Alþýðublaðið - 11.12.1992, Page 6

Alþýðublaðið - 11.12.1992, Page 6
6 Föstudaqur 11. desember 1992 Islenskir fossar - glœsileg bók Verðmæti sem mælast í unaðstundum - ekki gígavattstundum Líklega má segja um l'ossa á ís- landi að þeir séu óteljandi, ekki síður en eyjarnar á Breiðafírði eða vötnin á Arnarvatnsheiði, segir Jón Kr. Gunnarsson, höfundur vandaðrar og fallegrar bókar, sem Skuggsjá hefur gefið út, Islenskir fossar. Jón segirerfitt í mörgum tilfellum að meta hvað em fossar og hvað flúðir. Hann bendir á að Island hafi af mörgu að státa sem telst til náttúmprýði. Eitt af því sé hinn mikli fjölbreytileiki foss- anna. Vart muni nokkurt annað land komast þar til jafns. Jón Kr. Gunnarsson hélt af stað um- hverfís landið með myndavél sína, og verður ekki annað sagt en að hann hafi aflað sér góðs myndefnis. Myndimar eru hreint afbragð. Jón er ennfremur maður pennafær í besta lagi, og ritar skemmtilega með myndunum, textar em auk þess á ensku líka. „Eg er líklega nokkuð sérvitur mað- ur“, sagði Jón Kr. Gunnarsson í samtali Þorsteinn Marelsson skrifnr á Milli vila s - Utgefandi Mál og menning Út er komin hjá Máli og tnenn- ingu unglingabókin, Milli vita, eft- ir Þorstein Marelsson. Hann er þrautreyndur í barna- og ung- lingabransanum, enda fengist lengi við dagskrágerð fyrir þenn- an aldurshóp og skrifað nokkrar bækur fyrir hann. Söguhetjan er 15 ára strákur sem fínnst veröldin stundum standa á haus og allt ganga sér í óliag. En þrátt fyrir allt er spennandi að vera unglingur og aldrei er nokkur logn- molla í félagahópnum, Gamansemi og bjartsýni einkenn- ir söguna sem sýnir heim unglinga og foreldra þeirra frá raunsæu sjón- arhorni. Ekkert sextán-ára-í-sambúð-sull hér á ferðinni, heldur raunsæispólitík rithöfundar sem veit hvað krakkam- ir vilja lesa, og kærir sig kollóttan um hvað fimmtán-ára-á-föstu- frænkunum finnst. Ætli Þorsteinn veili kollega sínum Þorgrími ein- hverja samkeppni? Bókin er sú fyrsta sem Mái og menning gefur út eftir Þorstein Mar- elsson. (154 blaðsíður. - Prentuð í Odda.) við Alþýðublaðið. „Ég hóf hringinn í Borgarfirði, og greini frá fossum þess héraðs fyrst, og held síðan umhverfis landið". I siðmenningu sem mest virðist huga að aukinni þjóðarframleiðslu, beinast augu manna æ meira að því að virkja sem flesta fossa landsins, og kreista út úr þeim sem flestar gígawattstundir raforku. En Jón Kr. Gunnarsson bendir á að í fossunum liggja meiri verðmæti og allt önnur, verðmæti sem mælast í unaðsstundum, og vitnar hann þar í dr. Sigurð Þórarinsson. Bókin íslenskir fossar er 352 bls. að lengd, prentuð á úrvals myndapappír og hin veglegasta í allri gerð. JCELANDIC Rússar fú öflugra símkerfi - Motorola gerir tilraunir með þráðlaus keifi í St. Pétursborg Rússar munu á næstunni kvnnast nýjungum Motorola- fyrirtækisins í fjarskiptatækni, en gerð verður til- raun ineð þráðlaust, svæðisbundið símkerfi sem Motorola framleiðir í Bretlandi. Kerfi þessu er ætlað að vera viðbót við eldri kerfi af hefð- bundinni gerð, en símakcrfi Rúss- lands mun ckki beinlínis gott. Búnaðurinn er nú á leið til St. Péturs- borgar, áður Leningrad. Slfk kerfi koma að góðum notum víða unt heim þar sem ekki er hægt að anna eftirspum eftir símaþjónustu af hefðbundinni gerð vegna þess hve kostnaðarsamt það er að tengja alla notendur með kop- arvírum, sem er ömggasta símatæknin sem völ er á. Þráðlaus svæðistenging Motorola byggist á því að hliðræn farsímagmnn- stöð tengist beint næstu símstöð innan þráðbunda kerfisins. Síðan tengjast venjuleg símtæki, faxtæki eða mótöld kerfinu gegnurn staðbundið sendivið- tæki, sem nýtir þá farsímatækni sem fyrir hendi er. Að öðru leyti er kerfið hliðstætt almenna kerfinu í notkun. Starfsmenn Motorola segja að ekki þurfi að líða nema 3-6 mánuðir frá fyrstu áætlanagerð þar til unnt sé að taka kerfið í notkun. Tilraunakerfið í St. Pétursborg ætti að vera komið í notkun innan viku frá því að búnaður- inn kemur til borgarinnar. „Tilraunin í St. Pétursborg ntun sýna hvemig símafyrirtæki geta notfært sér farsímatækni til þess að stækka kerfi sín á fljótlegan og hagkvæman hátt. Þráðlaus, svæðisbundin tenging færir þau félagslegu og efnahagslegu þæg- indi sem fylgja símanum örlítið nær milljónum manna unt allan heim“, seg- ir David Hughes, aðstoðarforstjóri hjá Motorola. BÆKUR Þorgeir Ibsen Hreint og foeint HREINT OG JSEIISIT LJOÐ OG LJOÐLIKI Hér ýtir nýr ljóðahöfundur úr vör með ljóðabók, sem hann kallar Hreirtt og beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í hefðbundnum stíl, en nýstárlegum þó um sumt. Höfundur á það til að víkja af alfaraleið í ljóðum sínum, einkum í þeim Ijóðum sem hann nefnir ljóðlíki en ekki ljóð. En Ijóðlíki hans eru þó allrar athygli verð og standa vel fyrir sínu. Þar ber kvæðið Minning greinilega hæst - Ijóðlíki eins og höfundur nefnir það - um Stein Steinarr, um atvik úr lífi hans sem er á fárra vitorði, atvik sem aldrei hefur verið lýst áður eða frásögn um það á þrykk komist. w w VKINGS LBqAMITVI NIOJATAL GUORÍÐÁR ÉYJÓÍFSDÓITUR OG 3JARNAHALLOÓRSSONAF. HREPPSTJÖRA A VIKINGSI.ÆK PÉTUR ZOPHONÍASSON * ______________SKUGGSJA LITLAR SÖGUR czvesi/U'i. PciU Litlar sögur eru safn sextán sagna um fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar hversdagsleikans. Meðal annarra koma við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir- myndarhúsmóðir, Herjólfur skósmiður, Jóhanna af Örk, unglingurinn Gunnar og ég. Farið er á tónleika á gulum Renault, í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið málað svart. Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður gefið út ljóðabókina Þú og heima og þýtt bækurnar Kæri herra Guð, þetta er hún Anna og Önnubók. Litlarsögur eru fyrstu frumsamdar sögur hans sem dregnar eru upp úr skúffu og koma fyrir augu manna. VIKINGSLÆKJARÆTT VI Péiu/L £o{iJvo*UgAAio*l í þessu sjötta bindi Víkingslœkjarœttar er 2. hluti h-liðar ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Þar sem ákveðið var að rekja niðja hans fram á þetta ár, en miða ekki eins og í fjórum fyrstu bindunum við þau mörk, er æviskeið Péturs Zophoníassonar setti verkinu, verður að skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í nokkur bindi, slíkur sem vöxtur ættar- innar hefur verið. Rúmur helmingur þessa bindis eru myndir. Allsherjarnafnaskrá bíður lokabindis útgáfunnar. SKUGGSJÁ BÓKABÚO OLIVERS STEINS SF.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.