Alþýðublaðið - 27.04.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 27.04.1991, Side 1
MÞYBUBLJM 65.TÖLUBLAÐ- 72. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 GREIÐSLUMATILANASTOFNANIR: Allar stærstu lánastofnanir landsins, bankar, sparisjóðir og verðbréfa- fyrirtæki, hafa nú tekið höndum saman um að annast greiðslumat umsækjenda um húsbréfalán. Þetta nýja fyrir- komulag á greiðslumati tekur gildi nú strax eftir hetgina. Þar með þurfa þeir sem vilja fá greiðslumat ekki lengur að snúa sér til Húsnæðisstofnunar ríkisins með greiðslumat. Þær lánastofnanir sem taka að sér greiðslumat fyrir Hús- næðisstofnun skuldbinda sig til að ljúka því á tíu dögum frá því að fullgild umsókn þar um berst til þeirra. Það eru Bún- aðarbanki íslands, íslandsbanki hf., Kaupþing hf., Kaup- þing Norðurlands hf., Landsbanki íslands, Landsbréf hf. og Samband íslenskra sparisjóða sem munu annast þessa þjónustu. RKÍ SENDIR KÚRDUM AÐSTOÐ: Rauði kross ís- lands sendi í vikunni fulla flugvél af teppum og peysum frá ísienskum prjónastofum til Teheran í Iran. Farmurinn var afhentur Rauða hálfmánanum í íran sem kpm honum strax í flóttamannabúðir Kúrda við landamæri íraks en þar ríkir nú neyðarástand. Kristján Eysteinsson fylgdi farm- inum á leiðarenda fyrir hönd RKÍ. í gær var annar farmur sendur áleiðis til írans þar sem Rauði hálfmáninn mun taka við honum og koma honum til flóttamannabúða Kúrda. Hjálpargögn þessi eru keypt fyrir framlag ríkisstjórnar ís- lands til hjálpar Kúrdum á flótta frá írak. HAGNAÐUR GRANDA190 MILUÓNIR: Hagnað- ur af rekstri Granda hf. á síðasta ári nam 190,3 milljónum króna. Heildarvelta Granda sl. ár var 2.827 milljónir króna og heildarafli togara fyrirtækisins rúmlega 28 þúsund tonn. Af heildarafla voru seld 6.500 tonn erlendis og 7.400 tonn á innlendum mörkuðum. Framleiðsla vinnslustöðva Granda nam 7.480 tonnum af frystum sjávarafurðum og 2.170 tonnum um borð í togurum eða samtals 9.650 tonn- um. Meðalfjöldi starfsmanna á síðasta ári var 392 og launa- greiðslur ársins voru 832 milljónir króna. ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN TIL FLUGLEIÐA: Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, veitti í fyrradag Flugleiðum Útflutningsverðlaun forseta Islands. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, veitti viðurkenningunni viðtöku að Bessastöðum fyrir hönd fyrirtækisins. LANDSVIRKJUN VILL HÆKKUN: Verulegur hagn- aður, eða sem nam um milljarði króna, var af rekstri Landsvirkjunar á síðasta ári, og er það einkum til komið vegna hagstæðrar gengisþróunar. Þrjá fyrstu mánuði þessa árs hefur hins vegar verið 100 milljón króna tap á rekstri Landsvirkjunar. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að hækka þurfi gjaldskrá fyrirtækis- ins sem nemur 7—8% um mitt þetta ár. LEIÐARINN I DAO Þrátt fyrir að skoðanir séu skiptar innan Alþýðu- flokksins hvort vænlegra sé að mynda stjórn til „hægri" eða „vinstri" stendur flokkurinn heill og sameinaður um þau meginverkefni sem flokkurinn boðaði kjósendum fyrir kosningar. Þegar upp er staðið hlýtur það að ráðast af málefnunum hverjum Alþýðuflokkurinn vill starfa með. Fyrir dyrum standa viðræður milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um hugsanlega stjórnarmyndun. Umhverfisvænni sorpmeðferð I gær hófst formlega starf- semi SORPU, sem er byggða- samlag sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. SORPA tók í notkun móttöku- og flokkunar- stöð fyrir úrgang en mun einn- ig standa fyrir endurvinnslu ýmissa úrgangsefna. Alþjóðieg vinnuvernd EFTA-ríkjunum var boðið að gerast aðili að vinnuverndarári EB og hafa Norðurlöndin fallist á það. Ríkisstjórn íslands hefur samþykkt tillögu Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráð- herra þar um. Hagræðing í heil- brigðisþjónustunni Skúli G. Johnsen borgar- læknirskrifargrein um hvernig má hagræða í heilbrigðisþjón- ustunni og bendir á að starfs- fólkið sem vinnur við þá þjón- ustu hefur besta yfirsýn yfir hvar sé hægt að spara. Viðrœður um stjórnarmyndun Alþýðuflokks og Sjálfstœðisflokks hefjast í Viðey í dag Ný Viðreisn á boröinu? Viðræður um myndun ríkisstjórnar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðis- fiokks hefjast í Viðey klukkan 14 í dag. Forseti ísiands fól í gær Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóra í Reykja- vík, umboð til að mynda ríkisstjórn sem njóti meirihlutafylgis á Al- þingi. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðu- flokksins, sem leitt hefur óformlegar stjórnarmynd- unarviðræður að undan- förnu, mælti með því við forseta Islands síðdegis í gær að formanni Sjálfstæð- isflokksins yrði falið um- boð til myndunar ríkis- stjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson kom skömmu síð- ar í stjórnarráðið þar sem forseti fól honum að reyna stjórnarmyndun. Umboð forseta til stjórn- armyndunar er ekki bund- ið við einstaka flokka, en Davíð Oddsson tilkynnti í gær að hann myndi skila umboðinu tækist honum ekki að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks á næstu fjórum dögum. Samstaða virðist mikil með forystu flokkanna og er því gert ráð fyrir að samningar gangi hratt fyrir sig. Jón Baldvin Hannibals- son segir að stjórnin muni efla velferð fólks en ekki fyrirtækja. Það verði meðal markmiða ríkisstjórnarinn- ar að fyrirtækin geti staðið á eigin fótum. Samkvæmt heimildum blaðsins munu fulltrúar flokkanna hafa þegar kannað einstaka mála- flokka, einkum þá sem ágreiningur var um á síð- asta þingi. Jón Baldvin sagði í gær að meðal meg- inverkefna nýrrar stjórnar verði breytingar á fiskveiði- stjórnun og uppstokkun í landbúnaði. Alþýðuflokk- urinn muni halda fast við stefnuna í félagsmálum, sérstaklega hvað varðar húsnæðiskerfið. Formaður Sjálfstæðis- flokksins sagði í gær að ekki hefði verið rætt um skiptingu ráðuneyta eða um fjölda ráðherra á þeim fundum sem formenn flokkanna hefðu átt. Sam- kvæmt heimiidum Alþýðu- blaðsins mun af hálfu Sjálf- stæðisflokks aðeins vera frá því gengið að Friðrik Sophusson taki sæti í ríkis- stjórninni, og er það tillaga Sjálfstæðismanna að hann verði fjármálaráðherra. Fullvíst þykir að þeir þrír ráðherrar Alþýðuflokks sem áttu sæti í fyrri ríkis- stjórn taki sæti nýrri ríkis- stjórn. Davíð Oddsson á leið í Stjórnarráð íslands. f gær átti hann fund með forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, en hún hefur veitt honum umboð til myndunar meirihlutastjórnar. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR ©

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.