Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 12
FOSTUDAGUR 31. MAI Langarþig til að læra kínverska leikfimi, fá þægilegt nudd eða kynnastýmsum frœðum? Nokkrar konur standa á gólfinu og hreyfa sig hœgt og yfirvegað,eftir kúnstarinnar reglum og undurfalleg tónlistin spillir ekki fyrir... HrcyfílistaMsið, hvað er nú það? Á Vesturgötu 5 í Reykjavík er Hreyfilistahúsið staösett; nánar til- tekið uppi á annarri hæð. I gömlu og vinalegu húsi, sem virðist hafa sál. Þegar inn er komið, tekur maður eftir því hve allt er bjart og hlýlegt, allt er viðarklætt; gólf og veggir og það er eins og hægt sé að finna hús- ið anda frá sér einhverju góðu. Inni i eldhúsi er kaffi á könnunni, fólk fær sér ,,tíu" og spjallar saman um heima og geima. Þetta fólk á er- indi í húsiö og það eru einmitt erindi þeirra, sem hafa vakið forvitni mína. Því ákveð ég að ná tali af Olöfu S. Davíðsdóttur, en hún, ásamt manni sínum Siguröi Jóns- syni og Jia, sem er frá Kína; eru eig- endur Hreyfilistahússins. Við ákváðum einn sólbjartan dag í maí að fara heim til Ólafar og tala saman þar. Þessi unga fallega kona er störfum hlaöin, því auk þess að vinna úti á hún fjögur börn og heim- ili sem hún þarf aö sinna. En hún lætur þaö ekki á sig fá og segist hafa mjög góða stúlku, sem hjálpi henni við heimilisstörfin af og til, enda spurning um hvernig hún ætti ann- ars aö komast yfir öíl verkefnin. Heimili hennar er bjart og vistlegt og í stofunni er páfagaukur einn, sem í fyrstu lætur lítið yfir sér, en þess er ekki langt aö bí(Sa aö hann heimti athyglina! Ólöf býður mér sæti og kemur brátt með hressingu handa okkur. Fyrst langar mig til að forvitnast um nuddið sem fólki er boðiö upp á. ,,Við erum með svæðanudd og shiatsi, sem er þrýstinudd, vöðva- og slökunarnudd og kínverska þerapíu. Nuddið sem við notum er blandað svæðanudd og shiatsi og líka vöðva/slökunarnudd; „Healing" getum við notað, og við blöndum saman því sem okkur finnst henta hverri manneskju fyrir sig. Haft er í huga hvernig líffærin starfa, það er t.d. mjög mikilvægt að fólk hafi hægðir á hverjum degi, þ.e. að þarmastarfsemin sé í lagi. Líkaminn er heilan sólarhring að melta fæð- una og hann á ekki að vera lengur að því og koma henni svo frá sér. Eins þarf að athuga hvort manneskj- an drekki nógu mikið vatn; við mæl- um meö 3 lítrum á dag, hvaða fæðu hún borðar, hvernig hún hreyfir sig o.s.frv. Mér finnst líka mikilvægt að fólk verölauni sjálft sig á einhvern hátt, að við lítum ekki á það sem kvöð að þurfa t.d. að ganga 1 klukkustund á dag, til þess að fá svolitla orku í kroppinn. Því ég held að ef fólk gengur, þótt ekki sé nema í 15 mínútur á dag — úti — þá fær þaö súrefni og smá hreyfingu og getur oröið 100 ára. Hér er margt fólk sem vinnur kannski frá níu til fimm, er ekkert að labba uni í hádeginu, heldur stekkur upp í bílinn sinn og út úr honum aftur heima hjá sér, og stekkur áfram í bíó, heimsóknir o.þ.h., allt í bílnum. Það vantar meiri útiveru. í fyrra tók ég nokkurs konar ,,test" á sjálfri mér, þegar ég vann sem mest. Ég keyrði niður á nudd- stofu fyrir klukkan níu á morgnana og inn, nuddaði kannski til klukkan fjögur og stökk þá kannski út i garö- inn til að faöma að mér einhver tré þarna í Barmahlíðinni. Og inn aftur og náöi kannski að vera úti, allt í allt í 10 mínútur að anda að mér súrefni. Síöan var bara stokkið á dagheimil- ið og heim og ég náði aldrei aö vera neitt úti. Um helgar var svo kannski farið á skíði eða í veiðiferðir. Ef fólk gæfi sér að ganga aö heim- an frá sér í hálftíma og til baka aftur, þetta tekur klukkutíma, þá er þaö búið að ganga fimm kílómetra. Það þarf ekkert meira til að fá súrefni. Hvað æfingar snertir, þá finnst mér að fólk þurfi ekki endilega aö slíta líkamanum sínum. Ef við ger- um æfingar og gerum þær rétt, sér- staklega teygjuæfingar, og eflum þrekið á göngu, í sundi eða ein- hverju slíku, sem er byggt upp á þín- um „rythma", þá held ég að fólki líði miklu betur. Ég get sagt frá syni mínum sem er 16 ára, hann er í fótbolta, hann er á skíðum og er mjög illa farinn í hnjánum. Mér finnst þetta alveg út í hött," segir Ólöf og talið berst aö fólki sem hefur orðiö illa úti í hinum ýmsu íþróttum; líkaminn jafnvel orðinn slitinn eins og hjá gamal- mennum, þótt um ungt fólk sé að ræða. Og Ölöf bætir við: „Svo eru það allar þessar megran- ir sem fólk fer í, í staðinn fyrir að breyta mataræðinu örlítið, hreyfa sig á þeim hraða sem er temmilegur fyrir okkur, hvert og eitt; og gefur okkur orku og róar hugann, í þessu stressþjóðfélagi sem við lifum í. Mér finnst svo mikilvægt að viö temjum okkur að róa dálítið niður eigin huga. Heilinn í manni getur hreinlega fariö á trimm, þannig að ekki sé hægt að vinna úr neinu. Af því hann hringsnýst svo hratt og kollurinn er fullur af hugmyndum og verkefnum, og maður veit ekkert hvar á að byrja. En til þess að losna við þetta er til mjög einföld æfing. Hún er fólgin í því að skrifa niður drauma sína og væntingar og allt það sem þú vilt framkvæma. Við getum tekið sem dæmi aö þú viljir fara til sólarlanda með barnið þitt, en þú veist að þú kemst ekki á morg- un og ekki eftir tvær vikur. Þá skrif- ar þú niður dagsetningu, t.d. 15. júní 1992 ætla ég aö vera komin til sólar- landa með barnið mitt. Þetta skrifar þú niður alltaf annað slagiö og ósjálfrátt losnar pláss í heilanum (okkar) og þá hættir þetta streö. Þetta á líka við um verkefnin okkar, sem viö þurfum að sinna daglega. Mér finnst mjög gott að hafa bók til að skrifa niður það sem ég þarf að gera, eins og t.d. að borga reikninga og þess háttar. maður veröur að skipuleggja tíma sinn, framkvæma hlutina, i stað þess að hugsa: æ, ég geri þetta bara á morgun. Þess vegna finnst mér svo mikiö atriði að skrifa niöur." Nú verður smá hlé á viðtalinu, því að páfagaukurinn lætur heyra í sér svo um munar! „Já, já, ég skal hleypa þér út Pákur minn," segir Ólöf, og þá hefst nú fjörið fyrir al- vöru. Hann kætist ekkert smávegis yfir öllu þessu frelsi; tekur á rás og flýgur um allt, þá sest hann á öxlina á ðlöfu og gerir svo tilraun til hins sama við mig. En það er ekki laust við á ég sé dálítið smeyk, alla vega fer einskonar hrollur um bakið á mér, furðulegt, því þetta er svo meinlaust grey. Ólöf er ekki alveg ein að störfum í Hreyfilistahúsinu, því ásamt henni starfar ungur maður, sem heitir Jia. Hvaðan kemur hann og hvað gerir hann? „Jia kemur frá Norður-Kína. Hann kom hingað til lands fyrir fjór- um árum síðan og hefur m.a. verið að þjálfa blak fyrir Þrótt. Hann er að gera mjög góða hluti hér, hann er mjög fær að nudda og mér finnst gaman að sjá, hvað hann nær góð- um árangri meö fólk. Jia er mjög öruggur í því sem hann tekur sér fyrir hendur." — Svo eruð þið með eitthvaö sem heitir „Taitsi". Hvað er það? „„Taitsi" er einskonar leikfimi, sem er hönnuð upp úr upphaflegri bardagalist Kínverja. Þessa leikfimi er hægt aö nýta til ræktunar á lík- ama sínum, og einnig til að róa hug- ann. Sjálf hef ég mætt í nokkra tíma, geri þessar æfingar á hverjum morgni, ásamt nokkrum öðrum konum og ég er endurnærð á eftir. Mér finnst þetta hjálpa mér mjög mikið, þaö finn ég best þegar ég fer að nudda fólkið á eftir." — Hver kennir þessa leikfimi? „Hún heitirHauoJinogermennt- aður leikfimikennari frá Kína, auk þess að vera „Taitsi"-meistari, og „Taitsi-hnífa" sem er listgrein í Kína og eins og kom fram áðan er ein- göngu ætluö ungum stúlkum og konum. Þá eru þær með löng skreytt sverð og í sérstökum búning- um, og mér finnst alveg æðislega gaman að horfa á þetta." „Taitsi" er sex vikna námskeið sem gengið er í gegn um, þ.e. að læra allar æfingarnar. En þaö tekur um eitt ár aö samhæfa hreyfingar og öndun, og hún skiptir líka miklu máli. Viljir þú læra þetta fullkom- lega tekur það þig um þrjú ár og æf- ingarnar þarf að stunda á hverjum morgni. Þegar búið er að þjálfa „Taitsi" í þrjú ár er hægt að mæta í próf og öðlast kennararéttindi. „Ég kalla þetta hreyfilist, vegna þess að mér finnst þetta vera list- grein. Að horfa á fólkið gera þetta með líkamanum; það er svo mikil einbeiting sem þarf til að tæma hug- ann og þroska sig. Ég myndi mæla með því að „Taitsi" yrði kennt í skól- unum, strax í sex ára bekk, nú eða bara hreint og beint inni á dagheim- ilunum. Mér finnst vanta eitthvað svona, þar sem börnin gætu lært að hafa stjórn á huganum og öndun- inni og gætu þá róað sig niður; kynnu aðferð til þess. Því það er allt á fleygiferð í þjóðfélaginu og mér finnst ekkert pláss vera fyrir börnin okkar. Við hendum þeim inn á dag- heimilin, vegna þess að við mæð- urnar viljum vinna úti, jafnvel þó við þurfum það ekki. Við erum þjóð- félagið og við erum búin aö gera það eins og það er. ()g það er þetta kapphlaup um að hafa sem mest af þessu og mest af hinu og maður gleymir hverju maður er í raun og veru að sækjast eftir, hvað verið er að læra. Við erum að læra að þroska okkur og miðla af okkur til annarra. Við erum ekki að vinna til að geta kannski endalaust eignast BMW eða Bang & Olufsen hljómflutnings- tæki. Ég vil meina að við séum hér til að þroska okkur og ná árangri í lífinu, og í framhaldi af því vil ég meina að ég hafi fæðst íslendingur og valið mína foreldra sem uppal- endur. Stundum hef ég velt því fyrir mér af hverju fólk fer frá sínum heima- löndum, því það fólk valdi að fæðast í viðkomandi landi, til að öðlast þar andlegan þroska og hugarró." — Attu við að það sé jafnvel að flýja undan einhverjum aðstæðum, takist ekki á við þær? ,,Já.“ — Þú vilt þá ekki meina að fólkið geti hugsanlega tekist öðruvísi á við lífið annarstaðar, jafnvel kennt hin- um eitthvað nýtt? „Jú, jú, mér finnst það líka. Og það væri þá svona einn og einn, einskonar flökkudýr, sem hefði þörf fyrir að gera þetta og væri undir það búinn. Það sem ég á við er allur þessi innfiutningur á fólki, margt af því hefur kannski ekkert fram að færa í raun og veru. Og ég hugsa með mér; við erum tvö hundruð og fimmtíu þúsund ís- lendingar og það fórust þrjú hundruð þúsund manns í hvirfil- bylnum í Bangla Desh um daginn. heil íslensk þjóð og rúmlega það. Það sem ég á við er, að við erum svo fá, það er svo auðvelt að kaffæra okkur. Mér finnast lslendingar svolítið „spes" og held að öllum íslending- um finnist það, og líka allt í lagi að viðurkenna það. Mér finnst líka gott að það komi fram, að við búum í Paradís á jörðu. Það er ekki stríö hérna, engir hermenn, við höfum hreint loft og erum með yfirdrifið nóg af fæðu. í raun og veru er eng- inn skortur hér. Flestir Islendingar búa í stóru, góðu húsnæði og margir eiga bíla. Við getum líka flest veitt okkur eitthvað, ef ekki allt, bara ef við hugsum rökrétt. Við erum líka laus við miklar hamfarir hér, jú auðvitað missum við sjómenn í hafið og fólk í slysum. En mér finnst ísland vera svo ferskt. Þegar ég hef verið að ferðast er- lendis og kem hingað heim þarf ég að fara út fyrir Reykjavík og soga aö mér þessa íslensku náttúru sem við eigum. Mér finnst það alveg yndis- legt. Ég hef búið erlendis, en myndi samt ekki vilja búa þar alfarið, mér fyndist ágætt að vera úti t.d. frá end- uðum október og fram í febrúarlok. þá vil ég koma heim."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.