Alþýðublaðið - 27.04.1991, Side 3
Laugardagur 27. apríl 1991
INNLENDAR FRÉTTIR
3
FRÉTTtR
i HNOTSKURN
LANDSBANKISTÆKKAR Á SELFOSSI: Á Selfossi
starfrækir Landsbanki íslands næststærsta útibú sitt utan
Reykjavíkur. f síðustu viku var bætt við afgreiðslustað í
bænum, þar sem áður var útibú Samvinnubankans, í húsi
Kaupfélags Árnesinga. Útibússtjóri Landsbankans á Sel-
fossi er Magnús Gíslason, en afgreiðslustjóri nýja útibús-
ins þar er Svanhvít Hermannsdóttir og starfsfólk hið
sama og var í Samvinnubankanum. Á myndinni er Eyjólf-
ur K. Sigurjónsson, formaður bankaráðs Landsbankans,
að afhenda Hafsteini Þorvaldssyni, forstöðumanni
Sjúkrahúss Selfoss, 250 þúsund króna gjöf.
COSSIGA VÆNTANLEGUR í HEIMSÓKN: Forseti
Ítalíu, Francesco Cossiga, kemur hingað til lands í opin-
bera heimsókn dagana 4. og 5. maí næstkomandi.
ÓVIÐUNANDI LAUNAKJÖR: Lögreglumenn segja
launakjör sín „óviðunandi og lítilsvirðandi fyrir fólk.sem
gegnir áhættusömu og ábyrgðarmiklu starfi”. Á fundi for-
manna aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna var
ályktað um þessi mál og segir þar að þróun í launamálum
megi rekja bæði til launastefnu að undanförnu þar sem
þjóðarsáttarsamningarnir hafi reynst haldlitlir og leitt til
mikils samdráttar í löggæslu. Sé nú svo komið að launa-
kjör lögreglumanna séu út úr öllu samhengi við launamál
í landinu og til þess fallin að hrekja reynda og fullmennt-
aða lögreglumenn úr starfi.
HANDRITIN HEIM: Um þessar mundir eru 20 ár liðin
síðan handritin fóru að koma heim til íslands aftur frá Dan-
mörku. Þeim fyrstu var skilað til baka og send hingað með
dönsku herskipi og við þeim tekið með mikilli viðhöfn.
MEÐHÖNDLUN 0G
SORPS: Sorp-
hirða er mikið á dagskrá
hér á landi um þessar
mundir. Nágrannaþjóðir
okkar eru talsvert á undan
í þessum efnum. Per Berg,
lektor við Chalmers-tækni-
háskólann í Gautaborg
mun halda fyrirlestur um
aðferðir við að minnka
magn
sorps og um reynslu Svía af tilraunum í þá átt. Fyrirlestur-
inn verður í Norræna húsinu á mánudagskvöld kl. 20.30.
Og fyrst minnst er á sorp, má bæta því við að móttöku- og
flokkunarstöð Sorpu var opnuð hátíðlega í gær. Hún er í
eigu allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þjón-
ar nærri 150 þúsund manns.
MENN BYGGJA MINNA EN FYRR: Svo virðist sem
íslendingar séu hættir að byggja óhæfilega stórt yfir sig og
sína. Meðalstærð íbúða sem lokið var við í Reykjavík á síð-
asta ári var 24 rúmmetrum minni en árið á undan, eða 295
rúmmetrar. Lokið var við smíði 781 íbúðar í fyrra, sem er
68 íbúðum fleira en árið 1989. Metárið í íbúðabyggingum
var 1986, þá var lokið við 1026 íbúðir í Reykjavík.
ALFRÆÐIBÓKIN
sta send-
alfræði-
Erni og
Örlygi hefur selst vel. Send-
ingin, 2400 bækur, er upp-
seld. Segir forlagið að þetta
sé meiri sala en búist hafði
verið við. „Þessar góðu
móttökur auka bjartsýni á
að bókin komi til með að
standa undir útgáfukostn-
aði fyrr en__ráð var fyrir
gert," segir Örlygur Hálf-
danarson, bókaútgefandi.
ATVINNUMIÐLUN IÐNNEMA: Iðnnemasamband
íslands stendur fyrir atvinnumiðlun þar sem hagsmunir
iðnnema og atvinnurekenda verða hafðir að leiðarljósi.
Markmiðið á að vera að auka starfsreynslu iðnnema í
þeirri iðngrein sem iðnneminn leggur stund á, en jafn-
framt á að tryggja atvinnurekendum hæfari starfskrafta en
ella. Atvinnumiðiunin heitir AMIN og er til húsa að Skóla-
vörðustíg 19.
SELSTVEL: Fyr
ingin af Islensku
orðabókinni hjá
NÝTING
Davíð œtlar ad mynda stjórn á fjórum dögum
Velferð fólks
Klukkan 18.03 í gær
veitti forseti íslands
Davíð Oddssyni, for-
manni Sjálfstæðis-
flokksins, umboð til að
mynda ríkisstjórn, sem
hefur meirihlutafylgi á
Alþingi íslendinga. Dav-
íð ætlar sér fjóra daga til
að ganga frá ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks en skila um-
boðinu ella. Málefna-
ágreiningur viröist lítill í
þeim málaflokkum sem
forystumenn beggja
flokkanna Ieggja megin-
áherslu á.
ÞORLÁKUR HELGASON
SKRIFAR
Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðu-
flokksins, kom á fund for-
seta laust eftir klukkan
fimm síðdegis í gær og
benti á formann Sjálfstæð-
isflokksins til að reyna
stjórnarmyndun, en Jón
Baldvin tilkynnti Stein-
grími Hermannssyni í gær-
morgun að Alþýðuflokkur-
inn teldi líklegast að samn-
ingar tækjust með Alþýðu-
flokki og Sjálfstæðisflokki
um landstjórnina.
Steingrímur og Jón Bald-
vin ræddust við í klukku-
tíma í gærmorgun og
stundarfjórðungi síðar birt-
ist Ólafur Ragnar Grímsson
i stjórnarráðinu. Fundur
hans og forsætisráðherra
stóð stutt yfir og var ljóst að
honum loknum að ekki
yrði reynt að koma á vinstri
stjórn. Steingrímur til-
kynnti þó forseta íslands að
hann væri tilbúinn að
reyna myndun vinstri
stjórnar, og hugsanlega
með Kvennalista. Ólafur
Ragnar mun hafa lagt það
sama til, en á fundi fulltrúa
Kvennalista með forseta
síðdegis bentu konurnar
ekki á neinn sérstakan til
að fara með umboðið, enda
var þá ljóst að formaður Al-
þýðuflokks og formaður
Sjálfstæðisflokks höfðu
orðið ásáttir um að meiri-
— en ekki
hlutastjórn flokkanna
kæmist á.
Steingrímur Hermanns-
son hélt fréttamönnum
eins konar kveðjukaffi
klukkan 16.00 í gær. Kvað
hann sér hefði verið vel
kunnugt um að viðreisnar-
stjórn hefði verið í burðar-
liðnum síðastliðna tvo
mánuði og nefndi sérstak-
lega Jón Sigurðsson ráð-
herra sem talsmann þeirrar
stjórnar. Steingrímur sagði
að það myndi marka þátta-
skil, ef af viðreisn yrði.
Hann óttaðist að með
henni héldi frjálshyggjan
innreið sína í þjóðfélagið.
Reyndar vildi hann ekki
kalla stjórnina viðreisn.
„Ég veit ekki hvað þeir eiga
að reisa við — kannski
Sjálfstæðisflokkinn.”
Á flokksstjórnarfundi Al-
þýðuflokksins í fyrrakvöld
þóttust ýmsir skynja að við-
reisn lægi í loftinu. Á
flokksstjórnarfundinum
gerði Jón Baldvin, formað-
ur Alþýðuflokksins, grein
fyrir stöðunni í stjórnar-
myndunarþreifingum og
mátti skilja á honum að
fyrirtækja
fremur bæri að halla sér til
hægri en vinstri. Forysta
Alþýðuflokksins fundaði
um nóttina að loknum
flokksstjórnarfundi og þá
voru línurnar dregnar. Að-
spurður um það hvort hann
óttaðist ekki að takmörkuð
reynsla Davíðs í landsmál-
um kæmi niður á störfum
hans, kvaðst Jón Baldvin
telja reynsluleysi Davíðs
bæði kost og galla fyrir for-
sætisráðherra.
Á þingflokksfundi Al-
þýðuflokksins í gær lýsti
Gunnlaugur Stefánsson,
þingmaður Austurlands,
þeirri skoðun sinni að ekki
væri fullreynt hvort takast
mætti að mynda vinstri
stjórn.
Klukkan 18.03 í gær kom
Davíð Oddsson í stjórnar-
ráðið og fól forseti Islands
honum þá umboð til að
mynda meirihlutastjórn.
Formlegar stjórnarmynd-
unarviðræður flokkanna
hefjast í dag klukkan tvö í
Viðey og býst Davíð við að
það taki fáa daga að ganga
frá myndun stjórnar. Um-
boð forseta væri ekki mið-
Ólafur Ragnar Grímsson fjármalaraðherra er farinn að búa
sig undir að yfirgefa Fjármálaráðuneytið.
að við sérstakan flokk en
Davíð sagðist skilja að sam-
töl forystumanna í Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðu-
flokki hefðu legið til grund-
vallar þegar honum var fal-
ið umboð til stjórnarmynd-
unar.
Davíð Oddsson sagði, er
hann kom af fundi forseta
íslands, að sérfræðingar á
vegum Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks hefðu að
undanförnu farið yfir mála-
flokka, en hann gerði sér
ekki grein fyrir hvaða mál
kynnu að verða erfiðust í
samningum flokkanna. Að-
spurður sagðist Davíð ekki
óttast það þó að Alþýðu-
flokkur hefði lagt fram stíf-
ar kröfur til grundvallar
samningaviðræðum. Al-
þýðuflokkurinn hefði mjög
sterka stöðu í dag.
Formaður Alþýðuflokks-
ins segir að könnunarvið-
ræður við forystu Sjálf-
stæðisflokksins hafi aukið
bjartsýni um að samstaða
sé um veigamikil mál. Meg-
inverkefni ríkisstjórnarinn-
ar verði breytt stjórn fisk-
veiða og uppstokkun í land-
búnaði. Þá yrði haldið fast
við stefnuna í félagsmálum
sérstaklega hvað varðaði
húsnæðiskerfið. Samræma
yrði lífeyrisréttindi lands-
manna og draga úr ríkisút-
gjöldum.
Jón Baldvin segir að
stjórnin muni efla velferð
fólks en ekki fyrirtækja.
„Það er sjálfgert." Fyrir-
tækin verði að standa undir
sér sjálf — „og einnig land-
búnaðurinn,” bætti Jón
Baldvin við.
Ljóst er af ummælum for-
manna flokkanna að ekki
er ágreiningur milli forystu
Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks um nýja ríkis-
stjórn. Davíð vill mynda
viðreisn, en skila umboð-
inu ella. Til þess ætlar hann
sér fjóra daga. Gangi það
’áform eftir mun ný stjórn
taka við 1. maí. Hvernig
væri að kalla nýju stjórnina
„Maístjörnuna?”.
Island aðili að
vinnuverndarári
Ríkisstjórnin hefur
fallist á tillögu Jóhönnu
Sigurðardóttur félags-
málaráðherra um aö Is-
land taki þátt í evrópsku
ári 1992 um öryggi og
hollustuhætti á vinnu-
stöðum. Framkvæmd
málsins verður í hönd-
um Vinnueftirlits ríkis-
ins í samráði við félags-
málaráðuneyti og Holl-
ustuvernd ríkisins.
Ráðherraráð Evrópu-
bandalagsins ákvað að
gera tímabilið frá vori 1992
til vors 1993 að vinnu-
verndarári og samþykkti
markmið og drög að verk-
Jóhanna Siguröardóttir, —
félagsmál í evrópsku
umhverfi.
efnaskrá. EFTA-ríkjunum
var boðin þáttaka og
ákváðu Norðurlöndin að
þiggja það.
Einn hvati þess að í verk-
efnið er ráðist er mikill
kostnaður af vinnuslysum
og atvinnusjúkdómum sem
er talinn vera um 7% af út-
gjöldum sjúkratrygginga í
ríkjum Evrópubandalags-
ins. Helstu markmið með
verkefninu eru þau að auka
vitund um hættu á slysum
og heiisutjóni sem getur
fylgt vinnu og hvetja til við-
bragða við henni hjá at-
vinnurekendum, starfs-
mönnum og ungu fólki sér-
staklega. Ennfremur að
vekja athygli á gildi þess að
leysa félagsleg og fjárhags-
leg vandamál sem tengjast
vinnuvernd og auðvelda
framkvæmd ýmissa reglna
og samþykkta um vinnu-
vernd sem hafa tekið gildi
innan Evrópubandalagsins.
Ráðgjafarnefnd Evrópu-
bandalagsins um vinnu-
vernd hefur mælt með því
að kröftunum verði sér-
staklega beint að öryggi á
vinnustöðum, aðbúnaði og
líðan starfsmanna á vinnu-
stöðum, hreinu ómenguðu
lofti á vinnustöðum og
vörnum gegn hávaða og
titringi.