Alþýðublaðið - 30.04.1991, Qupperneq 8
• • • •
• • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • • • • • •
• • • • • • • • •
• • • ••• • • • • • • • • •
SÍBERÍUMAÐUR VILDITIL REYKJAVÍKUR: Sovéskir öryggis-
verðir á Moskvuflugvelli afvopnuðu mann í gær sem reyndi að ræna
flugvél og vildi fljúga til Reykjavíkur, samkvæmt fréttum Tass. Frétta-
stofan segir að hér sé um að ræða 30 ára gamlan mann frá Barnaul í
Síberíu. Flugvélin, sem er af gerðinni TU-154, var að koma til Moskvu
frá Síberíu. Maðurinn krafðist þess að eldsneyti yrði sett á flugvélina
og henni síðan flogið til höfuðborgar Islands með millilendingu í Ham-
borg. Öryggisverðirnir réðust til atlögu þegar verið var að færa vélina
til eldsneytistöku. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum með kröf-
unni um að fljúga til íslands, en flugræningjar hafa mjög látið að sér
kveða í Sovétríkjunum að undanförnu.
VEXTIR í PÓLLANDILÆKKA NIÐUR í 59%: Pólski Þjóðbank-
inn hefur tilkynnt lækkun grunnvaxta úr 72% niður í 59%. Vaxtalækk-
unin tekur gildi á morgun. Vextir voru hækkaðir úr 55% í 72% í janúar
siðastliðnum og var það liður í baráttu ríkisstjórnarinnar gegn verð-
bólgu, sem nam 250% miðað við 12 mánaða tímabil um síðustu ára-
mót. Stjórnin telur nú að verðbólgan muni verða 55% á yfirstandandi
ári og fylgir vaxtalækkunin í kjölfar spádóma um lækkun verðbólg-
unnar. Ríkisstjórnin tók við 640% verðbólgu árið 1989 er kommúnista-
stjórnin lét af völdum.
SÍMASAMBAND VIÐ BAGDAD: Tilkynnt hefur verið í írak að
takmarkað símasamband kæmist á í Bagdad í dag. Símasamband rofn-
aði í Persaflóastríðinu. Hussein forseti fól fyrir nokkrum dögum
tengdasyni sínum að koma lagi á símamálin, en hann er jafnframt
varnarmálaráðherra landsins.
FLÓTTAMENN í DANMÖRKU í HUNGURVERKFALLI: um
600 palestínskir flóttamenn í Danmörku eru í hungurverkfalli til að
mótmæla ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að senda þá flótta-
menn aftur til Líbanon sem ekki hafa fengið landvistarleyfi í Dan-
mörku. Nokkrir flóttamenn byrjuðu hungurverkfall fyrir viku og það
hefur síðan breiðst út. Flóttamennirnir óttast hefndaraðgerðir Sýr-
lendinga ef þeir verða neyddir til að snúa aftur til Líbanon. Frá því í
september hafa dönsk yfirvöld hafnað umsóknum frá um 300 ríkis-
fangslausum Palestínumönnum sem sótt hafa um pólitískt hæli í Dan-
mörku. Nú bíða um 900 eftir leyfi um hæli í landinu. Frá árinu 1985
hafa Danir veitt 6.275 ríkisfangslausum Palestínumönnum hæli.
ÖFLUGUR JARÐSKJÁLFTI í S0VÉT: Jarðskjálfti, sem talinn er
hafa verið að minnsta kosti sjö stig á Richter-kvarða, varð í Georgíu í
Sovétríkjunum. Talið er að að minnsta kosti 24 hafi farist í jarðskjálftan-
um og fjölmörg hús hrundu. Erfitt hefur verið að ná sambandi við
svæðið og segja yfirvöld að tala látinna geti átt eftir að hækka.
VIÐVÖRUNARFLAUTA BRÁST Fellibylur fór yfir bæinn Ando-
ver í Kansas og fórust 14 íbúar í hamförunum, en vindhraðinn var 400
km á klukkustund. Flautur sem áttu að vara íbúana við yfirvofandi
hættu fóru ekki í gang þegar til þeirra átti að grípa áður en fellibylurinn
skall á bænum. Lögreglan ók um götur bæjarins og varaði bæjarbúa
við um hátalara þegar ítrekaðar tilraunir til að gangsetja flauturnar
báru ekki árangur. Fjögur hundruð heimili eyðilögðust í þessum fimm
þúsund manna bæ sem er tæpa þúsund km suðvestur af Chicago.
Fjöldi fellibylja gekk yfir sjö ríki Bandaríkjanna og ollu gífurlegu eigna-
tjóni og yfirvöld segja að 23 hafi farist í Kansas og Oklahoma.
GEGN HUNGURSNEYÐÍ AFRÍKU: Anna Bretaprinsessa vekur
athygli landa sinna á því að 27 milIjónir Afrikubúa sjái fram á hungurs-
neyð. Anna sleppti hádegisverðinum í gær og hvatti aðra til að gera
það sama og láta andvirðið renna til hjálparstofnana. Hún sagði að
andvirði hádegisverðar síns nægði til að fæða 450 Afríkubúa í einn
dag.
KÓKAÍNSMYGLARAR GÓMAÐIR: strandgæsian í Argentínu
fann um 150 kíló af kókaini sem falin voru i farmi af þurrkuðum baun-
um sem átti að fara til Spánar. Smyglið fannst í vöruhúsi í nágrannabæ
Buenos Aires og voru fimm menn handteknir.
Viðeyiarstiórnin
Ný ríkisstjórn er að taka við völd-
um, Viðeyjarstjórn virðist ætla að
verða nafn hennar, enda hefur
hornsteinn hennar verið lagður í
eynni á síðustu dögum, enda þótt
hún yrði endanlega til í Alþingishús-
inu í gærdag.
Fréttamenn hafa fylgst náið með
fæðingu nýju stjórnarinnar, þar á
meðal fréttamenn Alþýðublaðsins.
Hér á síðunnj eru þrjár myndir úr
safni Einars Ólasonar, Ijósmyndara
okkar.
I AÐ LOKNU „REIPTOGI": Leiðtogar
flokkanna tveggja halda hér út i Viö-
eyjarferjuna að loknu „reiptogi" sínu
um helgina. Davíð Oddsson með allt
sitt undir hendinni, Jón Baldvin með
sín skjöl i tösku sinni.
SKIPSTJÓRINN: Davíð Oddsson um
borð í Viðeyjarferjunni hans Haf-
steins. Síminn gefur engin grið, það
er mikið um að vera. Davíð er óneit-
anlega skipstjóralegur, enda bíður
hans nú að stýra stjórnarskútunni,
Viöeyjarstjórninni.
VIÐREISNARMENN: Jón Baldvin á
fundi með þingflokki sínum í gær-
dag. Hann gengur nú til viöreisnar
með flokk sinn. Málverkið fyrir aftan
hann er af Gylfa Þ. Gíslasyni, sem sat
í viðreisnarstjórn á árum áður sem
leiðtogi Alþýðuflokksins.
Vinningstölur laugardaginn
27. apríl 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.694.968
2.4ÍTMí 3 155.838
3. 4 af 5 129 6.251
4. 3af 5 4.690 401
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.849.551 kr.
l Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustööum.