni. Um hlið útlendingaeftirlitsins komu 8.479 ís-
lendingar, eða 900 fleiri en í mars í fyrra. Frá áramótum er
ferðamannastraumurinn eilítið minni samanlagt en í fyrra,
sérstaklega eru íslenskir ferðamenn færri.
STÚDENTALEIKHÚSIÐ ENDURREIST: Stúdenta-
leikhúsið hefur sofið Þyrnirósarsvefni undanfarin fimm ár.
Vaskur hópur kvenna og karla hefur nú séð til þess að leik-
húsið vaknar, líkt og Þyrnirós fyrrum. Á laugardaginn var
frumsýndi leikhúsið í Tjarnarbæ þrjá einþáttunga eftir
unga höíunda, þau Melkorku Teklu Ólafsdóttur,
Sindra Freysson og Bergljótu Arnalds. Sýningin heitir
menn menn menn. Leikstjóri er Ásgeir Sigurvaldason.
Illa gengur að
telja íslendinga
Manntalið 1980 hefur ekki enn litið dagsins Ijós
Illa gengur aö vinna úr
manntali, sem Hagstofa ís-
lands lét framkvæma fyrir
áratug. Enn er verið að
samræma gögn til þess að
komast að endanlegri nið-
urstöðu um mannvist ís-
lendinga á ofanverðri tutt-
ugustu öld.
Þetta verður líklegast síð-
asta reglulega manntalið sem
fram mun fara á íslandi um
ókomna tíð. Framvegis verð-
ur stuðst við gögn sem unnin
verða með hliðsjón af nýjum
lögum um lögheimili. Nú-
tímatölvur hafa ekki gert
þeim á Hagstofunni lífið létt-
ara. Ýmsar ástæður eru fyr-
ir því að ekki hefur tekist að
koma gögnum úr manntalinu
1980 á hreint. Það er flókið
verk að samræma upplýsing-
ar. Mikill fjöldi fólks aflaði
upplýsinga og ekki er mann-
margt á Hagstofunni.
Kannski er ekki ástæða til
að örvænta enn. Fyrri mann-
töl hafa sum hver ekki verið
gefin út fyrr en eftir dúk og
disk. Elsta manntal í heimi,
það sem Árni Magnússon
stóð að 1703, var til dæmis
gefið út af Hagstofu íslands
tveimur öldum síðar, eða á
árunum 1924—1931.
Pósturinn i réttar hendur
Ný lög um lögheimilis-
skráningu munu líklega
leysa af hólmi hefðbundin
manntöl, sem fram hafa
farið með áratuga milli-
bili. Með nýja kerfinu
verður meðal annars kom-
ið í veg fyrir að pósturinn
lendi á rangri hendi.
Um áramót tóku gildi lög
um lögheimilisskráningu.
Ráðherra er þar gefin heimild
til að taka upp sérstakar íbúð-
armerkingar. Hagstofustjóri
segir að ýmislegt vinnist með
því. Sveitarfélög hafi óskað
eftir því að hægt væri að
greina fólk betur í sundur en
nú er þar sem fólk býr t.d. í
fjölbýlishúsi og illmögulegt
að segja til um hverjir búi í
hvaða íbúð. Fram að þessu
hafi verið stuðst við þjóðskrá
við alls kyns útsendingar á
pósti. Það hafi komið fyrir að
alnafnar eða alnöfnur hafi
búið í sama fjölbýlishúsi og
jafnvel peningasendingar
hafi þannig lent á röngum
stað. Þetta geti valdið óþæg-
indum og hafi gert það í ein-
staka tilviki. Með breyttri lög-
skráningu megi einnig gera
áætlanir með miklu skyn-
samlegri hætti en áður.
„Þetta þýðir þó alls ekki að
Nýr þáttur hóf göngu
sína á Aðalstöðinni í há-
deginu í gær en í honum
taka blaðamenn Alþýðu-
blaðsins, Tímans, Þjóðvilj-
ans og Flokksfrétta Sjálf-
stæðisflokksins þekkta
menn úr þjóðlífinu á bein-
ið. Alþýðublaðið reið á
vaðið í gær þar sem Ingólf-
ur Margeirsson ritstjóri
og Sæmundur Guðvinsson
við ætlum að fara að njósna
um fólk,“ sagði Hallgrímur
Snorrason í samtali við Al-
þýðublaðið. Tilgangurinn sé
einungis að auka hagræð-
blaðamaður höfðu Jón
Baldvin Hannibalsson for-
mann Alþýðuflokksins og
Ossur Skarphéðinsson
frambjóðanda á beininu.
Nokkrar breytingar eiga
sér nú stað á Aðalstöðinni og
hefur Helgi Pétursson látið af
störfum útvarpsstjóra. Sér-
stakir fréttatímar verða fram-
vegis tvisvar á dag, klukkan
niu að morgni og klukkan 16.
ingu í opinberum rekstri og
byggja upplýsingar á áreiðan-
legri gögnum en hægt hafi
verið fram að þessu.
Nýútskrifaður fjölmiðlafræð-
ingur frá Austurríki, Hrafn-
hildur Halldórsdóttir, hefur
verið ráðin til að annast frétt-
irnar auk þess sem hún vinn-
ur að morgunútvarpi með Ól-
afi Þórðarsyni. Þá verður
spurningaleikur á dagskrá á
Aðalstöðinni á sunnudögum
klukkan 13—15 undir stjórn
Kolbeins Gíslasonar.
Breytingar á
Aðalstöðinni
Alþýðuflokkurinn á
Vestfjörðum hefur gengið
frá framboðslista sínum
við komandi alþingiskosn-
ingar.
1. Sighvatur Björgvinsson
alþm., Reykjavíkr
2. Pétur Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands Vestfjarða,
ísafirði.
3. Björn Ingi Bjarnason
fiskverkandi, Hafnarfirði.
4. Kristján Jónasson fram-
kvæmdastjóri, ísafirði.
5. Ásthildur Ágústsdóttir
skrifstofumaður, Patreksfirði.
6. Hrafnhildur Þór Jóhann-
esdóttir skrifstofumaður,
Bíldudal.
7. Benedikt Bjarnason
nemi, Suðureyri við Súganda-
fjörð.
8. Björn Árnason, sjómað-
ur Hólmavík.
9. Ágúst Garðarsson sjó-
maður, Súðavík.
10. Karvel Pálmason alþm.,
Bolungarvík.