Alþýðublaðið - 31.05.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Page 2
2 MJYmiMHl HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Sjómenn og sjávarútvegur Sjómannadagurinn er á sunnudaginn og verður eflaust haldinn hátíðleg- ur víðast hvar um landið að venju. Mikil umræða hefur verið um málefni sjávarútvegsins á undanförnum árum og er þeirri umræðu hvergi nærri lok- ið. Mikið er í húfi að vel takist til við stjórn þessa málaflokks sem íslenska þjóðin byggir öðru fremur afkomu sína á. Hagsmunir einstaklinga verða þar að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Vilji menn á annað borð búa við hagsæld í þessu landi verður hagkvæmni í veiðum og vinnslu að sitja í fyrir- rúmi. Þá er ekki síður mikilvægt að vernda fiskistófnana gegn ofveiði með því að takamarka sóknina í þá. Hvernig svo sem staðið verður að stjórn fiskveiða nú og í framtíð er alveg Ijóst að alltaf verður þörf fyrir sjómannastéttina. Störf sjómanna eru og hafa verið erfið auk þess sem starfið kallar oft á langar fjarvistir frá fjölskyldu og vinafólki. Þrátt fyrir allar tækninýjungarnar hjá far- og fiskiskipaflotanum eru ennþá ófá störfin sem mannshöndin vinnur um borð. Sjósókn er í senn erfitt og hættulegt starf. Þrátt fyrir betri skip og báta, aukin bjögunarbúnað, betri fjarskiptatæki og aukna þekkingu farast bátar, menn falla fyrir borð og slys við vinnu um borð eru allt of tíð. Það er því ekki að nauðsynjalausu að sjómenn hafa lagt og leggja mikla áherslu á öryggismál sjómanna. Þau geta skipt meira máli en kaup og kjör hverju sinni. Hins vegar verður aldrei hægt að koma alfarið í veg fyrir slys á sjó frekar en annars staðar. Kaup og kjör sjómanna eru iðulega til umfjöllunar eins og kjör ýmissa annarra stétta. Sumir sjá ofsjónum yfir kaupi sjómanna en gleyma þá gjarn- an að það eru iðulega sveiflukennt og einn góður túr segir ekkert um árs- laun sjómanna. Sé sjómönnum ekki greidd þokkaleg laun þar sem tekiö er tillit til erfiðisog fjarvistasem fylgir því að stunda sjóinn mun fljótlega koma á daginn að menn fást ekki til aö fara á sjó. Þaö gefur auga leið að ef menn fá jafn mikil laun fyrir rólega vinnu í landi munu þeir ekki sækja í sjó- mennsku. Þaö er því ekki óeðlilegt aö sjómenn beri eitthvaö meira úr býtum en gengur og gerist í landi. Núverandi kvótakerfi er ýmsum |?yrnir í augum. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem veruleg liætta er á að fáum og stórum útgeröarfyrirtækjum takist að sölsa undir sig megnið af kvótanum til ævarandi eignar. Með einni skipasölu úr litlu sjávarplássi getur lífsafkoma heils byggöarlags verið lögð í rúst. Varanlegt eignarhald á kvóta mun einnig leiða til þess að eölilegum og heilbrigðum samkeppnisgrundvelli í sjósókn er kippt í burtu. Það mun leiöa til þess að nánast verður óhugsandi fyrir dugandi og framtakssama sjó- menn að vinna sig upp. Margir stórir útgeröaraöilar í dag hafa með óheftum aðgangi að fiskmiöunum í gegnum tíðina unnið sig upp, byrjaö á trillu, keypt sér bát og síðan prjónað sig áfram af dugnaöi. Sé hins vegar enginn kvóti á lausu er slíkt að sjálfsögðu óhugsandi. Með núverandi kerfi er einnig verið að koma í veg fyrir þaö að aldnir sjómenn eftir áratugasjósókn geti fengið sér trillu og haft af því lífsviöurværi seinustu starfsár sín. Með varanlegu eignarhaldi á kvófanum er því verið að koma í veg fyrir að dugandi sjómenn geti sótt sjóinn á eigin vegum og verða því aldrei ánnað en vinnuþý hjá kvótakóngunum. — TH Frá Háskóla íslands w Islenska fyrir erlenda stúdenta Skrásetning stúdenta í nám í íslenskum fræöum fyrir erlenda stúdenta í Háskóla íslands háskólaár- ið 1991—1992 ferfram í Nemendaskrá Háskólans dagana 3.—14. júní 1991. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10—12 og 13—16 hvern virkan dag. Um er að raeða þriggja ára nám sem lýkur með Bacc.philol. ísl.-prófi. FÓSTUDAGUR 31. MAI Jón Sigurösson, viöskipta- og iönaöarráöherra * A SJÓMANNADAGINN Á sjávarfangi byggjast Wfskjör okkar og tilvera. Islendingar hafa verið í fararbroddi á al- þjóðavettvangi við að tryggja verndun auðlinda hafsins og skipulega og réttláta nýtingu þeirra. Við höfum barist við voldugar þjóðir um yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni til að tryggja afkomu okkar og sjálf- stæði, og haft sigur í krafti rétt- láts málstaðar. Að hafinu og lífríki þess steðja nú ýmsar hættur. Losun eiturefna og geislavirks úrgangs er atlaga að lífs- afkomu strandríkja og raunar öllu lífi á jörðinni. ísland þarf að vernda lífríki og halda fullum yfirráðum yfir auðlindum sjávarins umhverfis landið. „Framumlaii er /xid mikil- riet’a verkefui uö mólu nýju sjúvurúWepslefnu, sem í senn tnffgir hai(kv<ema oi> skynsumlega nýlingu fiski- stofnunnu og rétllúlu skiplini’ii ardsins uf þessari sameifin þjódurinnur." fullnýWir fiskistofwor Evrópubandalagsríkin hafa í við- ræðum um Evrópska efnahags- svæðið sett fram kröfur um aðgang aö fiskimiðum okkar fyrir aðgang að markaði sínum. Þetta er krafa sem íslendingar geta alls ekki fallist á. Allir helstu fiskistofnar við ísland eru að fullu nýttir. Það er því óhugs- andi fyrir Islendinga að gefa öðrum eftir fiskveiðiréttindi fyrir aðgang að markaði. Við höfum þegar veitt Evrópubandalagsríkjunum aðgang að okkar markaði fyrir allar þeirra iðnaðarvörur og mikilvægar fram- leiðsluvörur landbúnaðar. Hér er um framtíð lands og þjóðar að tefla. Viö höfum ekki unnið stríð- ið á hafinu til þess að tapa því við samningaborðið. Ábyrgð strandrikjg__________ Strandríki eins og ísland bera sér- staka ábyrgð á því að auðlindir sjáv- ar séu ekki ofnýttar. Þetta eru mikil- væg rök í alþjóðlegum samningum. íslendingum hefur tekist betur en Evrópubandalaginu að vernda og nýta sína fiskistofna. Vel kemur til greina að efla samstarf við Evrópu- bandalagið í sjávarútvegsmálum, til dæmis varðandi rannsóknir og þró- un, verndun umhverfis sjávar og samstarf um nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Reynsla síðustu ára hér á landi sýnir glöggt að fiskistofnarnir þola ekki aukna sókn. Nauðsynlegt hef- ur verið að gripa til yfirgripsmikilla aðgerða til þess að draga úr sóknar- þunga. Kvótar hafa verið skornir niður og þrjú ár í röð hefur þjóðar- framleiðsla minnkað. Þetta var nauðsynlegt til þess að tryggja við- komu fiskistofnanna. Mótun nýrrar stefnu____________ Framundan er það mikilvæga verkefni að móta nýja sjávarútvegs- stefnu, sem í senn tryggir hag- kvæma og skynsamlega nýtingu fiskistofnanna og réttláta skiptingu arðsins af þessari sameign þjóðar- innar. Stjórn fiskveiða hefur lent í öngstræti, ekki síst er meðferð hins mikla fjölda smábáta vandasöm. Vandamál tengd viðskiptum með veiðiheimildir, eignafærslu þeirra og skattmeðferð hrannast upp. Á þessu þarf að taka. Sameign þjóðarinnar í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks eru sjávarútvegsmálin ofar- lega á dagskrá. Þar er því lýst yfir að sameignarákvæði laga um stjórn fiskveiða verði gert virkt. Þar er líka lögð áhersla á mikilvægi fiskmark- aða hér á landi. Þetta eru mikilvæg- ar yfirlýsingar. Nú þarf að móta stefnu til langs tíma í samráði við það fólk sem hefur lífsbjörg sína úr sjónum. Samningar um EES_______________ Samningarnir um Evrópska efna- hagssvæðið eru líka mjög mikilvæg- ir fyrir íslenskan sjávarútveg. Þeir geta, ef vel tekst tii, falið í sér hindr- unarlausan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir að Evrópumarkaði. Þetta stórbætir möguleika sjávarút- vegsins á næstu árum og skapar for- sendur fyrir nýju vaxtarskeiði i greininni. Það er ekki síst um þessi stóru verkefni sem ný ríkisstjórn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð. Á s|ómannadaginn_______________ Á sjómannadaginn leitar hugur- inn til starfandi sjómanna, fram- varðasveitarinnar í lífsbaráttu ís- lendinga. Um leið og við óskum þeim til hamingju með daginn minnumst við allra þeirra sem á liðnum árum drógu fisk úr sjó við erfið kjör og sigldu um Atlantsála færandi varninginn heim. Við stöndum öll í þakkarskuld við þá.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.