Alþýðublaðið - 31.05.1991, Side 15

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Side 15
15 r/Sc'Ti ir»Ani id 01 kaaí Hin stórfellda tæknivæðing er ógnun við undirstöður hins vestræna þjóðfélags, segir Bjarni Þorsteinsson í grein sinni. Skringilegur dauiadans iðnaiarpjóifélagsins Þó svo að ýmiskonar nostalgía, til- finningaþrungið endurlit til fyrri tíma, tröllríði flestum sviðum menn- ingar og andlegs lífs í hinum vest- ræna heimi, höfum við síður en svo ástæðu til að finnast við lifa á geld- um og atburðasnauðum tímum. Ég á í þessu sambandi ekki við „frels- un" Austur-Evrópu eða Persaflóa- blóðbaðið. Það sem gerir okkar tima stórmerkilega er sú þjóðfélags- lega umbreyting sem á sér stað á öll- um sviðum þjóðfélagsins: breyting- in úr iðnaðarþjóðfélagi í upplýsinga- þjóðfélag. Þessar þjóðfélagsbreyt- ingar hafa í för með sér gífurlegar breytingar sem koma til með að gjörbreyta hinu daglega lífi okkar. Aukin tæknivæðing gefur mögu- leika á stórfelldri styttingu á vinnu- tíma; við þurfum að vinna miklu minna til að geta afkastað þvi sama. En um leið og paradís með gnægð frítima virðist innan seilingar er hin stórfellda tæknivæðing ógnun við undirstöður hins vestræna þjóð- félags: launavinnu og hagvexti. Aukin tölvuvæðing,____________ qukið qtvinnuleysi____________ Því hefur verið haldið fram af bjartsýnismönnum að það atvinnu- leysi sem fylgi aukinni notkun tölvu- tækni í þjóðfélaginu sé aðeins tima- bundið. Á sama hátt og iðnaðar- þjóðfélaginu tókst að veita atvinnu öllu því fólki sem streymdi úr sveit- unum til hinna sívaxandi stórborga á tímum iðnbyltingarinnar á upplýs- ingaþjóðfélagið að geta veitt þeim atvinnu sem verða atvinnulausir vegna örtölvubyltingarinnar. En sagan endurtekur sig ekki á þennan hátt. Þau nýju störf sem koma í kjöl- farið á tölvuvæðingu, þ.e.a.s. ýmis- konar störf sem tengjast tölvum og tölvuvinnslu, ná á engan hátt að taka við öllum þeim sem tölvuvæð- ingin sviptir atvinnu. Full atvinna handa öllum er i vaxandi mæli að verða að tómu og óraunsæju slag- orði. Og á meðan launavinna er skynjuð mikilvægasta athæfi ein- staklingsins verða þeir sem atvinnu hafa forréttindahópur borið saman við atvinnuleysingjana. í þeim þjóð- félögum Vestur-Evrópu sem eru að umbreytast úr iðnaðarþjóðfélögum yfir í upplýsingaþjóðfélög er barátt- an um atvinnu á vinnumarkaðnum hörð og hatrömm. En í sjálfu sér er þessi barátta álíka fáránleg og ef far- þegarnir á hinu sökkvandi Titanic færu að berjast um sólstóla sem leið til björgunar. BqrúWq fyrir________________ dquðqdæmdu hqgkerfi Þó öll skynsemi bendi í þá átt að stytta beri vinnutíma og minnka of- neysluna er sem stjórnmálamenn séu tilbúnir til að fórna nánast öllu fyrir hið dauðadæmda hagkerfi sem krefst stöðugs hagvaxtar og þar sem menn og náttúra verða að þola hin- ar mestu svívirðingar og misnotk- un. Og þó það kunni að hljóma ein- kennilega virðist vera hægt að auka til muna neyslu okkar og viðhalda hinu ónýta hagkerfi. Vistkerfið og félagskerfi Vestur- landa setur takmörk fyrir því hve hægt er að framleiða og selja af ým- iskonar tækjum og tólum s.s. bílum, einkatölvum, vídeótækjum, hús- gögnum o.s.frv. Við getum m.ö.o. ekki endalaust rænt og svívirt nátt- úruna og það er einfaldlega ekki til nægilega mikið af auðæfum til að allir geti lifað eins og rika fólkið í Kaliforníu. Bjarvættar hagkerfisins er neysla á vörum sem eru ekki af efnislegum toga, þ.e.a.s. þjónusta og vörur þar sem innihaldið er fyrst og fremst einhverskonar sérþekking, og úrvinnsla á hinum ógæfulega úr- gangi sem iðnaðarþjóðfélagið skap- ar. Að wærqst é sorpi____________ iðnqftqrþjóðfélqgsins Þó það kunni að hljóma fáránlega virðist sem hið deyjandi hagkerfi iðnaðarþjóðfélagsins fái næringu úr sínu eigin sorpi. Mengun náttúru, atvinnuleysi og félagsleg neyð eru vandamál sem líta má á sem hluta af því sorpi sem iðnaðarþjóðfélagið skapar. En í stað þess að vinna gegn rótum vandans líta yfirvöld á vanda- málin sem tæknileg vandamál og óska eftir tæknilegum lausnum sem hafa það markmið að fjarlægja verstu sjúkdómseinkennin. Á þenn- an hátt fær fjöldi manns starf við mengunarvarnir og -eyðingu og heill her félagstækna og meðferðar- aðila fær það verkefni að flokka, stjórna og vinna úr vandamálum þeirra sem undir eru í þjóðfélaginu. Því meiri mengun og félagsleg eymd, því meiri atvinna og hærri þjóðartekjur. Þar sem þeir sem vinna með þau vandamál sem iðn- aðarþjóðfélagið skapar eiga afkomu sína undir því að áfram verði meng- uð náttúra og félagsleg eymd er ósköp skiljanlegt að það sér tak- markaður áhugi meðal þeirra á að vinna að róttækum lausnum þar sem leitast er við að útrýma eymd- inni. Pqnsinn kringum______________ sérfræðingnnq________________ Þegar markaðurinn fyrir vörur og þjónustu sem byggjast á sérþekk- ingu stækkar þenjast út þau svið sem eru undirlögð vísindum og sér- fræðiþekkingu. Fleiri og fleiri svið lífsins fara að krefjast sérfræðiþjón- ustu; áður gat venjulegt fólk alið upp börn sín, umgengist sambýlis- fólk sitt og yfirvöld og staðið frammi fyrir dauðanum án annarrar hjálpar en alþýðlegar hefðir veittu. Nú eru komnir fram á sjónarsviðið ýmsir spekingar sem segja okkur að öll þessi svið séu uppfull af flóknum vandamálum og kreppum sem við erum allsendis óhæf til að eiga víð sjálf. í hælana á orðinu ,,vandamál“ kemur svo orðið ,,þörf“ og keðjunni lýkur með orðinu „sérfræðiþjón- usta“. Lögfræðingar, sálfræðingar, uppeldisfræðingar, snyrtifræðingar, náttúrlækningamenn og -konur og allskyns meðferðaraðilar gera reynslu okkar að ónothæfri vöru og umbreyta hversdagslífinu yfir í röð af tæknilegum vandamálum sem þeir einir geta átt við. Með lipurri tungu og tilvitnunum í flóknar kenningar er okkur sagt að ,;riú- tímaþjóðfélagið sé orðið svo flókið" að venjulegt fólk þurfi að leita sér aðstoðar með vandamál sín. Útlit okkar, sál, líkami, frítími, samskipti við yfirvöld og að ógleymdum sam- skiptum kynjanna eru mál sem krefjast sérfræðiaðstoðar. Reynsla okkar er gerð ómerk og hefðir leyst- ar upp. Að því loknu er okkur boðið að kaupa lausnir á vandamálum okkar af sérfræðingum og tækni- mönnun. Að lokum taka svo aliir þátt í hinum endalausa dansi í kringum sérfræðinga og ráðgjafa gegn því að fá leyfi til að selja sína sérþekkingu. Og sérfræðingar þurfa svo að kenna öðrum sérfræðingum kúnst sína, sem svo kenna enn öðr- um sérfræðingum o.s.frv. Bjarni Þorsteinsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.